Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1978, Blaðsíða 4
Gallerí Suðurgata 7: „Miðstöð Brunchiskror hugsunar ó íslondi" Þaö er óhætt að segja að þaö sé gróska I starfi Galieri Suður- gata 7. A morgun verða hvorki meira né minna en tvær sýn- ingar opnaðar þar. A neðri hæð hússinsopnarArni Ingólfsson sina fyrstu einkasýn- ingu. Arni stundaði nám við myndlistarskólann og handiða- skólann i fjögur ár en er nú nemandi við Rijksakademi van Beelde Kunsten i Amsterdam. Arni hefur unnið með alls kyns efni en að undanförnu hefur hann lagt áherslu á ljósmynd sem miðil. Sýning Arna er tvi- skipt. Annars vegar saman- stendur hún af sjálfstæðum myndverkum sem hafa vissan samhljóm, en hins vegar af sjálfstæðu myndverki og hlut. Erlendur listamaður, Stephan Kukowsky að nafni er á efri hæðinni. Sýning Kukowsky er einnig tviskipt. Hann sýnir nokkurs konar þrividdarljóð og svo hefur hann komið fyrir i einu herbergi Gallerisins „mið- stöð Bruchiskra hugsana á Is- landi.” Stephan Kukowsky er búsett- ur i Oxford þar sem hann starf- rækir „Bureau og fotleian res- aerch” og gefur út ritið „Bone”. Hann var auk Adam Czar- novsky meðstjórnandi „Blitzin- formation.” Þá var Kukowsky einnig einn af stofnendum „The Brunch museum” ásamt George Brecht. Brunch- safnið er stofnað i kringum hinn merka visinda- mann og hugsuð W.E. Brunch (1889-1974) en tilgangur safnsins er sá að safna og varðveita þau gögn og þá gripi, sem varpað geta frekari ljósi á hið merki- lega starf, sem hann leysti af hendi á langri ævi. Sýningarnar verða opnar laugardaginn kl. 16 og lýkur þeim sunnudaginn 20. ágúst. Galleriið er opið daglega frá kl. 16-22. —ÞJH Tjöld, svefnpokar, tjalddýnur, vindsœngur og annar viðleguútbúnaður í miklu úrvali Póstsendum. TémíTUnDflHÚSIB HF lauoauecil lUVReMtjautt: &S1961 Hér sjáum við Ingveldi við sin daglegu störf i Iðnaöarbankanum I Hafnarfirði Kvœðasöngur og þjóðlög Norrœna húsið i kvöld 1 kvöld klukkan 9 hefjast 4. tónleikarnir sem Féiag islenskra einsöngvara gengst fyrir. Tón- leikarnir verða i Norræna húsinu og þar koma fram 3 söngvarar þau Ingveldur Hjaltesteö, Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Ólafur Magnússon frá Mosfelli. „Ég kem til með að syngja þarna verk eftir Sigvalda Kaldalóns. Emil Thoroddsen og Sigfús Einarsson.” sagði Ingveld- ur Hjaltesteð er haft var tal af henni. Aðspurð sagði hún að i Félagi einsöngvara væru um 45 einstaklingar, sem hefðu komið fram á tónleikum félagsins eftir þvi sem timi ynnist til. Þessir tónleikar væru þeir fyrstu i sum- ar, en margir af félögunum væru ekki i bænum i sumar. A tónleikunum verða þeir Njáll Sigurðsson og Magnús Jóhanns- son með kvæðasöng. Undirleik annast þær Jónina Gisladóttir og Málfriður Konráðsdóttir A dagskrá eru aðallega islensk þjóðlög og kvæðalög, en einnig verða flutt sönglög eftir islenska höfunda. Tónleikarnir munu einkum vera hugsaðir fyrir ferðafólk. —BA Manuela Wiesler Leikur einleiks- verk á flautu Enn einn tónlistarviöburðurinn verður i Skáiholti þessa helgi. Manuela Wiesler flautuleikari heldur þar tónleika bæði laugar- dag, sunnudag og mánudag kl. 15. Á efnisskránni eru verk eftir G.PH. Telemann, P. Kont, J.S. Bach og A. Jolivet. Enn sem fyrr eru þau verk er Manuela hefur á takteinunum hvort heldur frá 17. eða tuttugustu öld. Tónleikarnir