Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 7. október 1978 11 Pax Ameritana i Neskirkiu DJÚPHUGSANIR eftir Finnboga Hermannsson Sú var tíöin, að trúboðar voru taldir með geggjuðum mönnum á Islandi. Einkanlega þeir sem boðuðu trú á eigin spýtur og án sýnilegs samhengis við löggilt trúfélög. Slíkir menn voru hafðir að háði og spotti meðal alþýðu og máttu einatt þola hrossaskítsdrífu af ðötustrákum í Jesúnafni. öðru máli gegndi um trúboða þá sem gerðir voru út af viðteknum kristniboðsfélögum eins og Káfúemm að kenna blámönnum faðirvorið. Aðra rak allar götur austur til Kína að snúa Kínverjum frá Konfúsíusi. Rauða kverið gaf aftur á móti traustara fyrirheit um daglega hrís- grjónaskál en óræðar dæmisögur Nýjatesta- mentisins um synd og náð. Þvi skulu ekki gerðir skór i þessum pistli, að islenskum trúboðum hafi verið hugaðar sendifarir með annarlegan tilgang i huga. Við vitum hins vegar, að margir hafa unnið fórnfúst starf meðal villimanna og komið heim heilsulausir menn. Rök trúarbragða eru sjaldan einskorðuð við þau sjálf. Þar hafa einatt verið i farangrinum pólitiskir hagsmunir, þar sem einhver er að hafa ávinning af framgangi málsins Þetta eru sögulegar stað- reyndir. t þessum skrifuðum linum hefur trúboðið klæðst nýju gervi samkvæmt kröfu timans. t stað þess að reika um með staf og skreppu er trúboðið nú tölvu- stýrt og berst okkur i flugfragt daglega. Ýmsir brugðu litum þegar heyrðist um uppákomurnar i Neskirkju. Þetta hlaut að vera einhver Þjóðviljalygi eins og vant er. Svo var farið að aug- lýsa þetta i útvarpinu og þjóð- kirkjan skrifuð fyrir. Þá var ekki um að villast. Billy Graham heitir þetta geislumstafandi undur að manni, hvers ljósstafir ylja nú hjörtum þúsundanna hér á Norðurhjaranum. Reyndar er hann ossum mörlöndum ekki með öllu ókunnur með þvi Morgunblaðið, málgagn Guðs á tslandi, hefur helgað honum litinn reit á sunnudögum þegar illa gefur til fasteignaauglýs- inga. Hér er reyndar á ferð sami maður og huggaði Nixon þegar hann var dapur á kvöldin eftir af hafa bombarderað spitala og barnaheimili i Vietnam á daginn. Billy þessi virðist nú hafa fundið hvöt hjá sér að endur- reisa kristindóminn á Norður- löndum likt og Napóleon Bónaparte i sögu Kiljans. Hann hét reyndar bara Jón Guðmundsson meðan hann var alminlegur. Bóni fékk sömu köllun og Billy að endurreisa kristindóminn. Einnig að sigra Tyrki. Þvi óalvarlegri tiðindi sem voru herfarir Bóna og trúboð, þeim mun alvarlegri er innreið vélaherdeildar heilagrar þrenn- ingar i Norðurlönd. Eftir siðferðilegt skipbrot Vietnamstriðsins hefur Sámur frændi reynt að koma sér upp nýjum andlitum. Ein griman er afdankaður farandpredikari, Billy Graham. Jesunafn er notað miskunnarlaust, eins og fyrri daginn, og hjúpað svæfandi og slævandi móðu merkingarlitils oröaflaums. Atgeirnum er nú beint aö Norðurlöndum sem harðast gengu fram i að vekja samvisku heimsins þegar morðöldin stóð sem hæst i Vietnam. Nú á að reyna nýja andlitslyftingu gagnvart Svium og fara þá leið sem vænlegust þykir, með þvi trúboðar hafa einatt átt mjög upp á pallborðið hjá þessum þjóðum og þó einkanlega Norð- mönnum. Ekki þykir forstjórnar- mönnum herferðarinnar taka þvi að senda spSmanninn hingaö norður á skeriö. Reikni- vél einkaauömagnsins gefur þá útkomu, að nægilegt sé aö senda myndir af aðgerðunum i hlutfalli við höfðatöluna. Litlu verður Vöggur feginn. Það má nú segja. Þeir hamsar af sjálfsvirðingu sem islenska þjóðkirkjan átti i handraðanum eru nú þegar bræddir saman við bústinn tólgarskjöld ameriska einkaauðmagnsins og merkið tryggir gæðin. $ fyrir skjóta