Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriöjudagur 27. febrúar 1979. 5 „Netafískurínn er besta hráefnið í saltfískinn“ m&r* Sveinn Egi/sson hf. segir Dagbjartur Einarsson framkvœmdastjóri Fiskaness í Grindavík í samtali við Vísi „Ef rétt er að neta- veiðum staðið, fæst með þeim besta hráefni til saltfiskverkunar, sem hægt er að hugsa sér”, sagði Dagbjartur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fiska- ness i Grindavik, i samtali við Visi. ,,Ég neita þvi hins vegar ekki”, sagði Dagbjartur, ,,að á hverri vertið kemur það fyrir að ekki er hægt að fara á sjó i nokkra daga og þá er hráefnið ekki fyrsta flokks. Fiskur upp úr is er mjög óæskilegur i salt. Ég get nefnt sem dæmi að á siðasta ári fram- leiddum við um 700 tonn af full- verkuðum saltfiski. Af þvi fór um 75% i I. og II. flokk en aðeins 8% i IV. flokk og var þó ekkert hengt upp i skreið hjá okkur á siðasta ári. Hjá Fiskanesi vinna um 40 til 50 manns að jafnaði, en Dag- bjartur sagði að þegar loðnu- frysting hæfist myndi starfs- menn veröa um 70. Saltfiskurinn númer eitt Fiskanes var stofnað árið 1966 og hefur svo til eingöngu verkað fisk i salt og skreið, en nýlega hefur það keypt frystihúsiö ArnarviTc. „Þaö gæti komið sér vel að hafa smáfrystiaðstöðu” sagði Dagbjartur”, tilaðhagnýta það sem ekki fer I salt og skreiö. Hjá mörgum er það þánnig, að freð- fiskframleiðsla er látin sitja I fyrirrúmi og saltfiskurinn kemur þar á eftir. Þessu er öfugt farið hjá okkur. Salt- fiskurinn er númer eitt”. A siöasta ári framleiddu þeir eitthvað af freðfiski og var hann heilfrystur. Dagbjartur sagði að þeir hefðu i hyggju að kaupa flökunarvél fyrir framleiðslu á frosinni ýsu. Engin loðnufrysting var á siö- asta ári, en þeir frystu um 100 tonn af loðnuhrognum. Siðast liðið haust voru saltaðar 10 þús- und tunnur af sild hjá fyrirtæk- inu. Dagbjartur sagði að það kæmi sér vel að fá sildina á þessum tima, þegar litill fiskur berst á land, en hins vegar gæfi hún litið af sér. Framleitt fyrir milljarð Dagbjartur sagði að þeir hefðu flutt út afurðir tyrir rúman milljarð á siðasta ári. Dagbjartur Einarsson, framkvæmdastjóri Fiskaness og Arnarvíkur I Grindavik. Fyrir utan fiskverkunina gera þeir út 3 báta. Tvo á netaveiöar, Geirfugl GK og Jóhannes Gunnar GK, og einn á loðnu, Grindviking GK. „Það gekk lítið hjá netabát- unum en sæmilega á loðnunni á siðasta ári. Vertiðin var léleg og sumarið erfitt. Það fengust um 400 tonn á bát en hér áöur fengust 700 til 800 tonn og allt upp i 1200 tonn. Hins vegar hefur vetrarvertiðin gengið vel það sem af er”, sagði Dagbjartur. „Þar sem aflinn hefur minnkað stórlega undanfarin 3 til 4 ár og erfiðleikar voru með sölu á saltfiski á siðasta ári, er reksturinn búinn að vera nokkuð erfiður. Við þurftum að liggja með megnið af saltfiskinum um 4 mánuðumlengurenvenjulega A þetta lagðist ýmis kostnaður. Þegar allt hefur veriö talið með, vaxtakostnaður og annaö, hefur þetta aukna birgðahald kostað okkur um 20 milljónir. Hins vegar höfum við kældar geymslur, þannig að við slupp- um við að fiskurinn skemmdist, — kæmist rauða i hann I sumar- hitanum”. Sigla norður að sækja þessa titti Um erfiðleika fiskvinnslunnar á Suðurnesjum sagði Dagbjart- ur: „Það liggur i augum uppi að það er fyrst og fremst aflabrest- ur sem veldur þessu. Aflinn hér fyrir sunnan hefur minnkað siöan togurum fyrir norðan fjölgaði og smáfiskadrápið þar jókst. Ýmsar hér á svæðinu hafa farið út i það að fá sér togara en reynslan er sú að fáum tekst að láta enda ná saman. Þeir þurfa aö sigla norður til að sækja þessa titti eða þá að veiða óarð- bærari fisktegundir til vinnslu hér fyrir sunnan. Þar að auki höfum við ekki setið við sama borð og aðrir landshlutar með fyrirgreiðslu úr opinberum lánasjóðum. Þvi hefur verið haldið á lofti að eitthvað hafi verið gert til að leysa vanda fiskvinnslunnar á Suðurnesjum m.a. með lána- fyrirgreiðslu. Ég hef ekki fengið neitt og saltfiskvinnslan hefur ekki fengið neitt, það best ég veit. Það er eins og ekki sé til neitt Hjá Fiskanesi voru saltaðar 10 þúsund tunnur af annað ?n frystihús þegai■ rætt A . .. , , _r. . r er um fiskvinnslu á tslandi”. sild a siðasta hausti. — Visismyndir GVA. -ks KR.205 Vitið þér hvað það kostar að aka vanstilltum bíl? Það er ein góð aðferð til að komast að þvt Látið stilla bílinn og athuga hve mikið þér sparið í bensínkaupum. # Við bjóðum mótorstillingar með fullkomnustu mœlitœkjum og þjálfuðum starfskröftum. # Ford-eigendum er bent á að panta tima fyrir reglulegar 5 og 10 þúsund km skoðanir. — Þœr borga T sig best. Skeifan 17. Sími 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.