Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KÁRI Stefánsson, forstjóriÍslenskrar erfðagrein-ingar, segir að það sé ein-lægur vilji sinn að ljúka
viðræðum við Læknafélag Íslands
með samkomulagi. Hann vísar á bug
orðum Sigurbjörns Sveinssonar, for-
manns Læknafélagsins, um að hann
hafi dregið sig persónulega út úr við-
ræðunum vegna þess að hann hafi
ekki haft áhuga á að ljúka þeim.
Hann segist einmitt hafa vonast eftir
að það kynni að greiða fyrir viðræð-
um að hann tæki ekki sjálfur beinan
þátt í þeim.
Fyrir nokkrum dögum sagði Sig-
urbjörn Sveinsson í samtali við
Morgunblaðið að áhugaleysi for-
svarsmanna Íslenskrar erfðagrein-
ingar á að ljúka viðræðum við
Læknafélagið væri meginskýringin
á því að samkomulag hefði ekki tek-
ist. Kári var spurður hvort þetta
væri rétt.
„Þetta er rangt ályktað hjá Sig-
urbirni. Ég hafði og hef mikinn
áhuga á að það finnist lausn á þessu
máli. Það er of mikið í húfi til að
menn haldi áfram að berast á bana-
spjótum.
Ástæðan fyrir því að ég dró mig út
úr þessu voru tvær. Í fyrsta lagi
hafði ég verið kærður til siðanefndar
Læknafélagsins út af ummælum
sem ég á að hafa látið falla í tveggja
manna tali fyrir einn af samninga-
fundunum. Lögfræðingar mínir ráð-
lögðu mér að halda mig til hlés í
þessum viðræðum þangað til að búið
væri að ganga frá því máli. Ég held
að það hljóti allir að skilja það að það
er ekki þægilegt að ganga til samn-
ingaviðræðna og vera að ræða við
einstakling úr hópi þeirra sem mað-
ur er að semja við þegar lögð hefur
verið fram kæra innan þess félags-
skapar sem sá maðurinn er fulltrúi
fyrir. Engu að síður hefði ég haldið
áfram þessum viðræðum ef ekki
væri fyrir þá staðreynd að lögfræð-
ingar mínir ráðlögðu mér að gera
það ekki.
Það skiptir einnig máli að þessi
kæra og ýmis orð sem höfðu fallið
bentu í mínum huga til þess að ein-
hver hluti af andstöð-
unni meðal stjórnar
Læknafélagsins hafi átt
rætur sínar í afstöðu til
minnar persónu. Ég hélt
að ég væri að auka líkur
á að samkomulag næðist
með því að halda mig til hlés. Það
skiptir einnig miklu máli að þeir
tveir menn sem ég fól að halda áfram
þessum viðræðum við Læknafélagið
eru ekki neinir léttavigtarmenn.
Þetta eru Kristján Erlendsson, sem
var skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu og hafði tekið þátt í mörgum
erfiðum samningum fyrir ráðuneytið
og hafði staðið sig afskaplega vel
bæði í samningaviðræðum við
Læknafélagið og í öðrum samning-
um fyrir okkar fyrirtæki. Hinn að-
ilinn er Einar Stefánsson, prófessor
í augnlækningum við Háskóla Ís-
lands, og fyrrverandi deildarforseti
Læknadeildar, en hann gekk til liðs
við fyrirtækið á síðasta ári. Þetta eru
tveir af okkar allra bestu mönnum til
að höndla svona viðræður.
Ef litið er á hvers vegna Lækna-
félagið gekk frá þessu samninga-
borði þar sem fyrir lá efnisleg lausn
þá held ég að þar hafi ýmislegt skipt
máli. Eitt af því er það sem menn úti
í hinum stóra heimi hafa að undan-
förnu verið að segja um notkun heil-
brigðisupplýsinga í gagnagrunna til
rannsókna, þ.e. annars vegar notkun
með upplýstu samþykki og hins veg-
ar notkun með ætluðu samþykki. Sú
lausn sem við vorum að semja um við
Læknafélagið var ekki sú lausn sem
við hefðum helst kosið, þ.e. að farið
væri fram á skriflegt samþykki, og
er mikið á skjön við það sem menn
eru að tala um út í heimi.
