Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 02.06.1978, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 2. júni 1978 11 mótmælti að geröin næði fram að ganga og krafðist málskostnaðar. Fyrir fógetarétti skýrði sölu- maðurinn H. frá málavöxtum á svipaðan hátt og J., og HC, sem kom fyrir réttinn sem vitni, kvað gerðarbeiðanda hafa greint rétt frá um atburði og samt.öl. I málinu byggði gerðar- beiðandi J. á því að kaup hefði stofnast um bifreið af W gerð/ sem sé tegund- arkaup. Samningsskylda fyrirtækisins E., gerðar- þola hafi til orðið um að afhenda sér aðra bifreið- ina af tveim, sem þarna voru á staðnum er kaupin gerðust, en þær hafi verið nákvæmlega eins og gilti einu hvor yrði fyrir valinu. Mótbárur gerðarþola i þá átt að verð hafi ekki verið fullkomlega ákveðið væru staðlausir stafir svo og skipti ekki máli í þessu sambandi þá fyrirhugaðar ráðstafanir í peningamál- um þjóðarinnar. Auglýsing hafi birst um W. bifreiðar sama dag og kaupin gerð- ust og þá með fastákveðnu verði og kvaðst gerðar- beiðandi með engu móti hafa mátt ætla að þar væri neinn fyrirvari á. Hefði sölumaðurinn þá vissulega átt að nefna slíkt á nafn og þá ekki síður ef ekki væri búið að leysa bifreiðarnar úr tolli. Hvorugt hafi hann gert. Rök bílasölunnar Af hálfu gerðarþola, var þvi mótmælt að nokkur kaupsamn- ingur hefði tekist. f simtalinu hefði J. verið tjáð. að hann gæti fengið keypta slika bifreið ef hann kæmi strax og staðfesti pöntun sina og greiddi umsamda útborg- un. Hann hafi ekki komið fyrr en eftir kl. 16 og þá hafi verið orðið of seint að greiða hina umsömdu út- borgun þar sem bankar voru bún- ir að loka og um helgina hafi gengi islenskrar krónu verið lækkað. Það sé af öllum atvikum framkomið að ráðagerðir hafi verið með aðilum um bifreiðar- kaup, en þeim ekki lokið og ekki einu sinni svo langt komið að gerðarbeiðandi geti bent á nokkra ákveðna bifreið er honum hafi verið heitin. Það eitt atriði út af fyrir sig eigi að vera innsetning- argerð þessari til hindrunar, þar eð almennt verði bein fógetagerð að beinast að vissum, einstaklega tilteknum munum, en verði ekki beitt um það, sem aðeins sé krafa um ótiltekinn grip af fleirum en svari til sömu lysingar. Af þess- um ástæðum er þvi mótmælt að umbeðin gerð nái fram að ganga. Niðurstaða fógeta. Þessi siðastnefndu rök tók fógeti til greina þvi aö i niður- stöðu segir orðrétt: Gerðarbeið- andi hefur ekki nógsamlega sann- að að kaup hafi tekist um ákveðna bifreið. Verður þvi ekki talið fært að leyfa framgang hinnar um- beðnu innsetningargerðar”. Borgarfógeti hefur samt sem áður talið, að gerðarbeiðandi hefði nokkuð til sins máls, þar sem málskostnaður var felldur niður, þ.e.a.s. hvor aðili varð að bera sinn málskostnað. Athugosemd við „Harðfeiti og maimeldisfrœði" Dr. Jón óttar Ragn- arsson matvælaefna- fræöingur skrifar: Agnar Guðnason (upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins) svar- ar i fýrradag nokkrum atriðum úr viðtali við mig, sem birtist i Vfsi þann 16. mai sl. Inntak þessa viðtals var, að islenskur landbúnaður muni hagnast á ráðleggingum um mataræði til almennings þegarfram i sækir. Þessu hefur Agnar i engu getað andmælt og get ég þvi verið stuttorður. Grein Agnars f jallar aðallega um fitu eins og vænta mátti. Auk