Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 15
14 Laugardagur 18. mars 1978 vism VISIR Laugardagur 18. mars 1978 15 „Ég er sennilega Islandsmeistari í bulli/ þvi áriö 1976 samdi ég tæplega 70 texta/ sem komu út á hljómplötum þaö sama ár og þaö er örugglega íslandsmet/ — ef ekki heimsmet. En alls hafa/ undanfarin 13 ár, komið út rúmlega 200 textar eftir mig á hljómplötum." Helgarblaðiö er komið í heimsókn til Þorsteins Eggertssonar textahöfundar, Ijósmyndara/ teiknara/ rithöfundar, — i stuttu máli „en alt- muligmand" eins og okkar heittelskuðu ná- grannar, Danír, rrumdu eflaust kalla hann. Þor- steinn erþó sennilega fólki kunnastur fyrir texta- gerö sina og varla til sá íslendingur, eins árs og eldri, sem einhvern tima, meðvitaðeða ómeðvit- að, hefur ekki raulað lag með texta eftir hann. En hvaðan kemur hann og hvenær byrjaði hann að búa til dægurlagatexta? „EG ER SENNILEGA IS L ANDSMEIST ARI í DULLI rætt við Þorstein Eggertsson, þúsundþjolosmið Ég er fæddur i Keflavik 1942 og ólst upp i Garðinuin. Æska min var ósköp venjuleg og það var ekki fyrr en ég var 16 ára i lands- prófi á Laugarvatni, að ég byrja að syngja og búa til texta. Svo var það árið 1960 að ég sigraði i dæg- urlagasöngvarakeppni sem K.K.- sextettinn stóð fyrir og var mér eftir hana boðið að ganga i hljómsveitina. K.K. hafði alltaf einn kven- og einn karlsöngvara og söng Elly Vilhjálms meö mér. A þessum árum stóð fólk alltaf þráðbeint þegar það söng, en ég hreyfði mig þó svolitiö, — fór i brú og svoleiðis. Elvis Presley var þá nýkominn úr herþjónustu og var mjög vinsæll. Og þar sem ég stóð ekki þráðbeinn viö sönginn, var ég látinn herma eftir Elvis til aö trekkja að. Þetta var mjög gam- an, en stóö stutt þar sem hljómsveitin lagöi upp laupana nokkrum mánuðum seinna. Hestasveinn hjá Circus Benneweis Svo fór ég til Danmerkur ’63 á listaskóla og hálfdrap mig úr sulti, þar sem ég var ekki á nein- um skólastyrk. Hætti þvi fljótlega þar og geröist hestasveinn i Circus Benneweis.Bjó ég þá i Tivoli og held ég aö þeir séu ekki margir tslendingarnir, sem þar hafa búið. Við héldum þar til i köldum vögnum, angandi af tá- fýlu og þviumliku. Þarna vann ég með allra þjóða kvikindum og var það mjög spennandi, en erfitt. Var starf mitt fóigið i þvi, að hirða hestana og skreyta þá fyrir sýningar, en kom sjálfur aldrei lengra en að innganginum að sviðinu. Um þetta ieyti fékk ég lika blaöamannapassa frá Alþýðu- blaðinu og misnotaöi hann að sjálfsögðu óspart. Komst ég t d á honum inn á blaöamannafund hjá The Beatles. Þctta var heljar- mikill fundur að viðstöddum 200 manns og ég var svo heppinn að ná mjög góðu sæti beint fyrir framan John Lonnon. Auk við- talsins viö hann sendi ég svo einn- ig nokkrar aðrar blaðagreinar hingað. „Húrra" Svo kom óg heim vorið '65 og fór að vinna á auglýsingateikni- stofu. Einnig gáfum viö Haukur Morthens út um þær mundir ung- lingarit sem við köllu um „Húrra”. Það kom nokkuð oft út og við héldum hljómleika meö breskri hljómsveit sem hét Brian Ef (1974) Pool and the Tremeloes. A þeim hljómleikum söng ég og einnig . kom þar fram á sjónarsviðið hljómsveitin Dátar. Og þá byrjaði ég á þvi að gera texta fyrir hljómplötur og