Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 23
VÍSIR Þriöjudagur 27. febrúar 1979. 100 þúsund lestir af loðnu: Hundrað þúsund tonna viðbótarafli af loðnu gæti gefið um 2.7 milljarða króna i útflutningstekjur, samkvæmt upplýsing- um sem Visir fékk hjá Ólafi Daviðssyni hjá Þ j óðhagsstof nun. Sem kunnugt er hafa fiski- fræðirigar talið óhætt að veidd verði 450 þúsund tonn af loðnu á vetrar-vertið og er það um 100 þúsund tonnum meira en þeir hafa áður talið. Mælingar á loðnu úti af Vestfjörðum hafa leitt i ljós að mun meira var af loðnu en Gefa 2,7 milljarða í útflutningstekjur reiknað var með. Ólafur Daviðsson sagði að miöað við meðalloðnu og það markaðsverð sem var i upphafi vertiðar, væri hægt að fá fyrir afurðir af 100 þús. tonnum af loðnu um 2,7 milljarða króna. Ólafur sagði að ekki væri hægt að lita þennan afla sem auknar þjóðartekjur, þvi að á vetrar- vertið i fyrra hefðu veiðst um 470 þús lestir af loðnu, þannig aö við gerðum ekki meir en að halda i horfinu. Miðað við minnkun á þorsk- afla um 30 þúsund tonn á þessu ári er tekjutap þjóðfélagsins um 7 milljarðar króna og sagði Ólafur að við yrðum að bæta okkur það upp með þvi aö færa sóknina i vannýtta fiskstofna. —KS. Óhætt er að veiöa um 450 þúsund tonn af loönu á vetrarvertföinni, aö sögn fiskifræðinga. STYÐJA KRÖFUR KENNARA- NEMA Fundur kennarafélags Flens- borgar, haldinn i Hafnarfiröi mánudaginn 12. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi viö þær kröfur sem kennaraháskólanem- ar — og ýmsir aðrir nemar á framhalds- og háskólastigi — setja nú fram um auknar fjár- veitingar rikisins til skólahalds á þessum stigum. Jafnframt skorar fundurinn á yfirstjórn mennta- og f jármála að taka skipulags- og húsnæðismál framhalds- og háskóla i landinu til gagngerðrar endurskoðunar Margir þessara skóla fá nú Illa rækt hlutverk sitt vegna hús- næöisskorts og fjáreklu auk þess sem skortir mjög á samræmingu einstakra skóla og námsbrauta. OG ÍBÚÐIR, SEM VÖL ER A RAFVIRKJAR MÓTMÆLA Eftirfarandi ályktun var gerð á félagsfundi i Félagi islenskra raf- virkja, sem haldinn var sl. laugardag. „Fundurinn mótmælir harð- lega þeim tillögum, sem settar eru fram i efnahagsmálafrum- varpi forsætisráöherra, um stórfellda skerðingu á umsömd- um kjörum verkafólks, með takmörkun á greiöslu verðbóta á vinnulaun, töku óbeinna skatta og niðurgreiðslna út úr visitölunni, auk annarra að- gerða, sem mundu leiða til versnandi afkomu launþega. Fundurinn mótmælir þeirri háskalegu samdráttarstefnu, sem frumvarpið felur i sér, sem hlýtur ef framkvæmt yrði að auka verulega það atvinnuleysi, sem þegar er staðreynd i fjölmörgum starfsgreinum. Fundurinn heitir á verkalýðs- samtökin að slá skjaldborg um kjör og atvinnuöryggi félaga sinna og beita samtakamætti sinum til þess að koma I veg fyrir að rfkisvaldið rýri kaup- mátt launa og geri atvinnuleysi að varanlegu ástandi á tslandi. kappát í kvöld Nú er kjörió tœkifœri fyrir matmennina til þess aö kýla vömbina svo um munar, og fá verólaun fyrir vikió Hver getur étió mest?! ath; grímuball á unglingadansleik öskudag. J ÓVISSA UM NEW YORK Staöa forstööumanns Is- landsdeildar norrænu feröa- skrifstofunnar i New York var auglýst laus til umsókn- arfyrirslöustu áramót og átti aö ráöa I starfiö frá 1. mars. Umsóknir bárust frá ein- um 19 aöilum, en þeir hafa ekki frekar en aðrir fengiö neinar upplýsingar um hvort búiö sé aö ráöa f stööuna eöa ekki. Nú hefur Sandkorn sannfrétt aö Ragnar Arnalds samgönguráöherra hafi skipað Stefán Richter til aö gegna starfinu áfram i tvo mánuöi meðan tekin veröur ákvöröun um hvort deildin verður lögö niöur eöa ekki. ÞINGEYSKA MONTIÐ Þaö er stundum talaö um aö Þingeyingar séu montnir. Viröast þeir sjálfir frekar ýta undir þennan oröróm en hitt, eins og eftirfarandi klausa úr Degi sýnir, en hún er frá fréttaritara blaösins i Þistilfiröi. „Nú hef ég venju fremur mikið aö gera, þvi ég hiröi 380 fjár og 30 gripi i fjósi og er auk þess eins konar fram- kvæmdastjóri viö byggingu hér á bænuih og annast út- réttingar meö tilheyrandi feröalögum. Er ég montinn af þessu starfi og sagöi strák um, sem vinna hér, aö þaö væri ekkert annað en montiö. sem héldi mér uppi.” LYKTEYÐIR VIÐ KLETT Hafnfiröingar eru nú loks lausir viö hina hvimleiðu peningalykt sem fylgt hefur fyrirtækinu Lýsi og mjöl. Sett hafa verið upp fullkomin tæki viö verksmiöjuna er eöa 97-98% Hafnfiröingar 'eru nú loks lausir viö hina Jivimleiðu peningalykt sem ^fylgt hefur fyrirtækinu Lýsi gjOg mjöl. Sett hafa veriö upp •fullkomin tæki viö verk- •smiöjuna er eyöa 97—98% af •ólyktinni. Hefur Jón Þóröar- ^on, framleiölsustjóri á '•Reykjalundi, hannaö þessi ýnýju tæki og á heiöur skiliö ^fyrir vikiö. • Reykvlkingar hafa löngum fljkvartaö undan ólykt frá dbræöslunni aö Kletti og hljóta nú aö krefjast þess aö fsamskonar hreinsitæki og ^tomin eru i Fjöröinn veröi 4ett upp viö Klett. NUNDALÓGÍK • ÁSKAGA ® Þaö hefur veriö rikjandi hálfgerö hundalógik varö- andi hundahald á Akranesi. Þar er hundahald bannaö jiamkvæmt heilbrigöissam- gþykkt, en hins vegar leyft •samkvæmt lögreglusam- ^þykkt. Hefur þvi veriö hund- ■4ir i hundaeigendum vegna %ess arna. J Nú hefur veriö samþykkt tillaga I bæjarráöi þess efnis, , aö heilbrigöisnefnd semji til- eiögu aö reglum, er heimili •hundahald á Akranesi meö ákveönuin skilyröum. • Miklar umræöur uröu um ^náliö I bæjarstjórn, en til- ' jaga bæjarráös var sam- gþykkt meö sjö atkvæöum gegn tveimur. • —SG. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.