Vísir - 02.06.1978, Page 25

Vísir - 02.06.1978, Page 25
29 AFMÆUSSYNING í GAUERÍ SUÐURGÖTU 7 Afmælissýning hefst i Galleri Suðurgötu 7 laugardaginn þriðja júni næstkomandi og stendur fram til átjánda júni. Sýningin verður opin daglega, milli kl. 16.00 — 22.00 á virkum dögum og 14.00 —22.00 um helg- ar. Galleriið hefur nú starfað i rúmt ár og aðsókn að sýningum þess hefur verið mjög góð. Af sýningum má nefna fyrstu sýn- inguna sem aðstandendur unnu upp úr þemanu „umbreyting”. Þá hefur fjöldi erlendra mynd- listamanna sýnt i galleriinu s.s. Alliou, Jan Voss, Henriette Van Egten, Tom Wosmuth og Johannes Gauer, Sef Peeters, John Liggins, Besson og Steve Manis. Af einkasýningum hér- lendra myndlistamanna má nefna sýningu Hreins Friðfinns- sonar, Niels Hafsteins, Friðrik Þórs Friðrikssonar, Stein- grims Eyfjörðs Kristmunds- sonar, Birgis Andréssonar og Ingibergs Magnússonar. Þá má nefna litla kvikmyndahátið sem haldin var i galleriinu. Nýlega voru haldnir tónleikar með Evan Parker á vegum Galleris Suðurgötu 7. Um þessar mundir taka aðstandendur gallerisins þátt i sýningu i Paris, og er það hlut afmælissýningarinnar. Þátttakendur i sýningunni sem opnar 3. júni eru: Bjarni H. Þórarinsson, Margrét Jóns- dóttir, Steingrimur Eyfjörð Kristmundsáon, Jón Karl Helgason, Friðrik Þór Friðriks- son, Eggert Pétursson, Ingólfur Arnarsson, Hannes Lárusson, Arni Páll, Þór Elis Pálsson, Magnús Guðlaugsáon, Svala Sigurleifsdóttir, Erlingur P. Ingvarsson og Helgi Þorgils Friðjónsson. 1 sumar mun Galleri Suður- gata 7 leggja áherslu á kynningu á verkum erlendra listamanna. Myndhöggvarafélagið heldur sýningu: LÁTA UNDAN SÓKN SKEMMDARVARGA „Með þvi að halda innisýn- ingu teljum viðokkur hafa snúið á skemmdarvargana sem á undanförnum útisýningum hafa herjað á höggmyndir okkar.” segir Ragnar Kjartansson for- maður Myndhöggvara félags Reykjavikur. I tilefni Listahátiðar halda félagsmenn Myndhöggvara- félags Reykjavikur sýningu á verkum sinum i Asmundarsal við Freyjugötu. Myndhöggv- arafélagið hefur ætið tekið þátt i Listahátið og sett svip á bæinn með útsýningum sinum i Austurstræti. Nú sjá þeir sér miður ekki fært að sýna verk sin undir berum himni vegna skemmdaráráttu vegfarenda. Alls eru 27 verk á sýningunni eftir 11 félagsmenn og Sigurjón Ólafsson sem er sérstakur gestur sýningarinnar. „Þessi sýning, eins og vel flestar sýningar okkar, ein- kennist öðru fremur af mikilli breidd i vali verka” sagði Ragnar. „Hér eru verk sem teljast til hreins náttúrulisma og svo önnur sem eru framúr- stefnuverk, eða conceptverk" Sýningin er, eins og fyrr segir, haldin i Asmundarsal við Freyjugötu og hefst hún n.k. sunnudag kl. 4. Þessi sýning er m.a. forvitnileg fyrir þá sök að ekkert listaverkanna hefur ver- ið sýnt hér áður. Þess má að lokum geta að flest verkin eru til sölu. SUMARSÝNING ÁSGRÍMSSAFNS Forvitnileg ballettsýning í Þjóðleikhúsinu Hin árlega sumarsýning Asgrimssafns hefur nú verið opnuð og er þetta 45. sýning safnsins frá opnun þess 1960. Eins og á hinum fyrri sumar- sýningum er leitast við að velja sem fjölþættust verk er sýna listþróun Asgrims Jónssonar frá aldamótum og fram á siðustu æviár hans. Eru þá m.a. hafðir i huga erlendir gestir sem safnið skoða á sumrin. Skýringatexti á islensku og ensku fylgir hverri mynd. 1 heimili listamannsins er sýning á vatnslitamyndum, ma. myndir frá Reykjavik, úr Njálu og Sturlungu, málaðar árið 1909 og 1916. Einnig nokkrar þjóðsagnateikningar. 