Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALLIR kannast við
þá staðhæfingu að erf-
itt sé að byggja upp en
auðvelt að rífa niður.
En hvers vegna ætli
mönnum sé tamt að
segja að uppbygging sé
erfið? Uppbygging er
væntanlega jákvæð og
ættu þá ekki allir að
geta sameinast um
hana?
Líklega geta margir
verið sammála um að
uppbyggingin sé erfið
vegna þess að henni
fylgi breyting á ríkjandi
ástandi. Slíkar breyt-
ingar verða oft til þess
að einhver missir spón úr aski sínum.
Um það eru mörg þekkt dæmi að
þeir sem tala fyrir sem mestri breyt-
ingu virðast hafa fæðst á röngum
tíma; tal þeirra og hugmyndir ná ekki
eyrum samferðamannanna, fáir
skilja þá og þeir eru jafnvel taldir
hættulegir. Málsvari breytinga er
oftar en ekki hugsjónamaður, eld-
hugi, sem bregst þannig við mótlæti
að hann sækir mál sitt fastar, talar
hærra og af auknum sannfæringar-
krafti. Almennt gildir að þessi ein-
staklingur er öðruvísi en við hin.
Sá sem hlustar á þennan postula
breytinganna dæmir orð hans og æði
oftast eftir því hvernig breytingarnar
koma við hlustandann sjálfan. Er
þetta hagstæð þróun fyrir mig? spyr
hlustandinn. Getur þetta jafnvel
komið sér verulega illa?
Aðferðir til þess að kveða niður
talsmenn breytinga eru gamalkunn-
ar og skráðar á spjöld sögunnar. Því
er slegið fram að maðurinn sé brjál-
aður; sagt er að honum
sé ekki treystandi af því
að hann sé tengdur
vafasömum mönnum og
starfsemi. Breytinga-
maðurinn er með öðr-
um orðum sagður vera
hættulegur maður sem
með tillögum sínum er
einungis að reyna að
skara eld að eigin köku.
Í íslendingasögum heit-
ir málflutningur af
þessu tagi rógur.
Ég veit að lesendum
þessara lína dettur ein-
hver einstaklingur í
hug, en mér koma í hug
tvö nöfn, Einar Bene-
diktsson skáld og Kári Stefánsson
sem varla þarf að titla.
Saga Einars Benediktssonar
skálds hefur verið færð í letur með
frábærum hætti af Guðjóni Friðriks-
syni rithöfundi, saga Kára er í mótun
og verður skrifuð af sigurvegurum
komandi tíma.
Standist sú fullyrðing að það sé
erfitt en nauðsynlegt að byggja upp
ætti það jafnframt að vera sjálfsagt
að allir góðir menn styðji framfarir
og uppbyggingu, háir sem lágir.
Einar Ben. vildi virkja fallvötn,
byggja verksmiðjur, hafnir, grafa
málma úr jörðu, eignast Grænland,
svo fátt eitt sé talið, og furðu margir
voru tilbúnir að fylkja sér undir þá
skoðun að hann væri glópur og
gróðapungur. Einar fékk fjármála-
menn til að leggja fram stórfé en við
vildum bara ekki taka við því. Í dag
erum við þess umkomin að segja: hví-
lík músarholusjónarmið!
Fram kemur í bókunum um Einar
Ben. hvernig persónutöfrar þessa
manns heilluðu fjármálajöfra heims-
ins þannig að fjárfesting á Íslandi
varð það eina sem þeim sýndist vit
vera í.
Íslensk erfðagreining hf. er í dag
stórfyrirtæki með 400 manns í vinnu,
hámenntað fólk, sem átti þann einn
kost fyrir skömmu að vinna fyrir rík-
ið, og allir vita hver launin eru á þeim
bænum.
Ég hef gert mér það í hugarlund að
eldhuginn Kári hafi sagt við sína fjár-
málajöfra: Ísland er dvergríki með
vel menntuðu fólki, allir eru skyldir
öllum nokkra ættliði til baka og ætt-
fræðiþekking miklu meiri en gengur
og gerist. Hvað viljið þið hafa það
betra fyrir erfðarannsóknir? Þeir
keyptu þetta.
Tilkoma Ísl. erfðagreiningar hf.
var eins og sprengja í litlum heimi.
