Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK rannsókn gefur til kynna að yfir 20% þeirra sem beita börn kynferðislegu ofbeldi séu sjálfir yngri en 18 ára. Dr. Richard Beckett, sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og forstöðumaður réttarsálfræðistofnunar í Oxford á Englandi, hélt í gær námstefnu um meðferð ungra gerenda kynferðis- legs ofbeldis gegn börnum á vegum Barnaheilla og Barnaverndarstofu. Hann segir að þeir unglingar, sem misnota börn, eigi sjálfir almennt í erfiðleikum við að tengjast jafnöldr- um og kvarti undan því að vera ein- mana, einangraðir og skildir útundan og hafi einatt sjálfir orðið fyrir mis- notkun. Erfitt með að tengjast fólki á eigin aldri Í umfjöllun sinni gerði dr. Beckett, sem mikið hefur unnið að meðferð kynferðisbrotamanna og rannsakað börn sem beita kynferðisofbeldi, greinarmun á þeim unglingum sem misnota börn kynferðislega og hin- um sem beita jafnaldra eða eldri kon- ur kynferðislegu ofbeldi. Innan hvors hóps eru ákveðin einkenni mjög áberandi en síður en svo án undantekninga. „Þeir unglingar sem misnota börn eiga sjálfir almennt erfitt með að tengjast fólki á eigin aldri. Þeir kvarta undan því að vera einmana, einangraðir og skildir útundan. Það er mjög áberandi að þeir eigi sér sögu um að hafa sjálfir verið mis- notaðir, oftast með kynferðislegu of- beldi en einnig með líkamlegu of- beldi. Þannig að þeir verða ekki barnaníðingar að ástæðulausu, það er greinilegt að þeir hafa orðið fyrir erfiðri, niðurbrjótandi reynslu í æsku,“ segir dr. Beckett. Hann segir að aðeins náist til brots af þeim ungmennum, sem misnota börn kynferðislega, en sem betur fer sé mjög lítill minnihluti þess hóps þá þegar farinn að beina kynhneigð sinni fyrst og fremst að börnum. „Þegar þeir nást gengur vel að koma í veg fyrir að vandamálin þró- ist,“ segir hann. „En það er mikil- vægt að ná þeim og það er líka mik- ilvægt að við sem samfélag viðurkennum vandamálið. Þegar við náum þeim segjum við þeim að það sem þeir eru að gera sé rangt og bjóðum þeim hjálp. Það þarf ekki endilega að vera fangelsisvist, stund- um er nóg að ná þeim,“ segir dr. Beckett og segir flesta unglinga sem misnota börn vilja þýðast meðferð og taka leiðsögn um það að hegðun þeirra sé röng og skaðleg börnunum. Öðru máli gegnir um meðferð ung- linga sem ráðast á fólk á eigin aldri eða sér eldri konur. „Þeir eru oft árásargjarnari og gerast oft sekir um aðra glæpi. Þannig að það ekki nóg að takast á við það vandamál sem snertir kynhegðun þeirra heldur þarf oft að takast á við almenna and- félagslega hegðun og viðhorf.“ Hvað varðar þá sem brjóta gegn börnum og sjálfir hafa orðið fyrir slíkri misnotkun segir dr. Beckett að skipt geti máli að börn sem verði fyr- ir slíkri misnotkun njóti bestu um- önnunar og meðferðar í því skyni að vinna gegn því að þau geri öðrum það sem þeim sjálfum var gert. „Ég held að það sé grundvallar- regla að allir sem hafa orðið fórn- arlömb misnotkunar eigi að fá með- ferð til að komast yfir og vinna úr þeirri reynslu. Hættan er sérstak- lega mikil ef um er að ræða unglinga sem hafa verið misnotaðir af mönn- um utan fjölskyldunnar. Oft eru barnaníðingar vingjarnlegir við börn og fórnarlömbin kalla misnotkunina ekki alltaf misnotkun. Þau geta jafn- vel litið á ofbeldismanninn þannig að hann hafi komið vel fram við þau og sé vinur þeirra. Þannig verða þeir sér stundum út um vitsmunalega réttlætingu fyrir því að misnota sjálf- ir börn.