Vísir - 17.03.1979, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 17. mars 1979
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylf i Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Slðumúla 8. Simar 86611 og 87260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 1000 á mánuöi
innanlands. Verð I _ . ,
lausasölu kr. 150 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f
!■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■!
„Eigendur" launafólks
og hinir leikararnir
Þá hefur efnahagsmálafrum-
varp Olafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra, verið lagt á borð
þingmanna og er það nú form-
lega komið inn á alþingi þjóðar-
innar. Það hef ur þó þegar verið
karpað um það aðallega utan
dagskrár f ram að þessu og utan
þings, einkum í ríkisfjölmiðl-
um, þar sem stjórnarf lokkarnir
hafa keppst um að pota inn tals-
mönnum sínum til þess að f lytaj
kosningaræður í fréttatímum.
Þeir hafa ekki rætt saman
heldur hver flutt sína ræðu og
aðeins kynnt málið frá sinum
sjónarhóli þannig að almenn-
ingur hefur átt erfitt með að
átta sig á, hvernig dæmið liti út í
heild sinni.
Lúðvík telur að þarna sé á
ferðinni kauplækkun og því til
staðfestingar hagræðir hann
skýrslum og útreikningum
Þjóðhagsstofnunar. Steingrím-
ur og Kjartan koma svo í kjöl-
farið og segja að ekkert sé að
marka Lúðvík og útreikninga
hans, því sannleikurinn sé sá,
að kaupmátturinn muni aukast
hjá launafólki, þótt kaupið
hækki lítið sem ekkert í krónu-
tölu.
Auðvitað er kaupmátturinn
það sem skiptir máli. Það er til
lítils að hækka kaup um allt að
50% eins og gert var á síðasta
ári ef kaupmátturinn eykst
samhliða launahækkuninni að-
eins um 6 — 8%. Þetta hlýtur
hver heilvita maður að skilja,
en Lúðvík heldur dauðahaldi í
krónutöluna.
Það er ekki hægt að segja
annað en f jörugt sé á hinu póli-
tíska sviði þessa dagana enda
upplausnarástand í herbúðum
stjórnarinnar. Til viðbótar þeim
skrípaleik kemur svo hrá-
skinnaleikur mismunandi mik-
illa komma í Alþýðubandalag-
inu, sem þykjast vera að deila
um orðalag og ákveðnar greinar
í frumvarpi Olafs Jóhannes-
sonar, en eru í raun að gera upp
gamlar syndir sín á milli.
Þannig er til dæmis Ijóst, að
Ásmundur Stefánsson hagfræð-
ingur stekkur nú inn á sviðið og
gerir ráðherrum Alþýðubanda-
lagsins hinn versta grikk með
yfirlýsingum í nafni Alþýðu-
sambandsins, til þessað klekkja
á þeim, ekki síst Svavari Gests-
syni, sem varð til þess, að Ás-
mundur komst ekki í öruggt
þingsæti í fyrrasumar.
Það vekur furðu að forseti
Alþýðusambandsins, Snorri
Jónsson, skuli vera í feluleik
þessa dagana. Hann neitar að
gefa yfirlýsingar í fjölmiðlum
og lætur helst ekki ná sambandi
við sig. Er Alþýðusambandið
forystulaust? Eiga launþegarn-
ir í sambandinu engan tals-
mann? Það er auðvitað fyrir
neðan allar hellur, að þeir þurf i
að leita inn í raðir Bandalags
háskólamanna til þess að finna
talsmann. Ásmundur Stefáns-
son, lektor við Háskólann, er
ekki fulltrúi verkamanna. Olaf-
ur Ragnar Grímsson, próf essor
við Háskóla lslands,er heldur
ekki réttur talsmaður þessa
fólks. Það er hrein móðgun við
þá, sem vinna hörðum höndum
að Ásmundur lektor skuli taka
þannig til orða „Við getum ekki
sætt okkur við kaflann eins og
hann er." Hann er ekki einn
þeirra, sem þiggja laun sam-
kvæmt samningum Verka-
mannasambandsins eða ASI.
