Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 35 upplýstu ð fara má garnar að m. Notkun gur form- auki segir tkun skuli ber nefnd sókn um ga. asamtökin nota heil- lýsts sam- m. Ástæð- nars væri knisfræði- læknis- um í dag glugerðina rseti skrif- n hann lét kynnt var ndarískra i að reyna viðeigandi , sérstak- m eru not- eilbrigðis- óknum í skorður að koma nn í kring hægt að pplýsingar na þess að f það væri hægja á m og það n enda á mulag sem rkum að efði sett ræðirann- en þekkist hins vegar að langt til kefni. Við ra það. Ég elist mikil með erum við ekki bara að þrengja að lækn- isfræðilegum rannsóknum á Íslandi heldur gæti þetta þrengt að lækn- isfræðirannsóknum út um allan heim. Að sjálfsögðu myndi þetta samkomulag hafa áhrif á læknis- fræðilegar rannsóknir sem stundað- ar eru á Íslandi utan Íslenskrar erfðagreiningar. Ég held því að það verði að leita skýringa annars staðar en í mínum vilja eða minni löngun til að ljúka þessu. Ég hef fullan vilja til að ljúka þessu. Ég er reiðubúinn til að beygja ákveðin grundvallaratriði sem mér eru kær. Mér þykir fyrir því ef eitt- hvað af því sem ég hef sagt hefur sært Sigurbjörn og gert það að verk- um að honum er erfiðara að standa að samningaviðræðum við Íslenska erfðagreiningu. Ég vil hins vegar benda á að ég hef ekki skrifað grein- ar í blöð eða haft uppi óhróður gagn- vart Sigurbirni eða Læknafélaginu. Ég hef hins vegar fengið yfir mig þung orð og ósönn frá ýmsum að- ilum, m.a. frá þeim sem sitja í stjórn Læknafélagsins. Þetta er eitt af því sem gerist í hita leiksins og ég hef talið mig þurfa að kyngja. Það er hins vegar einlægur vilji minn að menn geti lokið þessu með samkomulagi og að báðir aðilar geti gengið frá því og haldið andlitinu,“ sagði Kári. Læknafélagið hafnaði ósk um áframhaldandi viðræður Kári sagði að Íslensk erfðagrein- ing hefði í síðasta mánuði sent Læknafélaginu bréf þar sem óskað var eftir að félagið endurskoðaði af- stöðu sína. Svar hefði borist þar sem segði að félagið sæi ekki ástæðu til að breyta fyrri afstöðu. „Ef niðurstaðan verður sú að það næst ekkert samkomulag, munum við einfaldlega senda frá okkur yf- irlýsingu um að við komum til með að fara að lögum, reglum og alþjóð- legum sáttmálum um meðferð heil- brigðisupplýsinga og að við komum til með að setja saman þennan gagnagrunn á grundvelli þeirra laga sem Alþingi er búið að samþykkja. Það er kveðið mjög skýrt á um í lögunum sem og því leyfi sem við fengum að þennan gagnagrunn mætti hvorki setja sam- an né reka án þess að það væri í samræmi við al- þjóðasamþykktir, reglugerðir og lög.“ Óttast þú ekki að það verði erf- iðara að koma upp þessum gagna- grunni ef það verður gert í andstöðu við lækna? „Þetta er ekki gert í andstöðu við lækna. Ég hef vel rökstuddan grun um að það sé stór meirihluti lækna sem styðji það að miðlægur gagna- grunnur sé settur saman ef farið er að lögum og reglugerðum.