1 vinnustöfu Ásgrims Jónssonar eru oliumyndir og einnig nokkrar vatnslitamyndir. Meginuppistaða þeirra verka eru lands- lagsmyndir frá ýmsum stöðum á landinu, m.a. frá Fljótsdalshéraði, Skagaströnd, Hornafirði, Borgarfirði og Þingvöllum. Asgrimssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýsku um Asgrim Jónsson og safn hans, og er það látið gestum i té án endurgjalds. Einnig kort i litum af nokkrum landslags- myndum i eigu safnsins, sem seld eru þar. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga, nema laugardaga, i júni, júli og ágúst frá kl. 1,30-4 Aðgangur er ðkeypis. Islenski dansflokkurinn sýnir I Þjóðleikhúsinu þrjá balletta dag- ana 4. og 5. júní i tilefni Listahá- tiðar. Þessi sýning dansflokksins er m.a. fyrir þeirra hluta sakir merkileg að hinn merki ballett- frömuður Anton Dolin hefur verið fenginn til að setja á svið einn af sinum vinsælustu ballettum Pas de Quatre. Þá frumsömdu þau Yuri Chat- al, ballettmejstari Þjóöleikhúss- ins og Ingibjörg Björnsdóttir sinn hvorn ballettinn fyrir þessa sýn- ingu. Það er skemmtilegt við þessa balletta að þeir eru þjóðleg- ir hvor á sinn hátt. Chatal samdi sinn ballett við tónlist Jóns As- geirssonar og kvaðst hann hafa orðið fyrir áhrifum frá islenskum þjóðdönsum er hann samdi ball- ettinn. Nefnir hann ballettinn „Is- lenska darissvitu". Ballett Ingibjargar heitir „Sæ- mundur Klemensson" Hún samdi ballettinn við tónlist Þursaflokks- ins sem byggð er á alþjóðlegum stefjum. Kveikjuna að ballettin- um kvaðs Ingibjörg hafa verið grafskrift á Suðurnesjum. „I rauninni veit ég ekkert meira um Sæmund þennan en að hann var kvæmtur konu sinni Ingibjörgu auk þess sem á grafskrift hans stendur að hann „hlaut kórónu þvi hann varðist". Ég reyni að geta mér þess til hverju Sæmund- ur varðist og legg ýmsar freist- ingar i götu hans", sagði Ingi- björg. Það heyrir til nýmæla á þessari sýningu að tónlistin er ekki flutt af segulbandi heldur standa Þursaflokkurinn og félagar úr Kammersveit Reykjavikur að flutningi hennar. Þess má geta að tveir gestir dansa á þessari sýningu. Það eru finnski ballettdansarinn Alpo Pakarinen og Þórarinn Baldvins- son. Þeir Gylfi Gislason og Björn G. Björnsson sjá um leikmyndir og búninga á sýningunni. Þaö er óhætt að hvetja fólk til þess að sjá þessa sýningu. Svo að vitnað sé i orð Anton Dolin er hann var inntur eftir stööu ball- ettsins i leikhúsinu „Ballettinn er einvinsælasta grein leikhúsa erlendis. Hann er jafnvel vinsælli en leikrit og óperur meöal leik- húsgesta viðast hvar.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.