Vísir - 17.11.1978, Qupperneq 9

Vísir - 17.11.1978, Qupperneq 9
 VISIR Föstudagur 17. nóvember 1978 Umsjón: Guömundur Pétursson y j v Hlé á friðarvið- rœðunum í bili UngfróA tína sigm Friðarsamningur milli Egyptalands og ísraels gæti legið tilbú- inn til undirritunar innan tiu daga, ef báðir aðilar gætu orðið sam- mála um Palestinu- vandamálið, eftir þvi sem háttsettur egypskur embættismaður heldur fram. Osama A1 Baz, ritari i utanrikisráBuneyti Egypta, segist bjartsýnn á, aö friðarsamningar muni takast, þótt tregða hafi komið i viöræðurnar varðandi timaáætlanir á ráðagerðum um sjálfstjórn til handa Palestinu- aröbum á hernumdu svæðunum. Hann sagði fréttamanni Reuters, að viðræðurnar væru þó ekki ineinni hættu að leysast upp, þótt aðalsamningamennirnir mundu einhvern næsta daginn taka sér hvild til þess að lita yfir árangurinn og athuga sinn gang. Ezer Weizman, varnarmála- ráðherra Israels, flaug heim i gær til þess aö gera rikisstjórninni þar grein fyrir tillögum Egypta. Hann sagðist koma aftur til viðræðnanna i Washington ásamt Moshe Dayan utanrikisráðherra I miðri næstu viku. Nýjustu hugmyndir Egypta ganga út á, aö hafa eigin fulltrúa til staðar á Gazasvæðinu til aö að- stoða við að koma á sjálfstjórn til handa Palestinuaröbum þar. Jafnframt er lagt til, aö efnt veröi til kosninga á Gazasvæðinu mánuði fyrr en á hernumda svæö- inu á vesturbakka Jórdan. Ungfrú Argentína brynnti músum í fegurðar- samkeppninni í London í gær, en enginn hafði sam- úð með henni. Þetta voru nefnilega gleðitár, svo mjög varð henni um, þegar hún sigraði og hlaut titilinn „Ungfrú Heimur". Þannig skaut Silvana Suarez, arkitektuúrlærlingur frá Cordoba, öllum veömálabröskur- um Bretlands ref fyrir rass, en þeir höföu veðjað á ungfrú Þetta er ekki staður né stund til þess að þykjast dauður! Heilbrigðisróðherrar ó fundi Heilbrigðismálaráð- herrar EBE-landanna létu ógert að reykja á fundi sinum i gær þar sem litið var yfir árangur aðgerða, sem beindust gegn tóbaks- notkun. En ráðgjafar þeirra fálmuðu strax eftir vindlingapökkum sinum um leið og fund- inum loks lauk. Athuganir þykja hafa leitt i ljós, aö reykingar fari samt ekki minnkandi nema i tveim löndum Armsfrong goinrfari missti fingurinn Geimfarinn Neil Armstrong sem varð manna fyrstur til þess að ganga á tunglinu, út- skrifaöist af sjúkrahúsi f gær, eftir aö saumaður haföi verið á vinstri hendi hans fingur, sem hann missti. Hann hafði fest giftinga- hring sinn I dyrastaf, þegar hann stökk af vörubil á býli sinu i Ohio. Hafði fingurinn slitnað af. Læknar sögðust hafa oröið að læsa einum liðamótum fingursins, en hann gæti samt gagnast Armstrong eitthvaö. — Armstrong, sem nú er 48 ára oröinn, er prófessor geimdeildar flugverkfræðinn- ar I háskólanum i Cincinati. EBE, Frakklandi og Bretlandi. 