Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 4
4 Frissikötturtregurtilþátttöku I stóölifi i „Fritz the Cat” eftir Ralph Bakshi. Jon Voight og J ane Fonda i nýj- ustu mynd Hal Ashbys „Coming llome". Ungæðislegur Jack Nicholson meö Candice Bergen og Art Garfunkel f mynd Mike Nichols, „Carnal Knowledge”. Vandræöi á hliðarlinunni i „MASH” eftir Robert Altman. Laugardagur 18. mars 1978 visœ Ben Johnson, Timothy Bottoms og yngri bróöir hans i „The Last Picture Show” eftir Peter Bogdanovich. Robert Altman, ræöir um atriöi i myndinni „Images” við Su- sannah York, Hugh Millais og Cathryn Harrison. Peter Fonda i „Easy Rider” sem Dennis Hopper leikstýröi. Ron»e Blakiey, Barbara Baxley og Henry Gibson i „Nashville” eftir Altman. NYJA FOLKIO I HOL Á nýliðinni kvikmyndahátlð i Reykjavik fengu þeir sem áhuga höfðu tækifæri til að kynnast dálitið nýrri og óvenjulegri hlið á bandariskri kvikmyndagerð. Kvikmyndir sem frá Bandarikjunum koma hafa i gegn- um árin og reyndar ekki óverðskuldað fengið á sig stimpil iðnaðar, miklu fremur en listar. Peningar hafa stjórnað þvi hvaða myndir hafa verið gerðar og hvernig, og leikstjórar og leikarar hafa unnið sitt verk eftir fyrir- mælum peningamannanna. Tvær bandariskar myndir voru á kvik- myndahátiðinni, „Fritzthe Cat”, eftir Ralph Bakshi og ,,A Woman under the Influence” eftir John Cassavetes. Báðar þessar mynd- ir báru þess merki að vera persónuleg verk, unnin af listamönnum. Þessir tveir menn eru fulltrúar nýrrar hreyfingar i bandariskri kvikmyndagerð þó báðir skeri sig reyndar nokkuð greinilega úr fjöldanum, hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma. í þessum greinarstúf verður gerð örlitil grein fyrir hinni „nýju bylgju” i Hollywood sem skollið hefur á núna á sjöunda áratugn- um. Ilétt er þó að geta þess strax að á marg- an hátt stendur fjármálabraskið i kvik- myndaheiminum bandariska i blóma, — menn læra jú brellur og klókindi i við- skiptum af reynslunni eins og annað. John Cassavetes sem sumir telja upphafsmanninn, fæddist fyrir 49 árum i New York. Hann er af grisku foreldri og faðir hans var kaupsýslumaður sem hafði lag á að tapa og græða milljónir á vixl. Þaö má til gamans minnast á litilfjorlegt atvik i æsku Cassa- vetes. Eitt sinn þegar hann var að leika braut hann i sér nokkr- ar framtennur. Fjölskyldan hafði ekki tök á að kaupa handa honum gerfitennur og hann var ófáanlegur til að brosa i nokkur ár. Mjög þvinguð og tauga- veiklulegbroshafa alla tið veriö mjög sterk einkenni á leik Cassavetes — sennilega af- leiðingar brotnu tannanna i æsku. En þetta var nú útúrdúr. Átta myndir að baki Hann lauknámi frá New York Academy of Dramatic Arts 1953 oghóf bráttað leika i sjónvarps- þáttum þar sem hann fékk ekki vinnu á Broadway. Or sjón- varpinu lá leið hans siðan i kvik- myndirnar þar sem frægðin beiðhans. Meðal hlutverka hans er eiginmaðurinn i „Rose- mary’s Baby” og hlutverk i „The Dirty Dosen” og „Two Minute Warning” Hér verður þó talað um hann sem leikstjóra þótt hann sjálfur segist alltaf telja sig „at- vinnu”-leikara og „áhuga”-leikstjóra. „Shadows” hét hans fyrsta mynd gerð 1960, og hún markaði stefnuna. Hann á nú að baki 8 myndir, sem allar hafa verið gerðar fyrir eigið fé og sömu leikarana má þekkja aftur og aftur i þeim. Jafnvel hans eigin