Þar fór allt á annan endann og ýms-
um hagsmunum var raskað. Við-
brögðin eru líka gamalkunn. Það þarf
ekki annað en leggja eyrað við þeim
söng sem síðan hefur bergmálað í
fjölmiðlum:
Margir hafa tekið eftir ýmsum
stórmennskutilburðum Kára, hann
er hugsanlega veikur, hann er í dag
milljarðamæringur, eiginhagsmuna-
seggur og gróðapungur. Kári nýtur
líka atbeina spilltra stjórnvalda sem
hann hefur keypt til liðs við sig. Hann
hefur sölsað undir sig heilbrigðisupp-
lýsingar þjóðarinnar og fótumtroðið
persónuvernd saklausra, lasinna ís-
lenskra einstaklinga. Öllu sem gott
er fórnar Kári á altari gróðahyggju.
Segi svo einhver að sagan endur-
taki sig ekki. Allt eru þetta þekktar
aðferðir ætlað að sá fræi tortryggni.
Maður spyr sig oft hvað fékk Einar
Ben. til að standa í sinni baráttu og
svarið er sjálfsagt flókið. Einar átti
þó óumdeilanlega stöðu hjá sinni
heittelskuðu þjóð í sínum skáldskap.
Hvað heldur Kára Stefánssyni á
lífi veit ég ekki. Ég tel mig bara vita
að til að koma fram breytingum á öll-
um tímum þarf sterk bein og við ætt-
um aldrei að gleyma að sé enginn
tilbúinn að standa í eldlínunni gerist
ekkert. Þá verður allt óbreytt og með
kyrrum kjörum í músarholunni.
Niðurrif upp-
byggingar
Jón Atli
Kristjánsson
Breytingar
Ég tel mig bara vita að
til að koma fram breyt-
ingum á öllum tímum,
segir Jón Atli Krist-
jánsson, þarf sterk bein.
Höfundur er hagfræðingur.
HITAMÁLIÐ þessa
dagana er öryrkjadóm-
urinn svokallaði. Ég
hef fylgst með fréttum
af málinu af miklum
áhuga, enda komið að
málinu með einum eða
öðrum hætti. Fram til
ársloka 1997 var ég
nefnilega í sambúð með
öryrkja. Öryrkja, sem
þá hafði aðeins um
14.000 kr í bætur á
mánuði, þrátt fyrir að
ég væri aðeins með um
150.000 kr. í tekjur á
mánuði á þeim tíma.
Eins og gefur að skilja,
þá gekk dæmið ekki
upp.
Ríkisstjórnin kom þó til móts við
öryrkja 1999 með því að hækka
skerðingarmörk þeirra sem áttu
maka sem ekki var öryrki, en festu
þá um leið í lög það grundvallar
mannréttindabrot sem tekjutenging
bóta við tekjur maka er. Þeir virðast
ekki hafa lært af dómi Hæstaréttar,
því að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi,
með óljósu orðalagi, bannað tekju-
tengingar við tekjur maka, þá á ekki
að taka út ákvæðið um tekjuteng-
inguna úr lögunum, heldur á aðeins
að setja inn skilgreindar lágmarks-
tekjur öryrkja í sambúð.
Eftir að þeir eru búnir að þessu, þá
er ryki slegið í augu öryrkja og
þeirra stuðningsmanna, með þvílík-
um yfirlýsingum um það að þessi
dómur sé ekki að jafna kjör öryrkja,
heldur séu það bara ríku öryrkjarnir
sem fái eitthvað út úr dómnum. Þar
með er reynt að fá almenning til að
gleyma, að þannig hafi þetta ekki
alltaf verið. Með þessu er almenn-
ingur látinn fá andúð á réttindabar-
áttu öryrkjanna.
Það má hins vegar ekki gleyma
því, að eftir að ríkisstjórnin leiðrétti
kjörin 1999, þá var þetta ekki endi-
lega kjarabaráttumál, heldur miklu
frekar mannréttindamál. Þetta er í
raun ekki spurning um hvort Jón og
Gunna fá meiri tekjur,
heldur um hvort það sé
bannað að skerða bæt-
ur Jóns, vegna tekna
Gunnu. Og þar stendur
hnífurinn í kúnni.
