Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 9
VÍSLR Þribjudagur 27. febrdar 1979. Áhyggjur Svart- höfða eru þungar Kristinn Snæland hefur sent Visi eftirfarandi pistil: Eitthvað hefur það farið fyrir brjóstið á Svarthöfða aö Timinn stendur i nokkurri útbreiðslu- herferð um þessar mundir. Vísir og Dagblaðið hafa eytt stórfé i allskonar áskrifenda- happdrætti og brambolt en árangur líklega orðið minni, a.m.k. hjá Visi en efni stóðu til i augum Svarthöfða (I.G.Þ.) Útbreiðslustarf Timans hefur hinsvegar verið á þann veg að gefa fólki kost á mánaðaráskrift ókeypis en siðan áframhaldandi áskrift ef viðkomandi likar við blaðið. Svo virðist að Svarthafði hafi af þvi spurnir að þetta starf á Timanum gengur allvel enda er blaðið nú bæði gott fréttablað og vinsælt og af því þungi nokkur sem háði blaðinu um tima. Ótti Svarthöfða við vöxt og viðgang Timans er þvi vissu- legarétt athugaður ekki sist þar sem málflutningur Svarthöfða vegur þeim mun minna sem Timinn eflist að Utbreiöslu. Tilefni taugaveiklunarkasts Svarthöfða er svo þaö að á almennum fundi á vegum Framsóknarfélaganna á Reykjavik var kynningaráskrift að Timanum boðin fram. Svarthöfða á að vera svo kunnugt um almenna fundi á vegum Framsóknarmanna að hann veitað þá sækja sem betur fer margt manna sem ekki eru I Framsóknarflokknum og að sjálfsögðu viljum viö Tlma- menn gjarnan ná til þessa fólks með blaðiö. Ég vil harma það Svarthöfða vegna ef á almenna fundi í þeim félagssamtökum sem hann kann best við sem stendur, mæta einungis félagsbundnir menn, ef svo er þá er það ein- ungis vottur þess að almenn- ingur hefur ekki áhuga á Svart- höfða og áhugamálum hans. Þá má spyrja Svarthöföa hvort honum sé alvara með að á almennum opnum fundi sé borin upp tillaga stjórnar eða full- trúaráðs um pólitiskt efni. Ef svo er þá er vist að niöur- stöður gætu orðið næsta furðu- legar enda reiknum við Fram- sóknarmenn með þvi að á fundi okkar sadti fjöldi fólks úr öðrum stjórnmálaflokkum og er sú raunin öllu jafnan og ætti aö vera Svarthöfða kunnugt. Ég vil svo þakka Svarthöfða auglýsinguna fyrir áskrifenda- söfnun Timans og býð honum hér með ókeypis áskrift I mánuð með venjulegum skilmálum. Loks má undrast að hinum ágæta Framsóknarmanni I.G.Þ. skuli ekki hafa veriö kunnugt um aö fundurinn var almennur opinn fundur Fram- sóknarfélaganna I Reykjavik en ekki lokaður fundur Fulltrúa- ráðsins enda hefði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur þá væntanlega fengið sent fundar- boð sem fulltrúaráðsmaður. Athugasemd ritstjórnar Visis: „Kristinn Snæland gengur út frá þvi sem visu, að Svarthöfða- pistill sá, sem hann gerir að umtalsefni sé eftir Indriða G. Þorsteinsson. Honum er frjálst að geta sér til um höfundinn, en eins og áður hefur komi fram í Vísieru það margir menn, sem skrifa Svatthöfðapistlana, og mun ritstjórn blaðsins ekki nú fremur en fyrr gefa upp nöfn Svarthöfðanna.” Slösuð dýr á vegum Stuttfréttaklausa birtist I Visi þann 15. febrúar sl. þess efnis, að ekið hefði verið á tvo hesta við mynni Hvalfjaröar og þeir slasaðir svo alvarlega, að orðið hefði að aflifa þá. Þessi fregn vekur til umhugs- unar um þau hroöalegu slys, sem skepnur verða oft fyrir á vegum landsins, og hvort ekki mætti mjög draga úr þeim með aukinni aðgát ökumanna. Einnig hlýtur að vakna spurn- ing um það, hversu langur timi liður, (sem auðvitað er mis- jafnt), frá þvi slys verður, þar tilunnteraðaflffaþær