hefjast á Fantasiu i A moll eftir Telemann og söngv- um úr fangelsi eftir Kont. Þá flyt- ur Manuela partitiu i a moll BWV 1013 eftir Bach og þriskipt verk eftir Jolivet er nefnist Meinlæti. Fyrsti kafli verksins heitir: „Svo leyndardómurinn megi vara sig verðum við að fara hljoð i gegn- um þögnina”, annar hlutinn heitir „Efnið hið þrefalda djúp stjarna, öreinda og kynslóða”, og þriðji hlutinn heitir „Ó kona sem veist ekki að þú barst i þér heiminn.” Flaututónleikunum lýkur svo á fantasiu i d moll eftir Telemann. ÞJH Leilcsýning inn- an um myndir Hér sjáum við hópinn sem hyggst sýna kunnáttu slna á mynd- listarsýningunni á sunnudag. „Valhoppaðu í Víðihlíð „Við töldum nauðsynlegt að þátttakendur á þessu leiklistar- námskeiði heföu eitthvað ákveðiö að stefna að og afréðum þvi að efna til þessarar sýning- ar.” sagði Arni Pétur Guðjóns- son sem haldið hefur leiklistar- námskeið þessa viku fyrir 16 einstaklinga. Gallcriið á Suður- götu 7 stendur fyrir þessu nám- skeiði en fékk Arna Pétur til að leiðbeina fólkinu, en hann starf- ar með leikhópnum Kröku i Kaupmannahöfn. Sýningin verður á Kjarvals- stöðum á sunnudaginn klukkan 4 og fer fram i sal þar sem myndlistarsýning stendur yfir. Það eru þeir Friðrik Þór Frið- riksson og Steingrimur Eyfjörð Kristmundsson sem þar sýna. „Sýningin er unnin út frá þeim áhrifum sem myndirnar hafa haft á okkur.” sagði Árni sem kvað þátttakendur i náms- skeiðinu vera frá Hólmavik, Borgarnesi og Reykjavik. Sýningin mun taka um eina klukkustund og notaðir verða 'eikbúningar og ýmis tækni - sýnd.Leiktjöld verða hins vegar enginn og Arni Pétur sagði að sýningin væri mjög óformleg. Leiklistarnámsskeiðið hófst siðastliðinn mánudag og lýkur með sýningunni á sunnudag. Þátttakendur eru á öllum aldri og eru þeir yngstu 14 ára. Arni Pétur hélt leiklistar- námsskeið i desember siðast- liðnum og munu nokkrir af þátt- takendunum þá hafa sótt nám- skeiðið i þessari viku. A Þorláksmessu héldu þeir sem sóttu það námsskeið heljar- mikla uppákomu i Austurstræti. Sagðist Arni helst hefði viljað halda aðrar slika útisýningu. Veðrið væri hins vegar svo erfitt að treysta á og rigning gæti al- veg eyðiíagt slika sýningu. Það hefði þvi verið ákveðið að halda hana inni að þessu sinni. —BA. — Dansleikir i Víðihlíð í Skagafirði Deildarbungubræður hafa ferðast viöa um landið i sumar og láta siður en svo deigann siga nú um versiunarmannahelgina. Þeir hafa viðdvöl i Víðihllð i Skagafirði bæði föstudag og laugardag og leika bæði kvöldin fyrir dansi. Deildarbungu- bræðrum til aðstoðar á dans- leikjunum er Tröllabakkatrió sem sér um eldri dansa músikk-' ina. Þetta er i fyrsta skipti sem trióið kemur fram með Deildar- bungubræðrum og ef að likum lætur mun þetta ekki verða i sið- asta sinn. Við Viðihlið verða tjaldstæði og söluskáli er þar rétt hjá. Axel Einarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar sagði okkur að þeir væru bara ánægðir með aðsóknina að dansleikjunum sem þeir hefðu leikið á. Það væri alltaf þrumustuð. „Við ætlum að halda áfram að ferðast um landið og svo er i bigerð hjá okkur að taka upp plötu, jafnvel með Tröllabakka- trióinu.” ÞJH Deildarbungubræður: Axel Einarsson, Agúst Ragnarsson, Ólafur Kolbeinsson og Jón Ragnarsson. Kjarvalsstaðir sunnudag:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.