Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 21 Konudagurinn er á sunnudaginn Komdu konunni í lífi þínu skemmtilega á óvart með nýja ilminum frá REYKJAVÍK: Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b, Glæsibær snyrtivöruv., Álfheimum 74, Gullbrá, Nóatúni 17, Hygea, Kringlunni, Hygea, Laugavegi 23, Lyf og heilsa, Austurstræti 12, Lyf og heilsa Mjódd, Álfabakka 12, Lyf og heilsa Austurveri, Háaleitisbr. 68, Lyf og heilsa, Melhaga 20-22, Mist snyrtistofa/verslun, Spönginni 23, Sara, Bankastræti 8, Sigurboginn, Laugavegi 80, Snyrtimiðstöðin, Lancome snyrtistofa, Kringlunni 7, Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði, Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi, Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ, Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarn. LANDIÐ: Hjá Maríu Amaro, Akureyri, Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri, Apótek Ólafsvíkur, Ólafsvík, Egilsstaða Apótek, Egilsstöðum, Lyf og heilsa, Hellu, Lyf og heilsa, Hvolsvelli, Lyf og heilsa, Kjarnanum, Selfossi, Miðbær Vestmannaeyjum, Sauðárkróksapótek Sauðárkróki, Siglufjarðarapótek Siglufirði, Verslunin Perla Akranesi, ÞÚ LÆTUR ÞAÐ GERAST w w w .la nc om e. co m HAGNAÐUR Össurar hf. eftir skatta og fyrir óreglulega liði fyrir árið 2000 er 409 milljónir samanbor- ið við 139 milljónir á árinu 1999. Hækkunin er liðlega þreföld. Til samstæðu Össurar hf. teljast rekstrarniðurstöður síðastliðinna níu mánaða hjá Flex-Foot Inc., síð- astliðinna þriggja mánaða frá Karls- son & Bergström AB og Pi Medical AB, auk eins mánaðar rekstrarnið- urstaðna frá Century XXII Innovat- ion Inc. Fjármunatekjur eru neikvæðar um 131 milljón, þar af námu fjár- munatekjur 84 milljónum króna en fjármagnsgjöld og gengismunur voru 233 milljónir. Óreglulegir liðir eru afskrift við- skiptavildar upp á 7.088 milljónir króna vegna kaupanna á Flex-Foot Inc., Karlsson & Bergström AB, Pi Medical AB og Century XXII Inn- ovations. Tap Össurar hf. árið 2000, að teknu tilliti til óreglulegra liða, nem- ur 6.679 milljónum króna. Hlutafé var aukið á árinu um sam- tals 116,5 milljónir að nafnverði og er útgefið og innborgað hlutafé í lok ársins 328,4 milljónir króna. Eigið fé nam 2.146 milljónum í árslok 2000. Skuldir félagsins jukust um 2.294 milljónir króna á árinu 2000 og eru að stærstum hluta tilkomnar vegna lántöku, tengdrar kaupunum á Flex- Foot Inc, auk skilyrtra greiðslna við fyrri eigendur Flex-Foot Inc., Cent- ury XXII Innovations Inc., Karlsson & Bergström AB og Pi Medical AB. Í tilkynningu frá Össuri hf. segir að á árinu 2000 hafi hæst borið kaup félagsins á fjórum framleiðslu- og dreifingarfyrirtækjum. Með kaup- unum hafi vörulína félagsins stækk- að og megi heita að Össur hf. bjóði nú upp á heildarlausn á sviði stoðtækja. Umsvif fyrirtækisins hafi aukist mikið á árinu og er það nú annað stærsta á sínu sviði í heiminum. Í tilkynningunni segir að stærstu verkefni ársins 2001 séu fólgin í sam- einingu fyrirtækjanna og uppbygg- ingu samkvæmt hinu nýja skipulagi sem tekið hafi verið upp á árinu 2000. Unnið sé að því að Össur USA taki yfir alla dreifingu í Norður-Ameríku og hafi öllum dreifiaðilum þar verið sagt upp. Unnið sé að sambærilegum breytingum í Evrópu. Á árinu 2001 verði margar nýjar vörur settar á markað. Um sé að ræða nýjan gerviökkla, „Talux,“ og gervihnjálið, auk þess sem hné með gervigreind verði sett á markað á árinu, sem sé niðurstaða samstarfs fyrirtækisins við MIT – Massachu- setts Institute of Technology. Fyrirtækinu þykir ekki ástæða til að gera ráð fyrir breytingum á þeirri áætlun sem sett var fram á hluthafa- fundi 4. desember síðastliðinn. Þar kom fram að gert var ráð fyrir veltu upp á 74 milljónir Bandaríkjadala og að hagnaður yrði 8,5 milljónir dala. Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja fyrir aðalfund, sem haldinn verður þann 9. mars, tillögu um að hagnaður verði fjárfestur í vexti félagsins og að ekki verði greiddur arður. Mjög ánægður með útkomuna Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., segist mjög ánægður með afkom- una á árinu 2000. Hún sé nánast sú sama og gert hafi verið ráð fyrir á hluthafafundi í nóvember síðastliðn- um, er lagt var til að fyrirtækið Cent- ury yrði keypt. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið með að ná utan um þennan rekstur. Þrátt fyrir mikil umsvif og kostnað tengdan samein- ingu á starfsemi hinna ýmsu fyrir- tækja í samstæðunni hefur tekist að viðhalda viðunandi hagnaðarstigi af reglulegri starfsemi félagsins,“ segir Jón Sigurðsson.                                        !,-      &,, .                               ! !"# /01 $  % $&  !  2345670 $$'!  ($'! 2345670 )') $('&* ##'$* ))                ! "    ! "    ! "                   Hagnaður fyr- ir óreglulega liði þrefaldast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.