Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 27.02.1979, Blaðsíða 7
í I Umsjón Guðmundur Pétursson Callaghan œtlar að sitja sem fastast ót tímabilið Þessi mynd er send frá Peking, tekin á bardagasvæ&unum á landa-mærum Kina og Vietnams. Sýnir hún vietnamskan hermann, sem tek- inn hefur verið höndum af Kinverjum, og er klnverskur iæknir að gera að sárum hans. Kínverjar bjóða Víet- itömunt til samninga James Callaghan, forsætisráð- herra, sagði I gærkvöldi, að hann mundidraga svo lengi, sem hann gæti að boða til þingkosninga — þrátt fyrir það álag, sem minni- hlutastjórn hans er undir vegna ófriðarins á vinnumarkaðnum. I sjónvarpsviðtali i gærkvöldi sagði Callaghan: „Fimm ára kjörtimabil þessa þings rennur út i október eða nóvember 1979. Það er rétti timinn til kosninga”. „Mér hefur alltaf fundist.að við ættum að afplána þetta út allt kjörtimabilið, og finnst það enn”. Kosningarnar verða að fara fram i siðasta lagi 15. nóvember. A meðan heldur verkfallsskær- um áfram á vinnumarkaðnum, og meðal annars hafa ökumenn sjúkrabila, 17 þúsund talsins, boðað til eins sólarhrings verk- falls á fimmtudag. Munu þeir ekki einu sinni ansa neyðarköll- um. Þá skiptast um 300 þúsund opinberir starfsmenn á um að vera i skæruverkföllum, einn og einn hópur i senn. Þessi mynd af sólmyrkvanum í gær var tekin úr flugvél yfir Golden- dale I Virginia i 27.000 feta hæð, eöa fyrir ofan skýjaþykkniö. Ef prentast vel, eiga aö sjást á myndinni ijósir blettir, svonefndar „Perlur Bailys”, sem stafa frá gigjum mánans VÍSIR Þriðjudagur 27. febrúar 1979. Kinastjórn hvatti i morgun Vfetnama til þess að taka upp samningaviðræður til þess að binda endi á landamærastrið þeirra, eftir þvi sem fréttastofan „Nýja Kina” sagði frá. I leiðara úr „Dagblaði alþýð- unnar”, málgagni kinverska kommúnistaflokksins,sem „Nýja Kína” vitnaði til, sagði: „Við vonum af einlægni, að vietnömsk yfirvöld geri sér ljósa grein fyrir ástandinu og fallist á eðlilegar til- lögur um að taka upp viðræður hið fyrsta.” Þetta tilboð um samningavið- ræður er lagt fram á ellefta degi innrásar Kina i Vietnam, og eftir þvi sem Vietnamar halda fram, hefur innrásin teygt sig langt inn i landið. „Landamæraerjurnar milli Kina og Vietnam verða einungis settar niður með samningum beggja aðila. Það er engin önnur leið fær„” sagði i leiðara „Dag- blaðs alþýðunnar”. Og áfram: „Meirihluti rikja heims og alheimsálitið, knýr á Kina og Vfetnam að leysa landa- mæraerjur sinar með samning- um. — Viðleitni til þess að tryggja heimsfriðinn og virða grundvall- arreglur um alþjóðleg samskipti verður sem fyrr afstaða kin- versku stjórnarinnar.” En samfara þessum sáttaum- leitunum gefa fréttir til kynna, að meiriháttar orrusta sé i uppsigl- ingu milli Kinverja og Vietnama við Lang Son i norðaustur Viet- nam. — Lang Son er önnur aðal- járnbrautin, sem tengir Kina og Vietnam og liggur skammt frá „Vináttuskarði”, sem markar landamæri rikjanna. Hún er sögð ennþá á valdi Vietnama. Bandariskir sérfræðingar telja sig hafa vissu fyrir miklum lið- safnaði við járnbrautina i hérað- inu við „Vináttuskarð”. Símamynd UPI í morgun aratitli I Kamen í Ruhr-hérað- inu. Raunar fellur sllkur ttt.il! um sjálfan sig, þegar viðkomandi deyr, og Göring fyrirfór sér eftir að hann hafði verið dæmdur til dauöa i stríösglæparéttarhöld- unum í Nurnberg 1916. — En talsmaður bæjarráðsins I Kamen sagði, að ráðiö hefði viljað undirstrika andúöina á grimmd nasista, og svipta Gör- ing formlega heiðursborgara- tigninní. Bœndamótmœli Bændur I Bandarikjunum hafa verið mjög óánægðir með verðá landbúnaðarafuröum, og látið þaö i Ijós með ýmsum mót- mælaaðgerðum. 1 siöasta mán- uði óku þeir svo þúsundum slcipti dráttarvélum sinum til Washington og oBu algeru öng- þveiti I umferðinni. Fyrir helgi tóku nokkrir þeirra sig til og hentulifandi geit inn á grasflöt- ina fyrir framan Hvita húsiö. Á reiðhjóli umhverfís jörðina Tveir Norömenn, annar þvi sem næst blindur, ætla á tveggja manna reiðhjóli um- hverfis jörðina. Ætla þeir aö þræða leiðina, sem Phileas Fogg, söguhetja Jules Verne I bókinni „í kringum jörðina á 80 dögum”, ferðaþist. Þetta eru hjónaieysin Marit Voster og Tore Nærland sem leggja af staö frá London 1. mars. Ætla þau að fljúga I flug- vél þá kafla, sem Fogg fór með skipi. Feröina taka þau sér á hendur til þess að vekja athygli á fþrótt- um fatlaöra, en þaö er Nærland scm er nær blindur. Þau fara I gegnum Frakkland, ttaliu, Egyptaland, Indland, Hong Kong, Japan og Bandarikin, áð- ur en þau snúa aftur til Bret- lands. Þetta cr svo sem ekki fyrsta hjólreiöaferðin þeirra.1977 hjól- uðu þau þvertyfir Bandarikin.t fyrra hjóluðu þau frá Alaska suður til Miami. Kanadíska riddaralögreglan T\eim konum i kanadisku riddaralögreglunni tókst að villa á sér heimildir og þóttust ganga erinda eiturlyfjasala. Leiddi það til þess, aö upp komst um aiþjóðiegan smygl- hring. Komst lögreglan yfir eina sendingu, sem metin var tii 20 milljóna dollara á svörtum markaði. Lögreglan hafði pata af þvi, aö vinéælt væri hjá smyglurum að ráða ungar stúlkur til þess að flytja Smyglsendingarnar. Tvær ungar lögreglukonur voru send- ar á stúfana sem agn. Flugu þær til Hong Kong og þóttust vera I skemmtiferð. Þar tóku þær að sér að koma sex kilógrömmum af heróini I gegnum tolli Penang I Malaisiu, I Zurich og I Paris.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.