Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 28
Nemendur í Hótel og veitingaskólanum voru mætiir á Lækjar- torg í gær meö gómsæta rétti sem þeir gáfu þeim sem þiggja vildu. Þessu var tekið mjög vel og svo virtist sem ananasréttur sá sem þeir buðu upp á væri afbragð. Nemendur tóku til þessa ráðs til að minna á sýningu sem verður í dag og á morgun i húsnæði skólans i húsi Hótel Esju. Þar gefst fólki einnig kostur á því að bragða það sem fram er ijorið. Mynd Jens/KP Þotvflug tll Akureyrar //Svo virðist sem straumurinn liggi að þessu sinni til Akureyrar/ Húsavikur og Isaf jarðar um páskana"/ sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Vísi. Aukaferðum hefur þeg- ar verið bætt viö áætlun á þessa staði en einnig verða nokkrar aukaferöir farnar á Egilstaði, Sauðárkrók og Patreks- fjörð. Sveinn sagði aö fólk hefði pantað óvenju snemma far með vélum félagsins og þvi heföi ver- ið hægt að skipuleggja ferðir með góðum fyrir- vara. 1 dag verða farnar 5 aukaferðir, auk áætlana- ferða. A sunnudag verða farnar 2 aukaferðir, 5 á mánudag, 6 á þriðjudag 10 á miðvikudaginn og 6 ferðir á skirdag. Ekkert flug verður innanlands á föstudaginn langa. Á laugardaginn fyrir páska verða farnar 2 til 3 auka- ferðir. Ekkert verður flogið á páskadag. „Það hefur verið ákveðið að önnur Boeing þota félagsins fari fjórar til fimm ferðir til Akur- eyrar á annan páskadag. Vélarnar taka 126 manns i sæti svo við gætum flutt um eitt þúsund manns ef veöur leyfir”, sagði Sveinn. Alls verða farnar 78 ferðir innanlands á einni viku en þar af eru 58 aukaferðir. Gert er ráð fyrir aö fluttir veröi milli fimm og sex þúsund far- þegar þessa daga. —KP Rannsóknarlögregtan vinnur áfram að könnun á þvi með hvaða hætti hluti af danska listanum hefur komist i umferð manna á meðal. Samkvæmt upp- iýsingum sem Vfsir hefur afiað sér voru fyrirspurnir Seðiabankans til innistæðu- eigenda listans sendar út I ábyrgöarpósti. Þegar Visir hafði tal af Jóni Skulasyni póst- og simamálastjóra i gær- kvöldi sagði hann að sér væri ekki kunnugt um að máliö hefði verið rann- sakað hjá póstinum, en starfsfólk væri bundið þagnarskyldu. Upplýsingarnar frá Dan- mörku um innistæðueig- endur i Finansbanken munu fyrst hafa borist til fjármálaráðuneytisins og siðan til embættis rikis- skattstjóra og gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans. Eftir þvi sem Visir kemst næst munu fyrirspurnir Seðlabankans ekki hafa veriö póstlagöar allar sama daginn. —SG VÍSIR ýrslitin á Segu Keppnin um titilinn „Fuiitrúi ungu kynslóðar- innar 1978,, fer fram á Hót- el Sögu annaö kvöld. „LEKINN" RANNSAKAÐUR: Fynrspumimar sendar í pósti Keppnin er haldin á veg- um Club 32 og Sunnu, og er liður i Fegurðarsamkeppni tslands. Nú þegar hafa verið valdar stúlkur til þátttöku I úrslitakeppninni, fjórar ut- an af landi og þrjár stúlkur úr Reykjavik. —GA. Óf«llkomiwn listi nm reiknishqtfq I F8nqnsbanken q fferðinni: Þriðjung nafnanna vantar á listann Listi með nöfnum 49 áramótin 1976/1977, dagblaða. Hann er mjög ófull- kominn og vantar þar nöfn 27 þeirra aðila, sem reikninga áttu i umrædd- um banka. Nöfn ýmissa lands^ þekktra manna, sem fram aö þessu hafa verið orðaðir við inneignir i Finansbanken manna á meðal, eru ekki i hópi þeirra 49, sem nefndir eru á þessum lista. A listanum eru einungis nöfn viðkomandi aðila manna og fyrirtækja af þeim 76, sem áttu reikninga í Finansbanken í Danmörku um hefur undanfarið