Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 1
/ ViðrœÖur um þriggja fflokka stjórn um helgina? FRAMSOKNI REIDUBÚIN öruggt er talið að miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins/ sem hefst í dag klukkan fjórtán# muni samþykkja að f lokkurinn taki þátt í viðræðum um myndun þríf lokkast jórnar, Framsóknarf lokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Ætti Geir Hallgrímssyni þvf ekkert að vera að vanbúnaði að hefja viðræður við fulltrúa Framsóknar-og Alþýðuflokks um málefna- grundvöll slíkrar rikisstjórnar, því Alþýðu- flokksmenn hafa lýst sig fúsa til þátttöku í slíkum viðræðum. Viðræöufundir flokkanna ættu að geta hafist um helgina, svo fremi aö Geir viðurkenni að óformlegar tilraunir hans til myndunar þjóð- stjórnar hafi farið út um þúfur. Geir Hallgrimsson ræddi í gær viö fulltrúa hinna flokkanna um þjóð- stjórnarmöguleikann og þótt þar hafi aöeins verið um könnunarviðræður að ræða er ljóst að Alþýðu- bandalagið hvikar ekki frá efnahagsmálatillög- um slnum, sem lagðar voru fram i vinstri Við- ræöunum. Af þeim sökum m.a. ætti aö vera ljóst að grundvöllur fyrir myndun þjóðstjórnar er enginn. Geir hefur þó i hyggju að halda þreifingum sinum áfram i dag. A fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins i dag verður þátttaka flokksins i stjórnarmynd- unartilraunum til um- ræðu, svo og þau skiiyrði sem flokkurinn mun setja verði óskaö eftir þátttöku flokksins i stjórnarmynd- unarviðræðum. —Gsal/ÓM |>> ^ wfllÉI MsííWí '• wJK SBr sk' \1HR1 v - ■ "fw-WíwMtöF*' • ... * MMD HERJÓLFI Á ÞJÓDHÁTÍD I dag hefst loftbrú- in til Vestmannaeyja fyrir alvöru, en veður hefur hamlað flugi þangað undanfarna daga. Flognar verða 12 ferðir í dag, en alls verða farnar 50 ferðir til og frá Eyjum um þessa helgi. Stór hóp- ur hefur einnig ferð- ast með Herjólfi frá Þorlákshöf n. Vísis- menn fylgdust í gær með stemmingunni hjá þeim fjölda, sem var að fara sjóveg með ferjunni á þjóð- hátið, en hún verður sett í dag. Sumir þeirra, sem þarna biðu voru búnir að bíða i fimm klukku- stundir á hafnar- bakkanum til þessað vera öruggir um far. Þá biðu hátt i sjötíu bíla eftir því að kom- ast um borð, en ferj- an getur aðeins tekið tæplega fimmtiu. Sjá myndir og frásögn á blaðsíðum 2 og 3 í Vísi i dag. —HL Verða bmði Hrólfur og Magnús Torfí ráðnir? Þeir Hrólfur Halldórsson og Magnús Torf i Ólafs- son verða að öllum líkindum báðir ráðnir fram- kvæmdastjórar Menningarsjóðs, samkvæmt heimild- um, sem Visir hefur aflað sér. Mun ætlunin að Hrólfur, sem nú gegnir starfi fram- kvæmdastjóra, verði fjármálalegur fram- kvæmdastjóri, en Magnús Torfi verði þá menningarlegur fram- kvæmdastjóri. Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráð- herra, sagöi i samtali við Visi I morgun, að hann vildi hvorki staðfesta þessa frétt né neita henni. Hér væri um að ræða mjög færa umsækjendur, og öfugt við það sem stundum væri, þá væri erfitt aö gera upp á milli umsækjendanna vegna óumdeildra hæfileika þeirra. Vilhjálmur kvaðst ekki geta sagt fyrir um hvenær ákvörðun yröi tekin i málinu, ,,en það má nú til með að fara að ske”, sagöi ráðherrann. —AH Vinniitgs- S skákiní : einvíginu [ Jóhann Örn J SigurfónssonJ skriffar um i vinnings- skák KarpovsI J heims- moistara- einvíginu ■ i «kák - | Sjá bls. 25 ■ Göngu-! liðið | varð | ofan á i Finnur Torffi ■ Steffánssón J alþingic- J maður skrifar um i stfárnar- ■ myndunar- ■ viðrœðurnarj - S|á bls. to! -------T---■ Leikara- verkfall 10« ágúst?! - S|á bls. 18: Verður ■ mynduð kóka-kólaj stjórn? J Noðan- málsgrein Indriða G. J Þorsteins- J sonar ■ Sjá bls. 10 ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.