Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 14
3ss^«sssS»SEsfls Ga‘uwní enn ''■oHl cvetttV V' Skrttíi4r®’ •SSPs&S&S'1* ilsemno^ t®t sér 15Sfe*2í3SsSsksís» b®V'LrkGjrM\ ,.lh l Glstason ^® tráW ^úandirotti.*1 nton. t *c\ ai Dodda . ve^rpta\lwib*í‘a&SP ^ 1 ?W* Sta» ^______________ att* Vmótaö han” tega .— Laugardagur 7. október 1978 VÍSIK At Dodda. „Ég var vel uppalinn viö Laugaveg, hús niimer fjögur. Húsiðheitir Snússa. Þaö þýðir að fá sér i nefið. Ég veit ekki af hverju það heitir þessu nafni. En kannski feneu menn sér i nefið á meðan þeir voru að byggja það. I gömlu timburhúsi við Bergstaða- stræti sjö, bjuggu svo amma min og móðurbróöir minn, Þórður Magnússon. Doddi. Þar átti ég annað heimili og það stækkaði veröldina verulega.” „Doddi var óstjórnlegur grúsk- ari og fjölgáfaöur. En hann dreifði sér svo mikið, og þaö er eins meö flesta þá sem það gera, aö þeir ná ekki súper árangri i neinni grein. Hann átti mikiö af bókum, ekki sist myndlistarbæk- ur, sem var óvenjulegt þá. Ég lá yfir þessum bókum, og þar gat ég skoðaöheimslistina. Ég á nokkuö af þessum bókum núna. „Doddi pældi i æðri greinum. Stærðfræði, myndlist, bókmennt- um, jarðfræði og stjörnufræði og hann var mjög góður teiknari. Það er skemmtilegt, aö i kringum nitján hundruð og tiu, þegar Þór- bergur var að skoða Sirius út um gluggann i Bergshúsi, var Doddi við nákvæmlega sömu iöju tveimur húsum fjær, og hvorugur vissi af hinum. Ég sagði Þórbergi siöar frá þessu.” „Doddi var eins og Þórbergur — fór mikið i gönguferðir. Ég fór þá gjarnan með honum. Hann þekkti Reykjavik mjög vel og fór oft eftir gömlum og skritnum leiðum. Hann sagöi mér frá hús- unum og benti á ýmis smáatriði. Og hann sagði frá körlum og kerl- ingum i þessum húsum.” „Einu sinni stofnuöum við fél- ag. Ég, pabbi og Doddi. Félagið var starfrækt á sunnudags- morgnum, — til að auka matar- lystina. Við skipulögðum ferðir um bæinn og tókum fyrir eitthvað ákveðið f hvert skipti. Og svo var lagt af stað klukkan niu. Ég átti hugmyndina að nafni félagsins: Félag íslenskra fótgönguliða.” Heysatan a trapisunm „Bak við húsið hjá Dodda var litill túnblettur, eins og trapisa i laginu. Ég haföi það embætti að slá þennan blett, — tvisvar, þrisv- ar á sumri. Auk þess sem ég bar inn kol og gerði fleira. Einu sinni sló ég svo blettinn og rakaði sam- an heyinu i eina sátu. „Þegar ég hafði lokið verkinu og var um þaö bil að fara, kom Doddi hlaupandi og kallaði: „Veistu hvað þú hefur gert? Veistu hvað þú hefur gert? Ég vissi ekki hvern andskotann ég hafði gert af mér i þetta skiptið, því maöur var alltaf eitthvað aö gera af sér. En það stóð ekki á skýringunni hjá Dodda: „Þú hef- ur sett heysátuna nákvæmlega á þungamiðju trapisunnar ”! ” Svona var hann.” „t annað skipti kom ég að hon- um þar sem hann sat við hnattlik- an og lék sér að reikningsdæmi. Þá var hann að reikna út hve langur skuggi eins meters langr- ar stangar væri á þessum tima á þessum degi á tilteknum stööum á jörðunni. I Equador á miðbaug, klukkan tólf á hádegi, var skugg- inn enginn!” Þetta er lifshumorinn' „A gönguferðunum skýrði hann ýmislegt út fyrir mér. Svo sem grundvallaratriði i afstæðiskenn- ingunni. Einu sinni likti hann mannlifinu við bát. Niðri i bátn- um er fólk, sem aldrei sér qpp fýrir borðstokkinn. Ofar i bátnum sitja menn sem sjá út fyrir borð- stokkinn og enn aðrir eru uppi i mastrinu. Það eru þeir sem sjá vitt og breitt.” „Eitt sinn, — allt i einu — varð trapisan bak við húsið við Berg- staðastræti þakin fiflum og hel- vitis illgresi. Þetta varð til þess að ég kallaði húsið Fiflastaði. Doddi breytti þvi svo i Fifilstaði. Þegar hann svo siðar var lagður inn á Vifilstaði, kölluöum við þann stað auðvitað aldrei annaö en Fifilstaöi. Finnst þér þetta merkilegt? Ég gerði mér ekki al- mennilega grein fyrir þvi sjálfur. En þetta er sko flipp. Svona gát- um við flippaö. Þetta er lika lifs- húmorinn.” „Hann kenndi mér að hugsa'.’ Þórður Magnússon — Doddi. Teikning sem Gylfi gerði ’6S eftir gamalli Ijósmynd og minni. „Ekki nógu góð mynd”, segir hann. „Gerð áður en ég þjálfaði mig sem teiknara” „Doddi var afskaplega smár. Með allra smæstu mönnum og innan við fjörutiu kiltí að þyngd. Hann var astmasjúklingur og var einusinni lagður inn á Landakot. Nunnunum fannst það broslegt hversu létur hann var þessi mað- ur, ekki einu sinni fjörutiu kiló. Doddi varð var við að þær voru að flissa og sagöi: „Ég er holur að innan”. „Hann fékk slag. A Þorláks- messu ’63. Mamma kom til hans og sá að eitthvað alvarlegt var á seyði. Doddi virtist rænulaus og hún hringdi á sjúkrabíl. Hann var ógurlega máttlaus og þegar verið var að styðja hann út, slefaði hann nið- ur á bringuna. Og verður þá aö orði: „Hann slefar um leið og hann brosir.” Og það á ákýringu. Þetta ertilvitnun úr kvæði. Grim- ur Thomsen orti um Goðmund á Glæsivöllum: „Fránar eru sjónir —- og fölur er hans hlýr — feykn- stafir svigna i brosi.” Sigurður Z snériþessu upp á Jónas frá Hriflu og sagði: „Sljóar erusjónir — og slapandi hans hlýr — hann slefar um leiö og hann brosir.” „En svona var gamansemin á háu stigihjáDodda.Hann gat enn gert grin að sjálfum sér i miðju hjartakasti „Doddi opnaði fyrir mér bók- menntir og hannopnaði fyrir mér umhverfið i kringum mig. Hannn kenndi mér að hugsa.” Meö brilliantin og greitl í piku Gylfi Gislason húsasmiður var ekkertöðru visi en gerist og geng- ur. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan tuttugu minútur yfir 7. Var kvæntur, fimm barna faðir og ók um á Volkswagen. A þeim tima voru allir borgaralega klæddir. Hann lika. Þetta var á brilljanti'nárunum. Gylfi notaði brilljantin og greiddi i piku. Reyndar eru aðeins fimm ár sið- an hann átti siðast bil. Gylfi Gislason myndlistarmað- ur er næturhrafn. Hann þarf ekk- ert frekar að fara á fætur á morgnana og hann vinnur best um kvöld og nætur. Hann gengur eða fer ferða sinna með strætis- vagni, og hann snæðir þar sem hentar best hverju sinni. Matar- gerð fer hreint ekki fram i risinu. Hér verða þvi engar lýsingar á gómsætum réttum sem á borö voru bornir. Mér var fært blá- vatn þegar langt varliðið á spjall. Og eingöngu vegna þess að ég bað um það. Þegar Jens ljósmyndari kom til þess að taka myndir, urð- um við aö skiptast á aö drekka blávatnið úr sama málinu. „Ég nenni ekki að vaska upp”, sagði húsráðandi. Hvað gerist? Af hverju verður snögglega svona róttæk breyting álifi Gylfa Gislasonar? Árið 1971 virðist marka þáttaskil. Fyrsta sýningin er sett upp i SOM og allt i einu fer hjólið að snúast. Þankinn sa sami” „Þegar ég fór loksins af staö, fóru hlutirnir að gerast svo hratt. „Þegar ég fór loksins af stað, fóru hlutirnir að gerast svo hratt.” „Þankinn var alltaf sá sami”. „Peningar eru góðir, sérstak- lega þegar mann vantar þá!” „Helviti skitt þegar ekkert er skrifað um sýningu eftir sýn- ingu”. Yiðtol: Eddo Andfésdóttir Ljósmyndif: Jens Álexondefsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.