Þessir menn verða að fara að
átta sig á því að þeir eiga ekki
launafólkið í landinu. Það á sig
sjálft og á að hafa rétt á að láta
talsmann úr sínum hópi segja á-
lit sitt á fyrirhuguðum ráðstöf-
unum, sem það munu snerta.
Svo kemur Guðmundur jaki
Guðmundsson fram á sjónar-
sviðið, sæll og rólegur, gætir.
þess vel að gefa engar yfir-
lýsingar sem hann gæti þurf t að
kyngja, segist flakka milli
hressingarskála, pylsuvagns og
stjórnarráðshúss, og biður
menn bara að vera rólega.
Hann boðar ekki fund í stjórn
Verkamannasambandsins
vegna þess að kratarnir eru þar
með meirihluta, þannig að yf ir-
lýsing þaðan gæti verið óheppi-
leg í stöðunni, heldur hugsar
hann sér að sviðsetja eigin lausn
á vandanum, sem nú hefur
komið upp og þar á eftir verður
hún innsigluð með ályktun frá
Verkamannasambandinu.
Þessi trúðleikur tekur nokkra
daga og á meðan munu þing-
menn rífast í leikhúsinu við
Austurvöll. Eftir að þessum
þætti lýkur verður svo tjaldið
dregið á ný f yrir pólitíska sviðið
og við fáum hlé í nokkrar vikur.
V ANG AVELTUR
efftir Sigvalda
Hfálmarsson
Þar stendur
hnífurinn
í kúnni
i MIKLU FJAÐRAFOKI viö
að bjarga þjóöinni frá glötun
hefur ýmsu kynlegu veriö þyrl-
aö upp I kringum vora þrlbreiöu
rlkisstjórn — sem lent hefur oft-
ar og I meiri sálarháska á
skömmum tima en dæmi finnast
til um stjórnir I samanlagöri
kristninni.
Eitt þykir mér Ihyglisvert:
Tillaga Vilmundar Gylfasonar
um þjóöaratkvæöi — enda sú til-
laga örguö niöur einsog gert var
viö blásaklausar álftir á heiöum
uppi I gamla daga fyrir noröan,
þótti vitlausust allra tillagna og
fékkst ekki tekin á dagskrá I
þinginu hvaö þá meira.
Kannski þingmönnum finnist
litill visdómur I aö gefast upp
viö aö beita þeim ráöum sem
þeirhöföu undir rifi hverju fyrir
kosningar og kinoki sér viö aö
hlaupa heim meö lafandi skott I
nýbyrjuöu kjörtimabili og
spyrja sjálfan pöpulinn hvaöa
skemmtiatriöi eigi aö koma
næst?
Þjóðaratkvæöi ætti ekki aö
teljast nein fjarstæöa, þaö hefur
stoö i lögum.
Lýöræöi felst i þvi meöalann-
ars aö almenningur fær aö velja
þann eða þá sem sinna skulu þvi
starfi aö ráða, og þeir sem
þannig hljóta kosningu, þeir
stjórna eöa myndast viö að
stjórna einsog guð gefur þeim
vit og vilja til. En gallinn er
bara sá að þeir bera afskaplega
takmarkaöa ábyrgö, sannast
sagna reynast þeir gersamlega
ábyrgöarlausir menn á háum
eftirlaunum þegar þeir eru
fallnir aö lokum, rétt einog Jón
Jónsson úr Flóanum sem aldrei
réöi neinu — nema hvaö hann
fær einungis sultarleg ellilaun!
Almenningur er ævinlega sá
sem ábyrgðina ber, þjóöin sjálf.
Aldrei telst hollt aö biliö sé
breitt milli ákvöröunar og
ábyrgöar. Þaö er þá sem mál
taka að ganga úrskeiöis. Það er
einmitt þar sem hnifurinn
stendur i kúnni: Myndast hefur
undarlegt tómarúm sem aö-
greinir stjórnarathafnir frá
almenningi og ábyrgö frá
stjórnendum — þvi eigi tapa
þingmenn mest á veröbólgu,
þeirra kjör rýrast varla aö
marki þótt verðlag fari hækk-
andi, enda hægurinn hjá aö
hækka viö sig launin!
