Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 19
vism Laugardagur 18. mars 1978 19 Guðmundur og Kðvarft með ökumann grunaðan um ölvun. Fyrsti kvenfangavörfturinn á lslandi Amalia Jönsdóttir, við kven- fangageymslurnar. Klefarnir eru fimm og yfirleitt fullir aðfara- nætur laugardaga og sunnudaga. Kinn bill stopp á „vatnselgsvegamótunum" og bfll 26 fljótur til að- stoðar. „Þakklátasta fólk sem viö flytjum er fólk I hjólastólum." Blóðprufa á slysadeild. Það var greinilega eitthvað aö bilnum. Þegar betur var að gáð kom i Ijós að húddið hafði fokiö upp. þvi að þannig er það best.” Rúmum tiu minútum siðarer 26 laus a .iý. Fljótlega er enn einn með ljósabúnaðinn i ólagi stoppaður. Það er nóg af þeimi nótt. Flestir sem liðið á númer 26 stoppar bregðast vel við. Einn snýr þó upp á sig og spyr „Hvað viljið þið?”. þegar þeir koma að 'glugganum hjá honum. Konurnar eru greinilega samviskusamar. Þegar þeir renna upp að hægri •'liö bils á Skúlagötunni og kalla ut um gluggann: „Ætlarðu að skila þvi til bóndans aðþað vanti annað afturljósið”, spyr hún strax: „Ætli við getum látið laga það strax i kvöld? ” En þeir segja óhætt að biða morguns. um til dæmis skapgerð svo að eitthvaö sé nefnt." — Er fólk hrætt við lögregluna? Veröurþvi illa viö þegar þið birt- ist? „Nei fólk er ekki hrætt. Þaö er þá helst það fólk sem er alsak- laust sem virðist stundum hrætt. en oft er okkur sýnt mikið virðingarleysi." Blóðprufa á slysadeild Klukkan er tvö þegar 26 er til- búinn i „allt” aftur. En næsti klukkutiminnog reyndar hálfur i viðbót liður án þess að til stórtið- inda dragi. Enn er þaö Ijósa- búnaður sem veldur þvi að við s'.öðvum dii.? ogörlitill grunurum ölvun i eitt skiptið. Klukkan hálf fjögur er enn einn stöðvaður. Þeir telja sig fjnna áfengislykt af ökumanni sem er ungur maöur og fá hann upp i bil- inn.Þaðerákveðiðaðhalda niöur á stöð og Guðmundur ekur bil ökumanns þangað. Nú er það öndunarsýni sem biður. Það er Páll aðalvarðstjóri sem sér um það. Okumaður fer inn til hans og Páll tekur af honum skýrslu. Við hin. nema einn lögreglumann- anna biðum frammi á meðan. Okumaður fær að skola munninn áður en öndunarsýni er tekið en það sýnir of mikiö og næst er það slysadeild. Þar er tekin blóðprufa en siðan er ökumanni ekiö heim. Niðurstöður prufunnar koma að fáum dögum liðnum og ökumaöur fær að sækja bil sinn daginn eftir. Hann viðurkenndi strax að hafa nevtt áfengis. „Ég fékk mér svo- litið i kvöld svona um klukkan ell- efu", sagði hann strax og bar sig vel allan timann. Sofnar aldrei alveg Reykjavik sofnar greinilega aldrei alveg. A sama tima og ein- um er ekið heim i svefninn. legg- ur annar af stað til vinnu. Alla nóttina vorueinhversstaðar ljós i gluggum bilar á ferö og fólk á gangi. Alls staðar eitthvert lif. Við kynntumst þvi á svolitiö undarlegan og nýstárlegan hátt þessa nótt. Samt sáum við ekkert i likingu við það sem lögreglu- menn upplifa stundum. Eftir eina slika nótt er heldur ekki laust við aö næsti dagur. verði óvenjulegur lika. þegar bjart er oröið og allt i fullum gangi á ný. En fyrst ætlum við nú að sofa... —EA Megas á fullu 4:20 og 26 er sendur aö húsi 1 borginni. Kvartað hefur verið yfir of miklum hávaða og viö leggjum við hlustirnar þegar að húsinu er komið. Jú, Megas greinilega á fullu á fóninum og syngur um skáldið Jónas. Það er bankað — vel og lengi áöur en nokkur svar- ar. Nokkrir ungir menn sem þar eru samankomnir lofa að lækka i fóninum og Megasi. Og viö renn- um af stað á nýjan leik. En þaðer farið að styttast i lok næturvaktarinnar. Þótt i ýmsu hafi verið að snúast segja þeir þetta rólega nótt. Aö visu eiga þeir enn eftir að stöðva ökumenn og i eitt skiptið er gefið i a eftir ökúmanni sem ekur heist til greitt. „Eg var á sjötiu" segir hann þó þegar við rennum upp að honum. Hann sleppur með áminningu. Hanneráleið i vinnu. Það hefur lika hitt og þetta gerst. Sumt óskemmtilegt en annað óneitanlega spaugilegt. Við gátum til dæmis ómögulega kom- ist hjá þvi' að láta iskra svolitið i okkur fyrr um nóttina viö Um- feröarmiðstcðina,aftan við húsiö. /ið.