Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 7
■ <-.rytxv vism Föstudagur 4. ágdst 1978 C SfifffM) IL Umsjón: Guðmundur Pétursson m Reyndi nauðlend- ingu en brotlenti Farþegaflugvél frá Chile brotlenti á Ezeiza- flugvellinum í Buenos Aires i nótt, þegar hún reyndi þar nauðlendingu. Kom hún niður í skógi, og kviknuðu samstundis eldar, en ekki þótti muna nema hársbreidd, að vélin rækist á kjarnorkuverið í Ezeiza. Fréttir af slysinu eru enn óljós- ar. Hefur ekki komið fram hve margir farþegar voru i vélinni. Sagt er þó að fáir hafi sloppiö ómeiddir, og saknað sé sex Ur Snarpur jarð- skjálfti í Chile öflugur jaröskjálfti skók norðurhluta Chile i gær og er talið að hundruð manna hafi misst i honum heimili sin. Snarpasti kippurinn mældist sjö stig á Richterkvarða. Kom hann harðast niður á ibúum svæðisins umhverfis námabæ- inn, Copiapo, þar sem fjöldi bygginga eyðilagðist. Hefur orðið að taka upp skömmtun á vatni þarna, en yfirvöld hafa sent hjálpargögn eins og fatnaö, matvæli og lyf. Cosmos Hoilenski knattspyrnugarpur- inn Johan Cruyff hefur gert samning við New York Cosmos um að leika meö fé- laginu tvo sýningarleiki. — Cruyff, sem var i hollenska liðinu i fyrra sinnið, sem það hafði nær unnið heimsmeist- aratitilinn, hefur þrlvegis ver- ’ ið vaiinn „Knattspyrnumaður Evrópu”, en það var 1971, 1973 og 1974. Jafnaði hann þar met Alfredo di Stefano. flakinu. Ekki hefur frétst af nein- um dauðsföllum enn. Vélin var af gerðinni Boeing 707 og sögð I leiguflugi frá Santiago til Buenos Aires. Skyggni var afar slæmt, þegar slysiö varð. Tuttugu og fimm minútum eftir að það varð lokaði flugumferðarstjórnin flugvell- inum til umferöar vegna þoku. Jagger sœttist við bamsmóður Náðst hafa sættir i barnsfaðernismáli, sem leikkonan Marsha Hunt höfðaði gegn söngvaranum Mick Jagger úr Rolling Stones. Leikkonan (lék i Lundúna-út- setningunni af „Hair”) hafði óskað eftir barnsmeðlagi, 2,229 dollurum á mánuöi, með sjö ára dóttur sinni. Lögfræðingar þeirra beggja sögðu, að samkomulag hefði orðið um, að láta ekki uppi við fjölmiðla, hverjar sættir heföu orðiö, en móöirin hefur dregiö málshöfðunina til baka. PLO-full- trúi myrt Aðaltalsmaður sendi- nefndar þjóðfrelisis- hreyfingar Palestinuar- aba (PLO) i Paris og fulltrúi hans voru ráðnir af dögum i skot- og handsprengjuárás á skrifstofur PLO i gær. Arásarmennirnir tveir náöust og segjast heyra til skæruliða- samtökum PLO, en þeirri deild- inni, sem starfar i Irak undir einum keppinauta Yassers Ara- fats. PLO-fulltrúinn, Ezzedine Kal- ak, þótti vera meöal hófsamari talsmanna Palestinuaraba. Hrinti 7 börnum sínumaf 11. hœð og fyrirfór sér Arabar eru farnir að gerast æöi aðsópsmiklir I Paris. Myndin hér við hliðina var tekin núna I vikunni, þegar tveir hryðjuverkamenn réöust inn I sendiráð traks, og er af þvl andartaki, þegar skotbar- daginn stóð yfir milli lögreglu- manna og öryggisvaröa sendi- ráðsins. Fimmtá'n ára gömul stúlka lá í morgun milli heims og helju á sjúkra- húsi í Salt- Lake-borg í Utah, eftir að móðir henn- ar hafði sent sex systkin hennar í opinn dauðann fram af svölum á elleftu hæð hótels eins i borginni. Sjónarvottar horföu á móöur- ina, fertuga ofsatrúarkonu aö nafni Rachel David, hrinda þrem yngstu börnunum út i dauöann og neyða fjögur elstu börnin til þess að stökkva fram af svölunum, áð- ur en hún svipti sjálfa sig lifi með þvi að fara á eftir þeim. Aöeins eitt barnanna liföi af fallið. Fimmtán ára stúlka að nafni Rachel. Það er eins og ekki hafi átt af þessari fjölskyldu að ganga. Fað- irinn, Emmanuel, gekk með þá firru, að hann væri Guð, þar til hann fyrirfór sér á þriöjudaginn i sendibii skammt utan borgarinn- ar með þvi aö anda að sér eitruð- um útblæstrinum úr bilnum. Börnin voru 5, 6, 8, 9, 10 og 13 ára gömul. Hryðjuverk og tsraelskar herflugvélar fóru I gær i sprengjuárásir á stöðvar Palestinuaraba I suðurhluta Libanon i hefndarskyni fyrir sprengingu, sem hryðjuverka- menn voru valdir aö i Tel Aviv. Sprengjan hafði sprungiö á úti- basar. 46 særöust af hennar völd- um og einn lét lífiö. — Ekki er tal- ið, að mikiö mannfall hafi oröiö i sprengjuárásum israelska flug- hersins. Tólf sovéskir hers- höfðingjar í Afríku Tólf sovéskir hers- haldsblaðið „Le Figaro” höfðingjar og einn heldur fram austm'.þýsKur stjórna Blaíl5 seglr a6 æ5stra„ndinn fjörutiu pusund manna sé Borissov hershöföingi sem herliði Kúbu i Afriku, Ababr&alStÖövar Si"ar 1 Addis eftir þvi sem franska í- „Le Figaro” heldur þvi fram, að hershöfðingjarnir hafi fyrir- mæli um þaö frá Moskvu að stuöla að sem mestum glundroða i Afriku f von að þaö komi álfunni i lokin undir áhrif Sovétrikjanna. Fréttaritari blaðsins, Pierre Darcoutt, byggir þessi skrif sin að nokkru á skjölum, sem fallhlifa- dátar frönsku útlendingaher- deildarinnar komust yfir, þegar þeir björguðu Evrópumönnunum úr klóm Katangauppreisnar- manna, sem ráöist höföu inn i Shaba I Zaire.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.