“ knafélagið um agnagrunn ja mig komulagi rar hann við agna í ví að ðum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti annsóknum á tengslum erfða og sjúkdóma. Hætti í við- ræðum m.a. vegna kæru til siðanefndar STÓRSIGUR Ariel Sharons íkosningunum í Ísrael sýnirá hversu veikum grunnifriðarviðræður síðasta ára- tugar voru reistar. Sigurinn er einn- ig vísbending um örvæntingu Ís- raela og hve stjórnmál í Miðausturlöndum, og sér í lagi Ísra- el, eru óútreiknanleg. Við fyrstu sýn er sigur Sharons reiðarslag fyrir all- ar friðarhorfur fyrir botni Miðjarð- arhafs og hugsanlega upphaf að enn frekari og alvarlegri átökum á þessu svæði. Hins vegar hefur kosning Sharons haft víðtæk áhrif og greina má nú tvær nýjar mögulegar stöður. Sú fyrri er að sigur hans sé ein- ungis tímabundið ástand og ekki af- gerandi þegar til lengra tíma er litið. Sharon muni einungis ná að vera við stjórnvölinn í nokkra mánuði eða þangað til jafnvægi kemst á í stjórn- málum Ísrael. Seinni ályktunin, sem er frekar ólíkleg en hugsanleg, er að einungis persóna eins og Sharon geti samið um frið við Palestínu- menn. Sharon er þekkur fyrir að gefa aldrei eftir, rétt eins og Yitzhak Rabin, sem átti langan og farsælan feril í hernum áður en hann varð for- sætisráðherra. Þess vegna er hann vel til þess fallinn að taka ákveðna áhættu, eins og Rabin gerði, og koma einhverju til leiðar. En þegar öllu er á botninn hvolft er kosning Ariel Sharons fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að hún sýn- ir hversu margt hefur breyst á fá- einum mánuðum. Ekki er ósenni- legt, því miður, að hún sé líka vísbending um að nú ríki ákveðin af- staða eða tilhneiging sem ekki er lík- leg til að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Óveðurský eru nú að safnast saman og útlitið er alls ekki bjart. Örvæntingarfullt ákall Frá bæjardyrum araba séð er kosning Sharons óhugnanleg til- hugsun. Hann er álitinn vera per- sónugervingur alls hins versta í ísra- elsku samfélagi. Hann er herskár hershöfðingi sem hefur verið í for- ystuhlutverki í öllum megin átökum Ísraela og araba. Þeir síðarnefndu líta svo á að ferill hans hafi ein- kennst fyrst og fremst af því að hafa beitt miskunnarlausu ofbeldi gegn Palestínumönnum. Eins og frægt er orðið, stjórnaði Sharon árás Ísraela í Líbanon 1982 og nefnd á vegum hersins í Ísrael ályktaði að hann bæri óbeina ábyrgð á hörmungun- um í flóttamannabúðunum í Sabra og Shatila. Arabar spyrja sig sem svo hvernig og hvort hægt sé að setjast niður að semja við mann sem aldrei hefur dulið hatur sitt gagn- vart Palestínumönnum. Hann er álitinn stríðsglæpamaður og kyn- þáttahatari. Sennilega er hann sá Ís- raeli sem er mest hataður meðal araba. Það er ekki að ófyrirsynju að talið er að heimsókn hans til grát- múrsins og yfirlýsingar hans um Jerúsalem hafi beint, eða óbeint, markað upphaf ofbeldisins, sem hef- ur geisað undanfarna mánuði. Sum- ir arabar hafa haldið því fram að kosning Sharons sýni hið raunveru- lega andlit Ísraels og hversu grunnt sé á friðarvilja meðal þjóðarinnar. Frá bæjardyrum Ísraela er sigur Sharons örvæntingarfullt ákall til að koma á festu og öryggi í stjórn landsins. Það má túlka sigur Shar- ons sem uppgjöf og vantrú Ísraela á friðarferlinu. Kosning hans er aft- urhvarf til fortíðarinnar þegar veg- ur hersins var sem mestur í Ísrael og þegar hernaðarlegar lausnir voru taldar æskilegri en þær diplómat- ísku. Sigur Sharons er merkilegur sökum þess að á síðustu árum hefur gagnrýni ýmissa mennta- og lista- manna á sögu zíonista og Ísrael vax- ið ásmegin. Í síauknum