hét minn fyrsti texti ,,Ast i meinum”, sem kom út meö Savannatrióinu. Skömmu seinna fór Ólafur Gaukur að gefa út timarit og fékk mig til liðs viö sig. Þaö var i dag- blaðsformi og hét Pósturinn. Það kom aðeins út þrisvar, en heppn- aðist þó ágætlega. Ólafur er alveg frábær blaðamaður, með gott auga fyrir þvi sem skiptir máli, en dreifingarkerfið var eitthvað gallað. Um haustiö fór ég svo að kenna teikningu og hef haldið þvi áfram alltaf af og til. Ég fluttist aftur til Keflavikur, þar sem ég starfaði með leikfélaginu og hóf að semja texta fyrir Hljóma. Textahöfundur ársins Svo er það árið 1968, að ég er kominn vel i gang við textagerö- ina. Þá voru i fyrsta skipti haldn- ar kosningar um lagasmið ársins, hljómsveit ársins o.s.frv. og var ég kosinn textahöfundur ársins, þó fyrir lélegri texta en þá sem ganga i dag. í dentid voru ekki gerðir eins góðir textar og Megas.Halldór Gunnarsson og Spilverkið semja nú. Þá geröi ég hinn írumlega texta „Slappaöu afy/ fyrir hljómsveitina Flowers. Sá texti varð mjög frægur af þvi að Róbert Arnfinnsson leikari las hann upp i skemmtiþætti Svivars Gests i sjónvarpinu og átti að vera dæmi um leirburð. Lagið var einnig notað sem nokkurs konar útgöngusálmur við fyrstu popp- messuna, en hún var haldin i Há- teigskirkju. Þá stirönaði gamia fólkið upp. Þetta er nefnilega dá- litið orðljótur texti og ekki beint kirkjulegur, i venjulegri merk- ingu orðsins. Fyrir peningana Annars finnst mér dálitið skrit- ið aö ég skuli hafa leiðst út i texta- gerð. Ég hafði aldrei ætlað mér að verða skáld eða neitt svoleiðis og mér leiddust Ijóð ákaflega mik* ið i barnaskóla. Það var Þórir Baldursson sem kom mór upp á þetta — Nú hefur þú oft verið mikið gagnrýndur fyrir textagerö þina, — hvað viltu segja um það? Ég er bara I þessu fyrir pening- ana. Ég geri þó ágæta texta stundum, en yfirl. fæ'ég þá aftur i hausinn, — þeir fara ekki á plöt- urnar. Afturámóti gengur hráka- Myndskreyting við frumsamda smásögu, 1 faðmi fjölskyldunnar. Þorsteinn með konu sinni Þóru Hreinsdóttur og frumburöinum Valgerði. smið einsog „Heim I Bdðardal” á plöturnar, en þann texta gerði ég i kjallarakompu i Keflavik eitt sinn, þegar ég var að verða alltof seinn I bió. Ég hugsa að ég fái þó mesta gagnrýni fyrir það að ég hef enga pólitiska skoðun. Ég er taóisti og á móti pólitik. Pólitiskar mótsagnir — Er þá taóismi ekki pólitlk? Jú, taóisini er pólitik. Afturá- móti er hann ekki flokksbundinn, Mér finnst flokkapólitikin meira en litið skrltin. Mór þykja flokk- arnir ofl I miklu ósamræmi við sjálfa sig, Ef við tökum þann flokkinn sem hér er lengst viö vinstri sem dæmi þá sækir Alþýðubandalagið ýmislegt s.a. málfrelsi, feröafrelsi o.s.frv, til Bandarikjanna, A meðan ó Sjálf- stæðisflokkurinn það sameigin- legt meö rússneska kommúnista- flokknum að þeir eiga báöir for- sætisráðherra, sem eiga það aftur saineiginlegt að vera rikustu mennirnir, hvor i sinu landi. 1 Alþýðuflokknum eru svo þessir bitlingar. Nú, Framsóknarflokk- urinn, sem berst fyrir jafnvægi i byggð landsins, ræður yfir S.J.S.