Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 15
VÍSIR Laugardagur 7. október 1978 15 ■9 PYki jórnlega tinn fýr" við Gylfo Gísloson ^ndlistormonn „Bylgjur I myndlist koma fram I húsagerö”. — Kolaofninn svertur fyrir veturinn. Með honum kyndir Gyifi. „Þaö er allt til i mér” Égvarekkert öðruvisi samsettur áöur. Þótt ég væri i allt annarri vinnu og i annars konar um- hverfi, þá var þankinn alltaf sá sami. En það er næstum ómögu- legt að útskýra hvað gerðist.” „Það er þó veigamikið atriði til að byr ja með að ég fer að ganga i myndlistarskóla. Áhuginn var fyrir hendi strax á meðan ég var krakki. Ég fór i kvöldskóla hjá Hring Jóhannessyni, veturinn ’65 eða ’66, um svipað leyti og Doddi dó. Siðan tvisvar f viku, næstu vetur i Asmundarsal og teiknaði módelá fullu. Égnáði talsverðum árangri, en ég ætlaði mér aldrei aö verða myndlistarmaður. Og mig óraöi ekki fyrir þvi aö ég ætti eftir að verða það. En ég átti mér þann draum að sýna einhvern tima.” „Á meðan ég var krakki gekk ég með listamannsdraum. Við Kristin systir skiptumst eitt sinn á miðum. A miðana höfðum við skrifað hvað okkur langaði að verða þegar við yrðum stór. Ég man að á miðanum hennar Kristfnar stóð flugfreyja og á minum stóð málari. Þetta áttum við svo eftir að verða bæði. En ég gaf þennan draum upp á bát- inn og ég var orðinn þritugur áður en mig óraði fyrir þvi að ég yrði prófessjónal málari.” ■// Eg byriaöi bratt” „Svo kemur sýningin i SOM ’71. Ég var frjór á þessum tima og fékk lifandis ósköp af hugmynd- um. A tveimur árum hélt ég þrjár sýningar. A sama tima var ég i útvarpinu með myndlistarþættin- ina og skrifaði myndlistarkritik i Visi. Ég byrjaöi þvi andskoti bratt. Ogþarna verður raunveru- lega stóra breytingin. Hlutirnir gerast svo hratt. Égvar allt i einu orðinn þekktur sem artisti og út- varpsmaður.” „Ég fór inn i SOM sem kunningi listamannanna. Galleriiö var opnað ’69 og ég var með i þvi að innrétta það. Þá litu þeir á mig sem kúnstáhugamann, en þeir bjuggust aldrei við þvi að ég yrði þátttakandi. Svovar égallt i einu orðinn formaöur SOM, róttæk- asta kúnstfélagsskap landsins, og þó viðar væri leitað. „Áður en ég vissi af var ég á kafi upp fyrir haus i alls konar, verkefnum. Allt i einu höfðu opn- ast fýrir mér ótal möguleikar og þeim virtiststöðugt fjölga. Og átti ég að segja nei takk? Ég get svar- ið aö ég héltum tima að ég væri i feigðarstuði. Slikt hendir stund- um. Mönnum gengur allt í hag- inn, einhverósköpgerast, ogsvo allt ieinu hrökkva þeir upp af. Ég hélt að þetta væri að gerast meö mig.” „En jafnframt þessu urðu svo breytingar i fjölskyldulifi sem komu sterklega inn i þetta lika. Eftir fjórtán ára hjónaband skild- um við, og ég varð einn.” i,Þar baö ég um einfaldan brennivin”. .-Le1 víta harkalega af mer” „A fystu sýningunni i SOM setti ég fram allar mögulegar varia- sjónir. Ég teiknaði flnt og ég teiknaði lika alveg eins og klaufi. Siðan þá hef ég unnið minar sýn- ingar útfrá myndum sem voru á þessari fyrstu. Þetta er svipað og gerist oft hjá rithöfundum.” „Sýningar hafa yfirleitt gengið treglega hjá mér. Það hefur litið verið skrifað um mig sem mynd- listarmann. Og það er helviti skitt þegar ekkert er skrifað um sýn- ingu eftir sýningu. Þá er annað hvort eitthvað að sýnandanum eða gagnrýnendum. En þegar ég kom fram fyrst lét ég vita harka- lega af mér. Égbýst við að þetta sé að einhverju leyti bakslag af þvi.” — Selurðu mikið? „Nei, ég hef aldrei selt mikið af myndum. Ég framleiði ekki mik- ið af myndum. Ég verð að vera i stuði og ég verð að hafa sæmilega aðstöðu. Og hana hef ég ekki. Ég verð aö ná mér i sæmilega vinnu- stofu. Hér áður var byggt þó nokkuð af vinnustofum i Reykja- vik og Hafnarfirði. Næstum allar þessar vinnustofur eru farnar út i veður og vind. Fólk hefur keypt húsin og gert vinnustofurnar að stofum eða vinnustofurnar hafa verið lagðar undir eitthvað ann- að.” Peningarnn skipta engu mali'' — Þú lifir á listinni. Hvernig gengur það? „Ég á nú bara patent svar við þessu: Ég vona alla vega að ég deyi ekki af listinni: Horfur á þvi? Nei, þaö held ég ekki.” — Skipta peningar þig ein- hverju máli? „Þeir skipta mig ekki nokkru máli. En peningar eru góðir, sér- staklega þegar mann vantarþá!” — Skemmtilegasta verkið? „Skemmtilegasta? Ég vil helst hafa það þannig að ég geti skemmt mér konunglega yfir myndum þegar ég er aö vinna þær. Það kemur fyrir aö ég stend einn með sjálfum mér og skelli- hlæ. Þá fæ ég eina hugmynd og aöra og þá þriðju, skelli þeim saman og út kemur einhver brandari.” „Jafnstór þátturoghúmor þarf aðvera fyrirhendi i lifinu. Þaðer eitthvað að ef húmor kemur ekki fram i myndum. Hugsum okkur bókmenntir án húmors. Og það er alveg sama með músik.” — Er myndlistaráhugi al- mennur á Islandi? „Mér finnst myndlistaráhuginn mjög almennur. Það sýnir sig þegar eitthvað gerist. Þegar sett- ar eru upp sýningar sem fólk væntir einhvers af, eins og t.d. Erró. Þá eru ansi margir sem taka við sér. ótrúlegur fjöldi fólks. Ég held að myndlistar- áhuginn sé meiri hér en viða er- lendis. En beri maður saman við kvikmyndahús, þá ristir áhuginn grunnt. Tökum sem dæmi Há- skólabió, sem tekur kannski þús- und i sæti. Þar er stundum upp- selt vikum saman á eina mynd. A sýningu þykir ágætt að fá þús- und. En það er kannski meö myndlístaráhugann eins og leik- húsáhugann. Hann stafar af þvi hvað margt annað er fátæklegt i borginni. Borgin var skemmti- „Ekki til nokkur andskotans „Veit ekki hvort ég á aö fara aö „Vona aö ég deyi ekki af list- tradisjón i byggingum hér á skamma arkitektana.” inni!” landi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.