Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 9
9 Upptökuheimili ríkisins i Kópovogi: Góð hugmynd — mis- heppnuð í framkvœmd — segir bréfrítari Rannveig Þórðardóttir skrifar: Ég finn mig knúða til að fara nokkrum orðum um Upptöku- heimili rfkisins i Kópavogi en um það er þagað þunnu hljóði. Ég tek fram áð þetta er ekki á- deila á starfsfólk stofnunarinn- ar beinlinis, sem verður að vinna þarna við erfið skilyrði. Ég er ein af þeim sem eru þeirrar skoðunar, að börn og unglingar geti orðið fyrir tjóni, jafnvel varanlegu tilfinninga- lega á þvi að dveljast langtim- um á stofnunum almennt. Flestir vita, til dæmis, að börn sem alast upp á barnaheimilum fara þvi miður á mis við þau til- finningasambönd sem myndast á milli foreldra og barna en er mikilvægur hvati fyrir þroska barnsins og ef til vill alla lik- amsstarfsemi. Án þess verða börn og unglingar oftlega taugaveikluð og öryggislaus. Vélræn börn Ýmsir álita að heilbrigð börn, sem alast upp á stofnunum verði vélræn og ómanneskju- legrien önnur, enda nái tilfinn- ingaþroski þeirra við slfk skil- yrði ekki framgangi sinum. Ég leggengan dóm á þessa skoðun en illt er ef satt er, Allir geta i- myndaðsérhveráhrifþað hefur áungling sem hefur á einhvern hátt misstigið sig eða hlotið slæma „reynslu” af einhverjum ástæðum að bera sinar innstu tilfinningar á borð fyrir hina og aðra mishæfa gæslumenn eða gæslusystur sem alltaf eru að koma og fara eins og gengur á sh'kum stöðum. Ef unglingnum liður illa eða hann þarf að fá ráð (eða lokar sig inn i sjálfum sér ella) þá er undir heppninni komið hversu skilningsrik manneskjan er, sem hlustar. Og þá er komið að aðalumræðuefninu en það er Upptökuheimili rikisins. Ekki spara við ,, framtið íslands” k>að er sorgleg staðreynd að það ris ekki undir nafni þrátt fyrir að tilgangurinn með sliku heimili sé þarfiir og brýnn. Nauðsyn þess, að unglingar i nauðum staddir hafi athvarf er hverjum manni augljóst. En þó hugmyndin sé góð hefur hún misheppnast i framkvæmd, að minu áliti. Slikt heimili verður að upp- fylla þau skilyröi sem að minnsta kosti mannsæmandi megi teljast i nútíma þjóðfélagi. Það þýðir ekkert að spara i þessum efnum þegar „framtið íslands” á i hlut. Er ekki hægt að reka svona stofnun betur? Hvar eru sálfræðingarnir, fé- lagsráðgjafarnir og uppeldis- fræðingarnir, sem búist er við að þarna séu að störfum? Eiga þeir ekki að vera til staðar að reyna að leysa úr foreldra- og unglingavandamálum með kunnáttu sinni ef með þarf? Hvaða fyrirbyggjandi ráðstaf- anir eru gerðar fyrir unghng sem lendir þarna? Svaróskast! Hvar er fólkið sem útskrifað- ist Ur skóluirt til shkra starfa? Félagsmálastofnunin heldur sennilega sinni verndarhendi yfir staðnum en foreldrar, ung- lingar og jafnvel lögreglan standa varnarlaus og ráðþrota fyrir framan þessi vandamál. Auka sálfræði- þjónustu Eins og þetta heimili er rekið núna finnst mér skilyrðislaust ætti að loka þvi, þar til búið er að endurskipuleggja það og koma unghngum fyrir á örugg- um stað á meðan. Koma þarf á stóraukinni beinni sálfræðiþjón- ustu þarna. Núna ráðfæra for- stöðumaður og starfsmenn sig við tvo starfandi sáhræðinga, sem eru ekki á staðnum, Ut af einstökum vandamálum ung- linganna. Ekki hafa þeir sjálfir viðtöl við þá. Fundir eru haldnir á hver jum morgni með unglingum og starfshði og hegðun og