Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 21
VÍSIR
Þriöjudagur 27. febrúar 1979.
21
Málaferli
Lee
Marvins:
Richard Doughty,
34ra ára leikari, sagði
fyrir rétti i Los Angeles
i fyrradag, að hann
hafði haft kynferðislegt
samband við söngkon-
una Michelle Triola
Marvin á næstum
hverjum degi i tvo og
hálfan mánuð, á meðan
hún bjó enn með kvik-
Þaö er af sem áður var, eins og sjá má á þessum myndum af Lee Marvin og frú
Hjúskaparbrot eiginkonunnar
gota gerbroytt fjárkröfonum
myndastjömunni Lee
Marvin.
Eins og fram hefur komið,
eiga þau Michelle og Lee
Marvin nú I málaferlum og fer
Michelle fram á helming tekn-
anna sem hann aflaöi á meðan
þau bjuggu saman.
Michelle hefur haldið þvi
fram að hún hafi gefiö söng- og
leikferil sinn upp á bátinn, til að
helga lífi sinu algjörlega hinum
54 ára gamla Lee Marvin.
Sambúð þeirra lauk árið 1970
eftir sex ár, og hefur Michelle
krafist helmings tekna hans á
þeim árum, sem munu vera að
minnsta kosti þrjár og hálf
milljón dollara.
Framburður leikarans
Doughty gæti þ minnkað lfkurn-
ar á þvi' að Michelle fái pening-
ana. Enda sagði dómarinn i
málinu, Arthur Marshall i gær-
dag, að sögu Reuter-fréttastof-
unnar, að sannanir á likamlegu
sambandi Michelle við aðra á
meðan á sambúðinni stóö,
sýnduaö Michellehefði brugðist
og ekki verið samkvæm sjálfi
sér þegar hún ætlaði að helga lif
sitt Marvin.
Leikarinn Doughty sagði að
Michelle hefði beðið sig fyrir
fjórum árum aö hafa aldrei orð
á þeirra sambandi, þar sem það
myndi særa Marvin. Hahn sam-
þykkti þaö, en skipti um skoöun,
eftir að lögfræöingur Lee
Marvins, David Kagon, hringdi
til hans i nóvember slðastliðn-
um.
Doughty kveðst hafa hitt.
Marvin og Michelle árið 1969.
Michelle hafi þá fljótlega boðið
sér i stutta skemmtiferö, og þau
hafi þá sofið saman.
Doughty viöurkenndi fyrir
rétti að hafa sagt Kagon á árinu
1974, að hann hefði aldrei átt
mök viðMichelle. Hann var sið-
ar spurður hvers vegna hann
hefði.neitað til aö byrja með aö
hafa átt viö hana mök, en siöar
játað.
„Ég er 34ra ára núna og
reiðubúinn til að viöurkenna þá
hluti sem ég hef gert,” svaraöi
leikarinn. -EA
ELTINGARLEIK-
UR UM GÖTUR
KEFLAVÍKUR
Tveir lögreglubilar eltu jeppa
um götur Keflavikur aðfaranótt
sunnudags. Tilkynnt hafði veriö
um árekstur rétt fyrir klukkan
þrjú um nóttina og hafði öku-
maður fyrrnefnds jeppa farið af
staðnum.
Lögreglan kom slöar auga á
jeppann og hóf eftirför. Tóks
lögreglumönnum að stöðva öku-
manninn og fór einn þeirra út.
ökumaðurinn tók þá snögglega
af stað og I burtu.
Nokkru siðar fór ökumaöur-
inn á jeppa sinum út fyrir vegi
og i ófærur, og misstu þá lög-
reglumenn af honum. Fundu
þeir bilinn mannlausan seinna
um nóttina en náðu ökumannin-
um daginn eftir.
-EA
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak hjá gjaldendum I Keflavlk,
Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu fyrir þeim hluta
eignaskattsauka, sérstaks tekjuskatts og sérstaks skatts á
tekjur af atvinnurekstri skv. bráðabirgöalögum nr. 96,
1978, sem féll I gjalddaga 1. janúar 1979 og 1. febrúar 1979
og ógreiddur er.
Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úr-
skurðar þessa.
Bæjarfógetinn I Keflavik, Njarövik
og Grindavik. Sýslumaöurinn i
Gullbringusýslu.
20. febrúar 1979.
Öifushreppur
óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa og um-
sjónarmann verklegra framkvæmda hrepps-
ins til starfa frá 1. apríl 1979.
Tæknimenntun áskilin.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Skrif legar umsóknir, er greini f rá menntun og
fyrri störfum, skal skila á skrifstofu ölfus-
hrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, fyrir 5.
mars 1979.
Sveitarstjóri ölfushrepps.
FASJ EFNI: Vísir spyr 2 ■ Svarthöfði 2 ■ £rlendar fréttir 6, 7 - fólk 8 - MyndasÖgur 8 ■ Lesendabréf 9 ■ Leiðari 10
íþróttir 12, 13 - Dagbók 15 - Stjörnuspá 15 ■ Líf og list 16, 17 - Útvarp og sjónvarp 18, 19 - Sandkorn 23