Nú er ekki meiningin (aldrei
þessu vant) aö fara aö skamma
pólitikusa. Ég sé beinlinis ekki
hversu koma megi fram ábyrgö
á hendur þeim svo aö gagni
veröi. Þeir vinna sin verk upp
og ofan ekkert verr en aðrir, og
mega kannski teljast einn af
þrýstihópunum. Ekki ráöa þeir
sig heldur uppá hlut né vinna
samkvæmt uppmælingu!
Aukþess reynist haldlitiö aö
reka kapteininn þegar búiö er
aöstranda skútunni, hún rennur
ekki á flot fyrir þaö eitt.
En má ekki leyfa almenningi
aö finna betur til ábyrgðarinnar
sem hann ætið ber með þvi aö
leggja honum á heröar ööru-
hverju að tjá vilja sinn um ein-
stök mál I þjóðaratkvæöi?
I Sviss gildir hiö þráöbeina
lýðræði i og meö, og varla eru
gömlu hreppsfundirnir Islensku
aflagöir meö öllu, en þar tóku
hreppsfélagar ákvaröanir meö
atkvæðagreiöslu um mál sem
alla varðaði og allir báru
ábyrgð á aö lokum.
Nú er þaö staöreynd aö fólk
tekur mikinn þátt i pólitik og
ræöur heilmiklu utan þingkosn-
inga, lætur i ljós vilja sinn I
ræöu og riti og meö fáránlegu
þjarki við kurteisa ráöherra á
„beinni linu” I útvarpinu núorö-
iö. Og málum er oftlega skotiö
undir almanna dóm i hags-
munasamtökum þarsem
kamarmokarar þykjast verr
settir en fjósamenn og hver tog-
ar i sinn spotta uns svo fer aö
allir tapa.
Hvi ekki leggja slik mál held-
ur fyrir alla þjóöina þegar
ástæöa þykirtil? Hún greiöir
launin, hún tekur launin. Af
hverju ekki prófa? Hvaö óttast
ráðamenn?
Stjórnarherrar eru kjörnir til
aö stjórna. En þeir eru ekki
kjörnir til aö ráöa skoðunum
almennings. Inná þaö sviö
reyna þeir samt aö seilast meö
áróöri, skrumi og fagmannleg-
um oröaskylmingum i sjón-
varpi. I kosningum eru málin
flækt meö ismeygilegri starf-
semi stjórnmálaflokka þarsem
glimt er um völd og aöstööu ekki
siður en úrræði i vandamálum
samfélagsins og fólk ginnt til
þátttöku i baráttu fyrir hugsjón-
um þótt allir séu jafn-hugsjóna-
lausir og allir flokkar stjórni
eins, séu þeir viö völd, og hagi
sér jafn-oflátungslega I stjórn-
arandstööu.
Kannski er eölilegt þeir vilji
ekki leggja einstök mál undir
dóm þjóöarinnar? Kannski er
eðlilegt þeir kjósi fremur aö
leita til hagsmunahópa þvi þeir
eru hvort sem er flestir ein-
hverskonar flokkspólitisk
næturgögn og segja já eða nei
eftir þvi hvur ber úrræðiö fram,
ekki hvaö þaö er.
Þjóðaratkvæði á ekki aö vera
mikiö fyrirtæki i dag. Ef hug-
vitsmenn leggja sig fram nú á
öld tölvutækni og hraöa ætti.aö
finnast einföld aöferö sem fljof-
legt er að gripa til þegar þurfa
þykir.
Varla þarf samt að fara i
grafgötur um að ekki veröa úr-
slit þjóöaratkvæöis neinn
Salómonsdómur fremuren
atkvæöagreiösla á þingi. Vit-
lausasti kosturinn lendir gjarna
ofaná, þvi viö erum upp og ofan
ekkert sérstaklega vitur eöa
framsýn. En þá er ekki viö
neinn aö sakast þvi sá sem
ábyrgöina ber tók ákvöröunina.
Vill þjóöin herinn eöa vill hún
hann ekki? Vill hún frumvarp
Ólafs eöa vill hún þaö ekki?
Og þaö sem hún vill situr hún
uppi meö og verður þá aö sleppa
allri dispútan þar um bil.
—8.3.1979