fleira rætt og reglur settar. Enginn sérstakur læknir er við stofnun- ina en hann ætti að koma þarna reglulega af augljósum ástæð- um. Forstöðumaöur má gjika svo vel að leita til héraðslæknis i Kópavogi 1 alvarlegum tilfell- um. Auka þarf eftirlit vegna hreinlætis á staðnum (sérstak- lega á herbergjum ungling- anna). Ófullnægjandi húsnæði Einnig er hUsnæðið ófullnægj- andi. Sérstaklega er „hlýjan” (sem notuð er sem einangrun) lélegt húsnæði en plast er f gluggunum og séstillaútum þá. Enginn samkomusalur er á upptökuheimilinu. Mér býður I grun, að of mikil ábyrgö hvili þungt á herðum forstöð- umannsins þvi þarna þarf sér- lært fólk til. Brýn þörf er að hafa ofan af fyrir unglingunum á kvöldin til þess 'að þau þurfi ekki að leita annað meðanþau eruþarna. Til dæmis væri hægt að hafa kvik- myndasýningarog fræðslukvöld o.s.frv. Það er ósiður sumra foreldra að hýsa börn og unglinga sem þeir vita engin dehi á, spyrja þau jafnvel ekki að nafni. Upp- tökuheimiliðþarf aðhafa eftirlit með „sinum” unglingum á kvöldin en ekki láta þau flækjast um allt eftirlitslaus. Hvar eru unglingarnir á kvöldin? Veit starfslið stofnunarinnar hvert unglingarnir fara á kvöld- in eða i frlum eða hvort þau eru þannig á sig komin að það sé heppilegt fyrir þau að leita sér að skemmtunum á eigin spýtur i hvernig ástandi sem þau kunna að vera sálarlega. Astandið þarna þarf að bæta. Það kostar ef til vill peninga, en ég skora á þau stjórnvöld, sem þarnaeruað verki og um þessi mál fjalla, að kynna sér þessi mál án tafar og bæta Ur ástand- inu, þvf ,að snertir aha. (Bréfið er litillega stytt) hefur okkar" „Alþýðuflokkur brugðist vonum segir „reiður kjósandi R.S. hringdi og vildi kalla sig „Reiðan kjósanda”: „Það er ákaflega fróðlegt fyrir okkur fyrrverandi kjósendur Alþýðuflokksins að sjá brölt þessara manna nú eftir kosningar. Algjörlega hafa þeir brugðist vonum okkar. Þeir hafa engin úrræði fremur en hinir flokkarnir og þessir menn sem maður hélt að væru með lausnirnar á reiðum hönd- um, þeir sýnast nú vera jafnvel ver i stakk búnir til þess að leysa vandamálin heldur en þeir gömlu. Rósin þeirra er endan- lega fölnuð og aldrei mun ég asnast til að kjósa krata aftur. Frekar held ég mig við Sjálf- stæðisflokkinn, kjölfestuna. Eftir siðustu atburði hefur það nefnilega sannast óum- deilanlega að hann er sú kjöl- festa sem islensk stjórnmál byggja á. Til hans er alltaf leit- að þegar i nauðirnar rekur og þá bregst hann alltaf reiðubúinn við. Þess vegna hvet ég alla til þess að snúa sér af alefli til þess að stuðla að þvi að Sjálfstæðis- flokkurinn nái hreinum meiri- hluta og hvet þá sem létu blekkjast af áróðri krata nú, eins og ég reyndar gerði, til þess að styðja þennan sterkasta stjórnmálaflokk landsins i reynd. Vera má að um hrið séu erfið- leikar með forystu á þeim bæ. En það eru vandamál sem allir flokkar eiga við að etja. Annað er blekking. Eftir að kratar brugðust, þessi ofdekruðu pabbabörn án úrræða, þá er ekkert eftir nema að vona að Sjálfstæðisflokknum auðnist að ná meirihluta. Vinn- um að heill þjóðarinnar með þvi að stórefla Sjálfstæðisflokkinn. Þar er stefnan og þar er mann- valið mest”. Lokað laugardaginn 5. ógúst Allor stœrstu bílosölur landsins hafa lokað laugardaginn 5. ógúst Bílasalar á höfuðborgarsvœðinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.