Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 6
6 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Stundakennara vantar til kennslu i kerfis- fræði og forritun, einnig kemur til greina vinna við kerfisrannsóknir, kerfissetningu og forritun fyrir stjórnsýslu skólans. Upp- lýsingar veita Þórður Hilmarsson deildar- stjóri og Ingvar Ásmundsson áfangastjóri i sima 75600. Skólameistari \Á Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 blaöburóarfólk óskast! KÓP. AUST Ia Afleysing frá 8/8—14/8. Álfhólsvegur Digranesvegur Hamraborg. LUNDIR GARÐABÆ. Brúarflöt, Furulundur, Hörgslundur, Sunnuflöt. FOSSVOGSHVERFI 3. Kelduland, Láland, Markland VlSIR Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 86611 VISIR Nýir umboðsmenn Neskaupstaður Lilja Gréta Þórarinsdóttir, Þiljuvöllum 36, simi 97-7540. Hellissandur Þórarinn Steingrimsson Naustabúð 11, simi 93—6673. Hofsós Jón Guðmundsson Suðurbraut 2, simi 95—6328. Djúpivogur Bryndis Jóhannsdóttir Austurbrún simi 97—8853 Sandgerði Valborg Jónsdóttir Túngata 18, simi 92—7474. VÍSIR Föstudagur 4. ágúst 1978 vism Dularfullur sértrúarflokkur i því flóði tiðinda, sem bárust utan úr heim í vik- unni, var eitt lítið fréttaskeyti, sem ekki var gert mikil skil. 58ára gamallmaður, Prabhat Ranjan Sarkar, hafði verið látinn laus gegn tryggingu í Patna í austurhluta Indlands. Dómstóll hafði fríað hann af sök, sem fyrri dómur hafði fundið hjá honum, um hlutdeild í morð- samsæri á sex einstaklingum. Fjöldi fólks viða um heim er sagður fagna frelsi þessa manns, sem setiðhefur í fangelsi á Indlandi sið- ustu sjö ár, síðustu þrjú árin af og til í hungurverk- falli. Hver skyldi hann vera þessi maður, sem á itök i svona mörgum? Leiðtogi Anando Marga Hann er fyrrverandi blaöa- maöur, og um hriö starfaöi hann hjá indversku járnbrautunum. En þaö er ekki fyrir þau störf, sem hann státar sig af þvi aö hafa um fimm milljónir áhang- enda viöa um heim. Prabhat Ranjan Sarkar er leiötogi Anaijda Marga tireyf- ingarinnar, dulúöugs sértrúar- flokks, sem menn greinir á um, hvort telja skuli i hópi gæsku- rikra mannvina, eöa ofstækis- fullra hryöjuverkamanna. Þeir eru ekki fáir, sem halda hinu siðarnefnda fram og vara sér- staklega við iöju þeirra, sem hreyfingunni fylgja, og styöja þær viövaranir ýmsum dæm- um. Ananda Marga-menn bera sjálfir af sér allan slikan áburö og segja viðvaranirnar haturs- fullan áróöur, sem heyri undir trúarofsóknir miöaldarmanna. Ofsatrú og örþrifaverk Timaritið „Newsweek” helg- aði einni grein sinni i miöjum júli siðasta nokkrum dæmum hryðjuverka, sem Ananda Marga hefur veriö oröað viö. Þar var meöal annars greint frá hópi illvirkja, sem nótt eina lögðu leið sina um auð stræti Sidney i átt til úthverfis, þar sem býr Robert nokkur Cameron, kynþáttahatari og stofnandi flokksdeildar ný-nas- ista i Astraliu. Illvirkjarnir komust aldrei á leiðarenda. Lögreglan, sem hafði einhvern pata af ferðinni, batt enda á að- förina og tvístraöi hópnum. Einn úr honum reyndi þó aö kveikja i sprengju, en kveikjan brást honum. Sydney-lögreglan rakti þaö, að menn þessir voru allir ofstækisfullir félagar i Ananda Marga. Þýðing nafnsins gæti eftir orðanna hljóöan útlagst sem „Stigur alsælunnar”. Grund- vallast sértrú þessa flokks á hindu-trúarbrögöum, en meir hefur hreyfingin siðari árin ver- iðorðuöviö ofbeldi en sælu. Hún hefur verið tengd við