ælluðum aö renna hringinn og um leið og billinn kom bak við húsið lýstist upp climmt svæöi. I birtunni komum við auga á tvær blómarósir sem höfðu þurft að kasta af sér vatni. Það var þvi til- valið að nýta dimmanstaðinn, þvi auðvitað hafði það ekki hvarflað að þeim að þar sem þær sætu með buxurnar á hælunum þyrfti endi- lega einn lögreglubill aö þvælast hjá. upp. Þeir bundu það niður með snæri og eru nú á leið austur aft- ur. Og ferðinni er haldið áfram. Flutningur á slysadeild Eftir smádól fyrir utan Klúbb- inn fær 26 tilkvnningu um aö renna upp að bakdyrunum. Þar er tekið við ungum pilti mjög drukknum og með skurð á auga- brún. „Látiði mig vera — hvað ætliði að gera við mig?” segir hann þegar upp i bilinn er komið. „Þeir slógu mig", heldur hann áfram. „Ég skal kæra þá þessi fifl. Ég hei ekkert gert þeim.” „Rólegur vinur, slappaðu af. Við skulum athuga málið" segja þeir og leiðin liggur á slysadeild Borgarspitalans. Þeir reynast þekkja hann litillega og spjalla við hann. „Svona nokkuð flokkast undir aðstoð", segir Eðvarð um þessa ferð. Við förum bakdvramegin með hann inn. A slvsadeild er rólegt þessa stundina og hjúkrunarliö tekurþegar á móti piltinum. Einn lögreglumannanna er inni á meöan gert er að sárinu. Okkur hinum er boðið upp á kaffi. ,,Hvað viljið þið?” 12:30 út af slysadeild. Þaö er ákveðiö aðfara i hús til kunningja með piltinn. „Það er allt i lagi i svona tilfelli að fara i heimahús” útskýrir Eðvarð. „Af þvi að það eru ábyrgir aðilar sem taka viö honum, hátta hann niður i rúm og sjá um hann. Ef við getum lyktað málum svona, þá gerum við það, Næstu 45 minúturnar gerist hreint ekkert sérstakt. Og að þeim loknum ertimitil kominn að væta kverkarnar og hressa sig á kaffi inni á stöð. Og við brunum þangað. ,,Eru lögreglumenn heimskir?” Það var ekki af þvi að þeir þrir litu út fyrir aö vera það að við spurðum þá að þessu — þvert á móti reyndar. Heldur það að menn eru gjarnir á að vilja láta það heita svo og sumir hafa hreinlega haldiö þvi fram aö lög- reglumenn séu upp til hópa illa gefnir Við viljum þvi endilega láta þá svara þessu. Og það stendur ekki á þvi. „Það getursvosem vel verið að við séum illa að okkur á ýmsum sviðum svo sem i læknisfræði. En við teljum okkur ári góða i lög- reglufræðum! Við könnumst ann- ars við þetta og þessi skoðun virðist dæmigerð meðal mennta- manna. Það eimir þarna eftir af einhverju gömlu — þeim tima þegar menn voru ráðnir i lög- regluna eftir stærð og stvrkleika. En nú eru breyttir timar og ýms- ar kröfur gerðar til lögreglu- manna. Lágmarksmenntun er gagnfræðapróf. Við veröum að vera andlega og likamlega hraustir og þurfum aö komast i gegnum tvo lögregiuskóla. Hreint sakavottorð er skiiyrði og á meðan á reynslutimanum stendur er fylgst vel með mönn- Áflog á Hallærisplaninu Klukkan eitt eftir miðnætti. Aflog á tiltölulega fámennu plan- inu. Þar er fyrir lögreglujeppi og lögreglumenn eru þegar farnir aö skakka leikinn. Það reynist ekk- ert aivarlegt á ferðinni og áflogin komast aldrei á hættulegt stig. Eövarö bendir okkur á einn i hópnum hann segjr gjarnan á að bera á sér hníf. Þeir kannast greinilega við marga á götunum. Fyrr um kvöldið hafði hann bent okkur á unga menn þrjá saman sem hann sagði oft hafa veriö tekna fyrir innbrot, árásir og fleira. Viðrennum af planinu sem þeir segja að sé helst aldrei aútt nema á milli fimm og sex á morgnana. „Nú gæti farið að lifna við- i borg- inni”, bæta þeir viö. ,, Annars veit maður aldrei. Við getum aldrei sagt hvaö getur gerst.” Síminn er 86611 Hrinqdu strax Áskrifendagetraun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.