Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 2
2 Bein f/nci fii OSafs Jóhannessonar á ritstjórn Visis Fyrri hluti svara ráðherrans birtíst í Vísi í gœr Hér kentur sfðari hlutinn. Laueardacur 7. október 1978 Skuldabagginn nrnmi en hjá Norðmönnum og Dönum „Sannleikurinn ser sá aö okkar skuldabyröar eru miklu minni en bæöi Norömanna og Dana. Þrátt fyrir þaö eru erlendar skuldir okkar alit of háar og ekki rétt- mætt aö viö berum okkur saman viö þessar þjóöir”, sagöi Ólafur Jóhannesson þegar hann var inntur eftir erlendum skuldum okkar Islendinga. „Útflutningsatvinnuvegir okk- ar eru miklu einhæfari en þeirra, og okkur þvi hættulegra aö skulda mikiö. Viö þyrftum ekki annaö en aö athuga hvaö gerðist ef yrði 40% verðfall á sjávarafurðum erlendis”, sagöi ráðherra. Hann taldi þaö of mikla bjart- sýni að hægt yrði aö stööva aukn- ingu á skuldasöfnun erlendis, en sagöi að rikisstjórnin heföi hug á aö gera ráðstafanir til aö koma i vegfyrir aö stofnaö yrði til fleiri erlendra skulda. VARNARSAMNINGURINN FRÁ 1951: Þeir sem stóðu oð honum hefðu veríð sýknaðir í Hœstaréttí- ' „Lögvisir menn hafa sagt mér aö varnarsamningurinn frá 1951 hafi veriö brot á tveimur grein- um, annars vegar 21. grein stjórnarskráinnar og hins vegar þeirri sem fjallar um þinglausnir eöa þingslit. Er þaö rétt aö viöur- lög viö broti á þessum greinum sé allt aö 6 ára fangelsisvist?”, spuröi Haiidór Þorkelsson, Reykjavlk. „Hvaö viökemur 21. grein stjórnarskrárinnar þá er þaö rétt, aö varnarsamningurinn var gerö- ur án þess aö hafa áöur veriö lagöur fyrir Alþingi,” svaraöi Ólafur. „Hann var hins vegar siöar lagöur fyrir Alþingi og sam- þykktur og þar meö hafa þeir sem aö honum stóöu, ef þurft hefur á að halda, fengið synsakvittun”. Halldór spurði forsætisráö- herra þá hvort þessir menn heföu sem sagt gengið lausir i 5 mánuði sem ótindir afbrotamenn. „Ég held aö það sem þú segir um refsinguna sé ekki alveg ná- kvæmt”, sajði Olafur, sem spurði Halldór hvort hann heföi landráö i huga. „Já, ég á við það. Hvaö ef málið hefði veriö kært til dómsmála- ráöuneytisins og gengiö til Hæstaréttar?”, spuröi Halldór. „Þeir heföu verið sýknaöir, vegna þess aö Alþingi samþykkti þetta,” svaraöi forsætisráöherra. Halldór vakti athygli á þvi að varnarsamningurinn heföi verið lagöur fyrir deildirnar, en ekki fyrir sameinað þing. Þess vegna heföi ekki verið hægt að fara meö hann fyrir utanrikismálanefnd. „Það er rétt að sett voru lög samkvæmt varnarsamningnum um réttarstöðu liösins. Þau uröu eins og önnur lög aö ganga i gegnum báöar deildir þingsins,” svaraöi forsætisráöherra. „Forsœtisráðherra oft hálfgert núll „Þaö á ekki aö verða nein breyting á álagningaraðferöinni i sambandi viö viöbótarskattinn”, sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra, er Hulda Björnsdóttir innti hann eftir þvi hvort einstæöir foreldrar yröu áfram skattlagöir eins og hjón. Hulda sagöi, aö þegar gerðar heföu verið breytingar á skatt- lagningu heföi alltaf gleymst að búa svo um hnútana aö einstæöir foreldrar væru skattlagöir sem hjón en ekki sem einstaklingar. Hún spuröi Ólaf ennfremur aö þvi, hvort hann hyggðist beita sér fyrir þvi, aö grunnur meölags og barnalifeyris yröi hækkaöur i samræmi viö könnun þá sem Hagstofan geröi fyrir nokkrum árum. „Ég hef ekki hugleitt þetta mál sérstaklega. Ég veit að viö höfum góðan félagsmálaráöherra og að hann mun athuga þetta mál mjög nákvæmlega”. Hulda vakti athygli á þvi aö þaö heföi gengiö mjög erfiðlega aö fá fyrrverandi forsætisráöherra til að leiðrétta þetta. „Þetta heyrir nú ekki undir for- sætisráðherra”, sagði Ólafur en Hulda svaraöi þvi til aö hann væri væntanlega ekki alveg áhrifa- laus. „Ja, hann er nú oft hálfgert núll”, svaraöi ólafur þá —BA— Hlutur sjómanna ekki óeðlilegur „Ég tel ekki aö laun sjómanna séu óeölilega há, eöa aö þeir hafi boriö of mikiö úr býtum á undan- förnum árum”, var svar forsætis- ráöherra viö fyrirspurn Arna Bjarnarsonar frá Akureyri um laun sjómanna. „Þaö sem sjómenn beraúr být- um er misjafnt eftir þvi hvaða veiöar þeir stunda og á hvernig skipum þeir eru,en ég er ekki þeirrar skoðunar aö þeirhafi bor- iö óeölilega mikiö úr býtum mið- aö viö