- bákninu og dregur bændurna til sin. Þeir bændur sem flosna upp af jöröum sinum fara bara og vinna á lagernum hjá þeim, ?annig felast mótsagnir i öllum lokkunum. Ég fer þó alltaf á tjörstað, en skila auðu og þaö er |ú pólitik útaf fyrir sig lika. Börnum leiöist skáldskap- ur — Þú sagðir áðan, aö þér hafi leiðst skáldskapur þegar þú varst i barnaskóla. Leiðist þér hann ennþá? Ég held að öllum börnum leiðist skáldskapur. Kennsluaðferðirnar eru sennilega eitthvað vitlausar. Jú jú, Ég hef gaman af einstökum ljóðskáldum s.s. Steini Steinarr. Ég hef gaman af bókmenntum og listum yfirleitt og stúdera þetta mikið. — Þú ert kannski með skáld- sögu i smiöum? Ég skrifa svolitið af smásögum og ritgerðum, en hef bara ekki nógu mikið úthald i að skrifa heila bók. Eftir 5-6 blaösiður er efnis- þráðurinn oftast búinn. Mig lang- ar þó mikið til þess að skrifa bók og tel mig hafa efni i tvær. Reyndar hef ég tilbúna bók sem er ýmis konar samtiningur og mun eitthvað úr henni birtast i Samúel á næstunni, en ég skrifa svolitiö fyrir hann um þessar mundir. Litill //kúnstner" — Þú teiknar lika heilmikið, er það ekki? Jú.myndlist er mikiö áhugamál hjá mér svo og ljósmyndun. Ég hef haldið tvær einkasýningar og veriö meö á nokkrum samsýning- um. Eg lit þó ckki á mig sem skapandi listamann. Ég hef bara svo gaman af þessu og bý aðal- lega til myndir sem mig langar sjálfan til að sjá. — Megum viö eiga von á þvi að þú haldir sýningu á næstunni? Nei, þaö held ég varla. Ég er nefnilega svo litill „kúnstner” að ég sel allt um leið og þaö þykir vist ekki efnilegt. Það er þó ansi gaman að halda sýningar og maður lærir mjög mikiö af þvl, Ég held aö þaö séu engir mögu- leikar fyrir mig aö ná langt á þessu sviöi, þvi það er til svo mik- iö af ungum og frábærum mönn- um sem standa mér miklu fram- ar i myndlistinni. Þessir mið- aldra myndlistarmenn hafa náttúrulega ekkert lengur merki- legt að segja. Þeir eru bara til þess að hengja uppá vegg og búið spil. Heimavinna — Við hvað ertu að starfa þessa dagana? Núna er ég bara aö vinna heima hjá mér. Ég starfræki hér dálitla teiknistofu og vinn þar við að hanua og teikna alls konar um- búðir, vörumerki, hljómplötuum- slög og þar fram eftir götunum. Einnig geri ég mikið af textum t.d. er ég aö gera texta fyrir Brimkló, Geimstein og Fjörefni, svo eitthvað sé nefnt. — Græðirðu mikið á þessu? Ég hef það ágætt, þakka þér fyrir, þetta er bara spurning um nægjusemi. Aö rífa niður gamlar bygg- ingar — Þú ert meðlimur i Grjóta- þorpssamtökunum, ekki satt? Jú, allt frá þvi að ég var strák- ur, þá hefur mér fundist það svo leiðinlegt, að það er ekki neitt til af gömlum mannvirkjum hér á islandi, — nema ef væri kannski Snorralaug. Og þaö finnst mér ansi einkennileg árátta, — kannski er það bara minnimátt- arkennd, — i íslendingum, að þurfa alltaf að vera aö rifa niður gamlar byggingar og byggja nýj- ar. Ég get nefnt sem dæmi, aö ég var ungur i sveit i Laxárdal. Bær- inn sem ég bjó i var gamall burstabær, með moldargólfi i eld- húsinu og öllu tilheyrandi. Það var allt annar andi og sál þar en maður finnur i húsum nútildags. Sama sumar var svo byggt nýtt hús. Og viti menn, gamli þjóðlegi burstabærinn var bara hreinlega jafnaöur viö jöröu og þótti alveg sjálfsagt. Þetta er alltaf að ger- ast. Fyrir skömmu bjó ég i Grjótaþorpi, sem er ákaflega lif- rænn