Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR Æfingar á Silfurtungli Halldórs Laxness eru nú komn- ar vel á veg, og er ætlunin aö hefja upptökur fjórtánda þessa mánaöar. Hér eru Kjartan Ragnarsson og Þór- hallur Sigurösson aö æfa hluta úr atriöinu þar sem Óli rifur niöur Lóusýninguna. MyndSHE. Hillir undir Silfurtunglið Upptökur hefiast 14. ágúst Æfingar á Silfurtungli Halldórs Laxness, sem Hrafn Gunnlaugsson rit- höfundur hefur útfært fyrir sjónvarpiö i samráöi viö skáldiö, eru nú vel á veg komnar. Er búist viö aö upptökur hefjist fjórtánda þessa mánaöar, ef ekki kemur til óviöráöanlegra tafa. Æft hefur veriö af kappi i HamrahliBarskólanum undanfarnar vikur, frá þvi snemma á morgnana og langt fram á kvöld á hverjum degi. Visir brá sér á æfingu um daginn og var þá veriB aB taka fyrir atriB- iB þar sem Öli rifur niBur Lóusýninguna. I þvl koma fram Kjartan Ragnarsson, sem leikur Samson, Egill Ólafsson, sem fer meB hlut- verk Feilans og Þórhallur SigurBsson.sem leikur Óla. —AHO „Aldrei undir- boðið Eimskip" segir Finnbogi Gislason „Þessi frétt um aö viö höfum byrjaö Amerikuflutninga okkar meö 10% undirboöi er byggö á algjörum misskiin- ingi. Ég reikna meö aö Eimskipsmenn hafí þarna i huga ferö, sem M/S Bifröst fór I nóvember siöastiiöinn meö farm fyrir varnarliöiö til Bandarikjanna. Feröin var ekki farin á vegum skipafélagsins Bifrastar,” sagöi Finnbogi Gislason f morgun, er hann var spuröur út f frétt i Morgunblaöinu, sem byggir á viötaii viö Eim- skípsmenn, Skýringuna á þessu „undirboöi” kvaö hann vera þá, aö ferö þessi heföi veriB farin á vegum Gunnars Guöjónssonar, skipamiBlara, sem ekki hafBí nýjustu farmgjöldín hjá Eimskip. Eimskip haföi hækkaB taxta sina 1. nóvember og ekki hirt um aö hafa samráö viB skipa- miölarann, Þegar gjald var sett upp fyrir framan- greinda ferö byggBist þaö á gjaldtöxtum, sem Gunnar GuBjónsson s/f vissi ekki betur en væri i gildi. Bifröst, þaö er skípafé- lagíö, haföi ekki sina eigin taxta á þessum tima. Þaö var ekki fyrr en i janúar i ár, sem fyrstu sjálfstæöu farmgjöld félagsins gengu I gildi og voru þau hin sömu og hjá Eimskip, Þegar farmgjöld hækkuöu al- mennt I mars hækkuöu þau ekki á ieiöinni milli Banda- rikjanna og íslands. —B.A. Sólarlaust en milt A veöurstofunni fengum viö þær fréttir I morgun aö bú- ast megi viö mildu veöri um allt iand, en algjöru sólar- leysi. Skiptir þvi litlu máli aö þessu sinni á hvaöa lands- horn er fariö hvergi er von á sól og ailsstaöar má búast viö nokkrum dropum úr lofti. —AHO Verktakasamband íslands hafði samband við stjðrn Verkamannabústaðas Varaði við til- boði Breiðholts „Verktakasamband íslands varaði stjórn Verkamannabústaðanna við að taka tilboði Breiðholts h.f. þegar verkið var boðið út og benti á að það gæti verið hættulegt með tilliti til fjárhagsstöðu fyrirtækisins”, sagði Othar Petersen framkvæmdastjóri Verktakasam- bandsins i samtali við Visi. Þegar bygging verka- mannabústaðanna var boðin út átti Breiöholt h.f. lægsta tilboðið, hátt I 700 milljónir, og var þvi tekiö en Breiðholti gert aö setja háa tryggingu um leiö. Samkvæmt upplýsing- um Othars Petersen átti Armannsfell næstlægsta tilboðiö en framkvæmda- stjóri þess er formaöur Verktakasambandsins. Þriðja lægsta boð kom frá Istak en þar er varafor- maöur Verktakasam- bandsins ráöandi. Sagöi Othar að vegna þessa heföi sambandinu ekki þótt rétt á sinum tima aö gagnrýna opinberlega þá ákvöröun aö taka tilboöi Breiðholts. Slikt heföi lit- iö út sem stjórnarmenn Verktakasambandsins vildu hygla sinum fyrir- i .