Vísir - 17.03.1979, Page 3

Vísir - 17.03.1979, Page 3
VtSIR Laugardagur 17. mars 1979 breytingum i þinginu. „Ég tel að það eigi að reyna til þrautar að ná samkomulagi innan stjórnarinnar, en það er augljóst mál að við látum sam- starfsflokkum okkar ekki haldast uppi, að slita okkur frá verka- lýðssamtökunum” sagði Stefán. -JM Ragnhildur Helgadóttir ## Stjórnin mun lafo ófram" — segir Ragnhildur Helgadóttir „Þeir munu gera málamynda- breytingar á visitölukaflanum, sem Alþýðubandalagið greiðir at- kvæði með og rfkisstjórnin mun lafa áfram” sagði Ragnhildur Helgadóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. „Ég hef aldrei upplifað skringi- legra ástand á Alþingi né furðu- legri ri'kisstjórn, enda upp- lausnarástand i þjóðfélaginu” bætti hún við. Sighvatur Björgvinsson „Sundrungin innan Al- þýðubanda- logsins mesta vandamól" — segir Sighvatur Björgvinsson „Það er engin vafi á þvi að það var komið samkomulag um frumvarpið milli stjórnarflokk- anna siðastliðinn laugardag og það er þvf sundrungin innan Alþýðubandalagsins en ekki rikisstjórnarinnar sem er vanda- málið” sagði Sighvatur Björg- vinsson, þingmaður Alþýðu- flokksins. „Spurningin er því hvort þeim tekst að leysasin innanflokksmál. Veröi góöu öflin i Alþýðubanda- laginu ofan á, verður hægt að ná samstöðu” sagði Sighvatur. -JM ÁVÍSANAREIKNINGAR STARFS- MANNA RÍKISBANKANNA: ## Starfsfólk fœr ekki refsivexti" — segir Magnús Jónsson „Þaðer rétt að starfsfólk fær vexti á ávisanareikningi eins og á sparisjóðsbökum ”, sagði Magnús Jónsson bankastjóri I Búnaðarbankanum við Visi. Magnús sagði að laun starfs- fólksins væru lögð inn á ávisanareikninga og fengi það 19% vexti af þeirri upphæö. Starfsfólkið ætti alveg eins rétt á þvi að fá launin lögð inn á sparisjóðsbók. Um þá starfsmenn Búnaðar- bankans sem ávisuðu meir en innistæða á reikningum þeirra væri fyrir sagði Magnús: „Það er rétt, þeir fara ekki á refsi-vexti en hins vegar er fýlgst mjög vandlega með þvi, ef einhver starfsmaður fer að misnota sinn reikning. Þetta er mjög sjaldgæft og kemur helst fyrir rétt um mánaðamót 1 til 2 dögum, með einhverjar smáupphæöir, en það er algjör undantekning”. —KS Viljum samrœm ## ingu — segir Stefón Gunnarsson „Mér þykir mjög miöur að bréf sem fór frá minu borði sem trúnaðarmál skuli vera orðið hornsteinn að æsifrétt i dag- blaði”, sagðiStefán Gunnarsson bankastjórií Alþýðubankanum I samtali við Visi. „Það sem vakir fyrir okkur fyrst og fremst með þessu bréfi er að fá samræmingu á þessum málum”, sagði Stefán. „Eins og kemur fram i bréf- inu teljum við ekki óeðlilegt að við njótum sömu vaxtakjara og starfsfólk ríkisbankanna en við erum ekki að fara fram á að fá yfirdráttarheimild”. Stefán sagðist ekki geta nefiit dæmi um það að starfsfólki rikisbankanna liðist að gefa út innistæðulausar ávisanir né heldur hve mikil brögð væru að þvi. —KS ## „Engin mis- notkun — segir Bjarni Guðbjörnsson „Þessi lýsing Alþýðubankans á ástandinu kemur ekki heim og saman við það sem viðgengst hjá okkur”, sagði Bjarni Guð- björnsson, bankastjóri i útvegs- bankanum við Visi. Bjarni sagði að