Vísir - 02.06.1978, Síða 27
31
VTSIR Föstudagur 2. júnl 1978
Maraþonvako plötusnúðs í Keflavík:
Lœknar höfðu hann í
rúmið eftir 65
klukkustunda vöku
— 103 stunda metið fró í fyrra því óhaggað
John Chadwell útvarpsstjóri.
Vlsismynd: Gunnar
Plötusnúðar bandarisku útvarps-
stöðvarinnar á Kefla vikurflug-
velii efna ár hvert til maraþon-
keppni i vöku og að þessu sinni
reyndi Sam Spears að halda vöku
sinni sem lengst. Hann hóf vök-
una á mánudag en á miðviku-
dagskvöld, eftir 65 tima vöku,
ráðlögðu læknar honum að hætta.
— Hann var nú ekkert á því, taldi
sjáifur að sér væri ekkert að van-
búnaði að halda áfram", sagði
einn starfsmanna útvarps-
stöðvarinnar i samtaii við Vísi i
gær. Enlæknarnir höfðu sitt fram
og um miðjan dag i gær svaf Sam
enn sem fastast meðan félagar
hans héidu keppninni áfram.
John Chadwell útvarpsstjóri
sagði i samtali við okkur, aö svo
margir heföu verið búnir aö
greiða fyrir flutning á lögum að
ógerningur hefði verið að hætta,
þótt Sam heföi lagt sig. „Við höld-
um þvi áfram til miðnættis”,
sagöi John.
Tilgangur maraþonkeppninnar
er sá, að safna fé fyrir hjálpar-
Sam Spears viö stjórnvölinn I maraþonkeppninni, en myndin var
tekin á þriöjudagskvöld.
stofnun bandariska sjóhersins og
gegn greiöslu fá hlustendur óska-
lög si'n leikin. Sá þulurinn sem
vakir er alltaf i beinni útsendingu
og stjðrnar plötuspilaranum.
Keflavikurmetið i þessari
keppni er 103 timar og var það
sett á siöasta ári. Hins vegar
sagði John Chadwell okkur aö
heimsmetið i greininni væri rúm-
ir 220 timar samkvæmt metabók
Guinnes, en ekki mundi hann
hvar þaö var sett né hvenær.
—Gsal
]
VIÐ LUMUM A LAUSN
FYRIRÞIG!
Möguleikar svampsins eru óendanlegir
og verðið mjög hagstætt.
Hann fæst stinnur, mjúkur, léttur,
og þungur og er fáanlegur með eða án
áklæðis i fjölbreyttasta úrvali.
Láttu sjá þig, við lumum á lausn
sem hentar þér og þínum aðstæðum.
Hvort sem er fyrir heimilið, ferðalagið,
sumarbústaðinn eða vinnustaðinn.
Lystadún húsgagnasvampurinn
er efni til að spá í, af alvöru! SENDUM
í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT.
LYSTADÚN
LYSTADÚNVERKSMIÐJAN, DUGGUVOGI 8. SÍMI 84655.
Ragnar Björnsson
Í Kirkjumól
Dómorganistamáliö viröist
ekki vera alveg úr sögunni.
Félag islenskra organleikara
^hefur nú sent frá sér yfir-
lýsingu þarsemlýster undrun
og óánægju meö brottrekstur
^Ragnars Björnssonar frá
í Dómkirkjunni.
Félagiö telur ekki aö liggi'
fyrir þau rök að réttlæti slikan
1 brottrekstur og hefur sent
sóknarnefnd dómkirkjunnar
2 bréf þar að lútandi og jafn-
framt leitað eftir sáttum.
; Harmar félagið aö sóknar-
y nefnd hefur ekki verið til við-
; ræðna um sættir. Þar sem
.1 Ragnar Björnsson hefur nú á
ný sótt um stööu dómorgan-
ista og er reiðubúinn til sam-
starfs við presta og sóknar-
nefnd, skorar félagiö á for-
ráðamenn Dómkirkjunnar aö
endurskoða hug sinn.
Nú reynir semsagt á sáttfýsr
kirkjunnar manna.
• •
Sorgirnar
,,Af hverju ertu svona sorg-
mæddur á svipinn, Mangi?"
„ílg var aö reyna aö
drekkja sorguni minum, en
það mistókst?”
„Hvernig stóð á þvi?"
,,Konan min var búin að
læra að synda".
• •
Sigurjón
Snú snú
Það er dálitið ga man að sjá
hversu menn geta verið
snöggir að snúa sér i hring.
Stjórnarandstaöan hefur látið
ómældar skammir dvnja á
fyrirtækjum og stofnunum,
bæði i einkaeign og opinberri,
fvrir að greiða ekki fullar visi-
tölubætur á laun.
Rikisstjórnin hefur auðvitað
fengið sinn skammt lika, i
skæruherferö verkalýðs-
foringjanna og stjórnarand-
stöðunnar gegn henni.
Alþýðubandalagsmenn hafa
gengið sérstaklega hart fram
og sagt að atvinnuvegirnir
megi vel við þvi að greiða full-
ar vis itölubætur og ef þeir ekki
geri það skuli þeim komið á
tné.
Nú er Alþýðubandalagið bú-
íð að taka við borgarstjórn i
Revkjavik og ber þá auövitaö
nokkra ábyrgð á fjárhag
hennar. Og aöspuröur um visi-
:ölubæturnar segir Sigurjón
Pétursson hógværlega. að
veriðsé að kanna hvort borgin
íafi efni á þeiin.
— ÓT.