Vísir - 07.10.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 7. október 1978
Þyrlan kemur upp úr gígnum og byrjar eftirför
.... Stuart stumrar ytir
/flíkinu" Heiða fylgist
með/ áhyggjufull.
Stuart og Heiða að flýja úr sumarbústaðnum á Þing-
völlum, sem seinna var kveikt í.
neyti á arineld. Viö það verður
mikil sprenging, og i skjóli öng-
þveitisins tekst hetjunni að
sleppa út, — óskaddaðri þrátt
fyrir sprengingu og kúlnahriö.
Sumarbústaöurinn „eyði-
lagöist” verulega af völdum
sprengingarinnar og eldsins.
Að sprengja sumarbústað
Til þess að framkalla „raun-
veruleikann” á tjaldinu höfðu
veriö smiöaðar nákvæmar eftir-
likingar af tveimur úthliöum
þessa ágæta sumarbústaðs.
Þeim var komið fyrir u.þ.b. ein-
um metra frá sjálfum bústaðn-
um, en siöan notaðar sérstakar
sprengjur til þess að ná áhrifun-
um og þau siðan krydduð meö
reykúöurum og eldvörpum.
Strax að aflokinni töku þessa
atriöis var eldurinn slökktur og
séö um að verksummerki litu
nokkuð eðlilega út, þ.e. búnar
voru til brunarústir af þeim
hluta sumarbústaöarins sem
brunnið hafði. Siöan var hafist
handa að nýju við töku á öörum
þætti myndarinnar, sem þarna
átti að gerast. Þá höfðu þau
skötuhjú Stuart og Elin (leikin
af Ragnheiöi Steindórsdóttur)
verið handsömuð af óvininum.
Elinu tókst að smygla byssu
innan klæða, og eftir aö hún
haföi banað höfuðpaur óvinanna
upphófst mikill skotbardegi
milli þeirra tveggja annars veg-
ar og Rússanna hins vegar.
Milli þess sem kvikmyndavélin
suöaði hljóp förðunarmeist-
arinn til og útbjó hin margvis-
legustu skotsár eftir pöntunum
leikstjórans. Fyrst var sárið
mótað með vaxi, þaö siðan
faröaö og loks hellt dágóöum
slatta af rauðum vökva, —kvik-
myndablóöi.
Undir lokin lágu þarna i valn-
um tveir mætir islenskir leikar-
ar, Jón Sigurbjörnsson og Flosi
Ólafsson en auk þeirra m.a.
breski leikarinn Vladek Shey-
bal, sem liklega var þekktastur
þeirra leikara sem i myndinni
léku.
Nokkru áður höfðu þessir
menn sýnt mikil tilþrif i
eltingarleik við aðalhetjuna um
skip i Reykjavikurhöfn. Upp-
haflega átti þetta atriði aö ger-
ast viö Geysi i Haukadal en þar
sem myndgerðarmönnunum
fannst sögusviðiö viö Geysi
heldur litilmótlegt — var
handritinu breytt hið snarasta
og haldið niður aö höfn.
Söguhetjan slapp viö illan
leik um borð i togara sem lá
bundinn við bryggju og upphófst
siðan mikill skotbardagi. Að
sjálfsögðu var aðeins skotið
púðurskotum en til þess aö gera
„kúlnahriðina” merkjanlega
var komið fyrir litlum sprengj-
um viðs vegar um skipið. Þeim
var bókstaflega hnoðaö utan á
hina ýmsu hluti og siðan málaö
yfir. Siðan voru þær sprengdar
samkvæmt skipun leikstjórans
og leit þá út sem kúlur skryppu i
málminum. Tveimur úr hópi
óvinanna tókst aö komast um
borð i skipið og eftir nokkur
slagsmál tókst hetjunni að
fleygja öörum þeirra i sjóinn og
gera hinn hættulausan.
Þegar komið var að þvi aö
fleygja blessuöum manninum i
sjóinn var kvikmyndatökunni
hætt sem snöggvast.
Aö láta sig gossa i At-
lantshafið
Fórnardýrið brá sér i frosk-
búning innstan klæða og fór
siðan i fötin aftur. Hann smurði
sig siöan feiti i andliti og á
höndum, skipti um skó og drakk
hálfan litra af islenskri ný-
mjólk. Þá var hann tilbúinn og
lét sig gossa i oliublandað
Norðuratlan'tshafiö. Til allrar
hamingju fyrir hann tókst
fyrsta myndatakan og þvi þurfti
ekki að endurtaka volkiö.
Haldiö var norður á land og
þar m.a. kvikmyndað i As-
byrgi. 1 einu atriðinu átti að
sjást i reykmökk frá bil sem
gæfi til kynna aö þar færi
óvinurinn. Aldrei þessu vant var
ekki nóg rykmyndun á
blessuðum þjóðvegunum okkar
og varð þá að gripa til þess ráðs
að hengja dræsur af snjókeöjum
aftan i bilinn til þess að þyrla
rykinu upp. Billinn stöðvaöist
nokkru framar við brekku eina
og maður með riffil i hendi
stökk út úr honum en bilstjórinn
beið átekta. Maðurinn læddist
upp hliöina og þegar hann koma
auga á Stuart og Elinu mundaði
hann riffilinn á stuttu færi — en i
þann mund aö hann hleypir af
skoti kastar Stuart hnifi i kvið
hans svo hann missir marks
nema hvað hann særir Elinu á
hendi.