ef starfs- maður Ctvegsbankans mis- notaði ávisanareikning sinn gengi það sama yfir hann og hvern annan viðskiptavin bank- ans. Starfsmenn fengju sektar- vexti og reikningum þeirra væri lokað. Hins vegarfengju starfsmenn almenna sparisjóðsvexti á ávis- anareikninga i bankanum enda væri um launareikninga þeirra að ræða. „Ef til vill má kalla það ein- hver friðindienstarfsmenngeta allt eins farið fram á að fá laun sin greidd inn á sparisjóðsbók. Með þessu losnar bankinn við eilifar millifærslur”, sagði Bjarni. _KS ## „Viðskipta vinir hofa sömu kjör — segir Pétur Sœmundsson „Starfsfólk okkar hefur sömukjörá ávisanareikningum og aðrir viðskiptavinir”, sagði Pétur Sæmundssen bankastjóri Iðnaðarbankans við Visi. „Okkar starfsmenn hafa enga heimild til að yfirdraga og það hefur komið fyrir að við höfum lokað reikningum á starfefólk ef slikt hefur komið fyrir sem er afar sjaldgæft”, sagði Pétur. Pétur var ekki alveg viss hvort i þeim tilvikum sem starfefólk Iðnaðarbankans gæfi út innistæðulausa ávisun væri beitt sektarákvæðum né hvort á það legðist fullur innheimtu- kostnaður. —KS Sjó einnig baksiðu HEIMTAÐ EN EKKI NEITAÐ t frásögn frá upphlaupi á Al- þingi i gær stóð á einum staö „neitað” þar sem átti að standa „heimtað” og er setningin rétt svona: „Hvort hann hefði kannski frekar átt að spyrja að þvi af hverju alþýðuflokksmenn heföu ætlað að stoppa það af aö mál hans um Eimskip og Flugleiðir væru rætt i Kastljósi á sínum 3 tima og heimtað að mál Vil- mundar um raunvexti yrði tekiö fyrir I sama þætti”. Basar ó Bernhöftstorfu Basar Myndlista- og handiða- skólans veröur haldinn á Bern- höftstorfunni i dag og á morgun kl. 9-19. A basarnum er mikið úr- val af leirmunum, keramik, grafík, trévörum og fatnaði, á lágu veröi. HEFUR ÞÚ SMAKKAD fSfNN FRÁ RJÓMAÍSGERDINNI? Shellstöðinni v/Miklubraut Sýnir loftmynd- ir af þéttbýlis- stöðum Mats Wibe Lund jr. heldur sölu- sýningu á nýjum litloftmyndum frá þéttbýlisstöðum á Suðurlandi og Suðurnesjum I félagsheimilinu „Bergþóru” i Hveragerði á morgun, sunnudag, kl. 14-22. Myndirnar, sem teknar voru I ágúst siðastliðnum, eru frá eftir- töldum stöðum: Vogum, Njarð- vik, Keflavik, Gerðum, Sand- gerði, Grindavik, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þykkvabæ, Hellu, Hvolsvelii, Fljótshlið og Vik i Mýrdal. Aðgangur að sýningunni, sem aðeins stendur þennan eina dag, er ókeypis. Kökur og lukkupokar Kvenfélag Fóstbræðra heldur basar á sunnudaginn i félags- heimili Fóstbræðra að Langholts- vegi 109 og hefst hann kl. 14. Þar veröa á boðstólum heimabakaðar kökur og lukkupokar með ein- hverju spennandi fyrir börnin. Enn aukin þjónusta Höfum opnaó Smurstöð í Garðabæ Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg Þar bjóðum við bifreiðaeigendum fjölbreytta þjónustu, meðal annars: • alhliðasmurningsvinnu • loft- og olíusíuskipti • endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta • viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl. Olíufélagið Skeljungur hf. Smurstöð Garðabæjar Þorsteinn Ingi Kragh Sími: 42074 Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.