“ Ekki stöðvað með meðferð afbrotamanna Spurður um raunhæfa möguleika á því að finna væntanlega unga kyn- ferðisafbrotamenn áður en þeir ger- ast sekir um brot, segir dr. Beckett að slíkt sé hægt og kynferðislegt of- beldi verði aldrei stöðvað með því einu að veita kynferðisafbrotamönn- um meðferð. „Við þurfum að líta á málið frá sjónarhorni almennrar heilbrigðis- stefnu og horfast í augu við það að sumar fjölskyldur eiga á hættu að börn þeirra verði afbrotamenn og kynferðisafbrotamenn. Við getum tekist á við það og beint kröftum að fjölskyldum, sem eru í vítahring mis- notkunar, án þess að nálgast málið þannig gagnvart þeim að þær séu að framleiða ofbeldismenn. Við vitum líka að ungum manni, sem er að þróa með sér mynstur alvarlegra afbrota, er líka hættara en öðrum við að fremja kynferðisafbrot. Á stofnun- um, sem fást við unga afbrotamenn, ætti því ekki aðeins að grípa inn í mál þeirra, sem eru orðnir kynferðisof- beldismenn heldur einnig þeirra sem eiga á hættu að verða það.“ Dr. Beckett segir að skólar geti unnið að forvörnum gegn almennum kynferðisbrotum og nauðgunum með því að kenna unglingum viðeigandi hegðun á stefnumótum og með því að takast á við karlmennskuhugmyndir árásargjarnra unglingspilta, sem telji sig þurfa að yfirgnæfa og sigra alla aðra, en slíkt hegðunarmynstur á unglingsárum sé eitt einkenni sí- brotamanna og þeirra sem fremja kynferðisofbeldi gegn jafnöldrum og sér eldri konum. „Þetta snertir líka hugmyndirnar um hvernig það eigi að vera að vera karlmaður í sam- félaginu og við þurfum líka að takast á við það,“ segir hann. Ekki bara ófreskjur í öðrum húsum Hann segir að réttilega krefjist al- menningur harðra aðgerða gegn kynferðisafbrotum en almenningur vilji einnig gjarnan telja sér trú um að þetta sé vandamál sem sé sér fjar- lægt og tengist óþekktum ófreskjum. „En staðreyndin er sú að flest börn eru misnotuð af meðlimum eig- in fjölskyldu og flest fólk verður fyrir kynferðisárásum frá fólki sem það þekkir, eiginmönnum, sambýlis- mönnum eða kærustum en ekki ókunnum. En við finnum ekki lausn á vandamálinu með því bara að hneykslast. Við verðum að þora sjálf að horfa í spegilinn. Þetta snýst ekki um einhverjar ófreskjur í öðrum hús- um heldur tengist þetta mikið því hvers konar manneskjur við erum.“ Umræðu þörf Hann segir að í Englandi séu mörg meðferðarúrræði í boði fyrir full- orðna kynferðisafbrotamenn, þar á meðal er umfangsmikil meðferð í fangelsiskerfinu. „Það er til mikið af úrræðum fyrir þá sem hlotið hafa dóma en vandinn er sá að stærsti hlutinn fær ekki dóma. Við stöndum meðal annars frammi fyrir þeirri áskorun að hefja umræðu um það hvort það eigi að bjóða meðferðar- eða ráðgjafarþjónustu á borð við þá að menn geti hringt inn og sagst hafa t.d. gert eitthvað á hlut dóttur sinnar og vilji fá hjálp. Eigum við að bjóða manni slíka hjálp án saksóknar? Þetta er umræða sem við þurfum að fara í gegnum í þjóðfélaginu því ég held að án hennar getum við ekki dregið úr misnotkuninni.