staöur. Aö búa þar er eins og aö búa I þorpi i miðri höfuö- borg, Og ef það á aö byggja þetta glerskrimsli i miöbænum, eins og yfirvöld hafa i hyggju, þá hlýtur Íað aö kalla á heilmiklar um- verfisbreytingar seinna meir. „Og þar sem ég stóð ekki þráö- beinn við sönginn var ég látinn herma eftir Elvis.,,.” Grjótaþorpið verður látið grotna niður, Dómkirkjunni sðpað i Tjörnina og allt fær á' sig óper- sónulegan blæ. Ég á lika eftir að sjá það, að einhver vilji búa i glerskrimslinu. Það er ekki hægt að lifga upp á gamla bæinn, sem er þó vissulega nauðsynlegt, með einhverjum steingeldum glerhús- Afturámóti er vist verið aö reisa nýjan miðbæ uppi i Kringlu- mýri og þar er alveg sjálfsagt að byggja svona hús, þvi að þau veröa þar i samræmi við um- hverfið. En þaðsem stendur til að gera i gamla miðbænum verður það siður en svo. Leiður á poppinu — Hver er þin uppáhaldstón- list? Satt best að segja, þá er ég orð- in nokkuð leiður á poppinu. Mað- ur er búinn að hlusta á það i 25 ár. Núna hlusta ég mest á þunga klassiska tónlist og einnig er alls konar sérkennileg tónlist frá óþekktum heimshornum mér mjög að skapi, Afturámóti finnst mér fátt eins leiðinlegt og karla- kórar og harmónikkutónlist. Popptónlist á ekki að endast óg það er kannski stærsti plúsinn við hana, að það þarf alltaf að vera að endurnýja lögin sem ganga hverju sinni. Þvi er það allt i lagi þó að textarnir séu algert bull. Þeir eru gleymdir eftir 2-3 mán- uði. Ef þetta væri ekki svona þá myndi ég ekki gera texta. Hugsiði ykkur bara, hve skelfilegt þaö yröi, ef viö þyrftum að hafa „Sið- ustu sjóferðina” glymjandi fyrir eyrunum til aldamóta. -pp Sá‘‘’ * Með mynd sina Askur Yggdrasils. „Ég gæti vel hugsað mér að gera myndaserlu uppúr Snorra-Eddu.” Einvigi aldanna (1972, ófullgerð eigandi: Keflavikurbær) Njálsbrennuhátið Buldi við brestur — og bærinn i spað A nærbrókum Njáll kom i dyrnar og kvað: „Nlðingar! Þið hafiö kveikt l mór hjá!" l'losi þá flissaöi: „Fyrr má nú sjá,” Fékk sér I staupin' og færði sig nær. „Ferlega var þetta hrörlegur bær”, sagö’ann og saup á I annaö sinn. Syngjundi fullur vnr mannskapurlnn. Kári þá rústunum klifraöi úr. Kolsvartur var'ann og svipurinn súr. Vildi hann hefna sin hiklaust og skjótti hefndarþorstinn ei gerð’onuni rótt. Ilann vildi helst byrja næstu nótt. Skarphóðinn stóð nú I eldinum einn, óhemju sybbinn og svifaseinn. Hugðist þó klifru úr kofanum út — koibrenndnn fókk á sig eikartrésbút. Itotaðist kappinn en rankaöi viö, ringlaður var fram i andlátið. Mátt heföi not'ann i mannætusvið. Kuldi við brestur og brennan var öll. Glumdu þá „húrra" og hlátrasköll. HeimleiöU Flosi með liðsaflnnn fór. Sólin var >iest — — það var sléttur sjór, 1964 Þórir Bnldursson sá þennan texta hjá mér og vildi fá mig til aö gera texta fyrir sig og Savanna trióið. Þnö var upphafiö að ferli minum sem textahöfundar. Morgunhugleiðing fyrir messu sigga litla systir min,- situr úti götu Er að injólka ánamnðk... Kafli úr Mannkynssögunni Kiminlán þifsund hrauxtir hermenn stóðu á verði i holunni — og geispuðu golunni. Askrifendagetraun oGT Viðtai: Póll Pálsson Mynáir: Jens Alexondersson o. fl. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.