Til að bæta gráu ofan
á svart, taka menn sig
til, og lesa úr dómnum
það sem þeim hentar og
nota það sem skýringu
á þessum verknaði sín-
um. Skoðum aðeins
kaflann sem ríkis-
stjórnin hefur haldið
mest á lofti í rökum sín-
um. „Getur það því átt
við málefnaleg rök að
styðjast að gera nokk-
urn mun á greiðslum til einstaklinga
úr opinberum sjóðum eftir því hvort
viðkomandi er í sambúð eða ekki.“
Já, það má lesa úr þessu að tekju-
tenging bóta við tekjur maka sé leyfi-
leg, það er rétt. En það er aðeins ef
maður tekur þessa einu línu út úr
samhengi í dómnum. Skoðum hvern-
ig kaflinn er í raun. „Verður að telja
það aðalreglu íslensks réttar að rétt-
ur einstaklinga til greiðslna úr op-
inberum sjóðum skuli vera án tillits
til tekna maka. Er það í samræmi við
þá stefnumörkun sem liggur að baki
íslenskri löggjöf um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla nr. 28/
1991, sbr. og 2. mgr. 65. gr. stjórn-
arskrárinnar. Í lögum er þó víða tek-
ið tillit til hjúskaparstöðu fólks. Má
hér nefna skattalög og ákvæði laga
um félagslega aðstoð. Talið hefur
verið að einstaklingur í hjúskap eða
sambúð þurfi minna sér til fram-
færslu en sá sem býr einn. Getur það
því átt við málefnaleg rök ...“
Fyrsta setningin segir allt. Tekju-
tenging við tekjur maka er bönnuð.
Hins vegar er talið eðlilegt að þeir
sem eru í sambúð fái bætur reikn-
aðar eftir öðrum forsendum heldur
en þeir sem einir eru. Þetta sjáum
við meðal annars í barnabótum, þar
sem einstæðir foreldrar fá aðrar
grunnfjárhæðir en gift fólk eða fólk í
sambúð. Sama á við um heimilisupp-
bætur öryrkja. Þær detta út ef ein-
staklingurinn hefur heimilisfesti með
öðrum. Þetta er það sem Hæstirétt-
ur á við, ekki tekjutengingin, heldur
forsendur útreikninga og upphæðir.
Ef frá er talinn lífeyrir trygginga-
stofnunar og lán frá lánasjóði ís-
lenskra námsmanna, hvar þekkjast
tekjutengingar við tekjur maka?
Hvergi.
Sumir vilja meina að einmitt slíkar
tengingar séu bæði í vaxta- og barna-
bótakerfunum. Þetta er þvílík fá-
sinna. Báðar þessar tegundir bóta
eru vegna „eigna“ sem annaðhvort
hjón, sambúðarfólk eða einstaklingar
eiga, og eru greiddar sem „uppbót“ í
gegnum skattakerfið. Í eðli sínu
skattaafsláttur. Örorkubæturnar eru
hins vegar laun öryrkjans, líkt og at-
vinnuleysisbætur eru laun þess at-
vinnulausa. Það er nefnilega 100%
vinna að vera öryrki.
Við verðum að líta á bæturnar sem
laun. Öðruvísi getum við ekki skilið
af hverju það eru mannréttindi að fá
sómasamlegar bætur. Öryrkinn er í
þeirri stöðu, að hann á erfiðara með
að fá vinnu heldur en við sem ekki er-
um öryrkjar. Þar með á ríkið, þ.e.
við, að styðja við bakið á öryrkjanum,
þannig að hann geti staðið upp sem
stoltur einstaklingur, með eigin
tekjur og séð samhliða maka sínum
um framfærslu fjölskyldu sinnar.
Að lokum, skoðum aðeins 76 gr.
Stjórnarskrárinnar, þar sem kveðið
er á um skyldu ríkisins til að greiða
þeim sem minna mega sín bætur.
Takið eftir að til jafns eru lagði ör-
yrkjar og atvinnulausir. Af hverju
eigum við þá að hafa sitthvora regl-
una fyrir hvorn hópinn?
„Öllum, sem þess þurfa, skal
tryggður í lögum réttur til aðstoðar
vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnu-
leysis, örbirgðar og sambærilegra
atvika.“
Misskilning-
ur og rang-
túlkanir
Ingimundur K.
Guðmundsson
Höfundur er kerfisfræðingur.
Öryrkjadómurinn
Það á að styðja við
bakið á öryrkjanum,
segir Ingimundur K.
Guðmundsson,
þannig að hann geti
staðið upp sem stoltur
einstaklingur.
MIKIÐ framboð er
af ýmsum námskeiðum
og í upphafi árs keppast
margir við að kynna
framboð sitt á náms-
efni. Starfsmannafélag
ríkisstofnana (SFR)
hefur í tvo áratugi lagt
mikla áherslu á sí-
menntun, bæði með
hvatningu til félags-
manna um að stunda sí-
menntun og með því að
stuðla að tækifærum til
símenntunar. Vinnu-
markaður nútímans er
síbreytilegur og til að
tryggja félagsmönnum
framtíðarmöguleika á
þessum vinnumarkaði er nauðsynlegt
að leggja áherslu á símenntun.
