Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 4. áglíst 1978 11 Alþýðubandalagið vildi ekki vinstri stjórn að leggja niður styrkjakerfi, er talin með mestu framfarasporum i hagsögu þjóðarinnar og hafa menn siðan vonað að sá draugur væri endanlega niður kveðinn. Alþýðubandalagið lét sér ekki nægja að heimta úrelt kerfi. Það gerði tillögur sinar þannig úr garði að þær hefðu ekki einu sinni nægt til að fresta vandanum. Til þess að rikissjóður geti greitt styrki þarf að sjá fyrir tekjuöflun. 1 tillögur Alþýðubandalagsins vantaði tekjuöflun upp á 10 millj- arða króna. Hefðu menn freistast til að reyna að framkvæma tillög- ur Alþýðubandalagsins, var nauðsynlegt að heimta þessa fjárhæð af skattgreiðendum nú þegar með útsendingu nýrra skattseðla. Þessi nýja skatta- byrði næmi um 70% af þeim sköttum, sem fólk er að greiða um þessar mundir og legðist auð- vitað fyrst og fremst á launafólk, þar sem notast þyrfti við núgild- andi skattkerfi. Þannig gerðu til- lögur Alþýðubandalagsins ekki aðeins ráö fyrir úreltu fyrirkomu- lagi, heldur var einnig tryggt að það væri gagnlaust. Þessar tillög- ur voru siðan settar fram sem úr- slitakostir i þeirri vissu að engir skynsamir menn gætu fallist á þær. Umræðurnar hlutu þar með að springa og tilgangnum var náð. Keflavíkurgönguliðið varð ofan á Eftir aö viðræðum lauk hafa forystumenn Alþýöubandalags- ins haldið þvi fram að tillögur þeirra hafi ekki verið úrslitakost- ir. Þau skoðanaskipti koma þvi miöur of seint. Tillögur Alþýðu- bandalagsins voru ekki settar fram sem umræðugrundvöllur, heldur voru þær langt, formlegt plagg, uppfullt með kosningavig- orðum, samþykktaf þingflokki og samið að mestu af einum helsta talsmanni gönguliðsins. Um- ræðunefnd Alþýðubandalagsins hafði ekki umboð til að vikja frá sliku gagni, þó svo hún hefði vilj- að, enda gerði hún það ekki. Til- lögur umræðunefndar Alþýðu- flokksins voru settar fram með allt öörum hætti. Þar var ekki um að ræða formleg plögg, ellegar samþykktir þingflokks, heldur hugmyndir til umræðu. Umræðu- nefnd Alþýðuflokksins hafði um- boð til að ræða allar tillögur með þvi skilorði einu að þær væru raunhæfar. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins hafa eftir að við- ræðum sleit haldið þvi fram að Alþýöuflokkurinn hafi heimtað gengislækkun. Rétt er að bent var á lækkun gengis sem eitt þeirra úrræða, sem til álita kæmu við lausn vandans. Hins vegar var það margtekið fram að kæmi Al- þýðubandalag fram með tillögur, sem gerðu gengisfellingu óþarfa væri ekkert þvi til fyrirstöðu að Alþýðuflokkur tæki þær til at- hugunar. Þetta gerði Alþýðu- bandalagið ekki og hafði i raun og veru ekki áhuga á þvi. Það er at- hyglisvert að Alþýðubandalagið skuli gera andstöðu við breyting- um á gengisskráningu að svo miklu trúaratriði nú. Allir vita að Alþýðubandalagið hefur oft áður staðið að breytingum á gengi bæði upp og niður, hratt og hægt. Trúarafstaða til gengismála kom heldur ekki upp i viðræðunum nú fyrr en ljóst var að Keflavikur- gönguliðið var að verða yfirsterk- ara i átökunum við verkalýðs- sinnana um það hvort fara skyldi i vinstri stjórn eða ekki. Það er ennfremur athygli vert aö Al- þýðubandalagið sprengir nú vinstri viðræður á tilbúnum ágreiningi um efnahagsaðgerðir næstu 3 mánuði, þegar ekki var annað vitað en samstaða væri um stjórn efnahagsmála að öðru leyti næstu fjögur ár. Arið 1974 hafnaði Alþýöubanda- lagið þátttöku i vinstri stjórn. Nú hefur það hafnað tveim mögu- leikum til myndunar stjórnar undir forystu verkalýðsflokk- anna. Undanfarin ár hefur verið lögð mikil vinna i það af hálfu verkalýðsleiðtoga Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að efla sam- stöðu milli þessara aðila innan verkalýðshreyfingarinnar. Af þessu