Vísir - 21.07.1978, Side 6
«' é H / *
6
NYKOMNIR
amerísku háskóla-
BOLIRNIR
Laugavegi 37 Laugavegi 89
12861 13008
Hafnarstrœti 17 Glœsibœ
13303
H
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
DaDaaaaaaaDaaaaaaaaaDaDDDDaoaDDDaDQDDaaDDDDa
BILASALA
með innisýningarsal
til leigu eða sölu.
fullum rekstri
Tilboð sendist augld. Visis fyrir
fimmtudagskvöld merkt „Bílasala'
a
a
D
a
D
D
a
D
a
D
D
a
D
D
D
D
D
D
D
r.
DDDDDoaaaaaaaaaaaaoDoaaaDDi-aDaaoaaaDaaoDaaac
VISIB
Bergþórugata jk
Frakkastigur
Kárastigur
_ - _ - __ Höfðahverfi frá 1/8
BLAÐBURÐAR- Borgartún
.. Hátún
BORN Miðtún
• Þórsgata afleysingar
ÖSKAST I Freyjugata
AFLEYSINGAR Lokastigur
VISIR
Föstudagur 21. júll 1978
vtsm
Umsjón: Guömundur Pétursson
f
Farand-meistarakokkurinn
Ffeff ofan
af dófenfe
Einn af þessum mönnum, sem sérhæfa sig i
■málefnum ákveðinna landa er Robert nokkur
Conquest, sem er kallaður Sovétsérfræðingur, en
hann skrifar nýlega grein, þar sem hann ræðst að
hugtakinu ,,kalda striðið” — Honum finnst það
villa um fyrir mönnum varðandi pólitiskar stað-
reyndir lifsins.
,,Er kalda striðið liðið?” spyr hann i grein
sinni, en við þvi kunna vestrænir fréttaskýrendur
tvenn svör: 1. Að það sé liðið. 2. Að það sé ekki
liðið, en ætti að vera það.
Conquest telur, að þessi svör
ættu að vekja meö mönnum
grun um, hvað „kalda strlðs”-
hugtakiö er falskt og blekkj-
andi. bað gæti táknað tvennt.
Þaö gæti verið lýsing á alþjóö-
legri spennu, og það gæti verið
slagorð, sem einhver hendir á
loft i hvert skipti, sem uppvist
verður um eitthvað miður hrós-
vert hjá Sovétrikjunum.
1 fyrri notkun þess er gjarnan
visað til spennunar milli austurs
og vesturs á valdatimum Stal-
ins, eða þegar Berlinardeilan
reis hvað hæst og þegar Kóreu-
striöiö stóð yfir. Ef umtalsverð
slökun á þeirri spennu ætti að
skoðast sem endalok kalda
striðsins, hlýtur endir Berlinar-
deilunnar 1949 aö flokkast undir
slik timamót.
En ef gengiö er út frá þvi, aö i
kaldastriðinu hafi Sovétrikin
staðið i samkeppni viö Vestur-
lönd um yfirráö og áhrif á gang
heimsmála, væri nær aö spyrja,
hvort átt hafi sér breyting i
þeirri afstööu hjá leiötogum So-
vétrikjanna, og fyrir þá sök sé
kalda striðið liðið. Ef Sovét-
stjórnin hefur ekki gefist upp i
„stéttarbaráttunni” og fleygt
frá sér þvi grundvallarsjónar-
miöi að standa uppi i hári landa,
þar sem kommúnistar hafa ekki
komist til valda, þá stendur
auðvitað kalda striöið ennþá,
þótt Kreml hafi tekiö upp aðrar
aöferðir til þess að komast hjá
vopnuðum árekstrum.
Robert Conquest telur, að tog-
streitan um heimsyfirráöin hafi
ekkert breytst, að öðru leyti en
þvi að nú er beitt öðrum aðferö-
um.
Margir fréttaskýrendur supu
á sinum tima hveljur þegar So-
vétrikin beittu Varsjárbanda-
laginu fyrir sig til innrásar i
Tékkóslóvakiu 1968. Sögöu þeir
að Sovétrikin hefðu tekið upp
breytta og árásarhneigðari
stefnu. — „Það var misskiln-
ingur þeirra. Sovétrikin höfðu
ekki breytt stefnu sinni”, skrif-
ar Conquest. „Aö innrásin var
mönnum svona mikið áfall staf-
aði af þvi, að þeir höfðu gert sér
ranga hugmynd um stefnu So-
vétstjórnarinnar.”
