Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 9 Nýjar vorvörur Glæsilegur spennandi vorfatnaður í töfrandi litum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14 NÝJAR VÖRUR frá Elena Miro S S port - stórar stærðir Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 útsölunni lýkur á morgun 20% aukaafsláttur Laugardag opið frá kl. 10.00-17.00 Hlægilegt verð Nýr Argos fatalistit og PÖNTUNARLISTAR B. Magnússon, Verslun og skrifstofa Austurhrauni 3, Gbæ/Hf., s. 555 2866 Útsala á útsölu. UNGT par var handtekið í Reykja- vík í síðustu viku eftir að hafa notað greiðslukortanúmer annarra til þess að taka út vörur í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu fyrir u.þ.b. 700 þúsund krónur á tveimur dögum. Fólkið hafði tekið afrifur, sem við- skiptavinir verslana höfðu ekki hirt um að hirða, og notað þær í viðskipt- um sínum. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, ætti þetta tilvik sem og önnur hliðstæð að vera áminning til fólks um að taka til handargagns kvittanir sem það fær afhentar í verslunum og varðveita. Sveik út vörur fyrir 300 þúsund krónur Í fyrradag handtók Lögreglan í Reykjavík einnig mann um tvítugt eftir að hann hafði þá um daginn svikið vörur fyrir rúmlega 300 þús- und krónur út úr sex verslunum í Reykjavík og í Hafnarfirði. Maðurinn hafði komist yfir ávís- anahefti og notað eyðublöð úr því í öllum tilvikunum. Hann framvísaði ökuskírteini annars manns til að sanna á sér deili og fékk afgreiðslu án athugasemda þrátt fyrir að skil- ríkin bæru ekki með sér að myndin væri af honum. Áður en afskipti voru höfð af manninum hafði honum m.a. tekist að svíkja út tvö heimabíó, ísskáp og hljómflutningstæki og koma þeim í verð í skiptum fyrir fíkniefni. Handtekin fyrir kortasvindl og ávísanafals SAMKEPPNISRÁÐ hafnaði fyrir ári kröfum sem Félag íslenskra heimilislækna setti fram á hendur Tryggingastofnun, en félagið taldi að stofnunin hefði brotið sam- keppnislög með því að hafna því að gera sambærilega samninga við heimilislækna og hún hefur gert við lækna í öðrum sérgreinum. Taldi samkeppnisráð að skýr laga- setning væri fyrir hendi um tví- skiptingu í heilbrigðiskerfinu og því væri ekki hægt að bera saman starfsumhverfi heimilislækna sem starfa á heilsugæslustöðvum og sérfræðinga sem starfa á eigin stofum. Þórir B. Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær að heimilislæknum væri ekki gert kleift að starfa sjálfstætt og reka eigin læknastofur með samningi við Tryggingastofnun. Taldi hann að það myndi auka tekjumöguleika heimilislækna og verða til þess að unglæknar fengju áhuga á grein- inni, en áhuginn væri nú í lág- marki. Á höfuðborgarsvæðinu vantar nú um 30 heimilislækna og sagði Þórir að kjör þeirra skiptu þar miklu máli. Skýr lagasetning fyrir tví- skiptingu heilbrigðiskerfisins Félag íslenskra heimilislækna sagði í kæru sinni til Samkeppn- isráðs að heimilislæknar væru sér- fræðingar með sama hætti og aðrir sérfræðilæknar. Eðlilegt væri að Tryggingastofnun gerði samning við þá um kaup á þjónustu þeirra líkt og stofnunin hefði gert við aðra sérfræðinga. Samkeppnisráð hafnaði þessum kröfum og taldi að grundvallar- munur væri á starfskjörum þeirra lækna sem önnuðust almenna heilsugæslu og annarra sérfræð- inga. Ekki væri hægt að líta svo á að heilsugæslulæknar eða sjálf- stætt starfandi heimilislæknar, sem starfa á svipuðum forsendum og heimilislæknar, störfuðu á sama samkeppnismarkaði og sérfræð- ingar í öðrum greinum