Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 33
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 33
LO
N
D
O
N
•
E
GI
LS
TA
Ð
IR
•
M
A
N
H
A
TT
A
N
•
H
ÚS
A
VÍ
K
•
L
O
N
D
O
N
•
B
A
R
CE
LO
N
A
•
A
KU
R
EY
R
I
•
A
LI
CA
N
TE
Saxoline
Verð: 4.900.-
4 stærðir:
VERÐ KR.
7.000.-
8.500.-
9.500.-
10.500.-
4 stærðir:
VERÐ KR.
5.200.-
6.000.-
7.000.-
8.000.- 4 stærðir:
VERÐ KR.
5.200.-
6.000.-
7.000.-
8.000.-
Verð: 5.300.-
MJÚKI og vinalegi slúð-urstíllinn, sem Spán-verjinn Eduardo Sanch-ez Junco hefur ásamt
móður sinni þróað í Hola! hefur
gengið ágætlega í Breta síðan
breska útgáfan, Hello!, fór að koma
út fyrir tólf árum. Það er reyndar
merkilegt, því flest dagblöð í Bret-
landi, sem sérhæfa sig í slúðri um
frægt fólk, gera það af nánast mis-
kunnarlausri hörku.
Þar sem Hello! virðist liggja í al-
gjörlega gagnstæðum hluta blaða-
heimsins miðað við þessi blöð vakti
það mikla athygli þegar Phil Hall
tók við í janúar sem ritstjóri tíma-
ritsins. Þar til síðastliðið vor var
hann ritstjóri News of the World,
sem er eitt allra svæsnasta og
ósvífnasta dagblað í heimi og hefur
líklega komið fleiri breskum stjórn-
málamönnum frá en flestir aðrir
miðlar með kynlífssögum af þeim.
Það er kannski stefna, sem borgar
sig, því blaðið er stærsta dagblað
Bretlands og tilheyrir fjölmiðlaveldi
Ruperts Murdochs, auk blaða eins
og Sun, Times og Sunday Times.
Í viðtali við Financial Times tek-
ur Hall undir að þessi kúvending
hans kunni að virðast undarleg, en
aðalatriðið sé að hann skilji þann
markað, sem hann miði á. Hann hef-
ur reyndar í hug að breyta um
áherslur, spyrja skarpari spurninga
í stað kjánaspurninga um útlit og
klippingu, en síðdegisblaðastíllinn
verður þó ekki tekinn upp. En það
veitir heldur ekki af að hugsa á nýj-
um brautum, því samkeppnin er
gallhörð í slúðurgeiranum.
Hola!-veldinu fjarstýrt
frá Spáni
Útgáfa Hola! hófst 1944 og það
hefur frá upphafi verið glanstíma-
rit. Fastur liður er heimsókn til
frægs fólks eins og aðalsmanna,
konungborinna, auðmanna, kvik-
mynda- og poppstjarna og stöku
stjórnmálamenn fljóta með. Þá er
heimilið myndað og bæði heimafólk
og heimilið sýnt í sem bestu ljósi.
Oftast eru hinir heim-
sóttu ánægðir með að fá
þessa góðu umfjöllun, sem
allir vita hver er, en þegar
mikið liggur við hikar tíma-
ritið ekki við að borga fyrir
aðganginn. Svo eru það
auðvitað myndir frá ýms-
um uppákomum er frægt
fólk heimsækir og svo
fréttir af brúðkaupum og
öðrum merkisatburðum.
Þrátt fyrir æ harðari og
ófyrirleitna framgöngu síð-
degisblaða er lifa á slúðri
og meiri áherslu þar á alls
kyns afhjúpanir, hvort sem
er ástalífið, eiturlyfja-
neysla, fjármál eða eitt-
hvað annað, þá hefur hið
spænska Hola! haldið sínu
milda striki. Þar er enn allt
með felldu, allir brosa, eru
fallegir og hamingjusamir.
Sama gildir um frönsku og
ensku útgáfuna.
Því hefur oft verið spáð
að dagar þessarar frétta-
mennsku hlytu senn að
vera taldir, en svo virðist
öldungis ekki vera. Þótt
það sé vísast að hluta sömu
lesendur sem lepja í sig
harðsnúið og oft nánast ill-
kvittið slúður síðdegisblað-
anna og svo sætsúpuna í
Hola! og systurblöðunum
þá virðist krafan um hörku ekki
snerta útbreiðslu þessara blaða.