Viðhorf erlendra lækna-
samtaka styðja sjónarmið ÍE
Nefnd á vegum Alþjóðasamtaka
lækna (The World Medical Associa-
tion) hittist í Edinborg í Skotlandi í
byrjun október á síðasta ári og þar
var lagt fram uppkast að siðareglum
um heilbrigðisgagnagrunna og þar
segir m.a. í kafla sem heitir „Til-
gangurinn með því að safna heil-
brigðisupplýsingum:
„Notkun heilbrigðisupplýsinga án
upplýsts samþykkis má aðeins eiga
sér stað undir ströngu eftirliti og að-
eins við þau tækifæri er slíkt er leyft
með lögum eða dómsúr-
skurði.“
Þessi setning er skrif-
uð eins og henni sé ætlað
að ná til þessa íslenska
gagnagrunns. Fulltrúar
Læknafélagsins sátu
þennan fund og þeim var því full-
kunnugt um þetta.
Það er einnig fróðlegt að skoða
siðareglur sem bandarísku lækna-
samtökin sendu frá sér í desember á
síðasta ári, en þessi samtök hafa haft
mikil áhrif á þessi mál. Þar kemur
fram að nota megi heilbrigðisupplýs-
ingarnar ef þær eru dulkóðaðar og
þannig komið í veg fyrir að hægt sé
að rekja þær. Ef það er ekki gert má
nota upplýsingarnar ef leitað er eftir
upplýstu samþykki. Ef
samþykki er ekki fyrir að
því aðeins nota upplýsing
notkun sé leyfð með lögum
er einnig leyfð ef fyrir ligg
legt leyfi frá siðanefnd. Að a
í þessum siðareglum að not
heimil ef formleg, opinb
kanni og samþykki ums
notkun heilbrigðisupplýsing
Bandarísku lækna
leggja því til að það megi
brigðisupplýsingar án uppl
þykkis í alls konar tilvikum
an er einfaldlega sú að ann
ekki hægt að vinna að læk
legum rannsóknum sem sú
þjónusta sem við þekkju
byggist á.
Einnig get ég nefnt reg
sem Clinton Bandaríkjafor
aði undir skömmu áður en
af embætti. Þegar hún var k
haft eftir talsmanni ban
stjórnvalda. „Við erum ekki
að hindra rannsóknir eða v
notkun á heilbrigðisskrám
lega heilbrigðisskrám sem
aðar til að auka gæði he
þjónustunnar.“
Gæti sett öllum rannsó
læknisfræði þröngar s
Úr öllum áttum eru því
upplýsingar um að heimuri
um okkur vilji að það sé
nota áfram heilbrigðisup
með ætluðu samþykki vegn
það er skoðun manna að ef
ekki leyft myndi það
framþróun í læknavísindum
myndi gera rekstur heil-
brigðiskerfisins erfiðari.
Ég hugsa að það sé ekki
ólíklegt að Sigurbjörn
Sveinsson hafi séð fram
á það að ef hann héldi
áfram þessum samn-
ingaviðræðum myndi hann
því að skrifa undir samkom
myndi gera það að ver
Læknafélag Íslands he
þrengri skorður læknisfr
sóknum á Íslandi heldur e
annars staðar. Við vorum h
tilbúnir að teygja okkur þa
að skapa frið um þetta verk
erum enn tilbúnir til að ger
held hins vegar að í því fe
ábyrgð vegna þess að þar m
Kári Stefánsson um ágreining við Læk
skráningu heilbrigðisupplýsinga í ga
Tilbúinn að teygj
langt til að ná samk
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr
erfðagreiningar, segist hafa talið að h
væri að auka líkur á samkomulagi v
Læknafélag Íslands um skráningu ga
gagnagrunn á heilbrigðissviði með þv
taka ekki sjálfur beinan þátt í viðræð
Hjá Íslenskri erfðagreiningu er unnið að fjölbreyttum ra
Tel að meiri-
hluti lækna
styðji gagna-
grunninn
BÚSTÓLPI GAGNRÝNIR KJÖTSÖLU
KIRKJAN TIL FÓLKSINS
Á GÖTUNNI
Staða kirkjunnar í miðborginni varumræðuefni málþings um síðustuhelgi, sem efnt var til af Dóm-
kirkjunni, Neskirkju, Hallgrímskirkju
og embætti miðborgarprests. Umræð-
urnar snerust um hugmyndir um með
hvaða hætti kirkjan gæti komið til móts
við þarfir fólks í miðborginni fyrir þjón-
ustu hennar. Fyrir málþingið var efnt
til messu í Kolaportinu, þar sem Jóna
Hrönn Bolladóttir var sett í embætti
miðborgarprests, en hún er jafnframt
framkvæmdastjóri miðborgarstarfs
KFUM og KFUK. Altarisganga var
fyrir þá, sem viðstaddir voru helgihald-
ið í Kolaportinu.