þess hefur hann tekið ást- fóstri við enn eina kenninguna um hjartasjúkdóma. Nú eru það hlutföll steinefnanna, sem skipta sköpum, einkum hlutfall- ið milli kalks og magniums i fæðinu. Ef það er of hátt getur tiðni hjartasjúkdóma aukist segir Agnar. Honum er sýni- lega ókunnugt um, ’að þetta hlutfall er i hærra lagi i fæði Islendinga. Ef i'ara ætti eftir þessari óstaðfestu kenningu gæti þurft að leggja niður mjólkuriðnað á Islandi þvi þaðan kemur kalkið fyrst og fremst. Agnar telur að innflutningur á harðfeiti sé um 2400 tonn á ári meðan ársnevsla á mjólkurfitu nemur 4000 tonnum. Þvi væri raðlegraað beina spjótunum að innfiuttu feitinni. Þetta væri auðvitað þjóðráð ef rétt væri farið með staðreyndir. Agnar veit greinilega ekki að aðeins um 800 tonn af þeirri fitu. sem flutt er til iandsins er harðfeiti. Þessi tvö dæmi eru utan við efn- ið. en gefa þó lesendum smjör- þefinn af þeim ..upplýsingum''. sem Agnar hefur á hraðbergi. Agnar talar loks um að ráö- leggingarnar um mataræöi hafi verið einhæfar. Þær eru þó ekki einhæfari en svo, að þær ná til alls nýmetis úr jurta- og dýra- rikinu, sem Islendingar leggja sér til munns. Það eru viðbrögð Agnars og fleiri við einum lið þessara ráðlegginga ( af fimm ), sem hafa valdið því að umræður um manneldismál hér á landi hafa breyst í fjaðrafok út af fitu- neyslu. En það er á hans ábyrgð. Hvað viðkemur mennt- un minni, en Agnar gerir hana einnig að umtalsefni, er hún fyrstogfremst á sviði matvæla- og næringarefnafræði og hef ég kosið að kalla mig matvæla- efnafræðing. Sá ágreiningur, sem nú er uppi snertir eingöngu mettaða fitu (harðfeiti) og ætti ekki að þurfa að verða til þess að menn missi sjónar af öðrum mikil- vægari markmiöum sem allir eru sammála um. Góður ár- angur i' manneldismálum Is- lendinga samfara aukinni og bættri landbúnaðarframleiöslu mun aðeins nást með nánu sam- starfl og skilningi milli mann- eldisfræðinga annars vegar og búvisindamanna hins vegar. Indriði G. Þorsteinsson skrifar: En fyrst og fremst verður að tala við unga fólkið tungu, sem það skilur — hinu nýja tungumáli stjórn- málanna, sem ekki sið- ur beinist að hinum smágerðari hlutum mannlegs samfélags umhverf is og aðstæðna en orðræðu um hag- vöxt og gjaldeyris- stöðu. ur liklega seint það iðnaðarviti, sem margir staöir i Evrópu eru orðnir. Auðvelt er að hafa mörg og fögur orð um umhverfisvernd, og þess vegna má búast við þvi aö þau endi með þvi aö vera svona ámóta til umræðu og birkilautir og reynitré og annað gróðurlegs efnis var á árunum upp úr alda- mótunum, þegar ungmennafélög sins tima risu á legg. Megasar-músik í stað ætt- jarðarsöngva Og fyrst talið hefur borizt að ungmennafélögum er ekki úr vegi að gera nokkurn samanburð á ár- unum i kringum 1920, og þeim uppákomum i pólitik, sem við er- um nú að upplifa. Þá eins og nú kom ungt fólk úr sveitum og i bæjum, með minni menntun en nú gerist og dauflegri uppvaxtarár, og vildi varpa fyrir borð hinu gamla og hefðbundna pólitiska tali þeirra tima. Þessi andstaða ungmennanna við sina samtið var virkjuð, eða persónugerðist i nokkrum einstaklingum, sem voru búnir að mynda hreina flokksstjórn i landinu árið 1927. Nú virðist ungt fólk — ný kynslóö — aftur vera farin af stað af krafti til að velta af sér hinu gamla tali, sem er þó ólikt nýtiskulegra en það, sem stjórnarmyndunarmenn ársins 1927 leyfðu sér. 1 stað ætt- jarðarsöngvanna þá er sungið popp og Megasar-músik, og þar sem menn gengu rakaðir áður þykir sómi að skeggi. Ungmennin i höndunum á gömlum mönnum En samanburður i stórum dráttum nær ekki mikið lengra. 