Junco og móðir hans hafa ekki
farið sér í neinu óðslega, en stýrt
tímaritinu með harðri hendi. Þrátt
fyrir að tímaritið eigi að baki tólf
ára útgáfusögu í Bretlandi hafa þau
mæðginin ævinlega átt síðasta orðið
um hvert tölublað og jafnvel hefur
oft verið flogið með umbrotnar síð-
ur til Spánar svo þau gætu metið út-
komuna. Þessu verður nú breytt.
Hall á að hafa frjálsar hendur.
Keppt um dreifingu
og velstæða kaupendur
Hall, sem er 46 ára, var ritstjóri
New of the World 1995–2000, þegar
honum var sagt upp nokkuð harka-
lega til að rýma fyrir hinni 31 árs
Rebekuh Wade, sem hafði gert það
gott sem aðstoðarritstjóri Sun.
Uppsögnin var mikið blaðaefni í
fyrra og talin þungt áfall fyrir Hall.
Ástæðan var talin sú að Hall þætti
ekki nógu harður. Hann átti sæti í
nefnd, sem tekur fyrir klögumál á
hendur breskum blöðum og þar
kom hans eigið blað ekki ósjaldan
við sögu. Það var talið draga úr
nauðsynlegri hörku, auk þess sem
sala News of the World var fallandi.
Hann gerðist fjölmiðlaráðgjafi,
studdi meðal annars Mohamed Fay-
ed, eiganda Harrods, í misheppn-
aðri tilraunum til að kaupa Daily-
blöðin og hafði vísast vonast til að
komast þar í ritstjórastól, tækjust
þau kaup. Þá kom tilboðið frá Hello!
upp í hendur hans.
Helstu keppinautar Hello! eru
OK!, sem er bein stæling á Hello!,
hóf göngu sem mánaðarrit 1993, var
síðan breytt í vikublað eins og fyr-
irmyndin og hefur oft á undanförn-
um árum tekist að krækja í góðar
einkasögur. Síðasti uppslátturinn
var einkaréttur OK! á myndum úr
brúðkaupi filmstirnanna Michaels
Douglas og Catherine Zeta-Jones.
Hello! hefur enn vinninginn með
tæp 459 þúsund seld eintök á viku
fyrri hluta 2000, en þá var OK! að-
eins 3500 eintökum undir. Þessar
tölur gætu hafa snúist við, ekki síst
vegna mikillar sölu þegar sagt var
frá áðurnefndu brúðkaupi.
Hall segist stefna á sölu upp á 500
þúsund eintök, en þeirri
tölu náði blaðið, þegar sal-
an var mest. En samkeppn-
in kemur einnig frá tíma-
ritum eins og Tatler og
Harpers & Queen, sem eru
reyndar með aðeins öðru-
vísi áherslur, en sinna einn-
ig slúðri af krafti.
En keppnin um seld ein-
tök er aðeins hluti af sam-
keppninni. Annar hluti
hennar er samkeppnin um
auglýsendur. Hér stefnir
Hall á að Hello! höfði til vel
stæðra kaupenda, því það
gerir blaðið verðmætara
sem auglýsingamiðil. Til
þess að ná til þessa hóps og
verða klárlega kjörið viku-
rit hinna velstæðu álítur
Hall að það þurfi að breyta
efnisáherslum.
Það mun því ekki aðeins
duga að vera frægur til að
komast í Hello! Fótbolta-
menn og sjónvarpsstjörn-
ur, sem verða tilfallandi
frægar eru ekki efni, sem
höfða til hinna velstæðu,
álítur Hall. Heldur ekki
konungsfjölskyldur eða
þeir, sem hafa verið frægir
árum saman. Galdurinn
liggur í að ná annars vegar
í efni um þá, sem eru að
verða frægir, hins vegar að
fylgjast vel með tískuheiminum,
hræringum þar og tískuhönnuðun-
um sjálfum.
