Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 5
vism 'Laugardagur 7. október J978 5 skaddast verulega. Hetjan sjálf kemst klakklaust úr hinum aöskiljanlegu mannraunum, og aö endingu fær hann ástina aö launum. Stefna leikstjórans var sú aö þrátt fyrir öll þau átök sem handritiö bauö upp á yröi fariö vægt i sakirnar og þau ekki krydduö umfram þaö sem góöu hófi gegndi. Hér var um aö ræöa kvikmynd sem sýnd yröi i sjón- varpi og þvi forðast aö gera hana of ruddafengna. Fyrsta átakaatriðið sem kvik- myndað var hér á landi voru handalögmál milli aðalleikar- ans Alan Stuart og Steindórs Hjörleifssonar i hlutverki Rússaspæjara. Lyktar þeim á þann veg að Stuart vegur Stein- dór með þeirri kúlu sem rússa- spæjarinn ætlaöi Stuart upphaf- lega. Taka þessa atriðis tók rúmar átta klukkustundir, þótt það væri aðeins tveggja minútna kafli i sjálfri myndinni. Tókst Steindóri naumlega aö ná til Reykjavikur áöur en sýning hófst i Iðnó. Annað magnað atriöi var kvikmyndaö I sumarbústaö á bingvöllum skömmu seinna. Aðalleikarinn Stuart hafði veriö klófestur af illmennunum og virtist sem dagar hans væru taldir. Þá tekst Stuart að lauma brúsa fullum af kveikjaraelds- Gagnnjósnarinn Slade hljóp eins og fætur toguöu eftir fjöru- boröi Þingvallavatns. Svipur hans gaf til kynna óhugnað og hræðslu, — ef honum tækist ekki aö komast undan beiö hans upp- gjör viö æöri máttarvöld. Alan Stuart fleygöi sér niður og mundaöi drápstóliö. Sjónar- horni áhorfandans er beint um riffilskiki , þar sem krossinn markar miöju á baki flótta- mannsins. Skotiö riöur af, og áhorfandinn sér hvar svööusár opnast á ofanveröu baki Slade. Hann fellur fram yfir sig, og veltur út i vatniö, — dauðvona. Sigri hrósandi leggur Stuart morötóliö frá sér. Leikstjórinn kallar ,,cut” og hinn dauðvona maður sprettur á fætur rennblautur og blóðugur, vindur sér úr jakkanum og biður um teppi. Áöur en hann vefur um sig teppinu losar hann um stálplötu, sem var bundin á bak hans en á þessa plötu höföu verið festar „blóösprengjur”, sem „fórnardýrið” hafði leyst úr læöingi með þvi aö þrýsta á hnapp er hann haföi falið i lófa sér. A hvita tjaldinu kemur þetta til meö að lita ákaflega raun- verulega út, enda ekki við ööru aö búast en að kvikmynda- geröarmenn séu búnir aö ná leikni i þvi að falsa hin ýmsu voöaverk þannig aö þau liti út sem raunveruleg fyrir áhorf- endum. Ofangreindur atburður var kvikmyndaöur hér siðastliöiö sumar, þegar hér voru á ferö breskir kvikmyndageröarmenn frá BBC i Skotlandi viö gerö myndarinnar „Ot i óvissuna” eftir samnefndri sögu Desmond Bagley. Undirritaöur réðst til starfa hjá kvikmyndagerðar- mönnunum i lok maimánaöar og fylgdist meö töku myndar- innar allan þann tima sem kvik- myndatakan stóö yfir hér á landi. Henni var lokið 18. júli. Kvikmyndun Út i óvissuna": Alþjóðlegur boftthosor á Islandi Vinna að slikri kvikmyndun er afar margslungin, og fyrir græningja i kvikmyndagerö voru mörg atriði sem vöktu undrun. Ekki voru þaö sist hin margvislegustu tæknibrögö sem beitt var til þess að nálgast raunveruleikann, — þannig aö væntanlegir áhorfendur gætu ekki greint þar á milli. Starf mitt var fólgiö i þvi aö vera eins konar „altmulig- mand”, allt frá þvi aö kaupa laxeroliu fyrir leikstjórann til þess aö aka á óguðlegum hraöa i eltingarleikjum sem staögengill leikaranna sem sumir hverjir höfðu jafnvel ekki bilpróf. Það er vægast sagt nokkuö er- fitt aö greina i stuttu máli frá þeim atburöum sem voru eftir- minnilegastir en engu að siöur ætla ég að gera tilraun til þess. Hundeltur maöur leyniþjónustu- Söguþráöur kvikmyndarinnar er i mjög grófum dráttum sá aö breskur leyniþjónustumaöur kemur hingaö til lands,er hér hundeltur bæði af eigin sam- herjum og svo auðvitaö óvinin- um aö austan. Svo virðist sem allir vilji hann feigan en þrátt fyrir fjölmargar tilraunir til að koma honum fyrir kattarnef lyktar viðureign hetjunnar við óvinina ævinlega á þann veg, aö sá siöarnefndi lætur lifiö eöa Átján ára gamall Verslunarskólanemi, Ágúst Baldursson, var s.l. sumar við störf hjá breskum kvikmynda- gerðarmönnum, sem voru hér á landi við kvikmyndun sögunnar ,,Út í óvissuna” eftir Desmond Bagley. Starf þetta var að vonum mjög viðburðarrikt, og i grein þessari segir Ágúst frá ýmsu, sem honum þótt athyglis- vert við kvikmynda- tökuna. Hörku slagsmál um borö í togaranum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.