skepnur, sem fyrir slysinu verða. Það er mikið mannúðarmál, að stórslösuö dýr þurfi ekki að kveljast lengi, eftir að stórslys eroröiö,þartilunnterað binda endi á þjáningar þeirra. Allt skyldi gert til að stytta þann tima, svosem framast er kostur á. Ég hef grun um, að oft llöi all- langur timi, frá þvi aö slys verö- ur á skepnu, þar til tekst að ná I mann meö byssu til aö aflifa hana. A meðan verður skepnan að liða hinar ægilegustu kvalir, þar sem hún byltir sér beinbrot- in og stórslösuð. Hvað er hægt að gera til að stytta þennan bið- tima dauðans, eða til þess að tafarlaust sé hægt að binda endi á þjáningar dýrsins þegar stór- slys verður? Þyrfti ekki að kenna hverjum bflstjóra, hvern- ig viö skuli bregðast, svo ekki lendi allt ifumi og ráðleysi, þeg- ar slik óhöpp eiga sér stað? Vill ekki einhver, sem þekk- ingu hefur á þessum málum, gefa opinberlega leiðbeiningar, sem orðið gætu aö gagni, þeim sem á þarf að halda, svo komist verði hjá óþarflega löngum þjáningum slasaðra dýra? Ingvar Agnarsson. Gefum smiörið til sveltandi barna Svava Jensen hringdi: ,,Éh sá I Vi'si fyrir skömmu að nú á að flytja út smjör til Sviss og fást þar 400 krónur fyrir kiló- ið. Mér finnst miklu nær aö gefa þetta smjör til sveltandi barna ogvel viðeigandi á barnaárinu. Okkur munar varla mikið um þessar fjögur hundruð krónur á kflóið sem þeir I Sviss vilja borga okkur. Mikill fjöldi barna viða um heim sveltur heilu og hálfu hungri á meöan við lifum i allsnægtum. Það er varla til of mikils mælst að við reynum að Lousor stöður Störf skatteftirlitsmanna við skattstofurn- ar i Reykjavik, Reykjanesumdæmi, Norð- urlandsumdæmi eystra og rannsóknar- deild rikisskattstjóraembættisins eru lausar til umsóknar. Verða störfin i upp- hafi veitt til eins árs. Störfin verða fyrst og fremst fólgin i eftirliti með skattskilum og bókhaldi atvinnurekstraraðila með heim- sóknum i fyrirtæki. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi hlotið löggildingu til endurskoðunarstarfa, hafi lokið prófi i lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Þeir umsækjendur sem ekki hafa lokið háskólaprófi eða hlotið löggild- ingu til endurskoðunarstarfa munu innan árs frá ráðningu eiga þess kost að sækja námskeið á vegum rikisskattstjóraem- bættisins i bókhaldi, skattskilum og skattarétti og mega þeir er standast próf að þvi námskeiði loknu vænta framhalds- ráðningar. Umsóknarfrestur er til 26. mars n.k. og skal skila umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf til fjármála- ráðuneytisins fyrir þann tima. Fjármálaráðuneytið, 23. febrúar 1979. Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi v/jan. — sept. 1978, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir október, nóvember og des- ember 1978, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1978, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum sérstökum út- flutningsgjöldum, aflatryggingasjóðs- gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 15. febrúar 1979. Lousur stöður Við námsbraut i sjúkraþjálfun i Háskóla Islands er laus staða námsbrautarstjóra og staða lektors. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 25. mars nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 21. febrúar 1979. Smurbrauðstofan BJÖRNÍNIM Njólsgötu 49 ~ Simi 15105 ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstig1-Simi 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.