Af fjölmörgum ástæöum leik-
ur vafi á vilja Sovétstjórnarinn-
ar til friðsamlegrar sambúöar
rikjanna. A meðan vestrænir
fjölmiðlar reyna að túlka stefnu
Sovéts á sem elskulegastan
máta, halda Sovétmenn áfram
áróðursherferð sinni gegn vest-
urlöndum með rikisfjölmiðlum
sinum.
Conquest heldur þvi fram, að
um þessar mundir reki sovésku
fjölmiðlarnir gegndarlausan
áróður gegn vestrinu með ein-
hliða frásögnum áf málum, eins
og meintum grimmdarverkum
breskra hermanna á N-lrlandi,
itarlegum lýsingum á samvinnu
Bandarikjanna og Suður-Afriku
til smiöi á kjarnorkusprengju
fyrir S-Afriku, um nasistaveiði-
menn, sem miðli herþjónustu
Israels af persónunjósnum sin-
um, um miklar peningagjafir
Bandarikjamanna til andófsins
i Sovétrikjunum, um vestur-
þýskar sviviröingar sem beinist
gegn Tékkóslóvakiu og fleiri
slikar tilbúnar grýlur, sem allar
eru búnar til af kommúnista-
flokknum, allt liður i stefnu
hans. — Enda er þaö sama kerf-
ið, sem rikir i Sovétrikjunum i
dag og gerði á Stalinstimanum,
segir Robert Conquest.
Þeir, sem halda þvi fram, aö
Sovétrikin hafa breytt stefnu
sinni, verða aö færa einhverjar
sönnur fyr.ir þvi. Þaö er ekki nóg
að fullyrða, að hlutirnir hafi
breytst.
Auðvitað hefur eitt og annaö
breytst. Til dæmis eru ekki
lengur teknir af lifi af handahófi
heilir þjóðarhlutar eins og á
Stalínstimanum, en stjórnin
heldur áfram ofsóknum á and-
stæðingum sinum með skugga-
legum ráðum. í utanríkisstefn-
unni er enn stefnt að heimsyfir-
ráðum. Sovétrikin vilja, að hið
kommúnistiska kerfi nái áhrif-
um um heim allan. Conqest sér
litla ástæðu til þess að fagna
þvi, þótt Sovétrikin sjái sér i bili
bestan hag i ,,détente”-stefnu i
Evrópu meðan gamla fjand-
skaparstefnan og árásarhneigð-
in þykir koma þeim betur I
Afriku.
Vissulega sýnist Conquest
hafa rétt fyrir sér i útskýringum
sinum á kalda striðinu og dé-
tente (slökunarstefnunni, þiö-
unni) virðist hafa komið frétta-
skýrendum til þess að skoða
ástandið i björtu ljósi. Hin
gegndarlausa hervæðingar-
stefna Sovétmanna og ýmsir al-
þjóðlegir ásekstrar, sem oröiö
hafa vegna áhrifafiknar þeirra,
krefjast þess, aö lýöræðisrikin
spyrni við fæti og taki fastar á
móti. Það er til dæmis alveg
furðulegt, að vesturlönd skuli
styðja Sovétrikin með tækniað-
stoö, áhaldasölu og lánum (sem
hafa verið efnahagslifi Sovét-
rikjanna nauðsynleg) og Kúbu
með sömu hjálp, sem veitt er
þróunarlöndunum, meöan þessi
riki leynt og ljóst stefna aö þvi
aö brjóta það kerfi, sem er viö
líði hjá vesturlöndum. Það
sýndist ekki vera ósanngjörn
krafa og skilyrði fyrir áfram-
haldandi tækniaöstoð, að Sovét-
menn hættu áróðursherferð
sinni gegn vesturlöndum og
dragi úr ævintýramennsku sinni
i alþjóðamálum. Þá fyrst er
hægt að tala um détente. Kalt
strið verður svo lengi sem So-
vétrikin stefna að heimsyfirráð-
um.