mæli hefur mátt heyra gagnrýnisraddir á ýms- ar aðgerðir hersins ekki síst í tengslum við árásina í Líbanon en einnig í öðrum átökum við araba. Þessar gagnrýnisraddir bentu á að þessi deila væri ekki svo einföld og svart/hvít og að hægt væri að kenna Palestínumönnum um allt sem illa hefði farið. Samfara þessari gagn- rýni voru æ fleiri Ísraelar fylgjandi friðarviðræðum við Palestínumenn og aðra araba og vildu koma á eðli- legum samskiptum við sína ná- granna. Þannig hefur borið á því að hálfgerð óeining væri að myndast í Ísrael. Þegar frjálslyndir ísraelskir blaðamenn töluðu um framgang hersins eða ríkistjórnarinnar hættu þeir að nota fornafnið „við“ og var því stundum vandséð hvorum megin þeir stóðu í deilunni. Alvarlegar deil- ur áttu sér stað um eðli þjóðarinnar og ekki síst hvaða hlutverk gyðing- dómur (og ekki voru allir gyðingar sammála hvernig ætti að skilgreina gyðingdóm) ætti að leika í samfélagi þeirra í nútímanum. Hinar svoköll- uðu dúfur í ísraelsku samfélagi, sem voru fylgjandi friði og samningum við Palestínumenn, urðu meira af- gerandi í stjórnmálum en hinir svo- kölluðu haukar eins og Ariel Sharon. Heift og grimmd kom á óvart Heiftin og grimmdin sem hefur sýnt sig í átökunum síðustu mánuði hefur komið mörgum Ísraelum á óvart, sérstaklega hin ofbeldisfulla andstaða Palestínumanna. Þá áttu þeir ekki von á þeirri gagnrýni sem hefur birst á Vesturlöndum um óvið- eigandi viðbrögð ísraelska hersins. Þjóðarsálin krepptist saman og fannst þjarmað að sér úr öllum átt- um. Eðlilega brást fólk þannig við að tilgangslaust væri að semja um eitt eða neitt úr því að svona væri komið. Dúfurnar skiptu fljótlega um ham og urðu að haukum sem töldu að uppreisn og stjórnleysi Palestínu- manna sýndi þeirra rétta andlit og ofbeldishneigð. Hví ætti að reyna að semja um frið við fólk sem hefði eng- an friðarvilja? Deilan varð allt í einu svart/hvít og þeir Ísraelar sem áður voru fylgjendur friðarviðræðna skelltu skuldinni á Palestínumenn, ekki síst Yasser Arafat. Til dæmis birtist nýlega grein hér í Morgun- blaðinu eftir rithöfundinn Amos Oz sem sagði að kosning Sharons væri Arafat að kenna. Átök síðastliðinna mánaða hafa því þjappað þjóðinni betur saman og nú nota ísraelskir blaðamenn for- nafnið „við“ þegar þeir lýsa fram- gangi hersins gegn uppreisn Palest- ínumanna. Og þess vegna var vegur Sharons svo mikill og auðveldur í kosningum. Sjónarmið haukanna urðu enn meira sannfærandi í miðjum átökunum. Sharon var tákn festu og áræði. Hann veitti fólki ör- yggistilfinningu og hann hafði ávallt verið á móti öllum samningaviðræð- um. Kosning Sharons eru skilaboð um að þjóðin vill einangrast og byggja upp pólitíska múra, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Rétt eins og fólk annars staðar í heiminum vilja Ísraelar auðvitað lifa sem eðlilegustu lífi og geta alið upp börn sín í friði og ró og í sátt við sína nágranna. En á síðustu fimmtíu ár- um hefur slíkt ekki verið til staðar. Ástæðan fyrir því er að samskipti þeirra við arabaríkin hafa verið óeðlileg. Sharon hefur gefið til kynna að eina leiðin til að tala við Palestínumenn sé gegnum skrið- dreka og jarðýtur. Þessi afstaða var kannski skiljanleg fyrir 40-50 árum. Nú orkar það hinsvegar tvímælis að