1 öðrum EBE-löndum virtist karl- mönnum fækka, sem reykja, en konum fjölga, meðan engra breytinga verður vart meðal ungs fólks. Þá kom fram á fund- inum, að mikil kostnaöaraukning i heilbrigðismálum siðustu 15 árin haföi ekki leitt til hlutfallslega jafnmikillar heilsubótar hjá al- menningi. — Simone Veil, heil- brigðisráöherra Frakka, sagði, að áhugi væri fyrir þvi að auka eftirlit meö útgjöldum heil- brigðismála og bæta fræðslu um fjármálahliö heilbrigöisgæslu jafnt fyrir lækr.a sem sjúklinga. Ráöherrar fóru þess á leit viö framkvæmdaráð EBE, að gerö yrði könnun á möguleikum sam- hjálpar i stórslysatilfellum. Ekki beinlinis að setja upp sameigin- legan blóðbanka Evrópu , eöa hafa tiltækar fjúgandi sjúkra- sveitir, heldur hafa á einni hendi upplýsingar tiltækar um, hvaö sérstaka aðstoö sé unnt að fá, ef þörf reynist fyrir hana. Að beiöni Belgiu ræddu "ráð- herrarnir einnig lyfjanotkun iþróttamanna. Astraliu. — þeir höföu ekki gefiö Silvönu meiri möguleika en einn á móti tuttugu og fimm i veömál- um. „Ég hélt, aö ungfrú Astralia eða ungfrú Belgia hlytu að sigra, og hreinlega áttaöi mig ekki á þvi, þegar nafniö mitt var kallað upp. Þaö var einhver sem tók i hönd mér og togaöi mig upp á sviöið,” sagði þessi brúneygöa þokkadis eftir á. Þetta er önnur kórónan sem Argentina hreppir þetta árið. Ar- gentinumenn unnu heims- meistaratitilinn i knattspyrnu i júni i sumar. Onnur varð ungfrú Sviþjóð, þriöja ungfrú Astralia, fjóröa ungfrú Mexikó og fimmta ungfrú Spánn. Það vakti athygli að þessu sinni, að hvergi bólaði á mótmælarauösokkunum, sem undanfarin ár hafa sett sinn svip á feguröarsamkeppnirnar, né heldurkom upp pólitiskt þref eins og 1976 og 1977, þegar stúlkur niu landa voru látnar hætta þátttöku vegna andstööu rikisstjórna þeirra við aðskilnaöarstefnu S- Afriku. Aö þessu sinni fékk ungfrú S-Afríka ekki aö taka þátt i keppninni. Veriand- inn brast í grót Verjandi Kampiles, fyrrverandi starfsmanns - CIA, sem kæröur hefur veriö fyrir aö selja Rúss- um leyndarmál um njósna- hnött Bandaríkjamanna, brást í grát í miöri varnar- ræöu sinni í gær, þegar hann skoraði á kviðdóminn aö sýkna Kampiles af öll- um sökum. Hann kvaðst grátbiöja dómend- ur um réttlæti til handa hinum 23 ára gamla skjólstæöingi sinum. — Ef Kampiles verður fundinn sek- ur um landráö, getur hann átt yfir höfði sér allt aö ævilöngu fangelsi. Verjandinn sagði, aö mal þetta væri allt ein martröö. Kampiles hafði gengið meö þá flugu I kollin- um að reyna að vinna fööurlandi sinu gagn með þvi aö gabba Rússa alveg upp úr skónum. Nú sæti hann á sakabekk, kærður fyrir landráð. — „Þetta er mar- tröö, sem kemur manni til þess aö langa til aö öskra, langa til þess að grátbiðja um réttlæti,” sagði verjandinn. Flúðu vegna jarð- skjálfta Margir fbúar Skopje i suöur- hluta Júgóslóvalu fiúðu heimili sin I ofboði i nótt, þegar bærinn iék á reiðiskjálfi I snörpum jarð- skjálfta, sem mældist fimm til sex stig á Mercalli-mælikvaröa. Engin slys uröu, né meiðsl á mönnum, eftir þvi sem fréttir herma. — Skipje, sem er höfuð- borg Makedóniu, lagöist f rúst i hrikalegum jarðskjálfta fyrir fimmtán árum, og fórust þá um 1.000 manns.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.