Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Blaöa- i menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Óskar Hafsteinsson, Magnús Ólaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verö I lausasölu kr. 100 Símar 86611 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Biaöaprent h/f. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Einn þáttur vandans Fiskvinnslufyrirtæki landsmanna eru stöðugt í vandræðum og sífelldar opinberar ráðstafanir virðast vera þeim skammgóður vermir. Launahækkanir inn- an lands, og lágt verð á erlendum mörkuðum valda þarna mestu um, en engu að síður en Ijóst, að vandinn er margþættur. Rekstrarafkomuna er til dæmis víða hægt að bæta með skipulagsbreytingum og hagræðingu í rekstri vinnslufyrirtækjanna, þannig að hráefni og vinnuafl nýtist betur en verið hefur. Á þessum sviðum erum við (slendingar tiltölulega skammt á veg komnir og mikið af þvi f jármagni, sem veitt hef ur verið úr opinberumisjóðum til þess að leysa tímabundinn vanda fiskvinnslunnar hefði betur verið nýtt til þess að lagfæra galla í rekstri sem víða hafa átt talsverða sök á rekstrarerfiðleikunum. Þetta er hliðstætt því að hella sífellt meira vatni í hripleka fötu í stað þess að gera við götin á henni. Við getum eflaust lært margt af nágrönnum okkar og frændum Færeyingum í þessum efnum. Þeir hafa markvisst unnið að endurnýjun frystihúsa sinna sið- ustu þrjú árin og náð framúrskarandi árangri. í grein í Vísi í gær er skýrt frá vinnslufyrirkomulagi í frystihúsi einu í Færeyjum sem talið er vera full- komnasta og nýtískulegasta frystihús við Norður-At- lantshaf. Þar hefur með þaulhugsaðri skipulagningu tekist að auka arðsemi framleiðslunnar um fimm af hundraði og tímanýting á hvert kílógramm fullunn- innar vöru hef ur batnað um hvorki meira né minna en 20% Tveir skuttogarar landa þar kerfisbundið sinn í hvorri vikunni, frystigeymsla er notuð til tímabund- innar geymslu á af lanum þannig að hægt sé að jafna sveif lur milli þess magns, sem landað er og þess sem áætlað er að vinna hvern dag. Nákvæm stærðarflokkun aflans hefur haft í för með sér stórbætta nýtingu hráefnisins í flökunarvél- unum og allur úrgangur er sérstaklega verkaður og seldur sem dýrafóður fyrir á annað hundrað milljónir íslenskra króna á ári. Það, sem ef til viil vekur mesta athygli varðandi þetta fyrirmyndarf rystihús i Færeyjum er að starfs- fólkið vinnur reglulegan vinnudag, átta stundir dag- lega, og sömuleiðis hef ur tekist að gera f rystihúsið að eftirsóknarverðum vinnustað með því að skapa starfsfólkinu góða starfsaðstöðu. Sums staðar hér á landi hefur verið reynt að fara inn á svipaðar brautir og í Færeyjum með jákvæðum árangri, en allt of mörg fiskvinnslufyrirtæki hér eru algerlega úrelt og rekstur þeirra óhagkvæmur af þeim sökum. Skarkali, kuldi,óvistleg húsakynni og sums staðar hreinn sóðaskapur fæla líka fólk frá því að taka þátt í þessari mikilvægu verðmætasköpun og því miður lítur svo út sums staðar í þessum fyrirtækj- um og við þau, að menn geri sér enga grein fyrir, að þar sé verið að framleiða afurðir til manneldis. En nóg um það að sinni. Á þeim stöðum á landinu, þar sem f iskvinnsluf yrir- tækin eru orðin allt of mörg og hráef ni yf irborgað eins og til dæmis á Suðurnesjum er óhjákvæmilegt að sam- eina fyrirtæki og hreinlega loka alveg þeim, sem óhagkvæmust eru í rekstri. Það er ekki endalaust hægt að halda þessum fyrirtækjum gangandi með opinberum fjáraustri. Sem betur f er er hægt að benda á f yrirmyndarf yrir- tæki í fiskvinnslunni. Æskilegt væri að aðstoða þá, sem þau reka til þess að hægt sé enn að bæta rekstur- inn. Hinir, sem hingað til hafa haldið vonlausum rekstri gangandi á kostnað ríkisins ættu að fá sér aðra vinnu. Föstudagur 