Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 18. mars 1978 vism utgefandi Framkvæmdarstjori Ritstjorar Reykiaprent h/t Davið Guðmundsson Þorsteinn Palsson abm. Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guðmundsson Frettastjori erlendra fretta: Gud mundurG Petursson Umsjon með helgarblaði: Arni Þorarinsson Blaðamenn: Edda Andresdottir. Elias Snæland Jonsson. Guðjon Arngrímsson, Jonina Michaelsdottir, Katrin Palsdottir. Kjartan L. Palsson, Kjartan Stefansson, Oli Tvnes Sæmundur GjUÓvinsson. Iþrottir: Bjórn Blonrjal, Gylfi Kristjansson Liosmyndir: Jens Alexandersson Jon Einar Guðionsson. utlit og honnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson Auglysinga. og sölustjori: Pall Stefanssor Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Sióumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á manuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Bleðaprent h/f. Gildir sama um listann í ávísanamálinu og listann í Finansbankamálinu? Listi s.á, sem skatta- og gjald- eyrisyfirvöld fengu yfir íslenska reikningshafa i Finansbanken i Danmörku hefur verið mikið ræddur manna á meðal. Þær um ræður hafa fram að þessu nær eingöngu byggst á getgátum, sökum þess að þeir opinberu aðil- ar, sem um þessa reikninga hafa fjallað hér á landi hafa farið mjög leynt með nöfn reiknings- hafanna. Öþolinmæði og forvitni fólks hefur aftur á móti valdið því, að á undanförnum vikum hafa margir verið nefndir, sem hugs- anlegir reikningshafar, meðal annars menn sem gætu hafa átt viðskipti við danska aðila eða af öðrum ástæðum eru taldir geta átt þar fé i bönkum. Þessar getgátur hafa breyst i fullyrðingar í meðförum fólks og dómstóll almenningsálitsins hef ur tekið til starfa. Menn, sem ef til vill eru alsaklausir, hafa þar hlotið harða dóma en aðrir, sem kunna að vera brotlegir gagnvart lögunum eru ekki nefndir. Visir hef ur áður bent á þetta og talið óhjákvæmilegt að réttir að- ilar birtu listann með nöfnum þeirra, sem i raun hafa gerst brotlegir við gjaldeyris- eða skattalög með þvi að eiga fé á bankareikningum i Danmörku án þess að gera islenskum yfirvöld- um grein fyrir því. Þeir, sem saklausir eru af áburði almenn- ingsálitsins, verði ekki hreinsaðir með öðru móti. Yfirvöld hafa enn ekki Ijáð máls á slíkri birtingu, en ný þró- un Finansbankamálsins ætti að flýta ákvörðun í þessu efni. Undanfarna daga hef ur gengið manna á meðal listi meðnöfnum 49 aðila, sem sagðir eru hafa átt reikninga í Finansbanken i Dan- mörku i árslok 1976. Afrit af honum hafa verið í höndum ým- issa einstaklinga og meðal ann- ars borist inn á ritstjórnarskrif- stofur dagblaða. Rannsókn fer nú fram á þvi, hvaðan þessi listi er upp runninn, en eins og fram kemur i frétt i Vísi í dag, er hann mjög ófullkominn og þótt öll nöfnin væru nöfn raunverulegra reikn- ingseigenda i Finansbanken vantar á listann þriðjung þeirra 76 aðila, sem skattrannsóknar- stjóri hefur skýrt frá að hafi átt þarna innistæður að fjárhæð 10 þúsund danskar krónur eða meira. Á listanum eru einungis nöfn manna og byggðarlaga, en hvorki upplýsingar um f járhæðir bankareikninganna né hvaða skýringar eru á tilvist þeirra. Engin nánari deili eru heldur gefin á þeim aðilum, sem eru á listanum, engin starfsheiti og ekki heimilisföng. í sumum tilvikum