soðningu. t alvöru talaö. Gerð verður sú krafa, að kirkjan geri hreint og útskýri til hlitar aðdragandann að þessum fáranlegu uppá- komum. Hvort hér er á ferð- inni andleg Marshallhjálp, undirbúin af svokallaðri menningarstofnun Bandarikj- anna eða eitthvert hugsunar- laust kák litilsigldra poka- presta. Framferði vestrænnar auð- hyggju er alfarið stutt rökum heilags anda, slikt er markmiö þeirrar hugf jötrunar sem felst i hjali lýðskruma á borð við Billy Graham. Riki eins og Bandariki Norðurameriku þarf alla tið á þvilikum mönnum að halda að slá ryki i augu fáfróðra þjóða, meðan arðrán og kúgun blómstrar i skjóli vopnaðs ofbeldis i þriðja heiminum. Það er furðulegt mat einnar fámennustu kirkjudeildar i heimi, og sem kominn er að fótum fram, að finna sér hald- reipi i sefasjúkum áróðri amerisks sunnudagaskóla- kennara. Mynd getur sagt meira en þúsund orð í umræðum um skólastarf hér á landi virðist einn mjög mikilvæg- ur þáttur hafa gleymst þ.e. sjálft skólahúsnæöið. Bætt kennara- menntun, nýjar námsleiðir. stöðugar endurbætur á námsgögnum, slikir þættir skólastarfs hafa veriö á oddinum. Nú er það vitaö með vissu að fátt hefur jafn afgerandi áhrif á vitsmunaþroska barna og þaö umhverfi.sem þaö elst upp i. Svo virðist að þvi fjölbreyttari sem áreiti umhverfisins eru. þvi hærri sé greindarþroskinn. Skóti I 1 !....J II otfrv. í .—i .....—4 MYNDDREIFINGARSTOO RIKISINS .....t.... i rfí«n 1..-S..1 L ; MYNDIISTARMENN Veggir skólastofu — flatneskja fræöslukerfisins f sinni nöturlegustu mynd? Mjög umfangsmiklar rann- sóknir á börnum frá borgum og úr sveit sem gerðar voru I Bandarikjunum um 1940 og hafa siðan verið endurteknar styðja þetta. Dæmi: i prófi sem var byggt á Stanford-Binet kerfi og beitt var til að ranns'aka greind skólabarna á aldrinum sex til á- tján ára kom i ljós að sveita- börnin höfðu 10 stiga lægri greindarvísitölu en borgarbörn- in. Rannsókn þessi náöi til geysilegs fjölda barna i öllum fylkjum Bandarikjanna (Mc Neimar, Q, 1942: The Revision of the Stanford — Binet Scale bls. 34. Boston: Houghton Mifflin), Við vitum að þótt sveitin sé fall- eg; þá er fátt þar að sjá nema kindur, beljúr, svin og önnur húsdýr og svo mishæðótt lands- lag. Fjölmiðlar ná að visu til sveitanna en ekki hin fjöl- breytta menningarstarfsemi borganna, — sínýjar myndir i kvikmyndahúsum, leikrit, mál- verkasýningar. Helst að sveita- fólkið taki sig upp og setji á svið gamla „farsa”. Nú er ekki verið að gera litið úr sveitafólkinu;það getur ekki að þvi gert að búa i dreifbýíi. 9 mánuði ársins eru börn þessa lands innan veggja skólahúsnæðis oft marga tima á dag. Þarna verða þau fyrir hin- um íjölþættustu áreitum. Kennarinn áreitir þau meö alls kyns fróðleiksmolum sem hann tlnir i þau, sýndar eru kvik- myndir, tónlist er hellt yfir börnin. En hvernig er svo það skóla- húsnæði sem einnig áreitir börnin? Mest af tima sinum I skólanum eru börnin innan hinna fjögurra veggja skóla- stofunnar. Hvernig eru þessir veggir nýttir til að hafa áhrif á vitsmunaþroska barnanna? Eru þeir hlaðnir dýrlegum málverk- um sem geta leitt litlu barnsál- irnar á flug um hina fjarlægustu veraldir? Eru þar litaharmóni- ur sem seinna geta hjálpað þessum litlu sálum aö velja sér smekklegt innbú? Nei, veggir skólastofunnar i Islenskum skólum eru oftast auðir. Þar rikir flatneskja fræðslukerfisins I sinni nöturlegustu mynd. Hvernig má nýta þessa fleti sem umkringja börnin þannig aö þeir verði sem gluggar inn á nýjar lendur? Auðvitað með þvi að þekja þá myndum, — ekki gömlu mygluðu eftirprentunun- um af Þingvöllum i útgáfum þeirra Asgrims — Kjarvals — Jóns Stefáns, heldur myndum máluðum af lifandi og íátnum myndlistarmönnum, frum- myndum sem glóa i lit og linum Þar væri þá ekki ætið um að ræða sömu myndirnar heldur mættiskipta með vissu millibili til að halda örvun skynfæra barnanna stööugri. Slikt fram- tak væri mjög I anda Náms- skrár' Grunnskóla almenns hluta, þar sem segir. „Námsum- hverfið (ytri aðstæður) á að vera sem fjölbreytilegast...” (bls. 40) einnig er þaö I anda eins markmiðs grunnskólalag- anna þar sem segir:,,Veita þarf börnum mörg og góð tækifæri til að læra með öörum hætti en formlegri kennslu.” Hvar getur betra tækifæri til að glæöa hina óbeinu óformlegu kennslu en með þvl að um- kringja börnin I skólastofunum með fjölbreyttu úrvali mál- verka? En hvernig verður þessu marki náð? Ragnar Arnalds hefur ekki efni á að taka þátt i öðrú Kröfluæfintýri, en það aö kaupa hundruð , jafnvel þús- undir málverka slagaði hátt I Kröflu. Það er til önnur ódýrari og hagkvæmari leið sem nýr og ferskur og framsýnn mennta- málaráðherra ætti að nýta sér. Hún er sú aö komið yrði upp eins konar mynddreifingarkerfi þannig að ákveöin stofnun I samráði við myndlistarmenn og rikisvald sæi um að sanka aö sér myndverkum og dreifa þeim siðan I hina ýmsu skóla eftir á- kveönu kerfi. Hér er ekki átt við að hún keypti myndverkin, heldur fengi þau að láni frá listamönnunum — gegn á- kveðnu gjaldi. Þessi stofnun væri ekki ósvipuð Fræðslu- myndasafni rlkisins, nema I stað þess að dreifa kvikmynd- um væri hér dreift málverkum og öðrum myndverkum. Til hagræöingar er hér brugðið upp á grafiskan hátt skýringarmynd sem auðveldaö gæti lesendum að skilja hvernig þetta kerfi er hugsað. Skólinn i dag er fremur hugs- aður sem vinnustaður þar sem börnin takast á við hin margvis- legustu verkefni. Hann er ekki lengur mötunarstöð þar sem nemendurnir eru metnir eftir þvi hve þeir geta gleypt i sig mikinn fróðleik án þess að æla. Aðalnámsskrá Grunnskóla orö- ar þetta svo: „Breytingin er fyrst og fremst fólgin I þvi að kennarinn hverfur mjög úr sviðsljósinu sem stjórnandi og tekurþess i stað að skipuleggja, vekja námslöngun, viðhalda námsáhuga og leiðbeina nem- endum að afla sér af sjálfsdáð- um aukinnar færni, leita þekk- ingar og auka skilning. Skóla- stofan likist þá fyrst og fremst vinnustað”. Vinnuveitendur á almennum vinnustöðum úti i þjóðfélaginu eru farnir að gera sér grein fyrir gildi þægilegs umhverfis og vekjandi fyrir andlega llðan vinnufólksins,- vil ég nefna t.d. tvö frystihús á landsbyggðinni sem hafa skreytt veggi slna myndverk- um, — á Neskaupstað og Vest- mannaeyjum. Sé raunverulega litið á skólastofuna sem vinnu- stað hlýtur sú að vera stefnan að skreyta hana I samræmi við aðra vinnustaði. Myndlistar- mönnum væri og akkur I aö koma verkum sinum á framfæri meö þessum hætti, þá yrði rofin að nokkru hin fræga einangrun listamannsins frá umhverfinu, listamennirnir fengju dálitlar fastar tekjur. Hver veit nema þessar aðgerðir ýttu undir sköp- unarmáttinn. tsland átti sina gullöld á sviöi bókmennta. Það er tlmi til kom- inn aö þet|.-* myndræna land eignist gullöidjnyndlistar. Ein- hverstaðar' stendurr„Sé horn- steinninn lagður rétt haggast ekki byggingin”Hver veit nema myndreiiingarstöð fyrir Grunn- skóla sái þeim fræjum i ómót- aðar sálir næstu kynslóðar aö hjá henni risi gullöld royadlistar á tslandi. Magnús Torfi reisti sér minnisvarða með Grunn- skólafrumvarpinu og afnámi z. Ragnari Arnalds gefst með þvi að hrinda hugmyndinni um myndreifingarstöð af stokkun- um tækifæri til aö reisa sér einn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.