4. ágúst 1978 VISIR Endalok vinstri viðræöna urðu öllum fylgjendum jafnaðarstefnu i land- inu mikil vonbrigði. Allar vonir um að Alþýðubandalagið hefði tekið út nægilegan pólitiskan þroska til að vilja hrinda i framkvæmd einhverju af þeim málum, sem það berst fyrir i orði, hafa brostið. t>ar á bæ rfkir enn lögmálið gamla um að umbætur séu til bölvunar, þar sem þær fresti byltingunni. Alþýðubandalagið hefur ekki áhuga á umbótum eða að bæta hag launafólks i landinu. Það er stjórnarandstöðuflokkur af trúarástæðum og hyggst vera það áfram. Enn einu sinni hafa verkalýðssinnarnir, sem að sönnu eru margir i Al- þýðubandalaginu, orðið undir I átökum við Keflavikurgöngulið róman- tiskra menntamanna. Engin ástæða er til að efast um einlægni verka- lýðssinnanna I að koma á umbótum. öðru máli gegnir um gönguliðið. Hugsanir þess ná ekki út fyrir deiluna gömlu um her I landi og allar þess aðgerðir miðast við að skapa sér skilyrði til að veifa I stjórnarand- stöðu mótmælaspjöldum þar að lútandi. t raun og veru sprungu viðræð- ur vinstri flokkanna á hermálinu enda þótt önnur mál hafi verið sett á oddinn að formi til. Áhugaleysi um umbætur t upphafi viðræðna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags kom fljótt i ljós að samstaða gat náðst um fjölmörg mikilvæg umbóta- mál til hagsbóta fyrir alþýðu manna. Má þar nefna m.a. ger- breytta efnahagsstefnu til fram- búðar, raunverulega styttingu vinnutima, bættar aöstæður á vinnustöðum, samdrátt i yfir- byggingu þjóðfélagsins t.d. með sameiningu banka tryggingafé- laga og oliufélaga, fækkun milli- liða, hagræðingu i verslun, upp- bygging fiskvinnslu, atlögu gegn forréttindum og spillingu, skatt- lagningu á hátekjumenn og stór- eignir, úrbætur i lifeyrissjóðs- málum, húsnæðismálum og tryggingamálum, ofl. Hins vegar náðist ekki samkomulag um að láta herinn fara úr landi. Það kom fljótlega i ljós að Alþýðu- bandalagið kærði sig kollótt um umbótamálin. Hermálið var það eina sem skipti máli. Eins og kunnugt er var það grundvallaratriði hjá Alþýðu- flokksmönnum að haft skyldi raunverulegt samráð við verka- lýðshreyfinguna. 1 samræmi við þá stefnu gerðu Alþýðuflokks- menn tillögu um það snemma í viðræðunum að rætt skyldi við forystumenn verkalýös- hreyfingarinnar. Það kom mjög á óvart þegar Alþýðubandalagið snerist öndvert gegn þessari til- lögu. En skýringin varð fljótt ljós. Gönguliðið sá ihendi sér að mun erfiðara yrði að standa gegn stjórnarmyndun ef talsmenn verkalýðshreyfingarinnar fengju að hafa hönd í bagga. Þeir hafa nefnilega áhuga á umbótamálum, en hins vegar takmarkaðan áhuga á her i landi, öndvert við göngulið menntamannanna. Undanfærsluleíðin Alþýðubandalagið gat af skiljanlegum ástæðum ekki verið þekkt fyrir að sprengja vinstri viðræður á her i landi. Það varð að finna aðra átyllu. Sú leið var valin að setja fram tillögur um viðbrögð við aðsteðjandi stundar- vanda i efnahagsmálum, sem tryggt væri að enginn gæti sam- þykkt. Alþýðubandalagið nefndi tillögur sinar millifærsluleið, en i daglegu tali hafa menn nefnt þær f-----------y-----------\ Kjósendur Alþýðu- bandalagsins þurfa nú að gera það upp við sig hvort þeir kusu Al- þýðubandalagið til varanlegrar setu í stjórnarandstöðu eða hvort þeir ætluðust til þess að flokkurinn reyndi að koma ein- hverju af málum sín- um fram, segir Finnur Torfi Stefánsson, al- þingismaður, í þessari grein sinni um Alþýðu- bandalagið og stjórn- armyndunarviðræð- . urnar. undanfærsluleið, sem er mun ná- kvæmari lýsing á efni þeirra. Undanfærsluleið Alþýðubanda- lagsins er i meginatriðum fólgin i þvi að byggja upp styrkjakerfi, þannig að rikissjóður haldi út- flutningsatvinnuvegum þjóðar- innar gangandi með styrkjum. Þessi hugmynd er alls ekki ný hér á