Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 28
VÍSIK Landsorku- neind skipuð Iönaöarrá&herra hefur skipaö nefnd til aö gera um þaö tillögur til ráöuneytisins, á hvern hátt vænlegast sé að hrinda i framkvæmd þeirri stefnu, sem rfkisstjórnin hef- ur markaö i orkumálum, einkum aö þvi er varöar aö koma I fót einu landsfyrirtæki, sem annist meginraf- orkuframleiöslu og raforkuHutning um landiö eftir aöal- stofnlfnum og er tryggi sama heildsöluverö á raforku til notenda i öllum landshlutum. Ernefndinni m.a. ætlaö aö gera tillögur til ráöuneytis- ins um lagalegar og samn- ingslegar forsendur fyrir stofnun sliks landsfyrir- tækis og hvernig unnt sé aö koma þvi á fót á sem skemmstum tima. f skipunarbréfi er þess óskaö aö nefndin ljúki störfum um næstu áramót. Viö skipun i nefndina voru höfð i huga tengsl við þau þrjú raforkuöflunar- fyrirtæki, sem einkum mun reyna á viö stofnun þessa landsfyrirtækis, og sem til- greind eru i samstarfsyfir- lýsingu rikisstjórnarflokk- anna, þ.e. Landsvirkjun, Laxárvirkjun og Raf- magnsveitur rikisins. I nefndinni eiga sæti: Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, Helgi Bergs, bankastjóri, Jakob Björns- son, orkumálastjóri, dr. Jóhannes Nordal, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, Kristján Jónsson, raf- magnsveitustjóri rikisins, Magnús E. Guöjónsson, framkvæmdastjóri Sam- bands islenskra sveitarfél- aga, Tryggvi Sigur- bjarnarson, rafmagns- verkfræöingur, Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður Laxárvirkjunar. Formaður nefndarinnar veröur Tryggvi Sigur- bjarnarson og Helgi Bergs varformaður. Páll Flygenring, ráðu- neytisstjóri, mun og starfa meö nefndinni. FF FF verður jólamyndin — „Satvrday Night Fever" sýnd i dag Byrjaö veröur aö sýna „Saturday Night Fever” i Háskólabiói i dag. Þessi margumtalaða kvikmynd hleypti af staö einskonar diskóæöi erlendis, geröi John Travolta að stjörnu og lyfti Bee Gees upp um nokkur þrep. Langt er sið- an platan meö lögunum úr myndinni kom á markað hér, og mun hún hafa selst mjög vel. Háskólabió ætlar ekki al- veg að sleppa Travolta á næstunni, þvi aö jólamynd- in veröur sú fræga „Grease”. Þar fer Tra- volta með aðalhlutverkiö ásamtOlivia Newton-John. En ýmis lög úr þeirri ínynd heyrast hér hvaö eftir ann- að i útvarpinu. —EA Sveinn Þorstcinsson sýningarmaöur I Háskólabfó athugar filmurnar af „Saturday Night Fever” i gær- kvöldi, en sýningar hefjast I dag. Visismynd GVA Miöin austan undir Ingólfshöföa hafa löngum þótt álitleg veiöisvæöi og rnargir skipstjórar tekiö stefnuna þangaö I von um góöan afla. Þessi mynd var tekin I vikunni af Gunnari SU frá Eskifiröi á veiöum þar og er vart hægt aö hugsa sér betri daga á sjó en þegar vel veiðist, meö útsýni til Vatna- jökuls og sléttan sjó. VIsismyndGVA Sleppt wr gœslw- varð- haldi Einum manni var sleppt úr gæsluvar&haldi i gær- kvöldi, en maöurinn var úrskuröaöur i varðhald vegna rannsóknar á fikni- efnamálum. Þrfr menn eru enn i gæsluvar&haldi vegna rannsóknarinnar. —EA „Skátalíff þióðh'f" A morgun er hinn árlegi merkjasöludagur Banda- lags islenskra skáta og munu skátar um land allt kveðja á dyr landsmanna og bjóöa merkin til sölu. Allur ágóöi af merkjasölu þessari rennur beint til skátafélaganna i viökom- andi byggðalagi. Þaö starfsár er nú fer i hönd ber heitið „skátalif er þjóölif” og eru starfsverk- efnin sniðin eftir þvi. Bein- ast þau aö þvi að kynna börnunum betur þaö um- hverfi og samfélag er við lifum og hrærumst i og hvernig beri aö umgangast það svo vel fari. Moraþon- danskeppni i Klébbnum Maraþondanskeppni veröur haldin i veitinga- húsinu Klúbbnum sunnu- daginn 22. október. Aö sögn Vilhjálms Astráössonar plötusnúös, mun þetta vera fyrsta alvörukeppnin af þessu tagi hér. Stendur til aö danspörin sem taka þátt i keppninni byrji dansinn um hádegi þennan dag, og si&an verö- ur dansað frameftir eins og hver getur. Sagöi Vilhjálm- ur aö upp undir tuttugu manns heföu þegar látiö skrá sig i keppnina. —EA Ætingar hafnar hjá Pélýfónkórnum — fflytur Jólaoratoríu Bachs milli jóla op nýjórs Pólýfónkórinn hefur nú tekiö til starfa á ný eftir cins árs hlé. Ingólfur Guöbrandsson stofnandi kórsins hefur or&iö viö áskorunum kórfélaga og fjölda annara um a& taka upp starfið a& nýju. Starf Pólýfónskórsins lagöist niöur fyrir ári, eft- ir mjög vel heppnaöa ferö til ftaliu, þar sem kórinn fékk frábærar móttökur. Daufheyrst hefur veriö viö óskum um fjárstuön- ing, en starfiö er tekiö upp aö nýju i þeirri von aö opinberir aöilar leggi hönd á plóginn til aö hægt verði aö halda starfsem- inni áfram. Milli jóla og nýárs flyt- ur kórinn Jólaóratöriu Bachs ásamt fjórum einsöngvurum og Kammerhljómsveit. Námskeiö I undirstöðu- atriöum tónlistar og nótnalestrar hefst á veg- um Pólyfónkórsins n.k. mánudag i Vogaskóla. Kennt veröur tiu næstu mánudagskvöld, en leiö- beinandi veröur Ingólfur Guöbrandsson. Innritun fer fram i sima 26611 og 17008. _i/-p Æfingar eru hafnar bjá Pólýfónkórnum, en hann flytur Jólaóratóriu Bachs mili jóla og nýjárs. Visismynd GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.