Vísir - 17.03.1979, Síða 7

Vísir - 17.03.1979, Síða 7
7 VÍSIR Laugaraagur 17. mars 1979 I allt aö þrjú þúsund metra hæö ferðast þéttur hópurinn áreynslulaust með vindinum og hvert á land sem er, þangað, sem þeim þykir girnilegt að seðja hungur sitt. Og þvilikt hungur. Einfaldur reikningur sýnir eftirfarandi, að sögn Jean Roys: A einum fermetra eru allt að 200 engisprettur. Hópar, sem þekja hundraö ferkilómetra eru ekki óalgengir. Þetta gerir 200 mllljón einstaklinga og ekki er ofmælt að segja, að hver engispretta éti sem svari þyngd sinni daglega. Það er því ljóst, að einhvers staðar verður einhver af 400 tonnum af uppskeru og öðrum gróðri og það bara fyrir að „brauðfæða” einn engisprettu- hóp i einn dag. Sautján ár án farald- urs. Nú eru liðin 17 ár frá siðasta alvarlega engisprettufaraldri. t»að er ekkert grin þegar stór hópur engispretta ferðast um, enda éta þær allt að tvöfaldri eigin þyngd á dag lengsta hléið frá þvf sögur hóf- ust. FAO hefur varið miklum fjármunum til að þróa aðferðir, þannig að menn geti verið við- búnir þegar þær koma aftur. Þessar aðferöir hafa þegar ver- ið notaöar í mörgum löndum með góöum árangri, svo sem Saudi-Arablu og Sómaliu. Tvisvar á dag eru gervi- tunglamyndir af jörðinni rann- sakaðar til að athuga, hvort rignt hafi á vænlegum uppvaxt- arsvæöum engisprettanna. Þyki aðstæður góöur, gefa aðalstöðvarnar I Róm skipun um að senda flokk manna á svæðið til að eyða kvikindunum. Leitarmenn fara á svæðiö með flugvél, jeppa, úlfalda eða fót- gangandi. Fjármunir, sem varið er til þessara hluta eru sjaldnast meiri en 15-20 milljónir dollara (487.000.000 — 650.000.000 kr.) á ári. En hafi engispretturnar náö að vaxa úr grasi og fengið vængi, eins og gerðist 1%2 i Indlandi ogPakistan.valda þær margfalt meiri kostnaði, skaða, erfiðleikum og hungursneyð á stórum landsvæðum. Vegna deilna og ófriðar mun væntanlega dynja mikil ógæfa yfir þjóðir sem ekki eru aðilar að deilunum, þjóðir í N-Afriku og Indland og Pakistan,! júni og júlf, og þessi ógæfa kemur I lflci mikils matháks, engisprettunn- ar. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.