er um að ræða algeng nöfn, þannig að all- margir einstaklingar bera sum þessara nafna í sama byggðar- laginu. Eitt dagblaðanna birti þennan lista í gær, en hin höfðu þá ekki gert það. Svipaður óstaðfestur listi gekk manna á meðal meðan á rannsókn ávísanamálsins svo- nefnda stóð, en enginn fjölmiðl- anna birti hann þá. Aftur á móti urðu sögusagnir og nafnalistar þá til þess, að opinberir aðilar létu f jölmiðlum i té til birtingar staðfesta lista yfir þá aðila, sem sú rannsókn náði til. Mjög svipuð staða er nu komin upp. Fjölmargir aðilar hafa verið nefndir sem reikningseig- endur, og ónákvæmur nafnalisti er kominn á kreik. Full ástæða er því fyrir opin- bera aðila til að birta f ullkominn lista yfir þá, sem brotlegir hafa gerstog gera grein fyrir upphæð- um reikninganna og skýringum eigenda þeirra. Þannig yrði eitt látið yfir alla reikningshafa ganga. Ekki er síst ástæða til slikrar ákvörðunar vegna þess fólks, sem almenningur hefur sakað um gjaldeyris- og skattamisferli vegna Finansbankamálsins, en hefur ekkert til saka unnið. Veröur ófullkominn óstaðfestur listi sem kominn er á kreik með nöfnum allmargra reikningshafa til þess að opinberir aöilar birti staðfestan lista vfir alla reikningshafa og innistæður þeiria j Pinansbanken? Að lafa saman við konuna sína Bolungarvik. Stórhátið fer nú i hönd. bá leggja menn niður vinnu um stund og börnin þurfa ekki i skólann i nokkra daga. Og þá skyldi maður halda, að heimilislifið tæki á sig friösam- legan hátiðarsvip innan um veislumat, páskaegg og skiða- ferðir. En það er nú aldeilis ekki þvi aðheilsa. Það er margsann- að mál, að það er aldrei eins erfitt að lafa saman viö konuna sina og á hátföum. Hættulegir eru páskarnir, en þó hólfu verri jólin. Hjónin eru ofurseld hvort öðru til ills eöa góös. Ekkert sem heitir aö flýja á náðir vinn- unnar, og samanborið við þrúgandi andrúmsloftið á heim ilinu verður þrasiö og skarkal- inn á vinnustað að hreinustu paradis. - Maria i skólanum og Maria heima hjá sér Margir glaðklakkalegir náungar, sem eru hrókar alls fagnaðar á vinnustaö, reynast hreinustu fýlupokar á heimili. Svo mjög sem þeir leggja sig fram aö skemmta viöskiptavin- um og samstarfsmönnum, þá tekst þeim einhvern veginn ekki eins vel upp heima hjá sér. Þeir eru eins og hún Maria, sem gerði svo mikla lukku i skólan- um, að kennslukonan geröi sér ferð heim til hennar með dýrindis verðlaun fyrir góða hegðun, en sneri við i tröppun- um, af þvi hún heyrði f yrirgang- inn i barninu heima hjá sér. Streitan og ástin á vinnunni Einn af kærkomnustu kostum hátiða á borð við páskana er i þvi fólginn. aö þær gefa þreytt- um og lúnum mönnum tækífæri til þess að hægja á, slappa af, hvilast þá gefast stundir sem margur þráir að þvi skapi heitt, sem örðugt getur reynst aö eignast þær. Nú er að njóta lifs- ins i faðmi fjölskyldu, með \in- um, börnum og ættingjum. En svo kemur upp úr dúrnum, að þú færö ekki notið þessara fria eins og. skyldi, getur ekki slakað á eins og þú helst kysir. Og þú spyrð sjálfan þig, hvort þú sért ef til viil eitthvaö afbrigöilegur, fyrst þú f ærð ekki notið friöarins, sem þér finnst þú ættir að finna í návist ástvina. Það mun. t.d. ekki óalegngt meöal sjómanna og annarra þeirra, er langdvölum dvelja fjarri heimilum sinum, að þeir sakni