læknisfræð- innar. Þar af leiðandi væri ekki hægt að fallast á að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið væri að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Félagið áfrýjaði, en áfrýjunar- nefnd samkeppnismála staðfesti úrskurð Samkeppnisstofnunar í apríl á síðasta ári. Í niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. að heil- brigðiskerfið hér á landi skiptist í tvennt. Annars vegar grunnlækn- isþjónustu eða almenna heilsu- gæslu sem veitt sé á heilsugæslu- stöðvum eða af sjálfstætt starfandi heimilislæknum og hins vegar þjónustu sjálfstætt starfandi sér- fræðinga sem veiti sérfræðilækn- isþjónustu á grundvelli verktaka- samninga við Tryggingastofnun. „Að mati samkeppnisráðs leiða margskonar atriði til þess að þeir sem annast grunnlæknisþjónustu séu ekki í samkeppni við þá lækna sem veita sérfræðiþjónustu. Sök- um þessa telur samkeppnisráð að Tryggingastofnun sé ekki að mis- nota stöðu sína með því að gera ekki samskomar samninga við félagsmenn áfrýjanda og gerðir eru við aðra sérfræðinga.“ Kjaranefnd meðvituð um galla í launakerfi heimilislækna Þá benti samkeppnisráð á að heilbrigðis- og tryggingamálayfir- völd færu með framkvæmd á al- mannatryggingalögum og lögum um heilbrigðisþjónustu og að fram- kvæmd þessara stjórnvalda hafi leitt til þessarar tvískiptingar í heilbrigðiskerfinu. Jafnframt benti samkeppnisráð á þann mun sem væri á umgjörð þjónustu heimilis- lækna og sérfræðilækna, en heim- ilislæknar væru í raun launþegar hins opinbera og væri skylt að sinna sjúklingum en sérfræðilækn- ar væru á hinn bóginn verktakar sem hefðu val um hvort að þeir sinntu sjúklingi eða ekki og sagði samkeppnisráð að skýr lagastoð væri fyrir hendi fyrir tvískiptingu heilbrigðiskerfisins. Þá hefur formaður Félags ís- lenskra heimilislækna gagnrýnt út- reikninga á launakjörum heimilis- lækna og segir að þeir séu með þeim hætti að læknum sé mismun- að. Guðmundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar í Reykja- vík, hefur tekið undir þetta og sagt að launakerfi heilsugæslulækna sé óheppilegt. Hann telur að betur færi á því að kjör lækna væru ekki ákveðin af kjaranefnd og að launa- kerfið sem nefndin hafi fundið upp hafi skaðað Heilsugæsluna. Guðrún Zoëga, formaður kjara- nefndar, segir að ágallar launa- kerfisins séu nefndinni ljósir og hafi hún óskað eftir hugmyndum bæði frá talsmönnum lækna og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvernig megi bæta úr þeim. „Við höfum fundað bæði með læknum og fulltrúum ráðuneytisins og við munum halda því áfram, en ennþá hefur ekki fundist viðunandi lausn.“ Árið 1998 voru gerðar miklar breytingar á launakerfi heilsu- gæslulækna og voru þá meðal ann- ars höfð samráð við framkvæmda- stjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, að sögn Guðrúnar. Hún segist telja menn sammála um að margt hafi verið til bóta og enginn vilji sé til þess að taka aftur upp gamla launakerfið. „Hins vegar hafa komið í ljós gallar á kerfinu og á framkvæmd þess sem okkur eru ljósir og við viljum gjarnan lagfæra að svo miklu leyti sem það er á okkar valdi. Þá viljum við fá hugmyndir um hvernig það megi vera þannig að sem víðtækust sátt verði um það.“ Guðrún segir að nú séu samn- ingaviðræður í gangi hjá ríkinu við lækna og muni kjaranefnd hafa hliðsjón af niðurstöðum þeirra. Tvískipting hindrar samninga heimilislækna við TR Eru launþegar en aðrir sérfræðingar verktakar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.