ættingja. Hippar Stfll útlit og viðfangsefni mynda hans var ávallt heldur ólikt þvi sem gerðist i myndum stórfyrirtækjanna United Art- ist, Columbia, MGM, Warnar Brothers, Fox og Paramount. En þaö væri einum og einföld lausn að segja að einn leikstjóri hefði haft þau áhrif sem marka má á þeirri breytingu sem orðið hefur á kvikmyndum frá Holly- wood, þótt hann hafi sennilega haft meiri áhrif en menn gera sér grein fyrir. Flestir þeir ungu leikstjórar sem komu fram á sjónarsviðið eftir 1970 uxu upp með og urðu fyriráhrifum af hippum,blóma- æðinu, og þeim uppreisnaranda sem varð vart i Bandarikjunum á siðasta áratug. „Easy Rider”, hin ódýra og ungæðislega mynd Dennis Hoppersem varð ein tekjuhæsta mynd i kvikmyndasögunni er sennilega augljósasta táknið um breytinguna. Aðrir benda á „Shadows” frá 1960 og segja að þessi þróun hafi byrjað þar, — þar hafi hin nýja kynslóð leik- stjóra fyrirmyndina. Enn aðrir benda á þegar Mike Nichols fékk fyrstur manna lokaákvörðunarrétt um útlit myndar sinnar Catch 22 siðan Orson Welles i gamla daga. Það var annars viðtekin venja að kvikmyndafyrirtækið átti loka- orðið. Ný kynslóð Það sem einkennir þessar nýju kvikmyndir — gerðar eftir 1970 — eru eiginlega hvorki list- rænir yfirburðir né betri sölu- varningur en áður, heldur sam- bland af hvoru tveggja. Einhver fékk þá flugu i kollinn að áhorf- endur væru flestir hverjir undir þritugu,væru þreyttir á drama- tiskum stórmyndum og skripa- myndum og að fjárhagsað- stæður væru svo slæmar að það skaðaði ekki að prófa nýja hluti hvað sem væri. Niðurstöður tilraunarinnar urðu ekki þær að einn eða tveir framúrstefnuleikstjórar skytu upp kollinum, heldur hópur ungra manna sem hreinlega er að taka yfir Hollywood. Og nú eru bandariskar kvikmyndir i fyrsta sinn auglýstar sem myndir leikstjóra. „Nýjasta mynd Spielbergs” er t.d. frasi með auglýsingagildi. Það eru ekki lengur bara leikarar sem eru stjörnurnar. Nöfnin Það er kannski rétt að nefna nokkur nöfn i þessu sambandi. Hinir „nýju” leikstjórar í Holly- wood eru m.a. Woody Allen (Love and Death) Robert Alt- man (Nashville) Hal Ashby (The Last Detail) Ralp Bakshi (Fritz the Cat) Noel Black (Pretty P.oison) Peter Bogdanovich (The Last Picture Show) Mel Brooks (Young Frankestein) Brian De Palma (Carrie) Joþn Cassavetes (A Woman under the Influence) Francis Ford Coppola (The Godfather) John Hancock (Bang the Drum Slowly), Dennis Hopper (Easy Rider) George Lucas (American Graffiti, Star Wars) Terence Malick (Badlands) Paul Mazursky (Next stop Grenwich Village) John Milius (The Wind and the Lion) Bob Rafelson (Five Easy Pices) Michael Ritchie (The Bad News Bears) Jerry Schatzberg (Scarecrow) Steven Spielberg (Jaws) How- ard Zieff (Hearts of the West). og Martin Scorsese (Taxi Driver). Það er kannski á mörkunum að Cassavetes eigi heima á þessum lista — hann og Joan Silver (Hester Street) eru tveir leikstjórar sér á báti sem aldrei hafa notfært sér fjármagnið i Hollywood eins og hinir hafa gert. Handritahöfundarnir En það þarf fleiri en leikstjóra til að gera bió. Meðal athyglis- verða handritahöfunda sem komið hafa fram með þessum leikstjórum eru Willard Huyck og Gloria Katz (American Graffiti) Paul Schrader (Taxi Driver) Joan Tewkesbury

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.