gengið manna á milli í höfuðborginni, og m.a. borist á ritstjórnir og þeirrar byggðar, sem þeir búa i. Engar upplýs- ingar eru á listanum um þær fjárhæðir, sem þessir aðilar áttu i Finansþank- en, né hvernig þær eru til- komnar. Ekki fylgja heimilisföng viðkomandi aðila né starfsheiti og heita þeir þó margir hverjir algengum nöfn- um. Listinn þessi var birtur i Dagblaðinu i gær, en Visir hefur ekki talið sér fært að birta nafnalista, sem er svo mörgum ann- mörkum háður. Garðar Valdimarsson, skattrannsóknastjóri, hefur tjáð Visi að mikill munur sé á þeim upphæð- um, sem áðurnefndir 76 aðilar áttu á reikningum sinum i Finansbanken, en reikningarnir voru 81 talsins. Sá aðilinn, sem hæstu upphæðina átti, haföi 400 þúsund krónur danskar á reikning sinum, en þaö jafngildir um átján milljónum islenskra króna á núverandi gengi. Lægstu upphæðirnar, sem teknar voru með, voru hisnvegar 10 þúsund krónur danskar, eða um 450 þúsund. sex menn meira en 200 þúsund krónur danskar, eða niu milljónir islenskra króna og fjórir til viðbótar áttu milli 100 og 200 þúsund krónur danskar, sem jafngildir 4.5 til 9 milljón- um islenskum. Þeir sem áttu innstæð- ur yfir 50 þúsund krónur danskar (2.2—2.3 milljón- ir islenskar), voru 24 álls. “Hinir áttu allir lægri upp- hæðir á reikningum sin- um. Yfirvöld hafa leitað skýringa, og óskað gagna, hjá reikningshöf- um, og hafa þau borist. —ESJ. Allir eru velkomnir á sýn- ingu Lindu Schapper. Tepposýn- ing hefst klukkan sex Sýning bandarisku lista- konunnar, frú Lindu Schappér, á stoppuðum teppum i Kjarvalsstöðum hefst klukkan sex siðdegis i dag, en ekki klukkan fjögur eins og áður hafði verið getið. Linda Schapper hóf að fást við þessa sérstæöu teppagerð 1975. t teppum sinum blandar hún saman ævafornri arabiskri hefð við teppagerð og tækni sem notuð er við gerð slikra teppa i Bandarikjunum. —GA. 8% fyrir hvorn verkfallsdaginn Þeir starfsmenn rikisins sem tóku þátt i verkfallsað- gerðunum 1. og 2. mars missa sem svarar 8% af föstum launum vegna eins dags f jarvistar en 16% hafi þeir verið f jarverandi báða dagana samkvæmt ákvörðun i rikisstjórninni. „Þessiákvörðun þýðir að dregið verður af launum manna á yfirvinnukaupi”, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB við Visi i gærkvöldi. „Og hafa þvi kröftug mótmæli gegn þeim fyrirætlunum haft álirif” „Hótað hafði verið að draga frá launum sem samsvaraði tvöföldu yfir- vinnukaupi eða 32% af launum fyrir báða dagana. Þetta er aðeins helmingur þess sagði Kristján. „Hins vegar er þetta meira heldur en venja hefur verið að draga frá launum þegar opinberir starfsmenn hafa áður gripið til mótmælaað- gerða þvi þá hefur ýmist ekkert veriö dregið af laun- unum, eða þá dregið frá á dagvinnukaupi. Þvi tel ég að hér sé óhæfilega mikill frádráttur miðað við fram- kvæmd íaganna hingað til.” —ESJ Bremsurnar í ólagi - og bíllinn inn um glugga Þegar ökumaður ætlaði að stöðva bii sinn við verslunina Fjöðrina i Skeifunni i gærdag rétt eftir kl. 6 reyndust bremsurnar vera i ólagi og hélt bfllinn áfraqi. inn i gegnum glugga. Stöðvaðist hann þannig að afturhjólin urðu eftir fyrir utan. . Glugginn er mjög stór og er við hliðina á inngangin- um i verslunina. Fyrir inn- an var búðarborð sem færðist að sjálfsögðu úr stað. Simar slitnuðu og ein- .hverjar skemmdir urðu á •vörum sem voru fyrir inn- an. Engin slys urðu þó á mönnum.. _EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.