starfsins þegar þeir eiga fri, og verði af hjarta fegnir aö hverfa á vit vinnunnar aftur. Þá hefur klafi vanans náð helsti sterkum tökum. og ástæðan til aö hvetja til tilbreytni, nýrrar, hressandi lifsrevnslu fjarri heimabæ og vinnustað. Það var ekki mein- ingin i öndverðu, að kóróna sköpunarverksins yrði ófrjáls þræll sinna eigin kringum- stæðna. ,,Er það ekki hér, sem maður er lesinn i sundur?” Þannig spyrja tiltölulega nýgift krakkagrey prestskepn- una sina. Og augún, sem tindr- uðu svo glatt i skini altarisljós- anna einn dag, sem nú virðist víös fjarri þau augu eru nú köld og flóttaleg. Gieöi tilhugalifs, brúðkaups og hveitibrauösdaga er horfin, og nokkuð allt annað komið i staðinn bau eru ósköp sagnafá. En eitt vilja þau taka fram strax i upphafi, klerkinum þýðir ekkertað reyna að koma á sáttum. Þau hafa alveg og endanlega ákveðiö sig. Þetta getur ekki gengið sisona lengur, segja þau. Þau eiga svo illa saman. Og það ber svo mikið á ■milli. ó synd, ó svndin arga Hvað veldur? Af hverju virðist þaö hjónaband, sem ástæða var til að ætla að enst gæti vel og lengi, samt sem áður ætla að liðast i sundur? Mjög oft kemur Bakkus við sögu. Þeim hjónum þykir loks óbærilegt að kvöidfagnaðurinn, sem hófst svo sakleysislega, skuli orðið jafnan enda með ósköpum. En Mammon karlinn er drjúgur lika. Peningarnir, öfiun þeirra eða ráðstöfun, skortur þeirra eða ofgnótt, verða oftar en ekki uppspretta ósamkomulags. Hjá eldri hjónum verður tii tóma- rúm, þegar börnin eru flutt aö heiman, þau sem fylltu llf foreldra sinna af þakklátum viðfangsefnum eða eftir atvik- um armæðu og hugarangri. Nú hefur pabbi ekki lengur ástæðu til aö fá sér kaffi og vindil um óttubil og ekkert, sem afsakar það lengur, að mamma skuli bylta sér andvaka og áhyggju- full inni i rúmi. Sú þráláta lifs- lygi að ævin hafi brunað hjá i tilgangsleysi dagslegs amsturs heldur fyrir mönnum vöku. Þá gleyma menn ,þvi, að ,,sú heimsvon öll, sem Darmur mannsins ber/hvort bregst hún eða rætist, hvort sem er/sem hrim á dökkri auðnarásýn skin/um eina smástund, kannski tvær, og fer.” Lungamjúk strokleður Kunningi minn sagði mér að hann hefði sjálfur fylgt ungum syni sinum i skólann fyrsta dag- inn i haust. Hann íékk meira að segja sjálfur að halda á skóla- töskunni drengsins, spánýrri og brakandi, með leyndardóms- fullu pennaveski, fullu af ilmandi blýöntum, vandlega ydduðum.svo og lungamjúkum strokleðrum. Þegar i skólann kom, veitti hann þvi athygli, sér til óblandinnar ánægju, að hann var ekki eini faöirinn i þessum bekk, sem iagt hafði upp i þessa pflagrimsför. Tveir aðrir feður voru einnig komnir á vettvang. Hann sagði, að sér hefði þá orðiö hugsað til þess, hve margir feður neituðu sér um þá ánægju að framkvæma sjálfir þessa ljúfú skyldu. Ég held, að þau hjón, sem standa saman aö uppeldi barna sinna, muni finna lif sitt fyiiast merkilegum tilgangi Liklega munu þau koma auga á þaö, að margt af þvi sem þau áöur köll- uðu mótblástur og andbyr i sambúðinni, er i raun og veru ekkert annað en smámunir ein- ir. Smámunir, hjá þvi tröllaukna og göfuga verkefni að veita barni félagsskap og gott atlæti. Gagnvart svo vandasömu viðfangsefni og spennandi hljóta deilur um fánýta hluti aö hjaðna og verða að engu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.