Æ?' m L ,Zr ■ I ónýtur Breiöholtsbfll. Steypustöö fyrirtækisins f baksýn. Vfsismynd: SHE tækjum. Þá benti Othar á að ekki væri ávallt trygging fyrir þvi aö lægsta tilboö væri þaö hagstæöasta þegar upp væri staöiö. Þvi vildi Verktakasam- bandiö beita sér fyrir þvi aö forval væri viöhaft við útboð og þar fariö eftir reynslu, hæfni og fjár- hagsstöðu fyrirtækja. Svo sem fram kom i fréttum Visis i gær hefur Breiðholt óskaö eftir að nýtt fyrirtæki, Noröurás h.f., yfirtaki samninginn um verkamannabústaö- ina. Það mun hins vegar venja i slikum tilfellum aö leitað er til þess aöila sem átti næsta boö ef sá sem fékk verkið springur á limminu. — SG Stjórn Verkamannabústaöa Fundur um bréf Breiðholts h.f. Stjórn Verka- mannabústaða fjallar á fundi sin- um i dag um beiðni Breiðholts h.f. þess efnis, að nýja fyrir- tækið Norðurás taki við byggingu verkamannabú- staðanna. I bréfi, sem Breiöholt sendi stjórn bústaöanna fyrir skömmu, segir meöal annars svo um þessa beiöni: — Til þess aö freista þess að tryggja ábyrgöaraöila og stjórn Verkamannabústaöa i Reykjavik hafa nokkrir starfsmenn fyrirtækisins, það er aöalverkstjórar og eigendur veöa og fleiri, gengist fyrir stofnun fyrirtækis, sem er reiöubúiö aö yfirtaka meö samþykki yöar nefnd- an verksamning og ljúka honum. Siöar i bréfinu segir, aö staöa Breiöholts sé þannig, aö til tiöinda geti dregiö, ef ekkert veröi aö gert. Visi tókst ekki aö ná tali af Sigurði Jónssyni, forstjóra Breiöholts, en i viðtali viö Morgunblaöiö i morgun segir hann erfiöleika fyrirtækislns stafa af þvi, aö lánafyrir- greiösla til þess heföi veriö stöövuö. —SG Karl Bretaprins til veiða i Hoffsó Kom við I Möðrudal Karl Bretaprins kom I gær viö I Möörudal á Fjöllum, og skoöaöi þar kirkjuna, öll- uin á óvænt, en hann var á leiö tii Vopnafjarðar, þar semhann mun stunda laxveiöar I Hofsá næstu daga. Krónprinsinn lenti á Egilsstaöaflugvelli siö- degis I gær, ásamt fylgdarliöi sinu. Hópurinn kom á flugvél Breta- drottningar, og meö rikis- erfingjanum voru, auk lifvaröa, Tryon lávaröur og kona hans. Þab er lávarðurinn, sem er meö Hofsá á leigu, og er prins- inn gestur hans. Á móti hinum tignu gestum á flugvellinum tóku Brian Booth og kona hans, en þau framleigja Hofsá af Tryon lávaröi. Eftir að prinsinn haföi skoöaö kirkjuna I Mööru- dal, brá hann sér I veitingasölu þar á staön- um, Fjallakaffi, og fékk sér brauö og ávaxtasafa. Kom nærvera hans nokk- uö flatt upp á viðstadda, en prinsinn virtist leika viö hvern sinn fingur. Frá Möörudal hélt Bretaprins svo áfram til Vopnafjarðar, og haföi hann á oröi aö hann hlakkaði mikiö til ab komast i veiöina. Karl Bretaprins veröur viö veiðar i Hofsá til 16. ágúst, er hann heldur heim á leið á ný. AH/ERH, Egiisstööum. Kari, prins af Wales, erfingi bresku krún- unnar, kom til islands f gær og mun veröa hér að laxveiðum til 16. ágúst. XTT UTSJÓnUHRPSTIEKI GELLIRf BRÆÐRABORGARSTÍG1 SÍMI20080 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.