Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 11
VlSUR Þriöjudagur 27. febrúar 1979. Ellilífeyrisþegar í Kópavogi: DANSA Í VIÐ TÍMANN Á bókasafninu Viö leöurvinnu TAKT Þaö verður ekki annað sagt um eldri bæjarbúa í Kópavogi en að þeir séu í takt við tímann. Þeir eru að vísu ekki með diskó- keppni> en á þriðjudögum dunar dansinn í Hamra- borg 1/ félagsmiðstöð aidraðra. Þar láta sextíu og sjö ára og eidri ekki sitteftir liggja í tvisti, og travoltadönsum, frekar en hinum gömlu hefð- bundnu danssporum. Vísismenn litu þar inn í siðastliðinn þriðjudag og fengu staðfestingu á því að aldur er ekki spursmál um ár. Þann dag er „opið hús" hjá starfseminni og mikið um að vera allan daginn. Að sögn Ásthildar Pétursdóttur forstöðu- manns er danskennslan nýbreytni hjá þeim. Hún kvaðst hafa komið að máli við Heiðar Ástvalds- son um þennan mögu- leika og hann hefði brugðið skjótt við og sent þeim tvo danskennara einn tíma í hverri viku og neitaði að taka greiðslu fyrir! Hefur danskennsl- an vakið ósvikna ánægju. Þegar okkur bar að var verið að spila á spil á nokkrum borðum. Þá voru sumir að velja sér bækur í bókasafni staðar- ins, aðrir við leðurvinnu og hárgreiðslukona var þarna til að leggja hárið á þeim sem þess óskuðu. „Ég kem hér alltaf þegar það er opið, þetta er erðið annað heimlli manns", sagði ein konan við okkur. Við vorum líka sam- mála um það eftir heim- sóknina að enginn þyrfti að kvíða því að eldast ef þetta væri sýnishorn af því félagslifinu sem biði manns eftir sextíu og sjö ára aldur. —JM Viö spilamennsku t lagningu „Nú tvistum viö... beygjum okkur i hnjánum... veifum höndunum... og tvistum áfram... 11 Saióme, sem sést hér i skottis meö danskennaranum. sagöist ekki hafa dansaö I tugi ára fyrr en I þessum timum. Aö visu heföi hún stöku sinnuni fariö á dansleiki undanfarin ár, en sér heföi aldrei veriö boöiö upp”. Ekki þaö aö mér sé ekki sama, maöur er nú ekki aö ganga á eftir þessum gæjum", bætti hún viö, hress i bragöi. ,,Nú dönsum viö dans sem heitir ,,SImon segir” og er voba vinsæll hjá krökkunum” kallaöi danskennarinn og Asthildur Pétursdóttir forstööumaöur dansaöi meö af fullum krafti. ,,Eg er nú á niræöisaldri”, sagöi Salóme, sem er til hægri á mynd- inni. ,,Já, og ég á áttræöisaldri, en vib erum nú bara krakkar, elsk- an”, sagöi Sigríöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.