Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 4. ágúst 1978 3 Stöðvast freðfiskvinnsla í landinu? áframhaldandi reksturs Sölumiöstöö öraöfrystihúsanna liéltaukafundfyrir sköinmu til aö ræöa vanda frystiiönaöarins. A fundinum var samþykkt aö fela stjórnarmönnum SH aö kanna hjá félagsmönnum um land ailt hver sé afstaöa þeirra til áframhald- andi reksturs. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. framkvæmdastjóri SH. sagöi i samtali viö Visi aö reyndar heföu þessi fundarhöld þegar byrjaö eftir aukafundinn. Stjórnarmenn SH væru úr öllum byggðum landsins og munu þeir á næstu dögum ferðast á milli staöa eöa kalla menn til sin. Ennfremur veröi frystihúsamönnum innan sjávarafurðadeildar SIS boöiö á þessa fundi. I frétt frá SH segir aö stefnt verði aö þvl aö þessum fundum verði lokiö fyrir miöjan þennan mánuö. Þá veröi boöaö til stjórn- arfundar SH þar sem tekin veröi afstaða til þeirra vandamála sem nú blasa viö i rekstri frystihús- anna og þá sérstaklega eftir 1. september nR. Sem kunnugt er af fréttum hafa frystihús i Vestmannaeyjum, nema ísfélagið, ákveöiö að stoppa um helgina og sagt upp fastráönu starfsfólki og flest hús á Suöur- nesjum stoppa einnig um helgina. Frystihúsamenn á Noröurlandi vestra voru einnig búnir aö boöa stöövun frystihúsa þar. en falliö var frá þvi eftir siöustu efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar. —KS Harka ísektunfyrir ólög lega lagningu ökutœkja „Ég kannast ekki viö aö lög- reglan hafi haft neinn sérstakan viöbúnaö til aö sekta menn”, sagði Bjarki Eliasson, yfirlög- regluþjónn við VIsi. Ástæðan var sú að gestir á hljómleikum Þursaflokksins töldu sig hafa mætt mikilli hörku lögreglunnar við að sekta fyrir ólöglega lagningu ökutækja við Miklatúniö þetta kvöld. Margir höfðu samband við VIsi af þessu tilefni i gær og kvörtuöu sáran. Menn töldu sig jafnvel hafa séð lögreglubíl koma meö aukabirgðir af sektamiöum til þess aö koma i veg fyrir að nokk- ur slyppi. Óskar Ölason hjá umferðar- deild lögreglunnar sagðist ekki kannast viö neinar slikar aðgerð- ir. „Hitt er þó annaö mál”, sagöi Óskar, ,,að við höfum verið ansi mikið I þvi að sekta undanfarnar vikur. Við höfum tekið kvik- myndahúsin fyrir og aðra slika staði þar sem menn virðast henda ökutækjum sinum helst hvar sem er.” —HL „Fjöriö byrjar ekki fyrr en viö erum mættir á staðinn og þvf er um að gera aö koma sér þangað sem fyrst og dvelja sem lengst”. Þetta sögöu þessir frisku sjóarar úr Grindavik á leiðinni á Þjóðhátiö I Þor- lákshöfn I gær. „Má ekki bjóöa þér i nefið” sagöi Guömundur Jónsson. En hann og Kristinn Hallsson eiga aö skemmta á Þjóöhátiöinni. rukka. Herjólfur er hiö veglegasta skip og i stórum borösal var þegar far- in aö myndast sérkennileg þjóö- hátiöarstemning. „Þaö er eins gott aö byrja strax”, sögöu nokkrir sjóarar úr Grindavik. „Þaö borgarsigaö veraklár i þaö hörkustuösem rikja mun i Eyjum eftir komu okkar þangaö”. Menn voru aö buröast meö alls kyns töskur og pinkla. Sumar töskurnar fengu þó varlegri meö- ferð en aörar. „Passaöu töskuna, maöur”. Þær Eygló Einarsdóttir og Kristin Guöjónsdóttir, sem af- greiða I kaffistofunni um borö, sögöu aö þaö væri búin aö vera ó- venjumikil „trafflk” i Eyjar I allt sumar og þá ekki sist þessa siö- ustu daga fyrir Þjóðhátlö. I sama streng tók Eðvarö Jónsson, bryti, hann sagði, aö þetta sumar yröi án alls vafa metsumar i farþega- flutningum Herjólfs. 1 einum básnum sátu þeir fé- lagar Jóhann Ármannsson og Kristinn Jónsson. Þeir eru fimmtán ára gamlir og ætla sér aö búa hjá skyldfólki I Eyjum. „Við erum ekki meö neitt brot- hætt I farangri okkar, og erum raunar á móti sllku”, sögöu þeir. „En þaö veröur vist alveg nógu gaman fyrir þvi”. Guðrún Kristjánsdóttir sat þar skammt frá ásamt börnum slnum tveim Eli Péturssyni og Láru Pétursdóttur. Guörún er gamall Vestmannaeyingur sem ekki hef- ur verið á Þjóöhátiö siöan fyrir gos. „Þaö veröur áreiöanlega mjög skemmtilegt. Þetta er svo vönduö dagskrá og menn hafa lagt mikiö á sig til aö gera þetta sem best úr garði. Dalurinn er einnig ákaf lega fallegt og gott Uti- vistarsvæöi”, sagöi Guörún. Kristinn Olafsson, enskukenn- ari I Madrid, varö næstur á vegi okkar. Hann sat aö snæöingi á- samt eiginkonu sinni sem heitir Sol. Hann var aö fara til þess aö sýna eiginkonu sinni skemmtana- hald i heimabyggö sinni. _HL m-----------*----------► Hér sést hluti af þeim fjölda sem beið þess spenntur aö komast um borö I Herjólf. Þjóöhátiöin færist óöfluga nær. Visismynd: JA TILBOD JACKPOT canvas buxwr í ferðalagið á aðeins 7.900 kr. Laugavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 Glœsibœ 12861 13008 13303 Opið til kl. 8 f kvöld

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.