Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 16
Laugardagur 7. október 1978 vtsm 16 legri áður fyrr. Þá var miklu meira við að vera.” Fyrsta borgarkynslóóin — Þykir þér vænt um Reykja- vik? „Vissulega þykir mér það. Það liggur i hlutarins eðli. Ég held að flestum þyki vænt um sina borg. En Reykjavik er allt önnur borg en hún var. Það fer ekkert á milli mála. Sjáðu, — min kynslóð er sú fyrsta san er borgarkynslóð. Ég er enn i barnaskóla þegar bænum er breytt i borg. Nú nær Reykja- vik yfir svæði sem dugir fyrir átta hundruð þúsund manns er- lendis. Við getum nefnt Dussel- dorf, Köln, og fleiri sem dæmi.” — Af hverju þessi áhugi á hús- um? misnotuð svo hræðilega. En ís- lendingar eru steinsteypuber- serkir.” „Ég veit ekki hvort ég á aðfara aðskammaarkitektana. Égstillti mig svo vendilega um að segja hnýfilyrði um þá i sjónvarpinu i Reykjavikurþættinum i vor. En mér finnst að arkitektar verði að bera samábyrgð. Þó hér séu hundrað eða hundrað og tuttugu arkitektar starfandi að ýmsum verkefnum, þá verða þeir að finna til samábyrgðar þegar ljóst er að það er verið að gera slæma hluti i skipulagi eða aðeins einu húsi.” „Það er ekki til nokkur and- skotans tradisjón i byggingum hér á landi. Litum bara til næstu þjóðar, Færeyja. Færeyingar byggja sin hús af hefð. Nei, ég hrifst hreint ekki af nýju hverfún- um hér.” „Annars hef ég enga patent lausn á þvi hvernig nákvæmlega viðeigum aðbyggjahús. En éger með ýmsar hugmyndir um hús handa sjálfum mér.” Og mynd- listarmaðurinnerfarinnað rissa. Kikjandi út um gluggann sinn á Hallgrimskirkju. „Ég vildi nota steypumótin úr kúplinum ofan á kór Hall- grimskirkju. Mig langar til að fá mótin og byggja úr þeim hús. En ég veit bara ekki hvort þeir eru búnir að eyðileggja mót- in. Sjáðu. Svona sér maður hlut- ina fyrir sér Finnst þér það flöskulaga? Ja, — það færi mér ekkert illa að búa i flösku!” „Annars hefði ég geysilega gaman af þvi að saga þakið á þessu húsi ofan af, koma þvi fyrir á jörðunni og tyrfa siðan þakið. Andskoti held ég það yrði glæsi- legt hús. Jú, ég gæti leikið mér að þvi að teikna hús. En hér er þetta allt saman háð leyfum. Það er misjafnlega strangt i löndum. Það er nokkuð strangt hjá okkur. Þetta er spurning um próf.” Enginn valdaaðili kært sig um aö útvarpió yröi eiihvað. Við vindum okkur yfir i spjall um útvarp og sjónvarp. Það verð- ur ekki hjá þvi komist. Gylfi á þætti að baki á báðum stöðum og er með ótal hugmyndir um nýja. „Útvarpið hefur alltof mikið einkennst af einhverjum hjá- verkaiðjublæ. Og tæknilega er það sorglega illa útbúið. Mér hefur verið sagt að vélar sem þar eru notaðar og hafa verið i átján eða nitján ár, hafi upprunalega verið framleiddar með sjö ára notkun i huga. Og svo er það merkilegt að unnt skuli vera aö komast af með sjö stúdió, en það er að þakka skratti góðum tækni- mönnum. En útvarpiö hef- ur aldrei náð aö vera virki- lega prófessionalt. Þetta er hægt að skýra út, en ég vil aðeins fullyrða að á siðari áratugum, útvarpið er jú að verða fimmtugt, hefur enginn vaidaaðili sem hægt er að kalla þvi nafni kærtsig um að útvarpið yrði eitthvað. Rammpólitískir fulltrúar flokkanna skipa út- varpsráðog flokkarnir gefa út sin blöð. Meira að segja er núver- andi formaður ráðsins jafnframt aðalritstjóri eins þessara blaða. Útvarpsráð i núverandi mynd er forpokað fyrirbæri, en ef mönn- „islendingar eru alltaf að refsa sjálfum sér...” „Bara duló gæi....” „Hef prófað sitt af hverju”. um þykja þetta glannalegar full- yrðingar er ég tilbúinn að rök- styðja þær og setja fram fleiri um starfsemina yfirleitt. „Stofnun einsogútvarp verður að vera skapandi.