Hnífsstungan
Til þess aö falsa hnifstunguna
var beitt þeim brögöum að i
fyrstu var tekin mynd af óvinin-
um þar sem hann hélt um
hnifskefti á þann hátt að það
leit út fyrir að blaðið stæöi á
holi. Þvi næst var komið með
brúðu sem var eins klædd og
leikarinn, hnifurinn rekinn i
hana, byrjað aö kvikmynda en
hnifurinn dreginn mjög snöggt
út meö örþunnu girni. Þegar
þetta er svo sýnt aftur á bak er
eins og hnifurinn fljúgi með
leifturhraða úr hendi Stuarts i
kvið árásarmannsins.
Líkiö í Dettifoss
Til þess aö losa sig við „likiö”
tekur Stuart upp á þvi aö drösla
þvi inn i Land Rover og aka meö
það að Dettifossi. Þar buröast
hann meö likiö upp á fossbrún-
ina og fleygir þvi i fossinn. Að
sjálfsögöu var manninum ekki
fleygt i fossinn. Skömmu áöur
en Stuart sleppir tökum á „lik-
inu” var takan stöðvuö og
Stuart fékk i hendur gúmmi-
brúðuna sem áður var nefnd.
Kvikmyndatökumaðurinn var
látinn siga fram af gilbrúninni
litlu neðar þar sem hann kvik-
Kvikmyndatökumaður-
inn sígur niður í gljúfrið
framan við Dettifoss
myndaöi atriðiö hangandi i
spotta yfir ólgandi iöunni. Lög-
reglunni hafði verið gert viðvart
um að hugsanlega ræki „lik” á
fjörur fyrir norðan einhvern
næstu daga.
Viöa á hálendinu voru kvik-
mynduð svonefnd „Driving
shot”, þar sem annars vegár
var um að ræða bilinn á fleygi-
ferð um hrjóstrugt landslagið og
hins vegar samtöl milli þeirra
Stuarts og Elinar (Heiðu) sem i
bilnum áttu aö vera. Kvik-
myndavélin var þá fest á grind
utan á aðra hvora hurðina og
beint'að þeim tveimur i fram-
sætinu. Aftur i bilnum sátu svo
leikstjórinn, kvikmyndatöku-
maðurinn hljóðupptökumaður-
inn og skrifta, öll utan sjónar-
horns myndaugans. Myndafél-
inni var fjarstýrt og sáu þeir
sem aftur i bilnum sátu mynd-
ina á litlum sjónvarpsskermi
sem aö visu bilaði fljótlega. Til
þess aö vélarhljóðið úr Land
Rovernúm truflaði ekki um of
hljóðupptökuna á samtölunum
var Land Roverinn tengdur
öðrum jeppa með stuttu rör-
tengi og hann dreginn, þannig
að Stuart og Heiða þurftu aöeins
að stýra.
Svaðilför í ískaldri
bergvatnsá
Inni við Landmannalaugar
var heilmikiö kvikmyndaö,m.a.
atriði þar sem þyrla sem hafði
haldið kyrru fyrir i gignum hjá
Ljótapolli kemur öslandi yfir
brúnina og eltir bilinn niður
gigbarminn. öðru sinni kemur
tveggja hreyfla flugvél aö biln-
um, dembir sér aftur og aftur
niður yfir hann. „Rússinn” i
þeirri flugvél var að visu Ómar
Ragnarsson.
Mikið var lagt upp úr að ná
sem skrautlegustum myndum
af þvi þegar billinn göslaðist
yfir árnar á hálendinu. Litlu
munaði að illa færi i einni ánni
skammt frá Landmannalaug-
um. Þá var lagt i ána talsvert
utan við vaðið. Eftir þvi sem við
komumst lengra út i ána
dýpkaöi og fljótlega var farið að
flæða inn þannig aö við sátum
upp aö hné i vatni. Straumurinn
tók að fleyta bilnum litillega af
spori og að endingu flaut yfir
vélarlokiö billinn stöðvaðist og
byrjaði aö halla... Við bjugg-
umst við að hann myndi leggj-
ast á hliöina þá og þegar og
höfðum þvi snör handtök
gripum helstu verðmæti og
tókst aö brjótast út úr bilnum og
berjast i land. Holdvot og gegn-
drepa biðum við þrjú, ég, Heiða
og Stuart á hinum bakkanum
uns hugrökkum rútubilstjóra
tókst að brjótast yfir ána. Eftir
mikið þóf tókst svo að draga
Land Roverinn i land. Minna
varö úr myndatöku þennan dag
en ætlað var.
Gleymdu að deyja
Þegar liða tók aö lokum kvik-
myndatökunnar hér heima var
taugaveiklunnar talsvert farið
að gæta hjá framleiðenda enda
hafði kostnaður við mynda-
gerðina farið langt fram úr
áætlun. Eitt siðasta atriðið sem
kvikmyndað var upp á hálend-
inu var skotbardagi við kláf-
ferjuna yfir Tungná. Tauga-
veiklunin kom m.a. fram i þvi
að leikarar gleymdu að deyja á
réttum stööum og kvikmyndun
ýmissa atriða hespað af án
endurtekninga jafnvel þótt
meiriháttar mistök hefðu stund-
um átt sér stað. Látið var nægja
að ákalla almættið, en siöan
hafist handa við að undirbúa
næstu töku.
Stærsti hluti hópsins hélt svo
utan fljótlega eftir að við kom-
um til byggða, —- fullsaddur af
holóttum vegum, nestispökkum
og rigningarnóttum i tjöldum á
reginöræfum. Slikir hlutir fyrn-
ast þó skjótt i vitund manna og
væntanlega stendur eftir minn-
ing um heiðbjartar sumarnætur
i stórbrotnu landslagi, þar sem
glitraði á glerin og menn
skemmtu sér.
Jeppinn fastur í ánni. Heiða og Stuart biöa eftir hjálp.
Eltingaleikur á bílum var m.a. kvikmyndaður á
þennan hátt
j Tetxti og myndir: Ágúst Baldursson