“ Dr. Beckett segir flesta fullorðna menn sem fremja kynferðisafbrot gegn börnum fúsa að undirgangast meðferð og einnig unglingar sem fremja sams konar afbrot. Víða gangi vel að bjóða uppbyggilega meðferð. Erfiðara sé að eiga við hina sem á unglingsaldri ráðast á jafn- aldra og eldri konur. „Þeir eru svo andfélagslegir. Við erum enn að leggja okkur fram um að þróa aðferðir til þess að veita þeim meðferð og ekki bara það heldur til þess að finna þá áður en þeir brjóta af sér og hefja vinnu með þeim tím- anlega,“ segir hann. Um það hvernig standa eigi að því að greina þennan hóp með það í huga að grípa snemma inn í þróun hneigð- arinnar segir hann að flestir þeir sem starfa með börnum geti þurft að koma þar að. Kennarar hafi hlut- verki að gegna og menntun þeirra geri þá í auknum mæli færa um að takast á við að bera kennsl á hegð- unarvandamál barna. „Þeir þurfa að geta gert sér grein fyrir að mikið af árásargirni ungra manna getur verið til marks um þá misnotkun sem þeir verða sjálfir fyrir,“ segir hann. „Þegar stúlkur verða fyrir mis- notkun brýst það gjarnan út hjá þeim með því að þær ráðast á sjálfar sig; skera úlnliðina, þróa með sér át- raskanir eða verða lauslátar. Þegar drengir verða fyrir misnotkun kem- ur það fram í hegðun þeirra gagnvart umhverfinu. Þannig að hegðunar- vandamál hjá ungum dreng má ekki bara afgreiða með því að þetta sé hræðilegur drengur heldur getur hann verið að birta mönnum ein- kenni þeirrar misnotkunar, sem hann sjálfur hefur orðið fyrir,“ segir dr. Beckett. Hann segist telja tilefni til al- mennrar áróðursherferðar og vit- undarvakningar meðal almennings og ungs fólks sérstaklega. Slík átök gefist best þegar hægt sé að fá þekkt fólk sem unglingar líta upp til til að koma fram og vekja athygli á því hvað sé viðeigandi og óviðeigandi hegðun gagnvart börnum og jafn- ingjum. Breskur sérfræðingur í málum ungra kynferðisbrotamanna Einangraðir og hafa oft orðið fyrir misnotkun Breski sálfræðingurinn dr. Richard Beckett hélt í gær námstefnu á vegum Barnaheilla og Barnaverndarstofu um meðferð ungra kynferðisafbrotamanna. Pétur Gunnarsson ræddi við hann. Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Richard Beckett réttarsálfræðingur er sérfróður um meðferð ungra kynferðisafbrotamanna: „Snýst ekki um ófreskjur úr öðrum húsum.“ FRIÐRIK Þór Guðmundsson hefur lagt á það áherslu að Þorsteinn Þor- steinsson, varaformaður rannsókna- nefndar flugslysa, komi aftur að rannsókn flugslyssins í Skerjafirði síðasta sumar og að fenginn verði er- lendur aðili til að yfirfara rannsókn- ina. Að sögn Friðriks Þórs er ástæð- an einfaldlega sú að alveg frá því skömmu eftir flugslysið hafi að- standendur fórnarlamba þess fengið upplýsingar sem leitt hafi til gagn- rýni á vinnubrögð flugslysanefndar. M.a. hafi lykilvitni aldrei verið yfir- heyrð þeim vitanlega, geymslu flug- vélarflaksins hafi verið ábótavant, fortíð flugvélarinnar hafi ekki verið skoðuð og að rannsóknaraðferðir hafi verð ákaflega fátæklegar og frá- brugðnar því sem þekkist hjá rann- sóknanefndum erlendis. „Þetta ásamt fleiri upplýsingum hefur leitt til þess að við treystum því ekki að rannsóknin sé í góðum höndum núverandi formanns. Við höfum ástæðu til að ætla að Þor- steinn sé traustsins verður og gagn- rýnni rannsóknarmaður. En aðalat- riðið er hins vegar að erlendur sérfræðingur, helst frá Bretlandi eða Bandaríkjunum þar sem vitað er að vinnubrögð eru mjög vönduð og ít- arleg, verði fenginn til að yfirfara vinnubrögðin.