Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 27. feb. 1979 síminnerðóóll Vilmundur fflytur tillögu um þióðaratkvœðagreíðslu ú þingi I dag: „SAMRÁD HCF-j UR Ml STEKIST"! sagði Vilmundur Gylffasen i morgun — vill láta „ffrysta" efnahagsstœrð- | Irnar ffrá 1. mars þar til þjóðaratkvœðagreiðsla heffur ffarið ffram Þessi bifreiO lenti i höröum árekstri á mótum Nesveg- ar og Suðurstrandar á Sel- tjarnarnesi I gær. Visismynd: ÞG Skella saman í hálk- unni Talsvert varö af árekstr- um i Heykjavik i hálkunni i gær og i morgun. Þegar Visir haföi samband viö iögregluna, höföu þrjátiu og tveir árekstrar oröiö frá klukkan háif átta I gær- morgun, þar af sex snemma i morgun. Ekki var vitaö um slys í þessum árekstrum. -EA Lést eftir vinnu- slys Tuttugu og niu ára gam- ali maöur lést I gær af völd- um meiðsla, sem hann hlaut viö vinnu i Breiöhoiti. Hann hét Einar Magnús- son, til heimilis aö Klepps- vegi 98 I Reykjavik. Einar var ásamt öörum manni aö vinna viö Suður- hóla i Breiðholti. Hafði þungt stálmót veriö reist upp við vegg og unnu þeir viö að hreinsa þaö. Svo virðist sem stálmótið hafi fokið til og fallið á mann- inn, sem lést skömmu sið- ar. — EA Skákmófið i Múnchen: Friðrik slóst í hópinn Heimsmeistarinn Karpov mátti sætta sig viö jafntefli, er þeir Guömund- ur Sigurjónsson stórmeist- ari mættust i fyrstu umferö skákmótsins I Munchen. Lauk skákinni I 30 leikjum. i annarri umferö, sem fram fór I gær, tapaöi Guö- mundur hins vegar fyrir Spassky, Friðrik Ólafsson forseti FIDE var viðstaddur setn- ingu mótsins og þegar Kavalek forfallaðist tók Friörik sæti hans. 1 fyrstu umferð gerði hann jafntefli við Hubner og i gær geröi hann jafntefli viö Ralf Lau. —SG ,,Þaö verður lögö fram tillaga um þjóðarat- kvæöagreiösiu um frum- varp forsætisráðherra í dag og það verður jafn- framt talað fyrir henni utan dagskrár”, sagöi Vilmundur Gylfason i samtali viö Vfsi I morgun. „Við litum svo á aö þetta samráð hafi mis- tekist og þar sem á það hefur verið lagst að þetta nái fram að ganga 1. mars, gerum við það aö tillögu okkar að efna- hagsstærðirnar séu fryst- ar núna 1. mars og þjóðin spurð álits á þessu, sem verður svo leiðbeinandi fyrir alþingi, og það ætti að geta gerst á örskömm- um tima”, sagði Vil- mundur. Aðspurður um það hvort ekki þyrfti að af- greiða frumvarp um efnahagsmál á skemmri tima en tekur að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði Vilmundur að upp- lýsingarnar um máliö lægju þegar á borðinu og þyrfti ekki aö taka nema hálfan mánuð. „Að okkar mati er tiltekinn hnútur uppi og umsagnir aðila eru mjög misjafnar, svo ekki sé meira sagt og óljóst með hvaða hætti almennings- álitið spilar þar inn i og þvi finnst okkur hreinleg- ast að höggva á þann hnút, með þvi að spyrja að þvi. Enda eru þetta að- ferðir sem farnar eru i öðrum löndum. Ef það kæmi i ljós, að mikill meirihluti þjóðar- innar vildi fara þessa leið, sem auðvitað eru fórnir til skamms tima, þá þykir okkur sjálfsagt að reyna þaö til þrautar. Það er um það getið iá- lyktuninni að þetta gerist hið allra fyrsta. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að úr þvi þetta verður ekki lagt fram 1. mars, þá er enginn hvati á næstu vikum eöa mánuðum. Þaðsýndi okkur reynslan fyrsta desember, en eftir þá dagsetningu kom slaki i allt kerfið. Aðalatriðið er að fá að vita hvað almenningur vill,” sagði Vilmundur. — JM Sólmyrkvinn myndaður í gær var deildarmyrkvi á sólu. Hófst hann um kl. 17 og var ekki lokið um sólsetur, er var kl. 17.59. Þegar myrkvinn varö hvaö mestur, huldi mán- inn 77% af þvermáli sól- ar. Þórir ljósmyndari Vísis skellti sér I loftiö meö flugvél frá Sverri Þór- oddssyni og myndaöi fyrirbrigöið, á meöan viö hin máttum dúsa undir óveöurskýjum úr sjón- máli viö sólina. Hér hafiö þiösvoárangurinn, móöir vorsól aöhluta til hulin af bróöur vorum mána. —HR Rannsékn allsherjar- neffndará máli Skúla á Laxalóni: Skilar áliti í nœstu viku ,,Viö göngum væntaniega frá niöurstööum I næstu viku”, sagði Vilmundur Gylfason, alþingismaöur, þegar Visir spuröi hann hvað liði rannsókn Alls- herjarnefndar á máli Skúia á Laxalóni og fiskeldi á ts- landi. Verslunarráö tsiands hefur sent nefndinni bréf þarsem þaö leggur áherslu á, aö máli þessu veröi hraöað i meöförum Alþingis og i Ijós veröi leitt hvort núgildandi lög og reglugeröir standi I vegi fyrir framþróun þessarar atvinnugreinar. I bréfinu leggur Verslunarráðiö ennfremur nokkrar spurningar fyrir nefndina varðandi fiskeldi og aðstöðu Skúla Páls- sonar. -JM ítarlegri rannsókn ó Fríhöfninni Rikissaksóknari hefur óskaö eftir frekari rann- sókn á Frihafnarmálinu. Lögreglustjórinn á Kefla- vfkurflugvelli hefur fengið bréf frá embættinu þar sem þetta er tilkynnt. Vegna skrifa Visis um Frihöfnina, óskaði utan- rlkisráðherra eftir opin- berri rannsókn. Hana ann- aðist lögreglustjóraem- bættið á Keflavikuflugvelli og að henni lokinni var máliö sent rikissak- sóknara. Embættiö hefur nú fariö fram á itarlegri rannsókn og endursent málið til lögreglustjóraem- bættisins á Keflaviicurflug- velli. -KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.