Á málþinginu benti Jóna Hrönn á, að
í miðbæjarkjörnum stórborga ættu sér
heimili peningastofnanir og utangarðs-
menn, en almennir borgarar forðuðust
þessi svæði, einkum á kvöldin.
„Borgir deyja innan frá og miðbær-
inn okkar er því miður farinn að kólna
svona, þar sem neyzla, tómhyggja og
innantómt ráf einkenna helgarnar í
miðborginni,“ sagði hún og kvað það
hlutverk kirkjunnar og trúarinnar að
sporna gegn þessari óheillavænlegu
þróun. Kristið miðborgarstarf ætti að
vera unnið með boðun á götunni innan
um fólkið og iðandi lífið, líka á næturn-
ar, þegar neyðin væri sízt minni. Kirkj-
an ætti að tala tungu sem gatan skildi,
sagði Jóna Hrönn, en það væri ekki nóg,
því einnig þyrfti „að lækka þröskuldinn
og víkka dyrnar, svo við, sem kirkjunni
tilheyrum, lokumst ekki inni.“
Aðrir þátttakendur í málþinginu tóku
undir með Jónu Hrönn. Séra Bjarni
Karlsson, Laugarneskirkju, kvað kirkj-
una hafa átt samleið með þjóðinni í
gegnum aldirnar og verkefni dagsins
væri að sjá til þess, að hún hætti því
ekki.
Séra Jakob Hjálmarsson, dómkirkju-
prestur, vakti athygli á því, að 50 prest-
ar sinntu 120 þúsund höfuðborgarbúum
og væru þess vegna lítils megnugir utan
þess að sinna daglegum skyldum. „Það
koma svo margir inn um dyrnar á kirkj-
unni minni að ég kemst ekki út,“ sagði
séra Jakob.
Ástandið í miðborg Reykjavíkur kom
glögglega fram á málþinginu og m.a.
upplýsti Anna M. Ólafsdóttir, fræðslu-
fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, að af
þeim 1.600 manns, sem leituðu aðstoðar
í fyrra, hefði rúmur helmingur verið
einhleypt fólk og helmingur þess byggi
í miðbænum. Hluti skýringarinnar
væri, að mun auðveldara væri að nálg-
ast eiturlyf þar en í úthverfunum.
Flestir, sem leituðu aðstoðar, ættu við
fíkn að stríða. Margir væru ofbeldis-
hneigðir, illa til reika og fyndu sér skjól
yfir blánóttina í húsaportum og við hita-
veitustokka.
Séra Jakob kvað það hafa verið
stefnu Dómkirkjunnar sl. áratug að vísa
þurfandi fólki ekki til Hjálparstarfs
kirkjunnar heldur reyna að leysa vand-
ann í kirkjunni sjálfri. Hjálparstarf á
heimavettvangi, í söfnuðinum sjálfum,
væri mikilvægt og t.d. æskilegt, að
söfnuðirnir sjálfir sæju um matarað-
stoð og fatagjafir.