“ Þorsteinn í leyfi erlendis Að sögn Friðriks eru tengsl for- manns nefndarinnar við Flugmála- stjórn með þeim hætti að honum sé ómögulegt að gagnrýna stofnunina sem eftirlitsaðila. „Upplýsingagjöf formannsins til okkar aðstandend- anna hefur og verið með þeim hætti, að hann hefur annaðhvort borið ósannindi í okkur eða samgönguráð- herra. Formaðurinn hefur brugðist trausti okkar með afar ófaglegum vinnubrögðum í heild.“ Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Skúla Jóni Sigurðarsyni, formanni rannsóknar- nefndar flugslysa, er Þorsteinn Þor- steinsson erlendis í leyfi um þessar mundir. Skúli Jón sagðist sjálfur ekkert hafa um málið að segja. Hann hefði tekið við rannsókninni um ára- mótin og vísaði að öðru leyti til um- mæla samgönguráðherra í Morgun- blaðinu á þriðjudag, þar sem fram kemur að rannsóknin sé í eðlilegu fari og að skýrslan verði tilbúin í byrjun mars. Ítrekuð ósk um erlend- an rann- sóknaraðila ♦ ♦ ♦ LÖGREGLUNNI í Reykjavík hefur tekist að upplýsa að fullu innbrot í tölvufyrirtæki við Stórhöfða aðfara- nótt miðvikudags. Annar innbrots- þjófanna var handtekinn að lokinni eftirför skömmu eftir miðnætti. Félagi hans, sem hljóp á brott, var handtekinn síðar á miðvikudag. Í innbrotinu stálu mennirnir sex tölvum, lyklaborðum og ýmsum tölvuhlutum. Lögreglumenn við reglubundið eftirlit sáu tvo menn í bíl sem þóttu grunsamlegir. Ekki var þá vitað að brotist hafði verið inn í tölvufyrirtækið. Var bifreiðinni veitt eftirför og tókst að stöðva hana á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar en þar tókst öðrum mann- anna að fara út úr bílnum og forða sér á hlaupum. Hinn, um þrítugt, var handtekinn á staðnum og hald lagt á ránsfenginn. Lögreglan taldi sig vita hver sá sem forðaði sér á hlaupum var og handtók hann síðar um dag- inn. Mennirnir reyndust hafa spennt upp hurð til að komast inn í fyrirtæk- ið. Innbrot í tölvufyrir- tæki upplýst GÍSLI Halldórsson, arkitekt, segir að samkvæmt áliti sérfræðinga sem hann hafi rætt við eigi eitt þúsund metra flugbrautir að nægja fyrir flugvélar á innanlandsleiðum. Gísli hefur sett fram hugmynd um breytt skipu- lag Reykjavíkurflugvallar og telur að auðveldlega sé hægt að komast af með mun minni flugvöll. Þor- geir Pálsson, flugmálastjóri, segir í Morgunblaðinu í gær að ekki gangi upp að hafa aðeins 1.000 metra flugbrautir fyrir miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Gísli sagði að flugmálastjóri væri einfaldlega að tala um aðrar flugvélar en hann væri að tala um. Hann hefði rætt þessa hluti við sérfræðinga í þess- um efnum og eitt þúsund metra langar flugbrautir ættu að nægja fyrir ágætar flugvélar á innanlands- leiðum. Gísli sagðist ekkert ætla að karpa um þessi mál. Flugmálayfirvöld vildu hafa stærri flugvélar í þessu flugi eins og Fokkerinn, en hann þyrfti 1.200 metra flugbraut. Þetta hefði bara verið tillaga hans og aðalatriðið væri að hún yrði skoðuð í tengslum við þessa umræðu um flugvöllinn. Gísli sagðist telja að það yrði að vera innanlands- flugvöllur í Reykjavík, því annars stæði borgin ekki undir nafni sem höfuðborg landsins. En það mætti koma flugvellinum fyrir á minna landrými en al- þjóðaflugvelli. Gísli Halldórsson arkitekt vegna ummæla flugmálastjóra 1.000 metra flugbrautir eiga að nægja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.