hún sé í takt við tímann, sérstaklega ef tekið er mið af nýjum leiðtogum og áherslum í Sýrlandi og Jórdaníu. Hugsanlega er þó hægt að meta stöðuna sem svo að Sharon gæti fet- að í fótspor Yitzhak Rabin. Ísraelar höfðu töluverða þolinmæði þegar Rabin samdi við Palestínumenn, enda treystu þeir að þessi fyrrum hershöfðingi myndi ekki stefna ör- yggi þeirra í hættu. En Sharon veit, eins og við vitum reyndar öll, að Rabin galt fyrir það með lífi sínu. Þegar Ehud Barak reyndi að semja við Palestínumenn fórnaði hann þar með sínu pólitíska lífi. Það er nú frekar ólíklegt að Barak eigi aftur- kvæmt í forsætisráðherraembættið. En Benjamin Netanyahu, sem náði kosningu á forsendum þess að hann myndi ekki semja við Palestínu- menn en var síðan steypt af stóli stuttu seinna vegna þessara sömu afstöðu, er nú aftur orðinn miðlægur í stjórnmálum Ísrael. Atburðir síð- ustu ára sýna þess vegna að vilji menn tryggja langlífi sitt í stjórn- málum er betra að reyna ekki einu sinni að semja við Palestínumenn. Þó að margt sé líkt með Sharon og Rabin er afar ólíklegt að Sharon muni feta í fótspor Rabin í friðar- málum. Sharon hefur allan sinn feril unnið gegn framvindu Palestínu- manna og fátt gefur til kynna að hann muni á gamalsaldri fara að breyta rækilega um stefnu. Minni áhugi Bandaríkjamanna Þess vegna er staðan ekki vænleg fyrir botni Miðjarðarhafs. Palest- ínumenn eru nú þeim mun ákveðn- ari en nokkru sinni fyrr að heyja baráttu sína áfram. George W. Bush, hinn nýkjörni forseti Banda- ríkjanna, hefur sýnt lítinn áhuga á þessari deilu og vill sennilega ekki blandast í þessi flóknu átök svo snemma á sínum forsetaferli. Í for- setatíð Bill Clintons léku Bandaríkin mikilvægt hlutverk í friðarferlinu og mestu framfarirnar þar áttu sér ein- mitt stað þegar Bandaríkjamenn sinntu þessum málum. En nú er það undir Palestínumönnum og Ísrael- um sjálfum komið að taka fyrsta skrefið í átt að friði. Í þessari stöðu munum við væntanlega frekar heyra neikvæðar fréttir frá þessu svæði á næstu mánuðum en jákvæð- ar. Það eina jákvæða í stöðunni, eins og fyrr var getið, er að stjórnmál í Miðausturlöndum eru óútreiknan- leg. Rétt eins og það var óhugsandi fyrir um sex mánuðum að ímynda sér að Sharon yrði kosinn forsætis- ráðherra, er alveg eins hægt að ímynda sér að jafn ólíkleg staða komi upp í sumar. En þegar til styttri tíma er litið eru horfurnar á þessu svæði ekki góðar. Sennilega verður mörgum mannslífum fórnað áður en þessar þjóðir átta sig og semja um endanlegan og varanleg- an frið. Dúfurnar breyttust í hauka Kosninga- sigur Sharons Ariel Sharon, nýkjörinn forsætisráðherra Ísrael. Reuters Palestínsk fjölskylda fylgist með er ísraelskar vinnuvélar slétta jörð- ina eftir að hafa eyðilagt tvö hús Palestínumanna. Sigur Sharons í ísraelsku forsætis- ráðherrakosningunum mun hafa víðtæk áhrif, segir dr. Magnús Þorkell Bernharðsson og veltir í grein sinni fyrir sér hver þau áhrif kunni að verða. Höfundur er aðstoðarprófessor í Miðausturlandafræðum við Hofstra-háskólann í New York. ’ Sharon hefur all-an sinn feril unnið gegn málstað Pal- estínumanna og fátt gefur til kynna að hann muni á gam- alsaldri fara að breyta rækilega um stefnu. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.