Þessar lýsingar benda til þess, að
brýn þörf sé á aðstoð við það fólk, oft
ungmenni, sem safnast saman í mið-
borginni á kvöldin og um helgar, svo og
íbúa, sem þar búa. Það er fagnaðarefni,
að þjóðkirkjan og KFUM og K beini
kröftum sínum til hjálpar og ekki er síð-
ur um það vert, að sérstakt prestsemb-
ætti miðborgarinnar hefur verið sett á
fót til að leggja áherzlu á, að þjóðkirkj-
unni er alvara í því að ná til þeirra, sem
eiga um sárt að binda. Enda segir í
helgri bók:
„Sannlega segi ég yður, það allt, sem
þér gjörðuð einum minna minnstu
bræðra, það hafið þér gjört mér.“
Boðun fagnaðarerindisins á ekki síð-
ur heima á götunni en í stórhýsum.
Fjóla Runólfsdóttir bóndi í Skarði íLandsveit vakti athygli, þegar
hún kom með neytendapoka, sem inni-
hélt lambakjöt, á fund landbúnaðar-
ráðherra að Þingborg í Hraungerðis-
hreppi rétt eftir síðastliðin
mánaðamót. Hún sýndi fundarmönnum
innihald pokans, „lambakjöt á lág-
marksverði“, og spurði, hvort einhver
viðstaddra hefði lyst á innihaldinu.
Hún sagði af því tilefni, að sér fyndist
lambakjötið ekki vel kynnt í verzlunum
og „ekki með það fyrir augum að selja
það“.
Pokann hafði Fjóla keypt í verzlun á
Hellu, hálfan niðursagaðan lambs-
krokk og söluaðferðina kvað hún ekki
góða, hvorki hjá verzluninni né afurða-
sölufyrirtækinu SS. Fjóla „gaf ráð-
herra og hans mönnum pakkað kjöt.
Fundarmenn tóku undir gagnrýni
hennar, en landbúnaðarráðherra sagði
þetta ekki gott dæmi sem hún sýndi,
kjötborð verzlana væru þó í langflest-
um tilfellum hin glæsilegustu, en alltaf
mætti þó gera betur“.
Fjóla Runólfsdóttir í Skarði hefur
verið bóndi í 30 ár og á búinu eru 800
fjár og 100 til 110 nautgripir ásamt
fjölda hrossa. „Ég lifi og hrærist í þess-
um búskap og hef gert alla tíð“, sagði
hún í viðtali við Morgunblaðið. „Ég fer
í öll sláturhúsin sem slátra fyrir okkur
og fylgist með hvernig farið er með af-
urðirnar og sé þar glæsilegt kjöt verða
til. Ferlið í sláturhúsunum er auðvitað
kapítuli út af fyrir sig og til dæmis fá-
sinna fyrir okkur bændur að það skuli
vera til 30 verðflokkar á lambakjöti, en
þeim má fækka og einfalda kerfið“.
Fjóla gagnrýnir bændaforystuna,
segir að margir hafi haft samband við
sig eftir að hún sýndi kjötið á bænda-
fundinum í Þingborg, en enginn úr
bændaforystunni. „Kannski les forysta
sauðfjárbænda ekki blöðin?“ spurði
hún og sagðist myndu halda áfram að
gagnrýna söluaðferðir kjötvinnslunn-
ar. Bændur og neytendur ættu að
standa saman, því að um væri að ræða
beggja hag.
Íslenzkt lambakjöt er gæðavara og
átak hefur verið gert undanfarin ár af
hálfu bænda til að koma enn betur á
móts við óskir neytenda um fituminna
kjöt, svo og má fá ferskt kjöt mestan
hluta ársins. Að sjálfsögðu hafa afurða-
stöðvarnar tekið þátt í þessari þróun.
Það er því áfall fyrir þær, ekki síður en
bændur, þegar kjöt sem það, sem Fjóla
sýndi í Þingborg, er borið fyrir neyt-
endur. Forráðamenn SS segja að um
slys hafi verið að ræða og skal það ekki
dregið í efa. Margir neytendur hafa þó
svipaða sögu að segja af kaupum á
„lambakjöti á lágmarksverði.“ Lágt
verð er engin afsökun fyrir lélegri eða
óneyzluhæfri vöru.