Þar verður að búa til eitthvað sem er i tengslum við það sem er að gerast.” „Útþensla litasjónvarpsins varðmiklu meiri en búist var við. Helmingi fleiri tæki seldust en gert var ráðfyrir ifyrra. Af þessu fær sjónvarpið gffurlegar tekjur og aUir eru himinlifandi. Lita- sjónvarpið kemst fyrr um landið. Engum dettur i hug að taka eins og tuttugu, þrjátiu milljónir til þess að gera eitthvað gott i tæk- inu. Þetta er dæmigert þjóðarein- kenni á íslandi: Magn en ekki gæði.” ,Geri þaö sem mér finns best” ,, Já, ég hef áhuga á þjóömálum og efnahagsmálum. Ég hef lika mikinn pólitiskan áhuga. Ég er kominn af verkalýðsfjölskyldu og uppalinn i verkalýðsfélögum. Ég var I verkalýðsfélagi fram að þri- tugu, og slikt hlýtur að móta mann. En ég kys það sem mér þykir best i það skiptið. Við get- um sagt að ég geri það sem mér finnst best hverju sinni.” „Ég hef ekkert gert af heims- pólitiskum myndum. Það hefur kannski aðeins örlað á þvi. En ég hef miklu meira leikið mér að lókal pólitik okkar íslendinga.” — Ertu drabbari? „Stundum. Það er allt.til i mér. Ég haga mér geysilega mikið eftir kringumstæðum. En það er allt til i mér. Alls konar versjón- ir.” „Ég held ég sé búinn að upplifa andskoti margt. Margar varia- sjónir af lifinu. Ég hef kynnst mörgu sérkennilegu fólki. Samt er ég tiltölulega laus við að vera allragagn i þvi að kynnastfólki.” — Ertu gagnrýndur fyrir lifnaðarhætti? „Ég er yfirleitt respekteraður, en það kemur fyrir að ég fæ bak- slög. Ég tek þvi með þolinmæði. Stundum heyri ég ýmis konar sögur af mér, en fólk kemur ekki til mi'n og segir: „Hvernfjandann ert þú að gera?” „Vinnufélagar minir voru pinu- litiðhræddir við migfyrst. En nú koma þeir gjarnan og vilja tala við mig. Það tekur liklega nokkur ár að sætta sig við þetta. En manni eins og mér má ekki mis- takast. Ef mér mistekst, þá er ég algjör bömmer. „Húsaáhuginn kemur út frá húsasmiðinni. Húsasmiðin er tradisjón i familiunni. Ég er sá þriðji I rööinni — á eftir pabba og afa það lá þráðbeint við að fara i fagið. Hús eru mikil intressa hjá mér. Þau segja ákaflega mikið til um fólkið sem byggir þau. Verð- bólgan kemur til dæmis fram i húsunum. Siðar meir á fólk eftir að segja um mörg hús sem við byggjum i dag: Þetta eru verð- bólguhús. — Nei, ég nefni engin dæmi:” „Bylgjur i myndlist koma alltaf fram i húsagerð — á eftir. Ég er farinn að halda að lýriska abstraksjónin ætli aldrei að ná að komst i gegn.” „Jú, ég er með hugmyndir að margs konar húsum. Mér þætti spennandi að byggja t.d. ein- göngu úr tré, eða eingöngu úr grjóti eða mixa saman efnum sem eru spennandi. Ég er hrifinn af náttúrulegum efnum, dálitið grófum. Steinsteypan eroft form- uð eins ogplast. Hún getur verið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.