Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 27
vtsm
Laugardagur 7. október 1978
27
úr varð þrumugott mark. Mjög
sannfærandi leikmaður ,
Bergur.
Ekki hafði leikurinn staðið i
meira en hálfa minútu eftir
þetta þegar ofboðslegri sóknar-
lotu Visis lauk með þvi að
annað markið varð staðreynd.
Við það urðu Visismenn svo
hissa að Rarek-menn jöfnuðu
fyrirhafnarlaust á þrem
minútum.
Nú upphófst nokkuð drunga-
legur kafli. Rafveitumenn sáust
á tali við dómarann og er haft
eftir áreiðanlegum heimildum
að þeir hafi hótað að loka fyrir
rafmagnið heima hjá honum, ef
hann héldi ekki Visisliðinu i
skef jum.
Það sem á eftir fór rennir
stoðum undir þessa fullyrðingu
þvi Rarek-menn skoruðu
snarlega. Sigurður Svavarsson,
fyrirliði, hljóp nokkra hringi i
kringum Visisliðið, með boltann
og gaf svo til Bjarna Halldórs-
sonar sem skoraði af þeirra
eigin vallarhelmingi.
Við það kom hreyfing á
vikingablóð Visismanna og við
geysiharðan árekstur milli eins
okkar og eins þeirra, lá þeirra
maður eftir á jörðinni.
„HANN HREYFÐI SIG,”
öskraði framkvæmdastjóri vor,
„SPARKIÐI IANN AFTUR”.
Visisliðið hóf nú ógurlega
sókn sem stóð sleitulaust það
sem eftir var af leiktimanum. A
þeim tima skoruðum við ekkert
mark, en Rarek ekki nema
fjögur. Var auðséð að þeim var
brugðið i leikslok og að þeir
urðu hvildinni fegnir.
Besti maðurinn i Visisliðinu
var Davið Guðmundsson, sem
kom einusinni við boltann —með
vinstri hendi.
Næst lá fyrir að afgreiða
Kristján Ó. Skagfjörð. Það var
auðséð að þeir höfðu heyrt um
afrek okkar, þvi þeir mættu fölir
og beygðir til leiks.
Dómarinn hafði enda varla
tima til að flauta áður en Visis-
liðið var búið að skora fyrsta
markið með mjög sannfærandi
þrumuskoti, sem rauf
aðskiljanlega múra.
Elias Guðmundsson (Skag-
fjörð) er leikmaður sem á
greinilega heima i Visisliðinu.
Þrátt fyrir hetjulegar tilraunir
Óskars Magnússonar til að
stöðva hann (ef annað dugar
ekki gripur Óskar i menn og
heldur fast) tókst Eliasi að
brjótast i gegnum Visisvörnina
(sem var raunar enn á miðju)
og skora, sannfærandi þrumu-
skoti. 1-1.
Eirikur Jónsson, gullskalli
okkar á Visi, var hérumbil
búinn að ná öðru marki okkar,
þegar hann datt um Skúla
Jóhannsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Visis, sem var að
haltra útaf vellinum.
Þegar Elias fór aftur af stað
fyrir Skagfjörð, var Skúli hins-
vegar kominn útaf og Elias
skoraði mjög glæsilega. 2-1 fyrir
Skagfjörð. Og Skúli var ekki
kominn inná aftur þegar Elias
fór enn einusinni af stað, 3-1
fyrir Skagfjörð.
Nú hljóp berserksgangur
mikill á Visisliðið og það barðist
ógurlegri hetjubaráttu meðan
Skagfjörð skoruðu næstu tvö
mörk. Var auðséð að Skag-
fjörðsmenn langaði mest til að
gefa leikinn, svo vonlaus fannst
þeim aðstaða sin.
Og sigurinn blasti við þegar
Óskar hetja okkar Magnússon
fékk boltann langt frá öllum
Skagfjörðsmönnum. Óskar er
mjög sannfærandi leikmaður og
brunaði upp að óvinamarkinu.
Hann lék á Davið, Palla,
Markús og tvo aðra úr Visis-
liðinu og skoraði svo dúndrandi
mark. Markmaöur Skagfjörös
kom þar engum vörnum við og
markið var þvi staðreynd.
Þvi miður flautaði dómarinn
rétt i þessu og missti Visir þvi af
sigri sem að öðrum kosti hefði
verið örugglega i sannfærandi
höfn.
Við þökkum mótherjum okkar
konunglega skemmtun. —ÓT.
Bergur sýnir geysileg tilþrif við VisismarkiO,
Arsenal markmaðurinn fylgist óttasleginn með.
Eirikur gullskalli i aksjón.
Davið notar „olnbogatrikkið” til að hirða boltann
af landsliðsmanninum.
Leynivopn Visisliðsins: framkvæmdastjórinn
dreifir huga andstæðinganna.
Guðjón geysist fram með boltann, Mjög
sannfærandi leikmaður, Guðjón.
Eftir Óla Tynes - Myndir: Þórir Guðmundsson og ÓT
í dag kl. 16:00
skemmtir trúðurinn
ARMAND MIEHE
og flokkur hans,
börnum á öllum aldri
NORRÆNA
HÚSIÐ
>
Kynning ó skútastarfi í Smáíbúða-
Bústaða- og Fossvogshverfi:
7. og 8. október kl. 14.00-18.00. í Skáta-
heimilinu við Mosgerði og að Hólmgarði
34 (uppi).
Allir velkomnir. Innritun fer fram á sama
tima.
Ársgjöld: 9-11 ára kr. 2000. 11 ára og eldri
kr. 3000.-
SKÁTAFÉLAGIÐ GARÐBtJAR
STAÐARBORG VIÐ MOSGERÐI
SÍMI 34424.
I
dJ
-r
uu
NYIR SEÐLAR I UTVEGSPILIÐ
>
FAST UM LAND ALLT, AUKIÐ
PENINGAVELTUNA í
SPILINU, ÞAÐ GERIR ÞAÐ
MEIRA SPENNANDI
mmm
SPILABORG HF Laugaveg 18 a. Simi 29697.