Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 7
Tveir kaupsýslumenn í Auckland í Ástraliu hafa verið handteknir vegna tengsla við smygl á kanna- bisefnum fyrir 82,5 millj- ónir dollara til austur- strandar Ástralíu. Tveir lögreglumenn i Auckland og tveir erindrekar eiturlyfja- varna Astraliu höföu áöur njósn- að um kaupsýslumennina sam- fleytt i tvo sólarhringa, en grunur haföi falliö á þá eftir handtöku ellefu Astraliumanna fyrr i þess- um mánuði. Eftir þvi sem látiö hefur veriö uppi, keyptu smyglararnir fimm og hálfa smálest af kannabis i Thailandi. Þvi var fyrst smyglað i japönskum togara til Astraliu, en undan landi var farminum um- skipaö i skemmtisnekkju. Þegar landa átti farminum skammt frá Port MacQuarie á strönd Nýja Carter vill góða sambúð við Sovét Suöur-Wales, beiö lögreglan snekkjunnar og allir um borö (ell- efu manns) voru handteknir. 1 þeim hópi var fyrrverandi lið- þjálfi úr rannsóknarlögreglunni. „Angóla verður stœrsta herveldið“ — spóir Neto hróðugur Agostinho Neto, forseti Angóla, skýrði leiðtogum Afríkulanda frá því, að kúbönskum hermönnum í landi hans yrði fjölgað, ef nauðsyn þætti krefja. Á fundi einingarsamtak- anna sagði Neto, að kúbanska herliðið mundi ekki verða á brott úr Angóla — ekki einu sinni þótt hann mælti sjálf ur svo fyrir — ef haldið yrði áfram fjandskap við land hans. „...svo lengi, sem haldið veröur uppi hernaðarlegum, stjórnmála- legum eöa diplómatiskum árás- um,” eins og Neto forseti oröaöi þaö. Hann bætti þvi siðan viö, að „viö veröum sennilega eitt sterkasta herveldið i suöurhluta Afriku”. Ráðstefnu einingarsamtaka Afrikulanda lýkur i dag en gripa þurfti til næturfundar i nótt til þess að standast áætlun, vegna mikils málþófs um þrjú striö i Afriku. Chad hafði veitst aö Libýu fyrir að hernema norðurhluta landsvæðis Chads, Sómalia haföi ráöist að Eþiópiu fyrir aö hafa á sinu valdi hina umdeildu Ogaden- eyöimörk, og ýmis riki lágu Marokko og Mauritaniu á hálsi fyrir að skipta á milli sin Spönsku Sahara. Hinir sátu aö sjálfsögöu ekki þegjandi undir þessum árás- um og svöruöu meö gagnásök- unum, sem aftur kröföust svara, og þannig koll af kolli fram á rauða nótt. Sumir þjóöarleiðtogar hafa yfirgefið ráðstefnuna vegna „að- kallandi verkefna heima fyrir”, eins og Sadat Egyptalandsforseti og Kenneth Kaunda, forseti Zambiu. „Við vöruðum þig við að fljúga of lógt, herra forseti" Kœmist aldrei, ef... Djan Madruga, brasiliski sundkappinn, sem rekinn var úr landsliði Brasiliu fyrir heimsmeistarakeppnina, vegna þess aö hann þótti hafa kysst vinkonu sina yfirmáta og ofurheitt fyrir allra augum á flugvellinum I Rió, hefur nú verið takinn aftur i liðið. Honum var fyrirgefiö, eftir aö hann játaði I sjónvarpsviö- tali, aö hann haföi breytt rangt, þegar hann gagnrýndi forseta brasiliska sundsam- bandsins fyrir aö fetta fingur út I kossa hans og vinstúlk- unnar. Forsetanum haföi fundist „blesskossinn” ganga full langt. í viðtalinu sagöi Madruga svo: „Ef ég verö rekinn úr liö- inu 1 hvert skipti sem ég kyssi stúlku, kemst ég aldrei út fyrir landsteinana.” Teknir með 5,5 tonn af kannabis Carter Bandaríkjafor- seti sagði í gær, að hann ætlaði sér engan veginn að hef ja hefndarherferð gegn Sovétríkj unum vegna mannréttinda. Sagðist hann ekki