Vísir - 17.03.1979, Síða 29

Vísir - 17.03.1979, Síða 29
Laugardagur 17. mars 1979 29 Æviminningar stórstjarnanna: SOPHIA, LÍFIÐ OG ÁSTIN Nú virðist engin stjarna vera með stjörnum nema hún sendi frá sér einhvers konar æviminn- ingar. Arin þurfa ekki að vera mörg, þvi goðið John Travolta, sem varla telst til eldri kynslóð- arinnar hefur þegar sent frá sér minningabök. Sophia Loren er auðvitað ekki eftirbátur hinna stjarnanna. Hún hefur nýlega sent frá sér mikla skruddu, sem hún nefnir: Sophia, llfið og ástin. Leikkonan hefur einnig gert sitt til að vekja athygli á bókinni. Hún segist hafa talað hana inn á segulband, en A. E. Hotehner færði sögu hennar siðan i letur og breytti varla staf eftir þvi sem Sophia segir sjálf frá. Nýlega varSophia i New York og kom þar fram í sjónvarps- þættinum Today show, og auð- vitað varð nýja bókin hennar aðalumræöuefnið. Ungfrú Róm 1 bók sinni rif jar Sophia upp ýmis atvik úr ævi sinni. Meðal annars segir hún frá þvf hvernig eins og freðin ýsa. Kvikmynda- tökumaðurinn var óvingjarn- legur. Eftirað tökunni var lokið sagði hann að ég væri ekki á réttri hillu. Ég gæti ekki leikið og auk þess væri ég með allt of stórt nef og of miklar mjaðmir. Eg var aðeins sextán ára gömul og tók þetta mjög nærri mér. En samt sem áður hélt ég áfram og fékk hlutverk i léleg- um myndum. I einni þeirra þurfti ég að hátta mig fyrir framan kvikmyndatökuvélina. Það var i' einu atriði myndar- innarEralui, si, si (Já, já —það er hann) sem var ætluð fyrir franskan markað. Leikstjórinn sagði að það þýddi ekki annaö en að bjóða Frökkum upp á nema að minnsta kosti eitt nektaratriði, annars seldist myndin ekki. Þegar ég horfði á þetta atriði siðar, fannst mér það vægast ömurlegt. Boren, Coren, Doren, Loren Þegar ég var átján ára, fékk Þegar Sophia var 18 ára gömul lék hún I lélegri italskri mynd, sem nefnist Era lui, si, si — Já, já, það er hann — Myndin er af einu atriði úr kvikmyndinni. Þetta er I eina skiptið, sem Sophia hefur komið fram opinberlega svo fáklædd. Hún er í miöið. Sophia var nýlega í New York að kynna nýju bókina sina;þar er þessi mynd tekin. hún hitti Carlo Ponti, eiginmann sinn, i fyrsta skipti. ,,Eitt kvöldið fór ég ásamt félögum mínum I klúbb sem er staösettur rétt hjá Colosseum i Róm. Þegar viö komum inn fyrir dyrnar sjáum viö auglýs- ingu þar sem auglýst er eftir þátttakendum i fegurðarsam- keppni. Kjósa átti Ungfrú Róm. Við höföum varla sest niður þegar maöur kemur til min og fer þess á leit að ég taki þátt i keppninni.Enaf hverjUjSpyr ég. Þá segir hann mér að einn i dómnefndinnisé Carlo Ponti, og hann hafi tekiö eftir mér þegar ég kom inn og vilji endilega aö ég taki þátt I keppninni. Sofia Lazzaro eða Sophia Loren, eins og hún heitir nú, hreppti annað sætið. „Eftir keppnina kemur Ponti til okkar og biður mig aö ganga meösér afsiðis. Viltu að ég geri þig að stjörnu? Ég sé það fljótt hvort fólk hefur hæfileika eöa ekki, sagði hann. Það var ég sem hjálpaði Ginu Lollobrigida og Alida Valli að komast áfram, ég átti minn þátt í þvl að þær yrðu stjörnur. Ef þúhefurekkiá móti þvi, þá langar mig aö gera prufuupptöku. Þvi næst rétti hann mér nafn- spjaldið sitt og kvaddi”. Þú hefur allt of stórt nef ,,Ég hef leikið I nokkrum kvikmyndum, en aldrei fengið nema aukahlutverk. Því var það að ég fór i prufutökuna sem Ponti hafði boðið mér. Það gat verið að hér væri tækifærið. En þegar ég stóð fyrir framan kvikmyndatökuvélina, var ég ég I fyrsta sinn stórt hlutverk I kvikmynd. Það var i myndinni Undan ströndum Afriku. Leikstjóranum fannst nafnið mitt gjörsamlega ómögulegt. Hann vildi breyta fornafni minu, sem ég skrifaði Sofia, en ég vúdi halda þvl. Þá fannst honum eftirnafnið algjörlega glatað, en það var Lazaro. Þaö var hins vegar ekki mitt rétta nafn, ég hét með réttu Scicolone. Þegar ég sagöi hon- um það, hló hann ógurlega og sagði að það væri nú eins og nafn á einhverjum sirkus. Uppi á vegg hjá leikstjóran- um hékk mynd af Mar.ta Toren, sem var sænsk leikkona. Hann staröiá myndinaogfórsiöanaö þylja: Boren, Coren, Doren, Loren. Þegar hann var kominn að næsta nafni, hætti hann; Loren, Loren, þaö verður nafnið þitt. Þú þarft einnig að breyta Sofia. Viö höfum þaö Sophia, það er miklu betra fyrir útlenda markaðinn. Þar með var búið að skira mig upp Sophia Loren, ég kunni ágætlega við nafniö. Frá árinu 1952 hef ég borið það. Ég var ástfangin af tveim mönnum sam- timis Ponti var tuttugu árum eldri en ég. Hann var giftur og tveggja barna faðir. Samt sem áður var ég hrifin af honum, en ég vissi aö hann .myndi ekki skilja við konunasina og þvi var samband okkar yfirboröskennt. Þaö var Ponti sem kom mér á framfæri við bandarfsk kvik- myndafélög. Hann var sifellt með framtið mina I huga og vann markvisst aö þvi að gera hana sem glæstasta. Einn daginn tilkynnir hann mér að ég hafi fengiö aðalhlut- verkið i kvikmyndinni Stolt og tilfinningarik, sem var fram- leidd af Bandarlkjamanninum Stanley Kramer, Kvikmyndin var tekin upp á Spáni og sá sem lék aðalhlut- verkiö á móti mér var enginn annar en Cary Grant. Hann var yndislegur og ég varö ástfangin af honum. En ég var einnig ást- fangin af Carlo, sem ég vissi að ég myndi ekkifá. En Cary hafði beðið min. Þegar kvikmynda- töku var lokiö á Spáni kom Carlo þangað og viö fórum saman til Bandarikjanna. A leiöinni i flugvélinni, sagði hann mér að hann heföi skilið viö konu sina. Það var gengið frá skilnaðinum I Mexico. Stuttu seinna giftum við okkur. Brúðkaupiö varö ekki eins og mig hafði dreymt um þegar ég var stelpa, við vorum tvö ein og engir gestir. —KP Sophia og Carlo, eiginmaður hennar. Hann er tuttugu árum eldri en Cary Grant iék á móti Sophiu I einni fyrstu myndinni sem hún gerði hún. fyrir Bandarlkjamarkað. Ég var ástfangin af honum, segir hún.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.