Samstarf við fleiri
miðla nauðsynlegt
Ef þessi stefna Hall gengur upp
gæti honum tekist að gera nægilega
greinargóðan mun á Hello! og OK!
og aðgreina lesendahóp tímarit-
anna. Það ætti þá að duga til að aug-
lýsendur gerðu greinarmun á tíma-
ritunum tveimur og Hello! laðaði til
sín þá sem auglýsa dýrar vörur. Það
gæti aukið auglýsingatekjur um-
fram það sem dreifingin ein gefur
tilefni til.
En það er fleira í farvatninu en
eingöngu dreifing og skýr afmörk-
un lesendahópsins. Fyrir tveimur
árum hætti Hello! við að hleypa af
stokkunum sjónvarpsþætti, því til-
raunaframleiðsla gaf ekki tilefni til
bjartsýni. OK! gerði tilraun í sömu
átt nýlega, en það þótt ekki takst
vel. Hello! fer því varlega í sakirnar,
en fyrri áætlanir hafa nú verið tekn-
ar til endurskoðunar. Það er ein-
faldlega álitið nauðsynlegt að vera á
vettvangi fleiri miðla en útgáfunnar
einnar. Netútgáfa er auðvitað þegar
til.
En það er hægt að auka sýnileika
tímarits á fleiri vegu. Það vakti
óhjákvæmilega taugatitring á
Hello! í haust þegar Richard
Desmond, sem á bæði OK! og ýmis
klámrit, keypti Sunday Express,
Daily Express og Daily Star. Þar
með er OK! tryggð aðganga að dag-
blöðum með mikla dreifingu, auk
þess sem tímaritið getur þá deilt
sögum og kostnaði með dagblöðun-
um.
Að sögn Guardian stefnir Hall á
gott samstarf við dagblöðin bresku,
en hefur ekki sama aðgang og OK!
Hins vegar bindur hann vonir við að
nýlegt samband Junco og Roth-
ermere lávarðar stjórnarformanns
Daily Mail og General Trust Group,
sem ræður yfir öflugri fjölmiðla-
maskínu, muni skila Hello! góðu
samstarfi við blöð. Líkt og um OK!
sér hann fyrir sér að dagblöð lá-
varðarins gætu komið efni Hello! á
framfæri og deilt með sér kostnaði
við dýrar sögur.
Það leiðir nefnilega eitt af öðru í
þessum geira. Eftir því sem slúð-
urblöðin ganga harðar fram í efnis-
öflun reyna fórnarlömbin æ frekar
að skýla sér. Um leið verður dýrara
að afla efnisins, því það verður erf-
iðara að komast að fræga fólkinu.
Og þá þarf líka oft að greiða ein-
hverjum lausmálgum fyrir að
slúðra.
En Hall ætlar reyndar einnig að
leggja áherslu á góða blaða-
mennsku og það þykja uppgrip fyr-
ir hann að hafa ráðið Ben Fogle,
sem annars er þekktur fyrir nátt-
úruefni að Hello! Fogle á að ferðast
um og skrifa ferðaefni.
Miðað við fyrri áherslur kemur á
óvart að fyrsti viðkomustaðurinn
gæti að sögn Hall orðið Galapagos
eyjarnar, því Hello! hefur ekki verið
þekkt fyrir áhuga á náttúruvernd –
en það þarf að minnsta kosti ekki að
borga risaskjaldbökunum fyrir
einkasögur af olíulekanum.
Tímaritið Hello!
stefnir á nýjan markhóp
Reuters
Meðal þeirra sem hafa verið á forsíðu breska blaðs-
ins Hello! eru hjónin David Bowie og Iman. Hér eru
þau með nýfæddu barni sínu, Alexandriu Zahra, á
forsíðu tímaritsins í september á síðasta ári.
News of the World er
frægt fyrir óvægna elt-
ingarleiki við frægt fólk.
Nú er fyrrverandi rit-
stjóri þess orðinn rit-
stjóri slúðurtímaritsins
Hello! sem er frægt fyr-
ir smjaðurslegan stíl og
hyggst breyta áherslum
Hello!, segir Sigrún
Davíðsdóttir, þótt hann
ætli ekki að taka harka-
lega á fræga fólkinu.
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Bjórglös
kr. 1.550
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Með prentara og án prentara
Fyrir rafhlöðu og 220 V AC
RÖKRÁS EHF.
Kirkjulundi 19, sími 565 9393
Hágæða vogir á góðu verði