Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 17
vísm Laugardagur 7. október 1978 “ Tvær myndir af fyrstu sýningu Gylfa 71. „Skýra sig sjálfar” segir myndlistamaðurinn. Nií sýnir Gylfi myndir i matstofunni Laugavegi 42, og önnur hefst i Stúdentakjallaranum I þessum mánuöi stórt glas, en ég bað. fyrir alla muni bara um snafsglas. Þá komu vöblur á þjóninn. Það var ekkert glas til fyrir snafs, svo við sættumst á að nota rauðvinsglas. Og i það var hellt volgu brenni- vini.” „Ég labbaði svo til sætis og las blöðin. Fljótlega tók ég eftir þvi aö fólk fór að gefa mér gætur, en ég lét sem ekkert væri. Allt i einu kvað við skræk kvenmannsrödd, yfir sig hneyksluð: „Fer á böll til að lesa blöðin...!!!” „Þetta var hreinlega óhugsandi möguleiki á islenskum veitinga- stað. Ég hlaut að vera eitthvaö meira en litið skritinn. Bara duló gæi og abnormal hegðun.” — Ertu ánægður? „Ég er ekki óánægður. Ég er ánægður að vera ekki óánægð- ur! ” „Maöur hefur prófað sitt af hverju. Ég hef verið fjölskyldu- maður og sagt skilið við það. Ég hef verið vinnandi fyrir mér á öll- um tíma og lifað bæði góðæri og kreppu. 1967 gerðist það allt i einu að Islendingar stóðu uppi sem nánast gjaldþrota þjóð. Það ýtti við mér. Ég sá að maður var ekki eins öruggur með sig og ætla mátti. Þá varð ég atvinnulaus og fór út til Sviþjóðar og var næstum orðinn Svii. Ætliégkenndiekki nú á kvöldskóla þar og hefði það gott, — ætti Volvo!” „Frá ’71 hef ég séð mjög margt, kynnst mörgufólki og prófaðsitt- hvað. Reyndar svo margt, að ég hef stundum staðið agndofa þegar mér verður hugsað til þess.” ,,En ætli ég fari ekki að spekj- ast. Ég á orðiðauðveldara með að ráða við skapið. Ég er að verða balanseraðri. En skapið verður að vera fyrir hendi ef maður ætl- ar að vera kúnstner.” „Siðustu árin hef ég búið einn. Ég hef verið á flakki, aðallega i Danmörku og HoUandi og á góða kunningja á báðum stöðum. Ég er einn af þeim sem tollararnir elska. ,,Hvar sem ég fer yfir landamærieða hvar sem tollarar yfirleitt eru, er ég pikkaður út úr hópnum.” „Það eru ákveðnir hlutir sem mig langar aðgera. Mig langar til dæmis að fara að ferðast. Helst til Asiu. Ég held það væri gaman að sjá eitthvað gjörólikt. Fullkom- lega gjörólikt mannlif, sem geng- ur eftir allt öðrum lögmálum. Maður hefði gott af þvi.” —EA „Svona gátum við flippaö....” ,, islendingar eru aö refsa sjalfum sér/y „Lifsmunstrið er svo geysilega sterkmótað á Islandi, ogeinhlitt. Þaðer bannað að fara að ráði út úr þvi. Ég held að Islendingar séu mjög stifir meö þetta eins og reyndar margt annað. Kunningi minn kom einu sinni heim frá Amsterdam og sagði: „Islendingar eru alltaf að refsa sjálfumsérmeðallskonar boðum og bönnum.” Fyrir hvað? Það var honum hulin ráðgáta. En Islendingar eru að refsa sjálfum sér með öllum þessum lokuðu dyrum og öllum þessum óstjórn- lega stifu reglum.” „Og við höfum gleymt svo mörgum þáttum sem skipta veigamiklu máli. Við höfum tap- að okkur i velmegunarkasti og nú fer verðbólgan að sjást i borgar- myndinni, svo snar þáttur sem hún er. Þetta gerir mig enn sér- kennilegri i borgarlifinu. Ég þyki reyndar óstjórnlega skritinn fýr, maður! ” ,Dulo gæi' „Ég veitti mér þaö eitt sinn i verðlaun aö skreppa á bar og fámér snafs á meðan ég læsi dag- blöðin. Ég hafði lokið verkefni sem haföi tekið á annan sólar- hring. Þetta var klukkan ellefu á sunnudagskvöldi og ég lukkuleg- ur og sali. En barinn á Loftleiðum lokaði hálf tólf. Ég ákvað þvi að reyna að komast inn á annan veit- ingastað ólöglega. Það tókst og ég , með blöðin, fann rólegasta barinn i húsinu.” „Þar bað ég um einfaldan brennivin. Þjónninn mokaði is I ,,Eg er ekkert óánægö ur,„" 17 suimiidag Efni m.a. Bókmenntaky nning sunnuda gsblaðsins heldur áfram. í þetta skipti verða birtar tvær smásögur eftir Mark Twain og Aiex- ander L. Kieliand úr bókinni „tJr fórum fyrri tiðar”, sem Helgafell gefur út á næstunni. — Þarna rikir ein- hver heillandi blær, hræring þess, sem maður elskar og hins, sem maður hatar. je skrifar um fjör- una i Skerjafirðin- um. i sunnudagspistli skrifar Arni Berg- mann um sjónar- spil, — Mér ieiðast pólitiskar upp- hrópanir i ljóðum. Ég reyni heldur að leita orsaka. Helgarviðtalið er við finnsku skáld- konuna Gurli Lindén. Kvikmyndaskóli Þjóðviljans fjallar i þetta skipti um ljós og liti. Kompan skýrir m.a. frá Tinnu, sem er fimm ára og býr i blokk i Gautaborg i Svi- þjóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.