aðrar stéttir I þjóöfélag- inu.” — Er þessi nýja ákvöröun um fiskverö þá i samræmi viö launa- jöfnunarstefnuna? „Já, þaö má sjálfsagt segja þaö. Hins vegar var einnig tekiö tillit til þess að þau atvinnufyrir- tæki sem hérerum aö ræöa, töldu sig alls ekki geta greitt hærra verö, — raunar töldu þau sig ekki geta greitt svo hátt verö sem var ákveðiö. Þeir féllust þó á þaö aö greiöa þessa 5% meöalhækkun. Ég tel þaö hófsamlega ákvörð- un.” — Þar sem laun sjómanna eru beint ákvöröuö af fiskverðinu, finnst þér þá ekki kominn timi til aö endurskoöa grundvöllinn fyrir launum sjómanna? „Nú má ekki miöa bara viö siö- asta timabil, heldur getur þurft að fara lengra aftur i timann til þess að fá réttan samanburð.” — Gerir ráðherra ráö fyrir sjó- mannaverkfalli á næstunni? „Ég vona aö svo veröi ekki. Ég vona aö þeir sætti sig viö þetta,” sagöi Ólafur. „Hvar vœri landbónaðurinn án Framsóknarflokksins?" „Hvernig stendur á þvi aö vandi landbúnaöarins er eins mikill og hann er núna, þegar framsóknarmenn hafa fariö meö landbúnaöarmálin f sjö ár?” spuröi Jón Ólafur ísberg, Blöndu- ósi. „Mér finnst nú eiginlega aö þú ættir að spyrja ööruvisi”, sagöi Ólafur, þ.e. „hvernig heldur þú að vandi landbúnaöarins væri nú ef framsóknarmenn heföu EKKI fariö meömálefni hans siöastliðin sjö ár. Þá væri ljótt ástand- ið.Núna fengum viö til dæmis i gegn i þessum stjórnarmynd- unarsamningum jöfnunargjaldið, sem var lagt á sauöfjárafurðir i vor, og það verður greitt úr rikis- sjóöi”. Jón spurði einnig hvort rikis- stjórnin ætlaði aö ganga af is- lenskum iönfyrirtækjum dauðum með hinni nýju skattlagningu. „Nei, þaö er nú ekki ætlunin,” svaraði ráðherra. „Viö ætlum þvert á móti að lyfta undir iön- aðinn. Nýlega var skipuö iön- þróunarnefnd sem á einmitt aö sinna þeim málum. Ennfremur er nú rætt um aö bæta samkeppnis- aðstöðu islensks iðnaöar meö ýmsum hætti, meöal annars meö frestun á niöurfellingu tolla”. Stjórnin hef- ur ekki tekið afstöðu til staðgreiðslu ,,Ég get eiginlega, ekki svaraö þvi, hvort viö komum til meö aö staögreiöa skatta á næsta ári. Þaö var búið aö ákveöa aö stefna að þvi, en f þessari rikisstjórn er ekki búiö aö taka afstööu til þess” sagði Ólafur Jóhannesson forsæt- isráöherra i svari við spurningu frá Bjarna Sveinbjörnssyni i Reykjavik. „Það er ekki búið að ræöa þannig um þessi mál aö fyrir liggi ákvörðun,” sagöi hann. Ólafur kvaðst álita aö staö- greiöslukerfi skatta væri hinum almenna launþega til hagsbóta. Kvaðst hann sjálfur vera þvi fylgjandi að komiö yröi á staö- greiðslu skatta. Ólafur sagöi aö búast mætti við að eitthvaö drægist aö koma stað- greiðslunni á, jafnvel þótt niður- staðan yrði sú aö taka bæri hana upp. • • Olgerðarefnin: Iskyggi- leg þróun „Hvaöa augum litur þú aö verslun meö hvers konar tæki til vfn- og ölgeröar hefur færst mjög f vöxt hér á landi, svo og efni til framleiðslu?”, spuröi Snælaugur Stefánsson frá Akureyri. „Þaö er heldur iskyggilegt aö mlnum dómi. Og þess vegna er nú m.a. veriö að athuga þessi mál núna að taka þessi efni út af frl- lista. Ég veit hins vegar ekki hver veröur niöurstaöan. Þaö er þó óhætt aö segja aö þetta er eitt af þeim viðfangsefnum sem ákaf- lega erfitt er aö ná til meö boöum og bönnum,” sagði ólafur Jó- hannesson. Er ólafur var að þvi spurður hvort hann teldi að mál af þessu tagi þyrfti aö leggja fyrir Alþingi eöa hvort ráðuneytið gæti tekið ákvöröun um máliö, sagöist hann telja, aö ráðuneytiö gæti tekið efnin af frilista. Ef hins vegar ætti aö fela áfengisversluninni sölu á þessu eins og áður heföi veriö, þá þyrfti til að koma lagasetning. Ríkissljómin fjallaði um dýrasofns* mólið „Við tókum þetta fyrir I rlkis- stjórn og um þaö var fjallað. Nið- urstaöan var sú, aö þaö væri ekki hægt að gera annað en aö láta þetta ganga sina leiö”, sagöi Ólafur Jóhannesson, þegar Kristján Jósepsson, sem varmeö dýrasafniö I Breiðfirðingabúö, spuröi hann álits á aðgerðum lög- reglu við inngöngu I Breiöfirð- ingabúð. „Ég hef gaman af aö minnast á þetta áhugamál mitt, sem ég hef barist fyrir þessi ár og er nú allt þurrkaö út”, sagöi Kristján. „Mér til mikils ama”, sagöi forsætisráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.