hefur orðið mjög góður árangur enda einlægur vilji beggja fyrir hendi. Tilgangurinn varsá að þetta samstarf yrði fært út á hinn pólitiska vettvang og þannig gert kleift að mynda rikis- stjórn, sem starfað gæti i sam- lyndi og sátt við verkalýðs- hreyfinguna. Keflavikurgöngulið Alþýðubandalagsins hefur nú gert allt þetta starf að engu vegna ástar sinnar á hermálinu. Nú blasa viö óvissutimar i málefnum islenskrar verkalýðshreyfingar. Ávallt i andstöðu Talsmenn gönguliðsins hafa jafnan haldið þvi fram að Alþýðu- bandalagið sé i eðli sinu stjórnar- andstöðuflokkur og eigi aö starfa sem slikur. Þeir hafa bent til stuðnings máli sinu á mikilvægi þess að haldið sé uppi rödd gagn- rýni i stjórnmálum og þaö sé hlut- verk Alþýðubandalagsins. A það má fallast að gagnrýni er mikils- verð. Hitt er augljóslega hreinn óþarfi og sóun að halda uppi 14 manna þingflokki til þess eins að gagnrýna i stjórnarandstööu. Til þess verkefnis nægir Alþýðu- bandalaginu auðveldlega aö hafa einn til tvo menn á þingi. Hinir þingmenn Alþýðubandalagsins gerðu miklu meira gagn með þvi að starfa sem blaðamenn á Þjóð- viljanum, auk þess sem það væri ódýrara fyrir þjóðina. Kjósendur Alþýðubandalagsins þurfa að hugleiða þetta vel. Þeir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir kusu Alþýðubandalagið til varan- legrar setu i stjórnarandstöðu eöa hvort þeir ætluðust til þess að flokkurinn reyndi að koma ein- hverju af málum sinum fram og stæði i verki við yfirlýsingar sin- ar. Fyrir þá jafnaðarmenn og verkalýðssinna sem veitt hafa Al- þýðubandalaginu brautargengi hingað til, ætti þetta uppgjör að vera auðvelt. tslenskt launafólk hefur litla þörf fyrir frekari gagn- rýnisstörf i bili. Nú er timi kom- inn til aðgerða. I Neðanmóls ANDVANA FÆDD HUGMYND Indriði G. Þorsteinsson skrifar i þessari neð- anmálsgrein sinni um þá breytingu sem virð- ist orðin á áhuga stjórnmálamanna fyr- ir þvi að komast í ráð- herrastóla og þær hræringar, sem nú eru i stjórnarmálunum. Meðal annars fjallar hann um möguleikann á skipun embættis- mannastjórnar og seg- ir: „Embættismanna- stjórn væri biðleikur, sem allir hefðu gott af og verkalýðsforystan hefði bókstaflega eng- an til að berjast við á meðan". J eins og þessir tiu milljaröar lægju einhvers staðar á lausu, þannig að hægt væri að borga stóreigna- skatta eða aðrar nýjar álögur út i hpnd. Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn höfðu komið sér saman um róttækar aðgerðir i efnahagsmálum, sem m.a. fólu i sér þá réttarbót fyrir launþega, að samningar yrðu i gildi. En nú var i bili úti timinn, þegar kjara- baráttan var háð i kjörklefanum, og Alþýðubandalagið sá þess eng- an kost að samþykkja að samn- ingar skyldu vera i gildi. Þessa stundina hefur Geir Hallgrimssyni verið falin tilraun til stjórnarmyndunar. Hann mun byrja á þvi að reyna að mynda þjóðstjórn, og er það i samræmi við þá stefnu um þjóðarsátt, sem hann boðaði fyrir þingkosning- arnar. Alþýöubandalagið fellst óliklega á hugmynd um þjóð- stjórn. Bæði hefur bandalagið neitað að ræða við Sjálfstæðis- flokkinn, þegar nýsköpunarhug- myndin var á ferðinni, og hafa þó kommúnistar ekki lifað svo litið á gömlu nýsköpunarstjórninni, þegar Brynjólfur Bjarnason frelsaði menntamálaráðuneytið til frambúðar, og slikar viðræður komu illa heim við þá áætlun að koma höggi á Alþýðuflokkinn i vinstri viðræðum með kosningar fyrir augum. Hugmyndin um þjóðarsátt og þjóðstjórn er þvi andvana fædd. Verkalýðsforust- an er reiðubúin til frekari átaka og Alþýðubandalagið vill fyrir alla muni styrkja hana til nýrrar kjaraferðar i kjörklefana hið fyrsta eða á meðan hún er i bar- dagahug. STEFNAN EFTIR ÞRJÚ NEI Að þvi frágengnu, að takist að mynda þjóðstjórn, hefur Geir tvo möguleika, sem báðir byggjast á afstöðu hinna borgaraflokkanna tveggja. Hinn fyrri er myndun stjórnar með Alþýðuflokki og Framsókn, en hinn siöari er myndun minnihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins með stuðn- ingi annars eða tveggja fyrr- greindra flokka. Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins er sýnu verri kostur að þvi leyti, að hún mundi þýða nýjar kosningar fljótlega, eins og Alþýðubandalagið vill og meinar, með þvi að neita allri ábyrgð á þjóðfélaginu ýmist með þvi að sprengja vinstri viðræður, neita að tala við Sjálfstæðisflokk- inn um nýsköpunarstjórn eða neita að ræða þjóðstjórn. Fara þá væntanlega að skýrast, eftir hin þrjú nei Alþýðubandalagsins, hvert sá flokkur stefnir. Þótt svo undarlega hafi viljað til að út- flutningsbanni hafi verið aflétt meðan stóð á vinstri viðræðum, stendur nú yfir illleysanlegt yfir- vinnubann á Siglufirði og i Vest- mannaeyjum, sem beinist gegn loðnumóttöku. Sú aðgerð, ásamt útflutningsbanninu, visar nokkuð leiðina að stefnifmiðum Alþýðu- bandalagsins i stjórnarandstöðu. Þóttá þingi sitji sextiu menn, lög- lega kjörnir og t.d. fjörutiu og sex þeirra stæðu að baki nýrrar rikis- stjórnar, skal sannast, að Alþýðu- bandalagið hefur meirihlutann að engu og mun æsa verkalýðsfor- ustuna til hermdarverka gegn þjóðfélaginu þann tima sem slik rikisstjórn situr. ÞINGMEIRIHLUTI OG VERKALÝÐSFORYSTÁ Þótt við mikinn vanda sé að eiga i efnahagsmálum, og þar séu ryksugur i gangi, sem ber að stöðva, þýðir litið að tryggja sér þingmeirihluta sé verkalýðsfor- ustan ákveðin að fara ekki að landslögum fyrr en Alþýðubanda- laginu hefur verið tryggður meirihluti á Alþingi, eba þær breytingar hafa orðið á forust- unni, að hún skilji að fleiri búa i landinu en launþegar, sem fylgja Alþýðubandalaginu að málum. Jafnvel minnihlutastjórn mundi ekki sæta sömu kárinum af sam- ræmdum aðgerðum Alþýðu- bandalags og verkalýðsforustu og stjórn með mikinn meirihluta á þingi. Það er nefnilega sjónarmið að vera á móti þingræði þangað til þeim árangri er náð aö þing er ekki orðið annað en gúmmi- stimpill til að árétta orð og gjörð- ir hinna réttlátu, sem hafa verið kjörnir með niutiu og niu prósent- um atkvæða. Talið er að næsta stjórn, hvern- ig sem hún verður skipuð, muni varla standa lengur en tvö ár. Þá á ný stjórnarskrárnefnd að vera búin að ljúka störfum, en hún mun meðal annars fjalla um breytingu á kjördæmaskipan sem er orðið aðkallandi mál. Stjórnarskrárbreytingum fylgja tvennar kosningar. Spurning er þvi, fyrst það sannaðist á siðasta þingi, að Alþingiá virðingu sina og vald undir verkalýðsforustunni, hvort mikils sé misst þótt stjórnar- myndunarvandinn verði leystur með embættismannastjórn, eða þvi sem gárungarnir kalla kóka kóla stjórn. Embættismanna- stjórn væri biðleikur, sem allir heföu gott af, og verkalýðsforust- an hafði bókstaflega engan til að berjast við á meðan. Verkalýðs- forustan hefur óvirt Alþingi svo gróflega með aðgerðum á siðustu mánuðunum, sem það sat fyrir kosningarnar, að eiginleg þjóðar- sátt gæti fyrst og fremst falizt i þvi að fresta deilum um tvö ár, eöa þangað til kominn er timi til að breyta kjördæmaskipuninni. Að visu væri embættismanna- stjórn mikið niðurlag fyrir sigur- vegarana i kosningunum, en þeir hafa tapað sigrinum með þvi að koma sér ekki saman um ein- hverjar þær úrlausnir hérna megin byltingar, sem menn gátu sætt sig við. Að visu gatur þjóðin fagnað þvi með vissum hætti að Alþýðubandalagin skyldi sprengja vinstri viðræðurnar. Henni ætti að vera ljósara eftir en áður, að dagshriðin er ekki deilur um afl atkvæða og þingræði, held- ur deilur um yfirráð til frambúð- ar sem stikla á yfir lækinn á lög- leysum i valdastólana. IGÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.