1 stað ættjarðarástar fyrstu ára- tuga aldarinnar er komin al- þjóðahyggja og alþjóðleg vinnu- brögð á hinum pólitiska vett- vangi. Hin róttæka hreyfing ung- menna i dag er enn i höndunum á gömlum mönnum, sem nota hana til framdráttar gömlum kenning- um um stéttir, arð og vinnu. Vegna skorts á viðurkenningu á þvi að viö lifum breytta tima, hef- ur helftinni af pólitisku afli i land- inu láðst að koma til móts við hin róttækaristefnumiö, þar sem lagt er mikið upp úr frjálsræði i að- búnaði, bæöi veraldlegum og and- legum, og launum og lánakjörum, sem markast af vissu lifsþæg- indakapphlaupi. Launajafnréttis- stefna hefur átt erfitt uppdráttar, og oftar en hitt eru öll efnahags- dæmi látin brotna á þeim, sem lægst hafa launin, og þvi borið við að svonefndir undirstöðuatvinnu- vegir þoli ekki meira en þeir bera. Aö láta loka sig inni i vondum málum Verkalýðsforustan gegnir tvi- þættu hlutverki. Hún annast hin pólitisku markmið og berst fyrir hækkunum launa. Enginn getur hjálpað henni við pólitisku mark- miðin, sem meðal annars stefna að þvi að gera undirstöðuatvinnu- vegina að rikisfyrirtækjum, og væri þá hálfnuð leið i dýrðarrikiö, þar sem öllu launastreði lyki. En stjörnmálaflokkar geta hins veg- I ar komið i veg fyrir að láta loka sig inni i vondum launamálum, vilji þeir hætta að lúta alfarið sjónarmiðum hinna fáu og hefja aðrar viðmiðanir til vegs i efna- hagsmálum en laun hinna verst settu. Þaö á hiklaust aö kjósa um mikinn efnahagsvanda hvenær, sem hann ber að höndum, og snertir launakjör fólks i landinu. Það hefur nefnilega sýnt sig, að ýmsir kostir, sem fólk býr við, eins og t.d. næg atvinna, hafa ekkert að segja þegar launafólk telur brotið á sér, án þess að það hafi fengið að segja sitt orö um vandamálið, m.a. i kosningum. Að tala tungu/ sem unga fólkið skilur Skólastofnanir. rikis og bæjar- stofnanir, fyrir utan vinnustaði i iðnaði, fiskverkun og byggingar- iðnaði, eru fullar af ungu fólki, sem hefur allt annað mat á hlut- um, en ungt fólk hafði fvrir 20 árum eða svo. Og þetta unga fólk er hluti af þjóðfélaginu og veröur þjóðfélagið allt innan skamms tima. Það er örðug tilhugsun ef þetta unga fólk á eftir að kalla yfir sig öfgastefnur að erlendum fyrirmyndum, vegna þess að eng- ir hafi lagt sig eftir að skilja þaö og þarfir þess af þeim. sem spruttu upp úr jarðvegi bylting- arinnar, sem varð i þjóðmálunum á fyrstu tugum aldarinnar. Þessu fólki verður að skapa umhverfi og öryggi. En fyrst og fremst veröur að tala við það á tungu sem það skilur — hinu nýja tungumáli stjórnmálanna, sem ekki siöur beinist að hinum smágeröari hlutum mannlegs umhverfis og aðstæðna en orðræðu um hagvöxt og gjaldeyrisstöðu. Ennþá bezt væri, ef stjórnmálaumræðan kæmist það nálægt einstakling- um, að hann gæti lagt sitt til mál- anna i persónulegum viðræðum við ýmsa þá, sem veldust til for- ustu hverju §inni, og væri bók- || staflega kvaddur til þeirrar við- ræðu. iGt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.