hryðju- verk i aö minnsta kosti sex lönd- um. Leiðtoginn sjálfur, Prabhat Ranjan Sarkar, var i stjórnartiö Indiru Gandhi dæmdur fyrir hlutdeild i morðsamsæri á sex fyrrverandi áhangendum sér- trúarflokksins, sem snúist höföu frá trúnni. Fylgismenn hans héldu þvi statt og stöðugt fram, að sakirnar væru upplognar, og stjórn Indiru heföi látiö varpa Sarkar i fangelsi af pólitiskum ástæðum. Indverska lögreglan hefur sakaö fylgjendur Ananda Marga um að hafa staðið fyrir sprengjutilræöum, ikveikjum og hnifaárásum i tilraunum til þess aö knýja fram lausn Sark- ars úr fangelsinu. Ýmsir ofsa- trúarmenn úr þessum flokki hafa meira niðst á sjálfum sér i mótmælunum við fangelsun- inni. Tveir Ananda Margi-menn fyrirfóru sér i Vestur-Þýska- landi fyrr á þessu ári og 25 ára kona i Sviss settist i Saffron- kirtli sinum út á stræti i Manila og kveikti i sér aö fjölda manns áhorfandi. ar af þessum verkum og heldur þvi fram, að þau séu unnin af indversku leyniþjónustunni, sem einsett hafi sér aö ofsækja og helst uppræta þessi trúar- brögð. Sjálfir segjast þeir vera friöelskandi mannvinir. „Viö beitum ekki ofbeldi,” hefur timaritið „Newsweek” eftir Kapil Arn, aöaltalsmanni Ananda Marga i Ástraliu. „Okkar markmið eru tvenns- konar. Annað er einskonar sjálfskönnun með hugleiðslu og yoga, og hitt er að þjóna mannkyninu.” Svo bar samt viö eftir hina misheppnuðu aðför að nýnasist- anum Robert Cameron, að Ananda Marga reyndi ekkert til að bera hana af sér. Lögreglan gerði strax eftir handtöku til- ræðismannanna leit i aðalstöðv- um sértrúarsafnaðarins i Sydney. Segist hún hafa lagt þar hald á tvennar yfirlýsingar, sem póstsenda átti greinilega fjölmiðlunum, þar sem Ananda Marga lýsti fyrirhuguðu morði Camerons á sínar hendur. Lög- reglan sagðist einnig hafa fund- Svissneskur áhangandi Ananda Marga ber eld i kirtil sinn á streti I Manila. ið I skrifstofunum ritvélina, sem orösendingarnar voru skrifaðar á. Eiga árásarmennirnir nú visa langa fangavist. Laus og þó ekki Lengri heldur en leiðtogi þeirra Prabhat Ranjan Sarkar, sem i fyrrihluta júlimánaðar var sýknaður af fyrri dómi vegna morðanna. í endur- upptöku málsins komst réttur- inn að þeirri niðurstöðu, að áfellandi vitnisburður eins af vitnum saksóknarans i fyrri málsmeðferðinni væri ekki nógu áreiðanlegur. Sarkar og fjórir fylgismenn hans voru þvi látnir lausir. En Sarkar þó aðeins gegn tryggingu, vegna annarrar málshöfðunar, sem yfir honum vofir. Þar á hann yfir höföi sér málsókn vegna ólöglegra vopna, sem fundist höfðu á hans vegum, og þykja ekki beinlinis vitnisburður um „friðarást” trúarkenninga hans. Kenna ofsœkjendum um En sérstaklega þóttu Ananda Marga-fylgismenn uppvöðslu- samir i ýmsum stórborgum Astraliu, og eru þeir samt ekki taldir vera nema um 500 þar i landi. — Skvett var blóði um skrifstofur indverska flug- félagsins i Sydney. Ikveikju- sprengja nær eyðilagði sendiráö Indlands i Canberra i jólamán- uðinum siðast. Hernaðarráð- gjafi Indlands þar var rænt og hann stunginn hnifi af manni, sem játaöi sig áhanganda Ananda Marga. I febrúar fórst þrennt i sprengingu fyrir utan hótel eitt i Sydney, þar sem Morarji Desai, forsætisráö- herra Indlands, dvaldi. Núna i april i vor fann lögreglan svo aðra sprengju i indverska sendiráðinu. Ananda Marga-fólk hefur allan timann þvegið hendur sin-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.