Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 17
VISIB Laugardagur 18. mars 1978 Texti: Edda Andrésdóttir v r^wa VW^\,‘o éV»Vi>al ,w"u; ^llí %"Ss ®«s * uvo >\ðtf> \>\a^ oí> o sc^ss.s.nfls- SVíSr* íf^V'*6 - x& ^L\\e^ \tv ,\-o^ W Með allar græjur við höndina Undirritaðri hlotnaðist sá heið- ur að fá að sitja frammí við hlið númer 52. Sem reyndar heitir Eð- varð ólsen með þráttán ára reynslu að baki i lögreglunni og flokksstjóri að auki. Aftur i komu þeir sér fyrir ásamt ljós- myndaranum, lögreglumennirnir Jónas Sigurðsson og Guðmundur Hallgrimsson öllu yngri i lög- regluliðinu. A milli framsætanna er stór og mikill skápur sem reyndist geyma allar nauðsynlegar græj- ur. Flotlinu, teppi, björgunarvesti sjúkrakassa verkfæri ýmiss kon- ar og fleira og fleira, ýmislegt sem lögreglumenn þurfa ósjaldan að gripa til i starfi sinu. Afallalaust rennum við upp i Nóatún og þar biðurstrax fyrsta verkefnið. Allt i einu er rautt ljós farið að blikka.sirenur teknar að væla og það er gefiö i. Framund- an er ljóslaus bill á akstri i kol- niðamyrkrinu. „Við veröum að láta ökumanninn vita af þessu og svo er aldrei að vita nema hann kunni að vera undir einhvers kon- ar áhrifum”, segja þeir. Billinn stansar, afturhurðin er opnuð á andartaki og Guðmundur vippar sér út. Hann kemur fljót- lega aftur. Allt hefur reynst i lagi og ökumaður er fljótur að kippa þessu með ljósin i lag lika. En Guðmundurfinnur ekki pipu sina sem hann hafði tottað i róleg- heitum aftur i. Hann hafði lagt hana frá sér á skápinn f yrrnefnda um leið og hann stökk út og nú hefur hún dottið. Það er stoppað i örfáar sekúndur og pipan finnst. Hafa augun hjá sér Klukkan er rétt um niu og klukkustund liðin frá þvi mætt var á vaktina á lögreglustöðinni. Við ökum eftir götunum i mestu rólegheitum, en þó að spjallað sé um hitt og þetta i bilnum er greinilegt að lögreglumennirnir þrir hafa augun hjá sér. Hverfi 2-4-5 munu vera þau annasamari i borginni enda til- heyra þeim nokkrir skemmti- staðir eins og t.d. Sigtún, Klúbburinn, Þórscafé og fleiri. , ,Þa ð er þó ekki a lgilt a ð við höld- um okkureingöngu innan þessara hverfa”, segja þeir. „Það kemur fyrir að við sinnum útköllum i öðrum lika.” A rauðu ljósi á Miklubrautinni kemur Jónas auga á rauðan Volkswagen. „Nei, þarna er kon- an min”, segir hann„,hvað skyldi .menn ganga með frá þvi hann hún nú vera að fara?” Annar byrjaði á vöktum. Það var um skýtur þvi að i grini hvort þeir áramótin. Guðmundur hefur hins Myndir: Björgvin Pálsson ^EYKJAVÍK. vM \ iy ' „ "H. v: g® gpí: ■ •W ; •• i • - ættu ekki að setja rauða ljósið á en að sjálfsögðu verður ekki af þvi, og menn taka að ræða ljósa- búnað bila á götunum. Einn bill á minútu Eðvarð nefnir sem dæmi kvöld eitt þegar hann ók frá lögreglu- stöðinni á Hverfisgötu að Borgar- spitalanum. „A þeirri leið sá ég einn bil á minútu sem ekki var með ljósabúnaðinn i fullkomnu lagi.” Siðar þessa nótt kom það lika svo sannarlega i ljós aðþað eru ekki allir jafn vakandi yfir ljósunum. Föstudags- og laugardagskvöld eru annasömust hjá lögreglunni. „ Annars hefur verið rólegra þessi kvöld en áður alveg frá áramót- um” segja þeir. „Ég held að þvi, valdi meira auraleysi hjá fólki”, bætir Eðvarð við. „Og á þeim þrettán árum sem ég hef verið i þessu f innst mér hafa róast mjög mikið. Það er minna um erfið út- köll og virkileg slagsmál eru nærri liðin tið. Það gerist heldur ekki eins oft að við komum i rifn- um jökkum inn á stöð og stundum áður.” — Slasast lögreglumenn oft i átökum? „Það er litið um það. Lögreglu- menn hafa flestir verið heppnir að þvi leytinu. Ég hef t.d. aldrei slasast neitt sem talandi er um.” Jönas skýtur þvi inni að hann hafi ekki enn þurft að taka upp handjárnin, sem allir lögreglu- /V 2-4-5 voru hverfin sem liftið i bil 26 var á vakt i þessa nóttina. Kortift, sem er á skrifstofu aftalvarftstjóra sýnir hverfaskiptinguna i Keykjavik. vegar all oft þurft að nota járnin, en hann var lögreglumaður á Húsavik áður en hann kom til Reykjavikur. „Verðum að halda uppi húmor” Á tiðindalausum akstrinum um borgina er slegið á létta strengi og menn segja brandara. „Við verðum að halda uppi húmor” segja þeir, „hreinlega til að halda sönsum. Þegar við erum að vinna þá snýr allt það andstyggilegásta og leiðinlegasta i þjóðfélaginu að okkur. Við getum þurft að fást við byssumenn, hnifamenn, heimilis- ófrið og hvað eina sem er langt frá þvi að geta talist skemmti- legt. En með þvi að vera nógu léttlyndir getum við lifgað upp á vaktina. Það er hreinlega nauðsynlegt.” „Olsen ætlarðu ekki að gefa mér sjens á sjoppu”, skýtur Guð- mundur inn i og er farið að vanta tóbak. Sú næsta sem við eigum leið framhjá er á Hverfisgötunni Piýir áskrifendur geta líka veríó með Ertu áskrifandi ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.