Vísir - 17.03.1979, Síða 30

Vísir - 17.03.1979, Síða 30
30 Laugardagur 17. mars 1979 VÍSIR •i£ín vqr myrt »Ein vqr stórslösuð •Tvœr hafa flúið •Tvoer lifa i 6tta og ðvfissu L Þessi grein fjallar um konur, sem allar eiga eitt sameiginlegt. Idi Amin Dada girntist þær og fékk, eins og reyndar alltaf, vilja sínum fram- gengt. örlög þeirra endurspegla manninn Idi Amin. Hann er ómanneskjulegur, ruddalegur og haldinn ofsóknarbrjálæði. Þetta bitnar ekki aðeins á f jand- mönnum hans heldur einnig á hans nánustu. Ráðherrar Amins, sem nú eru í útlegð, segja, að oft hafi þeir verið kallaðir til einræðisherrans um miðja nótttilaðræða ríkismálogá þessum fundum hafi Amin ætíð legið nakinn í rúmi sínu. Ráðherrun- um var siðan kastað á dyr þegar lífvörður einræðis- herrans kom með unga stúlku, sem lífvörðurinn rændi af götum Kampala, en Amin vill helst fá nýja stúlku á hverju kvöldi. Ráðherrarnir herma, að ástkonur Amins, sem komu reglulega í ból harðstjórans, hafi verið fleiri en 30 og hann hefur játað að vera faðir álíka margra barna. Af þeim fimm konum, sem hann hefur gert að eiginkonum sínum, heldur hann enn tveimur. Tvær hafa flúið og sú fimmta var myrt. Amin sker brúðartertuna með sverði—Sarah horf ir á. Konurjtöðulsins Kvennamál Idi Amins Dada geta tvimœlalaust flokkast undir „Sérstœð sakamál". Lifvörður Amins fœrði honum ótal stúlkur, sem rœnt hafði verið á götum Kampala og þeim var svo fleygt á dyr, er einrœðisherrann hafði fullnœgt hvötum sinum. Hann kvœntist fimm konum. Ein þeirra var trúlofuð fyrir og barnshafandi. Hann eignaði sér barnið og lét drepa kœrastann. Hann lét drepa eina eiginkonu sína og limlesta aðra. Tvœr þeirra flúðu. Amin rak utanríkisráðherrann sinn úr embœtti og drap hann siðan til að gera konu, sem hann girntist,að ráðherra. Þegar hún vildi ekki þýðast hann var hún sett í stofufangelsi en henni tókst að flýja land*

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.