Hagur starfsmanna
og atvinnurekenda
Markvisst hefur verið unnið að sí-
menntunarmálum félagsmanna SFR
allt frá því að starfsmenntunarsjóður
komst á laggirnar. Segja má að fyrstu
skrefin í símenntunarmálum hafi ver-
ið tekin 1980 þegar BSRB samdi fyrir
aðildarfélög sín um starfsmenntunar-
sjóð, þar á meðal fyrir SFR. Árið
1993 var síðan samið um að SFR
myndi halda utan um
sjóðinn fyrir sína
félagsmenn. Einnig
kom SFR, það sama ár,
að því að koma af stað
starfsnámi fyrir stuðn-
ings- og meðferðarfull-
trúa.
Í samningunum 1995
var síðan samið um að
efla fræðslustarf með
gagnkvæman hag
stofnunar og starfs-
manns í huga og
hleyptu aðilar í kjölfar
þess af stokkunum
námskeiði sem fékk
heitið Rekspölur.
Markmiðið með nám-
skeiðinu var skilgreint vítt með hag
bæði starfsmanna og atvinnurekenda
í huga og má segja að ákveðin tíma-
mót hafi orðið við það í viðhorfsbreyt-
ingu til símenntunarmála. Hagur
starfsmannsins er að hafa betra vald
á starfi sínu og starfsumhverfi, að
auka vellíðan og lífsfyllingu í og utan
vinnu og að auka framtíðarmöguleika
á vinnumarkaði, en það síðasttalda er
mjög mikilvægt í ljósi síbreytilegs
vinnumarkaðar. Hagur atvinnurek-
andans er að geta þróað starfsemi
sína og veitt betri þjónustu án kostn-
aðarauka, að starfsmenn hafi betra
vald á starfi sínu og starfsumhverfi
og að byggja upp hvetjandi og já-
kvæð viðhorf innan stofnunarinnar.
Nú hafa verið haldin alls 44 rekspal-
arnámskeið og verða fjögur í boði nú
á vorönn. Einnig er verið að vinna að
framhaldsnámskeiði, Rekspeli II.
SFR samdi 1997 um þróunar- og
símenntunarsjóð sem ætlað er að
styrkja starfsmenntun inni á vinnu-
stöðum. Þetta auðveldar atvinnurek-
endum að bjóða upp á námskeið þar
sem þessi sjóður er sérstaklega ætl-
aður námskeiðahaldi inni á vinnustað.
Í yfirstandandi samningaviðræð-
um SFR við samninganefnd ríkisins
er enn lögð áhersla á símenntun og
þar er sett fram krafa um að framlag
til starfsnáms og símenntunar verði
aukið, starfsmönnum verði tryggður
aðgangur að símenntun og hún verði
sjálfsagður hluti af vinnunni.
Mikilvægi
símenntunar
Nú á vorönn býður SFR upp á fjöl-
breytta fræðsludagskrá fyrir félags-
menn í samvinnu við Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar (St.Rv.)
sem fræðslunefndir félaganna hafa
sett saman. Þar verður meðal annars
fræðsla um hlutabréfamarkaðinn,
streitu og streitulosun, siðfræði
vinnustaða, einelti og heimilisbók-
hald svo eitthvað sé nefnt. Um er að
ræða styttri námskeið sem eru tilval-
in sem upphaf fyrir þá sem ekki hafa
setið á skólabekk nýlega. Mörgum
vex í augum að sækja námskeið en í
ljós hefur komið að oft þarf ekki
nema eitt slíkt til að koma fólki af stað
í símenntun.
Í dag er mikilvægi símenntunar
orðið viðurkennd staðreynd. Með
aukinni áherslu á að mannauðurinn
sé ein mikilvægasta auðlind okkar
kemur krafan um að hlúa að þessari
auðlind og viðhalda henni með stöð-
ugri menntun. SFR er meðvitað um
að í þessu máli má ekki slá slöku við.
Hér skiptir frumkvæði allra máli,
jafnt starfsmanna, atvinnurekenda
og félagsins. Ef við sýnum ekki frum-
kvæði til símenntunar látum við happ
úr hendi sleppa og drögumst aftur úr
í alþjóðlegri samkeppni.
Látum ekki happ
úr hendi sleppa
Jóhanna
Þórdórsdóttir
Símenntun
Mörgum vex í augum að
sækja námskeið, segir
Jóhanna Þórdórsdóttir,
en í ljós hefur komið að
oft þarf ekki nema eitt
slíkt til að koma fólki
af stað í símenntun.
Höfundur er fræðslu- og
upplýsingafulltrúi SFR.