ætla að hafast meira aðen banna söluna á tölvunni til Tass-frétta- stofunnar. Carter bar til baka orðróm um, aö Bandarikin stæöu nú I samn- ingum við Sovétstjórnina um aö fá láusa úr haldi, Anatoly Scharansky og Alexander Ginz- burg, sem hlutu þunga fangelsis- dóma i siöustu viku. Þessi svör Carters þykja óvenju mild miöaö viö fyrstu víö- brögö eftir fréttirnar um dómana yfir andófsmönnunum. Ýmsir vilja leiöa getum aö þvl, aö lesa megi út úr þessari mildi, aö Bandarikjastjórn ætli aö freista þess aö semja á bak viö tjöldin um frelsi handa þessum tveim. Carter kvaöst vilja leggja áherslu á, aö hann vildi láta mannréttindamálin til sin taka, en jafnframt vildi hann gööa sambúö við Sovétrikin. Kólera í Indónesiu Kólera hefur brotist ut I bæ einum tólf km sunnan viö Jakarta, höfuðborg Indónesiu, og hefur kólerufaraldurinn kostað ellefu manns llfið til þessa. Sjötiu manns hafa veikst af kóleru frá þvi á mánudag, eftir þvi sem heilbrigðisyfir- völd segja. BEGIN GAGNRÝNDUR Dularfullt mannslút í S-Afríku Sex lögreglumenn og tveir borgarar hafa verið kærðir fyrir morð á blökkum öryggisverði, sem lét lífið í varðhaldi fyrir fjórum mánuðum í Suður-Afriku. Þessi tiöindi þykja likleg til þess aö magna enn ólguna, sem er i Jóhannesarborg vegna dularfullra dauösfalla blökku- manna i haldi lögreglunnar. En i blaöafréttum i gær var greint frá enn einum blökkumanni, sem látist hafi á spitala fyrir viku af meiðslum, sem hann sagöist hafa hlotiö af barsmiö lögreglunnar, meðan hann var i varöhaldi. Fyrr i þessum mánuði lét enn einn blökkumannafangi lifiö, þegar hann féll út um glugga á fimmtu hæð hússins, þar sem hann var i yfirheyrslu hjá lög- reglunni i Port Elizabeth. Af negraöryggisverðinum, sem fyrst var minnst á, segja fréttir, að hann hafi dáið átta dögum eftir aö hann og fjórir félagar hans voru handteknir fyrir innbrot. Þrem hvitum liöþjálfum og fjórum óbreyttum blökkum lög- reglumönnum hefur veriö vikiö úr starfi meöan rannsókn fer fram I málinu. Stjórn Menachem Begins forsætisráðherra sætir nú mikilli gagnrýni heima fyrir eftir að hafa hafnað nýjustu tillögum Egypta- lands um friðarsamninga og fyrir að þverskallast við kröfum um breytta af- stöðu gagnvart friðar- samningum. Mosche Dayan, utanrikisráö- herra Israels, sem kom heim I gær aö loknum viöræöum við Mohammad Kamel, starfsbróður sinn frá Egyptalandi, i Leeds- kastala i Bretlandi, sagöi viö heimkomuna, að skilmálar Egypta væru algjörlega óað- gengilegir. „Viö getum rætt, hvaö sem vera skal, en þaö er ekki til neins aö vera aö gera kröfur, áöur en viö erum sestir niður til viö- ræðna,” sagði Dayan. Stjórnarandstaða bar i gær upp vantrauststillögu á Begin og stjórn hans vegna frammistöðu hans i þessu máli. Meöal þeirra, sem lagt hafa orö I belg, er Golda Meir, fyrrum forsætisráöherra, sem sagöist ekki geta setið aö- geröarlaus hjá, meöan Begin klúðraöi friðarviöleitni Sadats Egyptalandsforseta. Shimon Peres, leiðtogi verkamanna- flokksins, sagði á flokksfundi i gær, að forsætisráöherra væri ekki fær um aö varöveita rikis- leyndarmál. Likud-flokkur Begins hefur vlsað þessum ásökunum á bug, og segir, aö verkamannaflokkurinn hafi nú gripiö til persónuniös á forsætisráöherrann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.