landi. Menn hafa af þessu kerfi mjög langa og bitra reynslu. Einkum hefur kerfið komið illa niður á launþegum, enda fylgir þvi skriffinnska, sóun og spilling. Sú ákvörðun, sem tekin var 1960, Að stikla yfír lœkinn á lögleysum Til skamms tima sóttust menn eftir þvi að verða ráðherrar, og urðu þá gjarnan á samri stundu menn stóla sinna án ama eða áhyggna af flokki eða farteski yfirleitt. Er t.d. alkunna, að málflutningur dofnaði mjög hjá þeim sem verið höfðu I stjórnarandstöðu, strax og þeir voru orðnir ráðherrar, og einstakar flokksstofnanir dröbbuðust niður og söfnuðu skuldum meðan á stjórnartiðinni stóð. Margvislegar rikis- stjórnir hafa setið að völdum frá þvi siðasta striði lauk, og verður varla annað sagt en ýmsir ókostir i stjórnarfari hafi sótt á jafnt og þétt, þó'tt svo hafi farið hin siðustu ár, að þeir hafi orðið ljósari almenningi en . áður. Má þar nefna hin sifelldu átök stéttanna vegna stöðugrar verð- bólgu — stórfelldar og árvissar efnahagsráðstafanir og gengisfelling- ar. Og nú hefur enn einu sinni verið stofnað tii kosninga og stjórnar- breytingar, en þá bregður svo við, að alveg er eins og enginn hafi leng- ur áhuga á ráðherrastólunum stólanna vegna, og hin opinskáa umræða i þjóðfélaginu hafi orðið til þess að beina hugum manna að raunveru- legum vandamálum, einnig hugum liklegra ráðherraefna með þeim af- leiðingum að tilnefndir menn láta sit einu gilda þótt þeir missi af stóln- um. verandí yfirvinnubann i loðnu- vinnslu, að nokkur ,,von” er til þess að við ástandið verði ekki ráðið. Kemur þá til nýrra kosninga bráðlega, þar sem Alþýðubandalagið ætlar sér stóran hlut. Hin efnahagslega upplausn fyrri vinstri stjórna hefur aldrei gengið það langt, að ekki hafi orðið við hana ráðið. Nú eru aftur á móti horfur á þvi, að hin borgaralegu öfl þjóðfélagsins sitja áfram eins og þau gerðu frá 1974, i súpu vinstri-stjórnar-ár- anna. Það er hinn kjörni sigur- vetttvangur Alþýðubandalags- ins, sem teflir launastéttunum fram i valdabaráttu sinni og kref- ur þær um að heyja kjarabarátt- una i kjörklefunum. Ekki virðist skipta launastéttirnar máli þótt ÁFRAMI SUPUNNI Tilraun til myndunar vinstri stjórnar fór út um þúfur, og réði þar mestu afstaða Alþýðubanda- lagsins, sem hefur ekki viljað vera i rikisstjórn siöan 1974, en þá hafði vinstri stjórn setið að völd- um i þrjú ár við næga sjóði frá tima viðreisnarstjórnar. Nú eru sjóðirnir tómir og litill timi til hvildar i ráðherrastólum fyrir þá, sem hugsa sér að taka við. Þá liggur ekkert fyrir um það, að þjóðarsátt sé framundan i kjara- deilum og öðru pólitisku vafstri þrýstihópanna i þjóðfélaginu. Raunar er upplausnin þegar orðin eftir útflutningsbann og nú- þegar sé komið i ljós hjá Reykja- vikurborg, þar sem kjörklefabar- áttan vannst, að ekki treystust hinir nýju herrar til að greiða fullar bætur á laun, og byggingu tveggja dagvistunarheimila var frestað, og var þó að heyra á sumum frambjóðendum sigur- vegaranna, að ekkert vantaði Reykjavik frekar en dagvistunar- heimili. En til að koma einhverju áfram af yfirspenntum kosninga- loforðum var fenginn hálfur milljarður að láni. RAÐLEYSI EFTIR SPRENGITILLÖGU Eftir að Alþýðubandalagið hafði sprengt- vinstri stjórnarvið- ræðurnar að þessu sinni, stóðu menn uppi næsta ráðalausir. Sigurvegarar þingkosninganna gátu sem sagt ekki komið sér saman um þá vinstri stefnu, sem boðuö hafði verið fyrir kosningar eða lausn þeirrar kjarabaráttu, sem háð hafði verið i kjörklefan- um. Samt höfðu þeir fyrir sér lausn nýja borgarstjórnar* meirihlutar.s i Reykja- vik. Sprengitillaga Alþýðu- bandalagsins, sem virðist alls ekki hafa viljað vinstri stjórn, hljóðaði upp á tiu millj- aðra fjármunatilfærslu, alveg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.